Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 5
– bankinn þinn
... saman!
Eftir Sigurð Sigmundsson
Hrunamannahreppur | Hjalti Gunn-
arsson á Kjóastöðum í Bláskóga-
byggð hefur farið hundrað hesta-
ferðir yfir Kjöl. Hann hefur séð um
ferðir fyrir Íshesta í mörg ár.
Á hverju ári koma mörg þúsund
erlendir ferðamenn til að fara í
hestaferðir í íslenskri náttúru.
„Já, þetta er hundraðasta ferðin,“
segir Hjalti og brosir þegar frétta-
ritari hittir hann og fólkið hans á
Bláfellshálsi. Hann segist hafa verið
með átján til tuttugu gesti að jafn-
aði í ferð og fjóra til fimm aðstoð-
armenn sem sjá um rekstur hest-
anna, járningar og annað sem gera
þarf í slíkum ferðum. Ferðin yfir
Kjöl tekur sex daga og er gist í skál-
um á leiðinni. Hjalti hefur því farið
með hátt í tvö þúsund farþega í
þessar ferðir.
„Ég er með þrjá hesta á farþega
en aðstoðarmennirnir fjóra til fimm.
Það er stoppað í sólarhring fyrir
norðan og þar koma nýir farþegar
og ríða suður. Hver ferð tekur því
fjórtán daga,“ segir Hjalti.
Flestar ferðirnar hafa gengið
áfallalaust, að hans sögn, en þó hafa
orðið slys og önnur óhöpp. Þannig
fótbrotnaði maður illa í ferð fyrir
nokkrum árum. „Við kölluðum eftir
þyrlu en breskur læknir sem var
með í för hlúði að manninum þar til
þyrlan kom,“ segir Hjalti.
Hann segir að gestirnir hafi verið
frá fjölmörgum löndum. „Norður-
landabúar, Þjóðverjar og Austur-
ríkismenn eru oft margir, sömuleið-
is Ameríkumenn og nú eru Rússar
farnir að sækja í þessar ferðir.
Fólkið segist vera heillað af víðátt-
unni og hinni stórbrotnu náttúru
landsins.“
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Öræfakóngur Hjalti Gunnarsson kemur úr hestaferð yfir Kjöl.
Hundraðasta hestaferðin yfir Kjöl
SAMÖNGUR fóru víða úr skorð-
um í gær vegna óveðurs sem gekk
yfir landið. Ekkert var flogið inn-
anlands fram eftir degi, eða þar til
í gærkvöldi þegar flugvél Flug-
félags Íslands fór af stað til Egils-
staða.
Öllu flugi til Akureyrar, Ísa-
fjarðar og Vestmannaeyja var hins
vegar frestað. Athuga átti með
flug til Akureyrar klukkan 6.20 í
morgun. Áfram var þó flogið til
Grænlands og Færeyja.
Þá var fyrri ferð Vestmanna-
eyjaferjunnar Herjólfs aflýst. Síð-
ari ferðin kl. 19 var hins vegar far-
in. Næturferðin féll einnig niður.
Þá var öllum ferðum Viðeyjar-
ferjunnar aflýst. andri@mbl.is
Lítið flog-
ið í gær
Veðrið hafði áhrif
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi
hafa ætíð lagt sig fram um að kynna
hugmyndir að breytingu á skipulagi
vandlega. […] Skipulag er í sífelldri
þróun. Hugmyndir og afstaða manna
breytast í tímans rás og því er óger-
legt að fallast á að skipulag verði
óbreytt um ókomna framtíð,“ segir í
tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Í fyrrakvöld mótmæltu íbúar í
Lindahverfi harðlega fyrirhugðum
breytingum á deiliskipulagi Linda-
hverfis á fjölmennum íbúafundi í
bænum. En til stendur að reisa 10
hæða háhýsi við Bæjarlind og 9
hæða háhýsi við Elko í Skógarlind
auk 130.000 ferm. skrifstofuhúsnæð-
is á Gustssvæði.
100 störf færast í bæjarfélagið
Íbúafundurinn ályktaði m.a gegn
deiliskipulagsbreytingu sem felst
hækkun mannvirkis fyrir væntan-
legar höfuðstöðvar Norvikur í Skóg-
arlind. Samkvæmt upplýsingum frá
bænum færast 100 störf í bæjar-
félagið verði tillagan að veruleika.
Ekki er gert ráð fyrir fjölgun bíla-
stæða á yfirborði heldur er um að
ræða tveggja hæða bílageymslu neð-
anjarðar. Umræddri aukningu á
byggingarmagni fylgir 700 bíla um-
ferð á sólarhring.
Við skipulag Lindahverfis var tek-
ið mið af kröfum um umferðaröryggi
á gönguleiðum til og frá skóla. Eig-
endum Skógarlindar 1 og 2 hafa ver-
ið gefin fyrirmæli um að ganga frá
byggingarsvæði sínu svo að börn og
aðrir fari sér ekki að voða.
Mengunar- og hávaðamælingar
verða settar á framkvæmdaáætlun í
samræmi við óskir íbúafundarins.
Kópavogsbær hefur óskað eftir fundi
með Sigurði Þór Sigurðssyni, tals-
manni íbúa, en engar óskir höfðu
komið fram um viðræður af hálfu
íbúa fyrir íbúafundinn í fyrrakvöld.
Óbreytt skipulag í Kópavogi „ógerlegt“
Skógarlind Íbúar eru ósáttir og segja bæinn leggja ofuráherslu á atvinnu-
húsnæði. Kópavogsbær segir ógerlegt að fallast á óbreytt skipulag.