Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SPRON leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og hefur
um árabil stutt við góðgerðar- og líknarmál. Styrktarverkefni
SPRON í Malaví er ljóslifandi dæmi um það.
A
R
G
U
S
/
0
8
-0
3
2
9
www. spron.is
SPRON sjóðurinn styrkir margvísleg menningar- og góðgerðarmál í nafni SPRON.
árangri ...
Við náum
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Í SKOÐUN er að Grænlendingar fái
aðild að fríverslunarsamningi Fær-
eyinga og Íslendinga sem tók gildi ár-
ið 2006. Samningnum er ætlað að efla
viðskipti landanna og mynda sameig-
inlegt efnahagssvæði án mismununar
á grundvelli ríkisfangs, staðfestu-
staðar eða uppruna vöru. Grétar Már
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanrík-
isráðuneytisins, er nú á Grænlandi
ásamt Herluf Sigvaldssyni, ráðuneyt-
isstjóra færeyska utanríkisráðuneyt-
isins, að kynna samninginn.
Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri við-
skiptasviðs utanríkisráðuneytisins,
segir áhuga Grænlendinga hafa auk-
ist að undanförnu og að þarlendir
þingmenn hafi nýlega lýst því yfir að
upphaflegar efasemdir þeirra séu að
dala. Martin segir að Grænlandi verði
tekið fagnandi óski ráðamenn aðildar
að samningnum. Í honum er sérstakt
ákvæði sem heimilar að öðrum hlut-
um af danska Konungsríkinu en
Færeyingum sé veitt aðild.
Högni Hoydal, utanríkisáðherra
Færeyja, hefur sagt að hann vilji
veita Norðmönnum aðild að samn-
ingnum. Í honum er ekkert því til fyr-
irstöðu.
Ekki komin reynsla á áhrifin
Innflutningur Færeyinga hingað
til lands jókst um rúmar 400 milljónir
milli áranna 2006 og 2007 en útflutn-
ingur til eyjanna dróst saman á sama
tíma sem nemur um 700 milljónum.
Að sögn Martins er ekki hægt að slá
því föstu að breytingarnar milli ára
komi til af samningnum.
Hann segir marga þætti leika hlut-
verk í þessum tölum, allt frá lögum
um eignarhald útlendinga í íslensk-
um fyrirtækjum og ástandi fjármála-
markaða að afla úr sjó. Ennfremur sé
ekki komin næg reynsla á samning-
inn til að meta áhrifin. Fólk og fyr-
irtæki hafi ekki áttað sig á möguleik-
unum sem fyrir hendi séu. „Ef við
tökum bara sjálfan EES-samninginn
[1994] þá tók það íslensk fyrirtæki
allt til aldamóta að nýta sér þau tæki-
færi sem hann hafði upp á að bjóða,“
segir Martin.
Aðild Grænlands að
fríverslun athuguð
MERCEDES-Benz C200 að verðmæti
5,6 milljónir var dregin út í Happdrætti
DAS 7. ágúst sl. Miðinn var seldur hjá
Tryggingamiðstöðinni í Keflavík sem
annast umboð Happdrættis DAS í
Reykjanesbæ. Eigandinn reyndist eiga
tvöfaldan miða og því fylgja 5,6 millj-
ónir í peningum í skottinu. Heildar-
verðmæti vinningsins er því 11,2 millj-
ónir.
Vinningshafinn, Bjarni Jón Bárð-
arson stýrimaður, og eiginkona hans,
Jóhanna Soffía Hansen, tóku við vinn-
ingnum í gær, föstudaginn 29. ágúst, í
Öskju ehf. sem er umboðsaðili Benz á
Íslandi.
Þegar hringt var í Jóhönnu hélt hún
að hún hefði unnið 100 þús. krónur en
svo kom í ljós að þetta voru rúmar 11
milljónir sem í þeirra hlut komu. Vinn-
ingurinn kemur sér afar vel því um er
að ræða 7 manna fjölskyldu, segir í
fréttatilkynningu. Þá kom einnig fram
að þetta væri undarleg tilviljun. Þau
vinna tvöfaldan vinning upp á rúmar 11
milljónir og nágrannar þeirra til margra
ára uppi á Kjalarnesi unnu á síðasta ári
Lexus með 6,3 milljónir í skottinu.
Unnu Benz hlaðinn milljónum
Sjö manna fjölskylda vann 11,2 milljónir í DAS
Heppin Sigurður Á. Sigurðsson, forstjóri Happ-
drættis DAS, afhendir Bjarna og Jóhönnu bifreið-
ina og skjalatösku með 5,6 milljónum í.
LÖGREGLAN á Akureyri handtók á fimmtu-
dag tvítugan karlmann á Akureyrarflugvelli,
eftir að fíkniefnaleitarhundur veitti honum at-
hygli. Maðurinn sem kom með flugi frá Reykja-
vík var tekinn afsíðis og eftir stutta eftir-
grennslan kom í ljós að hann hafði meðferðis
fíkniefni. Hafði hann falið um tíu grömm af
hvítu efni – sem talið er að sé kókaín – uppi í
endaþarmi sínum.
Maðurinn var umsvifalaust færður á lög-
reglustöð en látinn laus eftir skýrslutöku. Málið
telst upplýst.
Um kvöldið hafði lögregla afskipti af fjórum
einstaklingum vegna fíkniefnamisferlis á skóla-
balli Verkmenntaskólans á Akureyri. Um
minniháttar mál var að ræða. andri@mbl.is
Handtekinn með
fíkniefni innvortis
ÞEIR Hannes
Hlífar Stef-
ánsson, Þröstur
Þórhallsson og
Bragi Þorfinns-
son unnu allir
skákir sínar í
þriðju umferð
landsliðsflokks í
gærkvöldi og eru
efstir á mótinu
með 2½ vinning.
Hannes vann Björn Þorfinnsson,
Þröstur vann Þorvarð Ólafsson og
Bragi vann Magnús Örn Úlfarsson.
Henrik Danielsen, sem deildi for-
ystunni með þeim fyrir þessa um-
ferð, varð hins vegar að sætta sig
við jafntefli gegn Guðmundi Kjart-
anssyni og er í fjórða sæti með tvo
vinninga.
Sigurbjörn með forystu
í áskorendaflokki
Sigurbjörn Björnsson hefur náð
forystu í áskorendaflokki eftir sig-
ur gegn Halldóri Halldórssyni í 3.
umferð áskorendaflokks, en þeir
voru báðir með tvo vinninga fyrir
þessa umferð.
Það voru þau Lenka Ptacnikova
og Omar Salama einnig, en skák
þeirra lauk með jafntefli. Þau deila
því öðru sætinu með 2½ vinning
ásamt Þóri Benediktssyni og Sæv-
ari Bjarnasyni.
Þrír á toppnum
í landsliðsflokki
Sigurbjörn með fullt hús í áskorendaflokki
Bragi
Þorfinnsson