Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta var heiður og það var gaman að vera hluti af Ís- landi og gleðinni og trúnni á að hægt sé að sigra það sem virðist ómögulegt. Mér líður mjög vel og sér- staklega vegna þess að ég deili þessari hamingju með tuttugu öðrum,“ segir Ólafur Stefánsson, fyr- irliði íslenska landsliðsins í handknattleik, um veglegar móttökur sem liðið fékk eftir heim- komuna frá Kína. „Mér fannst magnað að horfa á strákana taka við fálkaorðunni, sumir þeirra svo að segja nýskriðnir úr egginu. Ég sá þá fagna og gleðjast og fyllast stolti á þessari hátíð- legu stund. Ég var í örlitlu föðurhlutverki því ég er elstur. Það var dásamlegt að horfa á vini sína öðlast þennan heiður.“ Leiðin að árangri Hvernig meturðu þinn þátt í þessum sigri? „Ég hef beint miklum hluta af orku minni að þessari medalíu í hátt í sex ár. Fyrirliða- hlutverkið hjálpaði mér til þess. Fyrir fjórum árum var ég ekki í fyrirliðahlutverki, reyndi bara að sinna handboltastarfi mínu sem best og þess á milli hvíldi ég mig og las bækur og sálfræðirit og naut þess. Svo mætti ég brjál- aður í leikinn. Núna náði ég að sameina þessa tvo heima.“ Hefurðu þá annað viðhorf til handboltans nú en þegar þú varst að hefja ferilinn? „Um tvítugt er maður einföld sál og gerir það sem maður telur sig þurfa að gera og mælir árangurinn í sigrum. En ef maður gef- ur sér tíma til að lesa þá verða önnur gildi mikilvæg og þá öðlast íþróttin mýkt. Núna snýst handboltinn í mínum huga um að finna jafnvægi í líkama og sál.“ En skiptir sigur ekki miklu máli? „Það fer eftir því á hvaða forsendum hann er. Ef það sem maður stefnir að er fyrir það ytra, ef það kemur ekki innan frá og er ekki hreint og tært, þá tapar það gildi sínu. Ef þú segir við sjálfan þig: „Ég ætla að vinna me- dalíu til að fara niður Laugaveginn í opnum vagni svo allir geti dáðst að mér og til að ég fái fríkort hjá hinum og þessum fyrirtækjum“ þá ertu að keppa á röngum forsendum. Og þá nærðu líklega ekki árangri. Ég lít svo á að leiðin að árangri sé þroskaleið. Það sem ég dáðist svo að á þeim vikum sem við vorum í þessari keppni var að enginn varð samur á eftir, allir voru orðnir heldur betri manneskjur þegar leikunum lauk. Á hverjum degi vorum við í ákveðnum sál- fræðipælingum, vorum að vinna með okkur sjálfa sem einstaklinga og stefndum að ákveðnu markmiði. Fyrir leiki horfðum við á myndir af börnunum okkar og varðveittum í huganum það besta sem við eigum. Við hugs- uðum það hvað litlir hlutir geta breytt mörgu í lífinu og að árangur leiðir oft til meiri ár- angurs. Við veltum fyrir okkur alls kyns hamingjuhugtökum. Svo lögðumst við vita- skuld líka í tæknilega rannsókn á mótherj- unum, spurðum okkur: Hvernig hreyfir þessi leikmaður sig og hvar á ég að skjóta?“ Vorum að spila fyrir þjóðina Í stuttu ávarpi þínu á Arnarhóli, þegar sigri ykkar var fagnað, kom fram að þú ert mjög stoltur af því að vera Íslendingur. Þú hefur búið og unnið á Spáni í fimm ár og varst þar áður sjö ár í Þýskalandi. Á Ísland mikið í þér þrátt fyrir þessa fjarveru? „Ég fann mikið fyrir því í keppninni, sér- staklega þegar við strákarnir vorum að tala saman, að vorum ekki að spila fyrir peninga, við vorum að spila fyrir þjóðina. Það er óhemju dýrmætt að eiga rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð að vini, þar sem allir eru skapandi og búa yfir mikilli orku. Við Íslendingar látum margt trufla okkur en ef við gætum þess að fara út í náttúruna og slaka á þá er Ísland besti staðurinn í heiminum. Það er dýrmætt að geta farið um landið sitt og sofið á jöklinum sínum eða farið út á bát að veiða. Það er mikil guðs gjöf að hafa lent einmitt hér. Stundum finnst okkur grasið hinum megin vera grænna og það virðist grænna af því að enginn bítur það. Grasið vex hægt meðan maður nartar á því hérna megin. Þess vegna er eðlilegt að verða stundum þreyttur á land- inu sínu. Þá hafa menn vonandi tækifæri til að fara út í önnur lönd og koma síðan aftur. Þá sjá þeir hlutina í öðru samhengi. Og þá eru þeir alltaf stoltir af því að vera Íslend- ingar. Þetta er eins og maður sem á falleg- ustu konu í heimi en fer að sjá galla á henni af því hann er alltaf með henni. En ef hann fer reglulega í burtu frá henni þá sér hann hvað hún er frábær og kemur alltaf aftur til hennar. Eins er með landið okkar, sem er besta kona í heimi, en það þýðir ekki að mað- ur þurfi alltaf að vera hjá henni.“ Trúi á manneskjuna Þú hefur mikinn áhuga á heimspeki. Hvernig hugarfar finnst þér mikilvægt að menn tileinki sér? „Fyrst og fremst eigum við að vera auð- mjúk og vita að við erum dauðleg, sem skap- ar ákveðna þverstæðu í lífi okkar. Allt er á hreyfingu og allt breytist. Ég trúi á mann- eskjuna. Á Spáni hef ég lært að maður á að bera höfuðið hátt. Manneskjan er vissulega breysk og gerir alls kyns vitleysur. Hún sær- ir fólk mjög oft en er samt alltaf að reyna að gera eins vel og hún getur. Ég trúi því raun- verulega að þetta eigi við um hverja mann- eskju. Við berum ábyrgð á sjálfum okkur og með hegðun okkar getum við haft áhrif á ör- laganornirnar Urði, Verðandi og Skuld og látið þær dást að okkur fyrir það að við erum þó að reyna.“ Trúirðu á Guð? „Þetta er mest abstrakt hugtak sem hægt er að tala um. Auðvitað trúi ég á kraftinn í kringum okkur. Vonin um að eitthvað sé okk- ur æðra verður að vera og hún eykst eftir því sem maður eldist. Ég hef samt eiginlega aldrei spurt mig beint hvort ég trúi á Guð. Guðirnir eru eins margir og manneskj- urnar. Allir hafa sinn Guð. Guðleysingjaranir eiga sinn Ekki-Guð, þeir fara að trúa á pen- inga eða Guð vonleysis eða einhvern annan Guð. Við þurfum ekki að breyta neinu í okkar lífi hvort sem Guð er til eða ekki. Ég vil gefa Guði frí, leyfa honum að slaka á. Við berum ábyrgð á eigin lífi og gefum öðrum mann- eskjum fordæmi með lífi okkar. Þannig, von- andi, vex og batnar heimurinn.“ Skemmtilegast að leita sjálfur Hvenær byrjaðirðu að hugsa um heim- speki? „Ég byrjaði eiginlega ekki á því fyrr en ég féll í læknisfræði. Þá fékk ég tíma og frelsi til að lesa það sem mig langaði til að lesa, sem var frábært. Ég var félagslega afsakaður og í fjölskylduboðum var ég umborinn þótt ég væri ekki að gera neitt en samt var ég að gera allt. Ég var að lesa Dostojevskíj, Lax- ness og Þórberg og sökkti mér í lesturinn á annan hátt en ef ég hefði verið í skóla. Síðan fór ég til Þýskalands til að spila sem atvinnu- maður í handbolta. Ég fór að lesa meiri heimspeki, þar á meðal Gunnar Dal. Hlutir byrjuðu að gerast af því ég fór að slaka á og var móttækilegur. Þetta var eins og að sleppa frá straumi þar sem maður hafði verið óvirkur uppvakningur.“ Ertu lærður í heimspeki? „Ég tók próf í Humanities, sem eru klass- ísk fræði, saga, listir, heimspeki og sálfræði, frá Open University sem er breskur fjar- námsskóli. Ég byrjaði í mastersnámi í heim- speki en fannst ég vera að kafa of djúpt. Ég sá að ég myndi enda í mjög sértækum heimi, sem er reyndar það sem við þurfum. Til að þjóðfélagið þróist þarf hver og einn að sér- hæfa sig. En mig langaði til að halda yfirsýn- inni, vera smá egósentrískur og ekki lifa fyrir þjóðfélagið. Mér finnst skemmtilegast að fá að leita sjálfur, og þá út frá hjartanu og toga að mér það sem mér finnst passa. Ég held að ég eigi eftir að fara í meira nám. En það þarf allt að vera á réttum forsendum og gleðin þarf að vera með í för.“ Þú lest mikið. Hvaða bækur hafa mest áhrif á þig? „Ég skal nefna fjórar bækur sem hafa haft mest áhrif á mig. Don Kíkóti eftir Cervantes er skemmtilegasta bók allra tíma. Ef Guð- bergur Bergsson rithöfundur, sem þýddi hana, er ekki með stórriddarakross eða fær Enginn var samur á eftir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Það sem ég dáðist svo að á þeim vikum sem við vorum í þessari keppni var að enginn varð samur á eftir, allir voru orðnir heldur betri manneskjur þegar leikunum lauk. Á hverjum degi vorum við í ákveðnum sál- fræðipælingum, vorum að vinna með okkur sjálfa sem einstak- linga og stefndum að ákveðnu markmiði. Fyrir leiki horfðum við á myndir af börnunum okkar og varðveittum í huganum það besta sem við eigum. Við hugsuðum það hvað litlir hlutir geta breytt mörgu í lífinu og að árangur leiðir oft til meiri árangurs. »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.