Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fíkniefna-vandiung- menna ágerist sífellt hér á landi. Morg- unblaðið fjallaði í nokkrum greinum fyrr í vikunni um þann vanda, sem blasir við ótrúlega mörgum ungling- um, sem verða fíkninni að bráð, og ekki síður fjöl- skyldum þeirra. Í umfjöllun Andra Karls, blaðamanns, kemur fram að vandinn færist til æ yngri hópa. Örvandi efna sé neytt í mjög vaxandi mæli þótt kannabisefnin séu enn vandamál meirihluta þeirra, sem koma í vímu- efnameðferð. Móðir, sem rætt var við í mánudagsblaði Morgun- blaðsins, sagði frá því hvernig fíkniefnaneyzla sonarins hefði lamað allt fjölskyldulífið og hún neyðzt til að úthýsa honum af heimilinu. „Ég sem móð- ir hef verið á þeim stað, að vanlíðanin og sorgin hefur verið svo mikil að ég hef varla staðið undir mér. Þetta er fjölskyldusjúk- dómur og mér finnst það oft gleymast.“ Önnur móðir segir sögu af því hvernig dóttir hennar hvarf eina nóttina og reyndist hafa farið til Kaupmannahafnar. Við heimkomuna var hún hand- tekin: hafði gerzt burð- ardýr fíkniefnasala til að reyna að fjármagna neyzl- una. Örvæntingu foreldra, sem standa í þessum spor- um með börn sín, verður varla með orðum lýst. Síð- arnefnda móðirin segir: „Hún er að verða átján ára og ég er að reyna að nota þessa síðustu daga til að gera það sem ég get til að hjálpa henni.“ Í greinum Morgunblaðs- ins hefur komið fram að kerfi stuðnings við fjöl- skyldur og meðferðar fyrir unglinga virkar að mörgu leyti vel. Þrennt er aðallega gagnrýnt. Í fyrsta lagi óhóflegt álag á starfsfólk barnaverndarnefnda sveit- arfélaganna, sem búi til flöskuháls í kerfinu. Í öðru lagi er bent á að ekki sé lengur til neyðarathvarf fyrir unglinga, sem eru á götunni, eftir að Rauða- krosshúsinu var lokað á sín- um tíma. Í þriðja lagi er gagnrýnt að skortur á eft- irmeðferð sé Akkillesarhæll kerfisins. Þegar unglingar komi út af meðferðarheimilum rík- isins, taki barnavernd- arnefndirnar aftur við og ráði ekki yfir úrræðum til að fylgja árangri meðferð- arinnar eftir. Félagsmálaráðuneytið vinnur nú að því að meta álag í barnaverndarstarfi og starfsmannaþörf sveit- arfélaganna. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu verið að skoða hugmyndir Guðmundar Týs Þórarinssonar í Götusmiðj- unni um neyðarathvarf fyr- ir ungmenni 20 ára og yngri. Í greinaflokki Andra Karls kom fram að ungling- ar eiga greiðan aðgang að fíkniefnum. Auðveldara er fyrir þennan aldurshóp að nálgast þau en áfengi. Strit lögreglu og tollgæzlu við að koma höndum yfir fíkni- efnasmyglara skilar því ekki að verðið á efnunum hækki. Ari Matthíasson, fram- kvæmdastjóri hjá SÁÁ, skrifaði grein hér í blaðið í fyrradag og benti á það sama: að mikið og stöðugt framboð væri af ólöglegum fíkniefnum hér á landi þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. „Það eru vímuefnafíklar sem eru að selja til að fram- fleyta neyslu sinni og það eru vímuefnafíklar sem standa í innflutningi þrátt fyrir fórnarkostnað sem þeirri starfsemi fylgir. Eina leiðin til þess að minnka þennan innflutning og dreifingu og þar með smit- hættu ungra einstaklinga er að hafa aðgengi að góðri meðferð gott og stöðugt,“ segir Ari. Klárlega er þörf á að þeir, sem taka þátt í að fyrir- byggja, greina og taka á vímuefnavandanum vinni betur saman. Kerfið er of svifaseint eins og það er. Sveitarfélögin verða ekki sízt að líta í eigin barm og skoða hvort ekki verði að setja meiri kraft í barna- verndarmálin til að hægt sé að bjarga börnum og ung- mennum frá fíkniefnadjöfl- inum strax og hann lætur á sér kræla. Kerfið er of svifa- seint eins og það er} Glímt við fíkniefnadjöfulinn F jallgarða sleggjudóma ber víða hátt við himin í innra landslagi okkar allra. Við örkum af stað út í tilveruna með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um heiminn og sjáum það sem við viljum sjá. Það er bara ef við erum svo heppin að hrasa um óvæntar steinvölur á leiðinni að við opnum ef til vill augun á annan hátt. „Fögur er hlíðin“ sagði Gunnar forðum, en bara eftir að hann datt og fékk nýtt sjón- arhorn. Fáir hafa lagt jafn mikið af mörkum við að opna augu okkar fyrir fjölbreyttri menningu arabalanda, sögu þeirra og samfélagsgerð, eins og Jóhanna Kristjónsdóttir. Hún boðar ný sjón- arhorn, hún leitast við að mylja innri fjallgarða fordóma og dreifa steinvölum dýpri skilnings. Jóhanna safnar nú liði til að efla menntun stúlkna og kvenna í Jemen. Fatímusjóðurinn svokallaði styrkir fátæk börn og konur til náms í Jemen. Allir geta lagt lið. Á heimasíðu Jóhönnu segir meðal annars um nemendurna: „Sumar hafa lært að lesa og sumar eru algerlega ólæsar og óskrifandi. En allar haldnar óslökkvandi löngun til að bæta aðstöðu sína og fjölskyldna sinna með því að taka þátt í þessu sauma- og lestrarnámskeiði …“ Í dag verður gert sérstakt átak til að styrkja málefnið enn frekar. Hópur vaskra kvenna efnir ásamt Jóhönnu til risamarkaðar í Perlunni í dag í arabískum anda. Þar mun allt milli himins og jarðar fást til kaups og ýmsar uppá- komur gleðja augað og andann. „Menntaðu konu og þá menntarðu þjóð“ er sagt, en áætlað er að um 60% jemenskra kvenna séu ólæs. Jemenskar mæður hafa mörgu og mörgum að miðla, en að meðaltali fæða jemenskar konur sjö börn hver. Við slíkar aðstæður skulum við vona að jem- enskar konur búi við jafn góða mæðravernd og fæðingarþjónustu og íslenskar konur. Við skulum líka vona að ekki þurfi að koma til verkfalla íslenskra ljósmæðra núna eftir helgi, til þess eins að fá löngu lofaða leiðréttingu á sínum kjörum. Það væri nefnilega eitthvað svo áríðandi að geta sagt jemenskum og öðrum heimsins stallsystrum að hér – hér þar sem kvennabarátta og samstaða hefur risið hvað hæst – séu störf kvenna og menntun metin að verðleikum árið 2008; hér séu þarfir fæðandi kvenna ávallt í forgrunni, hér sé það álitið mikilvægt starf að hjálpa nýjum einstaklingi í heiminn, hér sé kvenna- stéttum ekki haldið niðri. Í alþjóðlegum samþykktum segir nú einum rómi að einn dýrmætasti lykillinn að betri heimi sé bættur hagur kvenna – jafnrétti kynjanna um allan heim sé ekki bara mannréttindi, heldur snúist um leið um útrýmingu fátækt- ar, betri líðan barna, bættan heim. Það er notalegt að geta trítlað yfir í Perluna í dag þar sem byggð verður lítil brú milli íslenskra og jemenskra kvenna, þvert yfir innri fjallgarða og heimsins höf. Stein- völur velta niður fjallshlíð – og kannski verður einhver læs í lok dags. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Brúin til Jemen Tvenns konar bóluefni er í boði gegn leghálskrabbameini, Gardasil frá Merck og Cervarix frá Glaxo- SmithKline. Cervarix hefur mót- efnisvaka gegn tveimur algengum stofnum HPV-veiru, en Gardasil gegn fjórum. Yfir 35 stofnar valda alvarlegum forstigsbreytingum í vefjum, þar af fimmtán sem valda krabbameinum. Mótefnisvakar gegn stofnum númer 16 og 18 eru í báðum bólu- efnunum, en þeir stofnar finnast í 60-70% allra leghálskrabbameina. Þar að auki eru vakar gegn stofn- um 6 og 11 í Gardasil, en þeir vernda gegn kynfæravörtum og eru m.a. hafðir með til þess að auka söluvænleika. Margt hefur áhrif á hversu mikið ónæmi næst með bólu- efnunum, en ljóst er að þau veita alls ekki fullkomna vörn gegn leg- hálskrabbameini. LEYSA EKKI ALLT Bólusetning góð – svo langt sem hún nær FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is B ólusetning gegn legháls- krabbameini er eitt þeirra heilbrigðismála sem eru í tísku hjá er- lendum stjórn- málamönnum og læknum. Lyfjaris- arnir Merck og GlaxoSmithKline selja nú hvor sitt bóluefnið, Gardasil og Cervarix, sem saman veita vörn gegn algengustu stofnum HPV-veirunnar, sem veldur leghálskrabbameini. Hún smitast við kynmök. Ekki er sérstaklega deilt um gagn- semi þess að bólusetja gegn sjúk- dómnum og í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Bretlandi, svo eitthvað sé nefnt, er í undirbúningi að stjórnvöld bjóði upp á bólusetningu fyrir allar stúlkur á ákveðnum aldri, allt upp í átján ára. Hér á landi hefur verið rætt um að bólusetja allar 12 ára stúlkur, en vernd bólusetning- arinnar er mest ef hún fer fram áður en stúlkur byrja að stunda kynlíf. Verndin dvínar eftir það og æ meir eftir því sem rekkjunautum kvennanna fjölgar. Þrýstingur óháð gagnsemi? Hins vegar þrýsta fyrrnefnd lyfja- fyrirtæki í síauknum mæli á notkun bóluefnanna, að því er virðist óháð gagnseminni. Í bandaríska dagblaðinu International Herald Tribune (IHT) var á dögunum sagt frá þessu. Mark- aðssetning bóluefnanna er öflug þar sem slíkar auglýsingar eru leyfðar og fyrirtækin þrýsta á stofnanir að mæla með þeim við allar konur, allt upp í 26 ára aldur. Í blaðinu eru leiddar að því líkur að Gardasil hafi verið þröngvað í gegnum lyfjaeftirlit Bandaríkjanna á mjög skömmum tíma, sex mánuðum, á meðan það tekur flest bóluefni þrjú ár eða lengur. Þá er ekki vitað enn hversu lengi bólusetningin endist og hvort þörf er á eftirfylgni eftir nokkur ár. Ef svo er minnkar fjárhagsleg hag- kvæmni almennra bólusetninga fyrir heilbrigðiskerfið. Ekki má heldur gleyma því að kerfisbundin leit hefur reynst heilla- drjúgt vopn gegn leghálskrabbameini og heldur áfram að vera nauðsynleg þrátt fyrir tilkomu bóluefnanna. Hér á landi hefur hún lækkað dánartíðni sjúkdómsins um 83% frá því sem mest var. En á lyfjafyrirtækjunum má engan bilbug finna. Þau mæla jafnvel með því að enn eldri konur eigi að bólusetja og karlana jafnvel líka, til þess að ná svonefndu hjarð- ónæmi, að sögn IHT. Kristján Sigurðsson krabbameins- læknir, sem starfar á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segist fylgj- andi almennum bólusetningum fyrir ungar stúlkur á aldrinum 12-15 ára, enda hafi tíðni forstigsbreytinga hjá íslenskum konum farið ört vaxandi. 710 íslenskar konur tóku þátt í þriðja fasa Gardasil-rannsóknar- innar, sem IHT sagði flýtt í gegn. Kristján segir hins vegar að rann- sóknin hafi gefið afar sterkar jákvæð- ar niðurstöður og því verið hætt fyrr en ráðgert var, líklega heilu ári. Hins vegar tekur Kristján undir að áróður þess efnis að allir skuli bólusettir, gangi allt of langt. „Því við vitum að áhrif bólusetn- ingar eru mismunandi eftir kynlífs- mynstri fólks og dvína eftir því sem konur byrja fyrr að stunda kynlíf,“ segir Kristján. Tíðni HPV-sýkinga aukist með fjölda rekkjunauta og mæli niðurstöður rannsókna á kyn- lífshegðan kvenna á Norðurlöndum þannig gegn almennri bólusetningu eftir 18 ára aldur. Alveg eins mætti segja konum á þeim aldri að mæta reglulega í leit á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins frá 20 ára aldri. Morgunblaðið/Júlíus Margar Konur eru stór markhópur. Hagnaðarvon er í því fyrir lyfja- framleiðendur ef þær vilja allar bólusetningu, óháð gagnsemi hennar. ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.