Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 6
6 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÞETTA er í raun eins og kennslu-
stund í einelti,“ segir Ína Marteins-
dóttir, geðlæknir og móðir sex ára
stúlku. Alexandra, dóttir Ínu, hóf
nám í Ártúnsskóla í haust, en hún
er ein örfárra barna í 1. bekk skól-
ans, sem ekki hafa fengið pláss á
frístundaheimilinu Skólaseli, sem
Íþrótta- og tómstundaráð rekur við
skólann.
Mannekla hefur verið á frí-
stundaheimilum nú í skólabyrjun.
Hjá ÍTR hefur viðmiðið verið að
börn í 1. bekk gangi fyrir um pláss
á heimilunum, en þó ekki börn
þeirra sem sóttu um eftir 1. apríl.
„Ég hef enga skýringu fengið á því
af hverju börn þessa hóps eru talin
í minni þörf á forgangi. Má ekki
ætla að þau geti verið í brýnustu
þörfinni, nýflutt í hverfið eða af er-
lendu bergi brotin eða eigi mögu-
lega foreldra sem eiga við heilsu-
farsvanda að stríða?“
Ína segir að í þeirra tilviki sé
málum þannig háttað að fjöl-
skyldan hafi búið langdvölum er-
lendis en fjölskyldufaðirinn er er-
lendur. „Við þekktum ekki kerfið
og fengum enga fræðslu um það og
sendum ekki inn umsókn [um frí-
stundaheimili] því barnið beið eftir
sálfræðimati sem hafði afgerandi
áhrif á það í hvaða skóla hún færi.“
Sótt var um frístundaheimili fyr-
ir Alexöndru í maí. Síðan hafi kom-
ið í ljós að umsókn á eitt frístunda-
heimili gildi í raun fyrir þau öll.
Fullvissuð um forgang
Ákveðið var að Alexandra hæfi
nám í Ártúnsskóla í haust. Ína segir
að áður en sú ákvörðun var tekin
hafi hún rætt við forstöðumann frí-
stundamiðstöðvarinnaar Ársels,
sem hefur umsjón með Skólaseli.
Þar hafi hún verið fullvissuð um að
þar sem dóttir hennar væri á leið í
1. bekk gengi umsókn hennar fyrir
og hún ætti að komast að fljótlega.
Svo hafi komið í ljós að þar sem
ekki var sótt um á tilskildum tíma
væri barnið ekki í forgangi.
„Fyrstu dagana fór barnið í skól-
ann og leist ágætlega á sig en hún
kannaðist við þrjár stelpur í bekkn-
um. Klukkan hálftvö sótti ég hana
svo í skólann, en þá fóru vinkon-
urnar í Skólasel, en hún mátti ekki
fara með. Hún spurði: „Hvers
vegna má ég ekki fara líka?“ Sem
móðir fær maður hjartasár bara af
því að hugsa um þetta,“ segir Ína.
Á þriðja skóladegi hafi dóttir sín
tjáð sér að vinkonur hennar hefðu
nú eignast aðrar vinkonur en sig.
Hún vildi því ekki fara aftur í skól-
ann.
„Með þessu eru örfá börn sem
eru að stíga sín fyrstu spor í skól-
anum svipt möguleikanum á að
komast inn í hópinn þar sem þau
eru höfð útundan í leiknum á þenn-
an hátt. Þetta getur haft varanleg
áhrif á þeirra félagsstöðu og hæfi-
leika í framtíðinni. Mér finnst þetta
mjög alvarlegt,“ segir Ína.
Hún segir að þau foreldrarnir
séu farin að íhuga að flytja dóttur
sína aftur í einkaskóla, en dóttirin
var í fimm ára bekk Landakots-
skóla í fyrra.
„Er eins og kennslustund í einelti“
Börn í 1. bekk sem ekki var sótt um pláss fyrir á frístundaheimili fyrir 1. apríl eru ekki í for-
gangi og fá því sum hver ekki pláss „Örfá börn svipt möguleikanum á að komast inn í hópinn“
Ekkert pláss Alexandra, sex ára, ásamt föður sínum, Bengt Nyman.
Í FRAMHALDSSKÓLUM teljast nú
57 fleiri starfsmenn en fyrir ári.
Þar af hefur starfsmönnum við
kennslu fjölgað um 30 á milli ára.
Haustið 2007 var 2.551 starfsmaður
í framhaldsskólum landsins í 2.557
stöðugildum. Þar af sinntu 1.899
starfsmenn kennslu í 1.985 stöðu-
gildum. Breytingar á fjölda starfs-
manna í framhaldsskólum milli ára
eru óverulegar.
Meiri yfirvinna karla
Konur eru fleiri en karlar meðal
starfsmanna í framhaldsskólum,
hvort heldur eru taldir allir starfs-
menn eða einungis starfsmenn við
kennslu. Skólaárið 2007-2008 voru
konur 57,7% allra starfsmanna í
framhaldsskólum og 52,0% starfs-
manna við kennslu.
Þegar talin eru stöðugildi starfs-
manna við kennslu kemur hins veg-
ar í ljós að stöðugildi karla við
kennslu eru 1.028 (51,8%) á móti
957 (48,2%) stöðugildum kvenna.
Karlar vinna því fremur yfirvinnu
en konur eru frekar í hlutastörfum.
Nærri 80% kennara í framhalds-
skólum hafa kennsluréttindi. Alls
höfðu 78,0% starfsmanna við
kennslu í nóvember 2007 kennslu-
réttindi en 22,0% voru án réttinda.
Réttindakennurum í framhalds-
skólum hefur fjölgað.
Fleiri konur
vinna í fram-
haldsskólum
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ENGAR skriflegar reglur eru til um
það hvort eða að hvaða marki eðli-
legt sé að borgarfulltrúar þiggi boð
og gjafir sem þeim berast. Þeir hafa
lítið við að styðjast annað en eigin
sannfæringu.
Í þeim drögum að siðareglum
kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkur-
borg sem samin voru fyrir forgöngu
Dags B. Eggertssonar borgarfull-
trúa en ekki hafa verið afgreidd í
borgarstjórn er ákvæði um að
fulltrúar skuli forðast alla hegðun
sem gæti talist fela í sér að veita eða
þiggja mútur og tilkynna um gjafir
eða boð um gjafir í samræmi við
reglur sem borgarstjórn setur.
Borgarráð hefur nú samþykkt til-
lögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
borgarstjóra um að skipa fimm
manna starfshóp til að ljúka við siða-
reglurnar. Hópnum er einnig ætlað
að útfæra reglur borgarstjórnar um
gjafir og boðsferðir og birtingu upp-
lýsinga um slíkt. Hópurinn á að ljúka
þessu verki fyrir 1. desember.
Koma saman við aðrar
aðstæður en venjulega
Borgarfulltrúar fá ýmis boð frá fé-
lögum og fyrirtækjum. Löng hefð er
fyrir sumum, eins og árlegu boði í
golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og
útreiðatúr hjá hestamannafélaginu
Fáki. Boðið er upp á dýrindis kvöld-
verði í þessum ferðum og virðast
borgarfulltrúar líta á þessar veislur
sem tækifæri til að koma saman við
aðrar aðstæður en venjulega.
Umræður hafa stundum farið
fram meðal borgarfulltrúa um það
hvort rétt sé af þeim að þiggja þessi
boð, ekki síst vegna þess að sömu
borgarfulltrúar þurfa að fjalla um
málefni þessara félaga og gera við
þau samninga.
Borgarfulltrúar fá og þiggja ýmis
önnur boð, flest smærri í sniðum en
veislurnar hjá GR og Fáki. Nefna má
miða á knattspyrnuleiki, tónleika,
söfn og í Borgarleikhúsið. Sumar af
þessum stofnunum eru á vegum
borgarinnar sem borgarfulltrúar
vilja fylgjast með og bera ábyrgð á.
Setja reglur um gjafir og
boðsferðir borgarfulltrúa
ODDNÝ Sturludóttir, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, mun ekki þiggja
boð íþróttafélaga á viðburði sem fela
í sér matarveislur. Á bloggi sínu á
Eyjunni vekur hún máls á boðum af
því tagi, m.a. hjá Golfklúbbi Reykja-
víkur og hestamannafélaginu Fáki.
Oddný segir í samtali við Morg-
unblaðið að þegar hún kom fyrst inn
í borgarstjórn hafi sér þótt þessi boð
á gráu svæði. Margir félagar hennar
í Samfylkingunni séu sama sinnis.
Hins vegar byggist þessir viðburðir
á gamalli hefð og hún hafi því ekki
sett sig upp á móti þeim þá. Oddný
segist hafa mætt tvisvar í þessi boð,
GR-golfið og Fáksreiðina, og tekur
fram að þetta hafi verið hinir
skemmtilegustu viðburðir.
„Ekki hafa öll
íþróttafélög borg-
arinnar tök á því
að bjóða borgar-
fulltrúum út að
borða og það
skapar mismunun.
Svo erum við að
sýsla með málefni
þessara félaga í
nefndum og ráð-
um,“ segir Oddný
og lýsir þeirri skoðun sinni og spá að
það verði látið af þessu. Hún tekur
fram að hún sé ekki að ætla þessum
félögum að þau vilji eiga inni greiða
hjá borgarfulltrúum en samskipti af
þessu tagi verði að vera hafin yfir
allan vafa.
Afþakkar boð í
veislur íþróttafélaga
Oddný
Sturludóttir
ÁÆTLAÐ er að ný brú yfir Mjóafjörð verði opn-
uð í október næstkomandi. Stórum áfanga var
náð á miðvikudagskvöldið þegar brúin var tengd
saman og bogarnir settir á.
Sævar Óli Hjörvarsson hjá KNH, sem sér um
framkvæmdina, var að vonum ánægður þegar
áfanganum var náð. Segist hann þá geta sofið
rótt enda engin hætta lengur á að brúin fari í sjó-
inn. „Eftirleikurinn er miklu auðveldari því nú
er bara fest upp í bogana,“ segir Sævar Óli.
Hann segir framkvæmdina hafa tekist afar vel
hingað til. Næstu skref eru að sjóða saman brú-
argólfið og steypa brúardekkið auk þess að setja
upp handrið. Brúin verður ríflega 120 metra
löng og mikil samgöngubót. andri@mbl.is
Ljósmynd/Björn Guðjónsson
Nýja brúin yfir Mjóafjörð tengd saman