Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 33 MINNINGAR ✝ RagnheiðurBirna Haf- steinsdóttir fæddist á Bergsstöðum í Miðfirði 5. nóv- ember 1925. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Blöndu- óss 26. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lauf- ey Jónsdóttir, f. 16.6. 1897, d. 25.12. 1969 og Hafsteinn Sigurbjarnarson, f. 11.2. 1895, d. 18.5. 1974, frá Reykholti. Hún var næstelst af sjö systrum. Þær eru: Jóninna Þórey, f. 1922, d. 1994, Pálína Margrét, f. 1930, d. 2008, Ingibjörg Fríða, f. 1930, Guðný Aðalbjörg, f. 1936, Áslaug Að- alheiður, f. 1938, og Ólína Gyða, f. 1941. Ragnheiður ólst upp á Bergsstöðum til fimm ára aldurs en flutti þaðan að Háagerði. Ragnheiður Ásta, maki Erlendur Hólm Gylfason, börn þeirra eru Gylfi Hólm og Tanja Ýr, b) Sal- ome Ýr, maki Sigfús Pétur, dæt- ur þeirra eru Súsanna Sif og Anna Aðalbjörg, og c) Anna Dúna, maki Friðrik Benedikts- son. 3) Jón Gunnar, f. 7.2. 1953, maki Ásta Helgadóttir. Dætur hans eru: a) Arna Guðrún, maki Siggeir Vilhjálmsson, börn þeirra eru Esja Kristín og Vilhjálmur Gunnar, b) Aðalbjörg Birna, maki Arnrún Sveinsdóttir, og c) Lauf- ey, maki Valur Guðbjörn Sig- urgeirsson, dóttir þeirra er Kol- brún Anna. 4) Líney, f. 28.2. 1955, maki Sveinn Ingi Grímsson. Börn þeirra eru: a) Þorlákur Sigurður, maki Sigrún Rakel Tryggvadótt- ir, dóttir hans er Eva Líney, son- ur þeirra er Jósef Valur, fóst- urdóttir Þorláks er Kristín Gerður, b)Ólína Laufey, maki Andrés Páll Júlíusson, dóttir þeirra er Andrea Kristín, og c) Friðþór Norðkvist. Ragnheiður var mikil húsmóðir alla tíð og jafnframt var hún mik- ill dýra- og náttúruunnandi. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árið 1948 kynntist Ragnheiður eig- inmanni sínum Jósef Stefánssyni, f. 25. júní 1922, d. 9. des- ember 2001 og bjuggu þau í Reyk- holti á Skagaströnd allan sinn búskap. Foreldrar Jósefs voru Salome Jós- efsdóttir og Stefán Stefánsson. Jósef og Ragnheiður eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Stefán, f. 9.9. 1950, maki Sigríður Gests- dóttir. Þeirra börn eru: a) Guð- mundur Henrý, maki Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir, b) Jósef Ægir, c) Jón Örn, maki Þórdís Björnsdóttir, synir þeirra eru Björn Ívar og Stefán Freyr, og d) Ragnheiður Erla. 2) Rúnar, f. 29.8. 1951, maki Súsanna Þór- hallsdóttir. Dætur þeirra eru: a) Mamma mín, hetjan mín og ljósið mitt. Ég sé þig hlaupa inn í birtuna í faðm pabba og ekki held ég að hún amma mín hafi verið langt undan og systur þínar og allir ástvinir sem eru gengnir inn í ljósið og hafa ábyggi- lega beðið með óþreyju eftir þér. Ég á minningar um bestu móður sem ég hefði getað óskað mér, alltaf tilbúin fyrir okkur, alltaf með nóg af öllu, af mat og brauði. Alltaf að vinna eitthvað með kindur og kýr, pabbi oft á sjó, þú hugsandi um fjóra óþekktarorma og að sjá um sauð- burðinn, hjálpa nágrönnunum í sauð- burði ef illa gekk en enginn hjálpaði þér fannst mér, þú taldir þetta bara sjálfsagt. Oft var mikið stuð hjá ykk- ur systrum fram á morgun við að sauma kjóla fyrir þær sem voru að fara á böllin og sauma á alla krakk- ana. Einu man ég eftir sem ég átti, það var útigalli sem þú gerðir úr gömlum flíkum sem þú snerir við og nýttir á röngunni og mér þótti þessi flík bæði flott og svo hlý enda voru hendur þínar búnar að strjúka og pússa og strauja gallann. Bakstur var eitthvað sem var nú ekki vinna í þínum augum, bara svona viðauki of- an á störfin. Þér þótti ég hafa svo mikið að gera í bakstri og við þrátt- uðum stundum, manstu? „Ég geri nú ekki mikið miðað við þig.“ „Uss,“ sagðir þú. „Þetta er ekkert miðað við það sem þú ert að gera.“ Engillinn minn, nú eru þið Ninna og Palla saman ásamt elsku ömmu minni. Viltu vaka yfir okkur með þeim, því nú liggur meira á hinum stelpunum að halda hópnum okkar saman og þið elskurnar stjórnið því. Mér hefur fundist ég finna að það sé einhver yfirstjórn hjá okkur, skyldi það nú vera? Hjartans elsku mamma, ég sakna þess nú þegar að geta ekki hringt í þig til að ráðfæra mig við þig en þú lætur mig vita ef ég er að gera eitt- hvað ekki rétt. Þessar erfiðu vikur nú í veikind- unum þínum hafa þroskað mig og ég er ánægð með að hafa getað vakað yfir þér og vonandi var þetta þér léttara að hafa okkur hjá þér elskan mín, ég á eftir að sakna þín óskap- lega, ég veit það, en ég er glöð að elskan hann pabbi, amma, systur þínar og mágar þínir sem farnir eru hafa fengið þinn félagsskap. Hann er ekki svo lítill. Faðmaðu alla frá mér, ég kem svo þegar minn tími kemur. Þakka þér alla ástúð og umönnun og lífið sem þú gafst mér. Ég elska þig engillinn minn. Þín Líney. Elsku besta amma mín. Loksins fékkstu langþráða hvíld. Ég man þegar við löbbuðum saman að leiðinu hans afa vorið 2005 og þú sagðir mér að þú værir tilbúin að fara til hans, mér fannst svo erfitt að hugsa til þess að það gæti einhvern tímann gerst, en nú erum við held ég báðar sáttar þótt mér finnist það mjög sárt. Ég á eftir að sakna þess mikið að fara í Bónus og kaupa eitt- hvert „gúmmulaði“ handa okkur og bruna svo af stað til þín norður og hitta þig í ganginum með útbreiddan faðm og fullt, fullt af kossum. Setjast svo við eldhúsborðið og spjalla og hlæja saman, kíkja svo aðeins á rúnt- inn og fara svo heim að elda eitthvað gott og sitja svo frameftir og háma í okkur sælgæti og njóta þess að skilja hvor aðra – enginn til að dæma þetta endalausa nammiát á okkur. Enda svo kvöldið með að leggjast í rúmið og haldast í hendur og hlusta á eina til tvær snældur af góðri sögu. Vakna svo við ilminn af nýbökuðum pönnsum. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér og vakað yfir þér í veik- indunum á spítalanum og glatt þig svona mikið með því að sýna þér gjöfina sem þú gafst mér og láta þig vita hve rosalega ánægð ég er með hana. Það er yndislegt að hugsa til þess að þú þurftir aldrei að vera ein þar og að sjá mömmu og Rúnar halda í hendur þínar og strjúka á þér bakið og sýna þér hve vænt þeim þykir um þig. Ég held það sé ómet- anlegt að eiga svo góða að. Elsku besta amma mín og vin- kona, takk fyrir umhyggjuna, faðm- lögin, kossana, hláturinn og grátinn, sögurnar, gjafirnar, spilamennskuna og allt það sem þú hefur fært mér alla mína ævi. Ég elska þig svo mikið, saknaðar- kveðjur frá Andrési og Andreu Kristínu. Þín Ólína Laufey. Mig skortir orð, þá mig langar að segja sem mest. Með eftirfarandi lín- um vil ég kveðja þig. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strengina sem þú snertir, ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Innilegar samúðarkveðjur til systrabarna minna og fjölskyldna þeirra. Elsku Bibba mín. Ég þakka þér allt. Þín systir Aðalbjörg. Hvað er að ske? Búin að missa tvær systur á einum mánuði. Pöllu mína og svo hana Bibbu, orðabókina mína. Nú er ekki hægt að hringja og spyrja um hitt og þetta lengur. Það síðasta sem ég spurði hana að var „hvað heldur þú að fáist margar lopapeysur úr einu reyfi?“ Það var talsvert af henni dregið en svarið var: „Já, það er fátt um svör þegar stórt er spurt.“ Hún var yndisleg, stórbrotin manneskja. Það er ekki hægt að telja upp allt sem Bibba gerði fyrir mig. Alla þá kjóla, pils og blússur sem hún saumaði á mig í þá gömlu, góðu daga þegar maður var ungur. Vélprjónaði peysur, buxur og sokka á drenginn minn og ekkert af þessu var talið eft- ir, allt sjálfsagt. Hún var best. En af hverju var hún best? Hvers óskar maður sér frekar en að fólk sé gott við börnin manns? Og það var það sem Bibba var. Hún fóstraði Aðal- stein minn á hverju sumri í mörg ár. Þau heiðurshjón Bibba og Jobbi voru honum sem foreldrar alla tíð. Útveguðu honum fyrstu vinnuna og ég veit að hafi hann litið upp til ein- hverra þá voru það þau. Bibba elskaði allar árstíðirnar. Á sumrin voru það blómin og birtan. Á vetrum var það að fóðra þrestina og snjótittlingana sína. Á vorin voru það litlu lömbin, þau voru ófá sem hún tók á móti fram á síðasta dag. Á haustin voru það svo berin. Hún var orðin fársjúk á sunnudaginn en lét mig samt vita að það væri allt orðið svart í „Borginni„ sinni. Það hefur alla tíð verið líf og fjör í Reykholti hjá þessari elsku. Hún var umvafin börnum og barnabörnum á hverjum degi og skiptu gestakomur oft tugum á því góða heimili. Svona var þetta alla tíð. Frystikistan full af mareng- stertum og fíniríi, bæjonskinku og hangikjöti. Ég þakka þér elsku syst- ir mín öll faðmlög þín, brosið þitt og elskuna sem þú hefur ætíð veitt mér og mínum. Áslaug Hafsteinsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli og aftur kveðjum við systkinin eina móðursystur okkar. Við kveðj- um hana elsku Bibbu sem var okkur öllum svo kær. Við kveðjum hana með hlýhug og þakklæti og rifjum upp góðar minningar úr Reykholti. Minningar um hana þar sem hún stóð við eldavélina, bakaði pönnu- kökur og hellti upp á kaffi. Ekki vantaði kræsingarnar á borðið í Reykholti og frá henni fór enginn svangur. Minningar um að fá að dýfa molasykri í kaffið hennar – það fékk maður annars ekki á hverjum degi. Minningar um hana brosandi út í eitt, skellandi sér á lær og segjandi sögur eins og henni einni var lagið og ekki brást minnið þegar hún rifjaði upp gamla tímann. Ekki var hún að fárast yfir verkj- um eða vanlíðan heldur skellti hún sér á kvöldrúntinn með systrum sín- um og ók um eins og herforingi, fram yfir miðnætti ef því var að skipta – rétt eins og unglingur – eða bar vatn- ið í skepnurnar sínar sem hún ann- aðist alla tíð. Það vantaði ekki tilsvörin og húm- orinn í hana frænku okkar. Hún var glettnin uppmáluð og reytti af sér gullmolana, hrókur alls fagnaðar yfir kaffibollanum. Eitt sinn um daginn er flytja þurfti Bibbu í sjúkrabíl milli Akur- eyrar og Blönduóss þá bað hún bíl- stjórann um að stoppa í sjoppu svo hún gæti fengið sér ís því ekki færi hún frá Akureyri án þess að fá ís – og ísinn fékk hún. Þetta lýsir Bibbu vel, hún var ekki að skafa utan af hlut- unum og lét ekki segja sér hvað hún gæti eða gæti ekki. Við kveðjum elskulega frænku okkar og segjum, rétt eins og þær systur á góðri stundu: „Blessuð sé minning hennar.“ Elsku Stebbi, Rúnar, Jón Gunnar, Líney og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Hafey, Birgitta, Ríkharð, Helga Dóra, Hafsteinn, Jón Birkir og fjölskyldur. Bibba var systir ömmu og bjó allt- af í sama húsi og ég. Hún var góð kona og vildi allt fyrir alla gera. Ég gleymi aldrei hversu gaman var þegar hún bankaði á gluggann og bauð mér í pönnsur eða ástarpunga. Maður var alltaf svo vel- kominn til hennar í Reykholt. Þessi kona var einstök og hún fór hvert sem hana langaði og lét sko engan stoppa sig. Bibba var á fullu í sauð- burðinum í vor að taka á móti lömb- unum sínum ásamt Hrönn, bestu vinkonu sinni, sem reyndist henni yndislegur vinur alla tíð, og um tíu- leytið á kvöldin var hún komin á rúntinn til að athuga hvort komin væru fleiri lömb. Núna er þessi elska loksins komin til Jobba síns og allra hinna. Hennar verður sárt saknað enda yndisleg manneskja farin frá okkur. Hvíldu í friði, elsku frænka. Þín Ástrós Villa. Tími berjanna er kominn, brekkur og lautir eru bláar eða svartar, hvort heldur þú vilt krækiber eða bláber, og senn förum við að smala. Þessar setningar heyri ég ekki aftur af vörum Bibbu móðursystur minnar, sem kvaddi okkur 25. ágúst. Fyrir mér var Bibba meira en frænka, hún var mér móðir og yndislegur vernd- arengill á uppvaxtartíma mínum, en ég var í sveit á Skagaströnd frá miðjum maí fram í lok september framyfir 16 ára aldur. Á þessum árum átti Bibba alltaf tíma fyrir mig, hvort heldur var að hugga lítinn dreng eða uppfræða. Mér er það minnisstætt er ég kom alblóðugur til Bibbu eftir að hafa þvælst inn á íþróttavöll og fengið kringluna í höfuðið. Það voru ekki skammir sem ég fékk þá, frekar en þegar við strákarnir komum renn- andi blautir og illa lyktandi úr fjör- unni. Veiðiferðir og útivist var í eðli fjölskyldunnar og tók Bibba þátt í öllu af lífi og sál. Hún þekkti ærnar sínar langt að. Hún naut þess að hafa kindur og hugsa um þær. Eitt af því síðasta sem hún gerði var rúningur- inn, sem hún hafði hlakkað til frá sauðburði í vor. Við Bibba rifjuðum oft upp viku- ferðalag sem við fórum í saman þeg- ar ég var 18 ára, á þremur jeppum austur á land í 28 stiga hita og logni allann tímann, hvað vegrykið var lengi að setjast, mýið við Mývatn sem flæmdi okkur burtu og í enda ferðar heyskapinn á Molastöðum. Það er skarð höggvið í Reykholts- systur en nú með mánaðar millibili kveðja tvær þeirra, þ.e. Palla (móðir mín) sem dó 22. júlí og nú Bibba. Þessar tvær systur voru mjög sam- rýndar. Þrátt fyrir að önnur væri á Skagaströnd og hin í Kópavogi töl- uðust þær við á hverjum degi. Sum- arið 2006 heimsóttum við mamma Bibbu. Þar heyrði ég af áhyggjum þeirra yfir að grafreitur afa og ömmu væri ekki eins og þær vildu hverfa frá honum. Ákveðið var að við Stefán sonur Bibbu tækjum að okk- ur það sem gera þurfti. Í fram- kvæmdunum urðu ferðirnar sex og samverustundir ógleymanlegar. Nú þegar þær systur hafa kvatt veit ég að við Stebbi, Villi, Ari, Rúnar og Alli erum sáttir við að hafa uppfyllt drauma þeirra og væntingar. Við Bibba töluðum alltaf hreint út um hlutina og ég vissi að hún skrifaði dagbók, sem ég fékk að lesa fyrir rúmu ári, ásamt því að hlusta á spól- ur sem hún hafði lesið inn á ýmislegt úr minningum sínum frá æsku. Við sem lifum í allsnægtum nútímans eigum erfitt með að skilja lífsbaráttu fyrri tíma. Bibba bað mig þá um að setja niður á blað minningar mínar frá Skagaströnd á uppvaxtartíma mínum og lesa þær upp á ættarmóti sem og ég gerði, ýmislegt sem sumir vilja gleyma eða lifa í þeirri trú að oft megi satt kyrrt liggja. Aldrei man ég eftir heimili Bibbu án þess að þar væru sliguð borð af mat, tertum og boðið upp á heitt súkkulaði. Það var engin breyting þar á núna í júlí er við Steinunn litum inn hjá Bibbu rétt áður en sjúkra- húslega hennar hófst. Ég færi börnum hennar, Stefáni, Rúnari, Jóni og Líneyju, mökum, börnum og barnabörnum samúðar- kveðjur og bið þau að hafa anda móð- ur sinnar að leiðarljósi í samskiptum sínum og við úrlausn sinna mála. Hafsteinn Þórðarson. Fyrst er að vilja veginn finna, vaka, biðja í nafni hans, meistaranna meistarans. Þreytast ekki, vinna, vinna, vísdóms æðstu köllun sinna: Leita sífellt sannleikans. Veistu, að hann er alla, alla ævi þína að leita að þér, fá þig einn í fylgd með sér? Láttu hann ekki lengur kalla: Líður á daginn, skuggar falla, fyrr en varir aldimmt er. Ef þér finnst þú vera veikur, viljakraft þinn hefta bönd, gríptu þá hans hægri hönd. Þú munt finna, að afl þér eykur æðra magn, um taugar leikur krafturinn frá hans kærleikshönd. (Guðmundur Guðmundsson) Þennan sálm fékk ég í bréfi frá þér þegar ég var 19 ára au-pair í Boston. Þér fannst ég sennilega ekki mjög ákveðin ung dama á þeim árum og hefði gott af svona áminningu um mikilvægi þess að velja sér veg í líf- inu og að vinnan göfgar manninn. Ég á enn bréfið frá þér og held svei mér þá að ég hafi fundið veginn. Þú varst svo stór partur af mínum uppvaxtarárum og ég á þér svo margt að þakka. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég var í pössun hjá þér vorið ’82 þegar foreldrar mínir fóru í frí, það voru yndislegar þrjár vikur. Við vöknuðum fyrir allar aldir, fengum okkur góðan kaffibolla og áttum rólega stund áður en erill dagsins tók við. Þú hafðir alltaf svo mikið að gera, fullt af fólki í mat og kaffi alla daga, svo þessi morgun- stund var þín prívatstund. Ég skil þig svo vel núna eftir að ég eignaðist mín fjögur börn – og mér verður alltaf hugsað til þín á svona morgnum. Elsku Bibba mín, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar, alla kaffiboll- ana og að kenna mér að meta það sem maður á. Minningin um þig verður alltaf með mér. Þín Pálína Freyja. Ragnheiður Birna Hafsteinsdóttir Elsku amma Bibba. Hvar ert þú? Ertu búin að hitta afa Jobba? Ef þú finnur afa, viltu þá skrifa bréf handa mér? Mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki hitt þig, nú fæ ég ekki kaffi í mjólkina mína. Þinn ömmustrákur Björn Ívar. Elsku Bibba mín, ást- arþakkir fyrir allt, alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð er góður. Kveðja Laufey Þórðar. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.