Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Þeir höfðu storm og regn í fangið í gær, gangnamennirnir sem smöluðu Austurafrétt. Regn og stormur var á fimmtudagsmorgun en stytti upp og létti til síðdegis í gær. Þeir komu fénu í aðhald á Austaribrekku undir kvöld. Í dag er hópadagurinn en þá reka gangnamenn féð áleiðis í aðhald austan undir Námafjalli. Rétt- að verður svo á morgun, sunnudag, í Hlíðarrétt og eru kindurnar um 2.000 talsins sem þykir ekki mikið. Á morgun verður einnig réttað á öðrum stað í Mývatnssveit, í Baldursheimsrétt, og er hún svipaðrar stærðar og Hlíðarrétt. Flestar fjárréttir fara fram um miðjan sept- ember en réttað verður á nokkrum stöðum um næstu helgi, m.a. verður réttað í Fossrétt á Síðu föstudaginn kemur. Göngur hafnar hjá Mývetningum Smalað á Austurafrétt í dag Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „HELSTU ráðamenn þjóðarinnar bæði í núverandi og úr fráfarandi ríkisstjórn, [voru] því sem næst klæðlausir á berangri þegar byl- urinn skall á,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á flokksráðsfundi flokksins í Reykholti í gærkvöldi. Átti Steingrímur þar við þá erf- iðleika sem þjaka íslenskt efnahags- líf. Í ræðu Steingríms kom fram að Vinstri grænir hefðu allt frá árunum 2004-2005 varað við því hvert stefndi. Steingrímur benti á mistök í hag- stjórn og rangar ákvarðanir frá um- liðnum árum sem skýri stöðu okkar í dag. Talaði Steingrímur þar um áhersluna á „blinda stóriðjustefnu“ sem vakti upp miklar væntingar og hrinti af stað þenslu. Hann nefndi skattalækkanir lögfestar fram í tím- ann við aðstæður mikillar þenslu, glæfralega einkavæðingu og mistök í peninga- og gjaldeyrismálum, þeg- ar hátt gengi krónunnar og lágir vextir á markaði voru ekki notaðir til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann. Óhóflegur vaxtamunur Steingrímur minntist einnig á vaxandi misgengi í launum og lífs- kjörum almennings og að gríð- arlegum viðskiptahalla og vaxandi verðbólguspennu hefði verið mætt með því að keyra upp vexti og mynda óhóflegan vaxtamun milli Ís- lands og annarra landa. Hann talaði líka um að algert andvaraleysi hefði verið ríkjandi gagnvart ört vaxandi skuldsetningu þjóðarbúsins. Styrkja þarf gjaldeyrisforðann Steingrímur sagði óumflýjanlegt verkefni að styrkja verulega gjald- eyrisvaraforða landsins. Hefja þyrfti vinnu við að endurskoða lög um Seðlabankann og taka til umræðu hvort verðlags- og verðbólgumark- mið væru ekki of þröng. Taka þyrfti verkaskiptinguna innan stjórn- arráðsins til endurskoðunar og skoða kosti þess að eitt öflugt efna- hags-, viðskipta- og ríkisfjármála- ráðuneyti færi með efnahagsmál og ríkisfjármál. Endurreisa þyrfti Þjóðhagsstofnun og skapa skilyrði til að auka þjóðhagslegan sparnað. Jafnframt þyrfti að fjárfesta í öflugu velferðarkerfi.  Steingrímur J. vill eitt öflugt efnahagsráðuneyti  Óumflýjanlegt að styrkja verulega gjaldeyrisforða  Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir mistök í gjaldeyris- og peningastefnu  Segir skattalækkanir mistök „Klæðlausir á berangri“ Morgunblaðið/Ómar Formaður Steingrímur J. Sigfússon var ómyrkur í máli á fundinum. Bilun í vökvabúnaði ALLT gekk að óskum þegar þota Icelandair lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 17.20 í gær eftir að bilunar varð vart í vökvabúnaði. Um 190 manns voru um borð. Vélin var ný- lögð af stað til Kaupmannahafnar þegar bilunarinnar varð vart og var henni þá snúið við. Ekki var mikill viðbúnaður á vell- inum vegna lendingar vélarinnar þar sem flugstjórinn hafði gert ráð fyrir að um eðlilega lendingu yrði að ræða. Steingrímur sagði málflutning og skrif „stóriðjutrúboðanna“ minna á „ópíumtökur örvingl- aðra manna“. Hann benti á að nettóvirðisauki af álframleiðsl- unni væri mun minni en tekjur af sjávarfangi, þótt öðru væri stöð- ugt haldið fram. Á móti hverju útfluttu áltonni þyrfti að flytja inn dýr aðföng, súrál, rafskaut o.s.frv. og virkjanir væru byggð- ar fyrir erlent lánsfé. Á móti seldri orku kæmu því vaxta- greiðslur til útlanda. Því væri ál ekki nema hálfdrættingur á við sjávarútveginn í nettótekjum. „Álvæðingin“ „RÍKISVALDIÐ fylgist gaumgæfi- lega með ástand- inu á vinnumark- aði og inn á okkar borð fáum við reglulega tölur frá Vinnumála- stofnun,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi for- sætisráðherra, um fjöldauppsagnir síðustu daga. Hún segir nauðsynlegt að kortleggja hversu mörgum út- lendingum er sagt upp og hvort þeir fara úr landi. Þorgerður segir ríkið hafa mjög sveigjanleg stjórntæki sem það mun beita ef aðstæður verða metnar þannig að þörf sé á. „Það er til dæm- is hægt að auka framkvæmdir, s.s. í samgöngumálum auk þess sem við erum að fara í samvinnu við Listahá- skólann.“ Auk þess nefnir Þorgerður tónlistarhúsið sem verið er að reisa á hafnarbakkanum. Höldum hjólunum gangandi Efnahagsmálin eru eina málið á dagskrá framhaldsfundum Alþingis sem hefjast 2. september nk. auk þess sem fjárlögin verða tekin fyrir þegar nýtt þing hefst í október. „Og þau verða að endurspegla að við ætl- um að halda hjólum atvinnulífsins gangandi,“ segir Þorgerður en vill að öðru leyti ekki tjá sig um fjárlaga- frumvarpið sem er í vinnslu um þess- ar mundir. Sú vinna gengur vel að sögn hennar. andri@mbl.is Fylgjast vel með ástandinu Ríkið mun bregðast við ef þurfa þykir Þorgerður K. Gunnarsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNGUR karlmaður beið bana í slysi í botni Mjóafjarðar í Ísafjarð- ardjúpi um miðjan dag í gær. Mað- urinn missti stjórn á litlum jeppling sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði úti í á. Farþegi, ung kona, komst af sjálfsdáðum út úr bifreiðinni, en tveir ökumenn óku framhjá henni. Tildrögin eru til nán- ari rannsóknar lögreglu á Ísafirði. Veður var vont á þessum tíma, rigning og afar hvasst. Svo virðist sem maðurinn hafi ekki náð að beygja inn á brú í botni fjarðarins, og var bifreiðinni ekið á brúarstólpa og hentist hún í kjölfarið út í ána. Bifreiðin lenti á hvolfi ofan í ánni. Látinn þegar aðstoð barst Konan náði að komast út úr jepp- lingnum og á þurrt land. Hún reyndi að stöðva bíla sem óku framhjá. Tveir ökumenn keyrðu framhjá vettvangi án þess að stöðva samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar. Öku- maðurinn virðist hafa fengið tölu- vert högg en hann komst ekki út úr bílnum og var látinn þegar vegfar- endur komu að og til hjálpar. Slökkvilið Ísafjarðar var kallað út til aðstoðar og einnig Slökkvilið Hólmavíkur. Þegar slökkviliðsmenn frá Ísafirði komu á vettvang var bú- ið að ná manninum út úr bílnum. Bíllinn var síðar hífður upp úr ánni. Maðurinn var búsettur á Ísafirði. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Ökumenn óku framhjá slysstað                                         Ungur karlmaður lést í umferðarslysi í botni Mjóafjarðar  Farþegi komst úr bílnum og reyndi að stöðva vegfarendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.