Morgunblaðið - 30.08.2008, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HVERFISRÁÐ Brooklyn-hæða í
New York hefur farið fram á að
skrúfað verði fyrir fossa Ólafs Elías-
sonar í Austurá vegna þess að þeir
skemmi trjágróður. „Við spyrjum af
hverju sé ekki búið að stoppa þetta
fyrst skaðinn blasir við,“ segir for-
stöðukona ráðsins, Judy Stanton, í
samtali við The Brooklyn Paper.
Ráðgert er að vatn streymi niður
fossana til 13. október. „Ég held að
nú sé komið nóg. Þeir eru að
skemma umhverfi sitt og ég held að
það sé ekki þess virði að hætta á það
að trén eyðileggist.“
Framkvæmdastjóri hins fræga
River Café hefur líka áhyggjur af
olíumenguðum saltvatnsúðanum
sem fossunum fylgir og segir við-
skiptavini sína eiga erfitt með að
þrífa bíla sína eftir heimsókn á veit-
ingahúsið.
Aðstandendur verkefnisins hafa
brugðist við vandanum og nú fer
sveit frá garðyrkjuyfirvöldum borg-
arinnar um árbakkann og skolar tré
á hverjum morgni.
Skrúfað
fyrir?
Fossar skemma tré
Vatnsmikill Einn af fossum Ólafs.
BANDARÍSKI
bókmenntasjóð-
urinn Langum
neitar að verð-
launa bækur út-
gáfurisans Ran-
dom House vegna
þeirrar ákvörð-
unar fyrirtæksins
að hætta við út-
gáfu á skáldsög-
unni Gimsteinn-
inn frá Medína eftir Sherry Jones,
en þar fjallaði hún um einkalíf Mú-
hammeðs spámanns.
Segja forsvarsmenn sjóðsins að
Random House hafi hætt við útgáf-
una af pólitískum ástæðum og til
þess að móðga ekki múslima.
„Svona heigulsháttur leiðir bara
til enn frekari sjálfsritskoðunar og
er bein árás á heilindi bókaútgáfu al-
mennt,“ sagði David Langum, stofn-
andi sjóðsins.
Random
House á
svörtum lista
Gimsteinninn frá
Medína.
Í LISTASAFNINU á Akur-
eyri verður í dag klukkan þrjú
opnuð sýning á verkum þeirra
listamanna sem tilnefndir hafa
verið til Íslensku sjónlistaverð-
launanna 2008.
Það eru þau Guðbjörg Krist-
ín Ingvarsdóttir, Hjalti Geir
Kristjánsson, Margrét H.
Blöndal, Ragnar Kjartansson,
Sigurður Eggertsson og Stein-
grímur Eyfjörð. Sjálf verð-
launaafhendingin fer fram 19. september á Akur-
eyri og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu
Sjónvarpsins.
Sýningunni lýkur 19. október og er safnið opið
alla daga nema mánudaga kl. 12-17.
Myndlist
Sjónlist 2008 opnuð
á Akureyri
Margrét H.
Blöndal
YFIRLITSSÝNING á
teikningum og skúlpt-
úrum frá árunum 1996
til 2008 eftir Sigrúnu
Ólafsdóttur verður
opnuð í Hafnarborg í
dag klukkan þrjú. Yfir-
skrift sýningarinnar er
Kraftur og mýkt.
Sigrún Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík árið
1963 og býr nú í Saarbrücken í Þýskalandi. Sköp-
unarkraftur hennar beinist einkum að skúlptúr-
verkum og teikningum. Henni hefur m.a. verið
falið að gera stór verk fyrir opinberar byggingar,
banka og einkafyrirtæki í Þýskalandi. Efniviður-
inn sem listakonan notar er skýr og einfaldur: tré,
stál, ál, gifs og blý.
Myndlist
Kraftur og mýkt
í Hafnarborg
Verk af sýningunni.
SÍÐUSTU daga ágústmánaðar
hefur listamaðurinn Darri
Lorenzen verið á vappi um
Seyðisfjörð að taka upp kvik-
myndina Passing by – Seyðis-
fjörður. Hljómsveitin Evil
Madness sér um hljóðið við
myndina sem verður frumsýnd
í dag klukkan fjögur á Vestur-
veggnum í Skaftfelli.
Darri Lorenzen býr og starf-
ar í Berlín og hefur sýnt víða.
Hann tók m.a. þátt í tilraunamaraþoni Hafnar-
hússins á Listahátíð 2008.
Sýningin er sú síðasta í sýningaröðinni Sjón-
heyrn í Skaftfelli sem þau Ingólfur Arnarsson og
Elísabet Indra Ragnarsdóttir stýrðu.
Myndlist
Frumsýning
í Skaftfelli
Darri
Lorenzen
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Í TILEFNI af því að 800 ár eru frá
því Kolbeinn Tumason samdi sálm
sinn „Heyr, himnasmiður“ standa
Guðbrandsstofnun á Hólum, Guð-
fræðistofnun, Íslensku- og menning-
ardeild Háskóla Íslands og Stofnun
Árna Magnússonar fyrir ráðstefnu að
Hólum í Hjaltadal.
Ráðstefnan var sett í gærkvöldi
með erindi Hjalta Hugasonar: Deilur
Kolbeins og Guðmundar Arasonar
góða í kirkjupólitísku ljósi og haldið
verður áfram í dag og á morgun með
röð fyrirlestra fræðimanna um sálm-
inn, Kolbein og samtíð hans.
Valdsmaður og menntamaður
Guðrún Nordal, prófessor við Há-
skóla Íslands, er fyrsti fyrirlesari
dagsins í dag.
„Kolbeinn var höfðingi Ásbirninga.
En eftir hann liggja líka fleiri vísur en
þær þrjár sem eru í sálminum. Þær
eru varðveittar í Sturlungu, þar sem
hann kveður um atburði líðandi
stundar, en hins vegar hafa líka varð-
veist eftir hann mjög fallegar vísur
um Jón postula, í Kvæði um Jón post-
ula – fimm vísur, en þær eru tengdar
vísunum sem við þekkjum úr Heyr,
himnasmiður. Af vísum hans að
dæma má sjá að hann hefur verið
mjög gott skáld og menntaður maður
á sinnar tíðar vísu. Hann átti sér því
fleiri hliðar en valdsmanninn.“
Kolbeinn var ekki bardagamaður
að sögn Guðrúnar. Hann tók þó þátt í
mjög alvarlegum atburðum á Sturl-
ungaöld, til dæmis brennu, og hlaut
dóm fyrir. Með dómnum fór merki-
legur tími í hönd hjá Kolbeini. „Hann
dvaldi einn vetur í klaustrinu á Þing-
eyrum. Manni getur dottið í hug að
maður eins og hann hafi numið af
munkunum og verið við einhvers kon-
ar lærdómsstörf eða jafnvel yrkingar.
Hann var Ásbirningur, en líka Hauk-
dæll í móðurætt. Afi hans, Gissur
Hallsson var mikill lærdómsmaður í
lok 12. aldar. Það liggja því að honum
margir þræðir.“
Kolbeinn varð ungur höfðingi;
Guðrún segir að hann hafi vart verið
meira en 12–13 ára og því hálfpartinn
ýtt út í hlutverk höfðingjans. Saga
Kolbeins er hvergi til skráð, og allt
sem um hann er vitað kemur því úr
ýmsum heimildum sem gerir mynd
okkar í dag af honum fjölbreytta. Ef
til vill er þó skáldskapurinn það sem
mest segir um manninn Kolbein
Tumason. „Vísurnar „Heyr, himna-
smiður“ eru dásamlegar og hrífa okk-
ur enn þann dag í dag. Þær voru ekki
varðveittar í Sturlungu eða af samtíð-
armönnum hans, heldur af þeim
munkum sem skrifuðu sögu Guð-
mundar Arasonar á 14. öld. Þeir deila
hart á Kolbein fyrir að vera á móti
Guðmundi og mála hann mjög dökk-
um litum, en samt varðveita þeir vís-
urnar. Kolbeinn hefur verið eitt besta
skáld sem við áttum á þeim tíma.“
Brennumaður og skáld
Ráðstefna á Hólum um Kolbein Tumason og sálm hans, Heyr, himnasmiður
„Mjög gott skáld og menntaður maður á sinnar tíðar vísu“
Morgunblaðið/ÞÖK
Sígildar „Vísurnar Heyr, himnasmiður eru dásamlegar og hrífa okkur enn
þann dag í dag,“ segir Guðrún Nordal prófessor.
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„ÞETTA var ein af þessum
skemmtilegu tilviljunum í lífinu,
þegar maður kynnist manni og
menn fara að tala saman og hittast
svo aftur ári seinna annars staðar í
heiminum.“ Þannig lýsir Guðjón
Pedersen aðdraganda þess að hann
er að fara að setja upp Dag vonar
eftir Birgi Sigurðsson í tékkneska
þjóðleikhúsinu í haust.
Forsetar og leikhús
Fyrrum forsetar landanna, Vig-
dís Finnbogadóttir og Vaclav
Havel, voru ágætis vinir og komu
bæði úr leikhúsinu þannig að
leikhústengsl landanna eru sterk
fyrir. „Hann heitir Michal Docekal,
leikhússtjórinn, og við ákváðum
strax að ég myndi koma með ís-
lenskt leikrit út og þegar hann
kæmi til Íslands þá væri það tékk-
neskt leikrit. Síðan erum við bara
búnir að vera að henda á milli okk-
ar leikritum og þetta var nið-
urstaðan,“ segir Guðjón en enn á
eftir að ákveða hvaða leikverk
Docekal kemur með hingað.
En hvernig er að vinna íslensk
leikverk í Tékklandi? „Ég er með
tékkneska leikara og túlk af því ég
skil ekkert í tékknesku. En svo er
ég með íslenskan leikmyndateikn-
ara, Rebekku Ingimundardóttur,
sem lærði úti í Tékklandi og hefur
unnið í þjóðleikhúsinu þar áður,
þannig að hún þekkir þetta,“ segir
Guðjón sem byrjar að æfa um miðj-
an september en frumsýning er
áætluð um miðjan nóvember. „Og
þetta er þannig leikhús að það get-
ur vel verið að þetta verði sýnt í tvö
ár.“
En hvernig líst honum á að vinna
með tékkneskum leikurum? „Þeir
tala mjög litla ensku þannig að við
sátum bara og brostum hvert fram-
an í annað,“ segir hann um fyrstu
kynni en segir reynslu sína af þeim
mjög góða og bætir við; „Ég hef
gert þetta áður, að leikstýra á
tungumáli sem ég skil ekkert í, þeg-
ar ég leikstýrði Stræti á finnsku.
Það tekur svona viku að búa til nýtt
tungumál sem byggist bæði á lík-
amstjáningu og einhverju sam-
blandi af öllum þeim tungumálum
sem fólk þekkir. Þá verður til eitt-
hvert svona tungumál sem er notað
við sýninguna til að tjá sig.“
Að búa til tungumál
Leikstýrir í tékkneska þjóðleikhúsinu
Hægt er að skoða innviði tékk-
neska þjóðleikhússins á narodni-
divadlo.cz og taka þar „virtual
tour “. Dagur vonar verður settur
upp í Kolowrat-leikhúsinu.
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Pedersen „Það tekur svona viku að búa til nýtt tungumál …“
KOLBEINN Tumason var af ætt
Ásbirninga, fæddist 1173 og lést
1208 skömmu eftir að hann orti
Heyr, himnasmiður. Hann var af
mörgum talinn valdamestur höfð-
ingja um sína daga og kappkostaði
að koma sínum mönnum til verald-
legra og kirkjulegra áhrifa. Í
þeirra hópi var Guðmundur Ara-
son, en fljótlega skipti með þeim,
því Guðmundur var andvígur því að
veraldlegir höfðingjar hefðu lög-
sögu yfir kirkjunni. Í odda skarst
milli þeirra og lauk með Víðines-
bardaga, þar sem Kolbeinn féll, er
steini laust í höfuð honum.
Kolbeinn
Tumason
Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld
er höfundur lagsins sem sungið
er við sálm Kolbeins Tumasonar,
Heyr himnasmiður.
„Það var einn vordag, að við
vorum að tala saman við Róbert
Abraham Ottósson, gamall kenn-
ari minn, og ræddum vítt og
breitt um alls konar sálma og
sálmalög, innlend og útlend. Við
vorum í nefnd sem átti að safna
saman lögum í nýju sálmabókina
sem kom út 1972. Sálmur Kol-
beins barst í tal, og svo vel vildi
til að hann hafði verið í námsefni
mínu í íslensku í menntaskóla,
og ég kunni hann. Ég fór að
hugsa um hann, og lagið kom
einhvern veginn af sjálfu sér,“
segir Þorkell um tilurð lagsins.
En hvað var það í sálminum sem
höfðaði svo til
tónskáldsins
að hann kunni
hann utan að.
„Ég get ekki
bent á neitt
eitt atriði um-
fram annað.
En vitneskjan
um að þetta er
líklega elsti
sálmur á nor-
rænni tungu og á skiljanlegri
tungu – auðskilinn enn þann dag
í dag óbreyttur, það hrífur mann
auðvitað.“
Þorkell var ekki lengi að semja
lagið. „Stundum gerast hlutirnir
svona óvænt og ég var ekki lengi
að semja lagið. Þetta var á laug-
ardagsmorgni um vor.“
Lagið kom af sjálfu sér
Þorkell
Sigurbjörnsson