Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóna ÞórunnSnæbjörnsdóttir fæddist á Akranesi hinn 14. júní 1914. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 24. ágúst síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Snæ- björns Bjarnasonar og Ólafar Jóns- dóttur en ólst upp frá sex ára aldri hjá Oddnýju Jóns- dóttur, Þorkeli Teitssyni og Júlí- önnu Sigurðardóttur í gömlu sím- stöðinni í Borgarnesi. Alsystkini hennar voru Sigríður Gróa (látin níu mán.), Ágúst Alfreð (látinn), Bjarnína Helga (látin) og Margrét (látin). Hálfsystkini: Sigurhans (látinn), Ragnar (látinn), Ingi- björg og Þórólfur. Uppeldissystk- ini eru Oddný Kristín, Erna (lát- in), Þórunn (látin), Jón Teitur (látinn) og Þorkell. Jóna Þórunn giftist hinn 29. júlí 1939 Ásmundi Guðmundssyni bif- vélavirkja frá Grund í Kolbeins- staðahreppi, f. 8.5. 1911, d. 23.4. 1985, og hófu þau sinn búskap í Skerjafirði í Reykjavík. Árið 1941 fluttust þau að Grund og gengu þar inn í bílaútgerð með Guðmundi Benja- mínssyni bónda á Grund, tengdaföður hennar. Árið 1950 tóku þau svo við öll- um búskap á Grund af foreldrum Ás- mundar. Jóna og Ásmundur eign- uðust tvö börn, þau eru: a) Þórður Þor- steinn sjómaður, f. 31.3. 1942, kvæntur Huldísi Þorfinnsdóttur, f. 10.2. 1955. Börn hennar eru Vífill, Bryndís og Gísli. Dóttir Þórðar og Rutar Benjamínsdóttur er Ásdís f. 6.3. 1960, maki Hallgrímur Jökull Jónasson, f. 31.1. 1963. Börn þeirra eru Jónas Jökull, f. 9.11. 1990, og Ólöf Gígja, f. 25.6. 1997. Fyrri kona Þórðar var Kristín Eiríksdóttir, dætur hennar og fósturdætur Þórðar eru Jónína Þóra, Ingibjörg og Katrín Sigur- jónsdætur. b) Ólöf Ásmunds- dóttir, f. 28.9. 1947. Jóna Þórunn verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Margar eru þær minn- ingar sem um huga okkar fara á þessari stundu. Þú tókst okkur strax sem ömmubörnin þín þegar mamma og stjúpi tóku saman. Við eyddum mörgum sumrum hjá þér og fengum við að kynnast sveitinni, bæði að mjólka kýr og gefa hænunum og allt það sem við kemur sveitinni bæði heyskapur og annað. Þú stappaðir í mig stálinu þegar ég þurfti að vera með spelku á fætinum, þú sagðir að ég væri dugleg og ég gæti allt það sem ég vildi sem ég og gat. Öll okkar jól vorum við í sveit hjá ykkur afa sem lifa enn í minningunni sem fal- legustu jól sem barn getur fengið að upplifa. Og besta rúgbrauð sem bak- að hefur verið var rúgbrauðið þitt. Elsku amma, við viljum kveðja þig með fallegu ljóði Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þín ömmubörn Ingibjörg og Katrín. Í dag er kvödd hinstu kveðju eftir langt og farsælt ævistarf Jóna Þór- unn Snæbjörnsdóttir eða Jóna á Grund eins og við systkinin frá Hraunholtum kölluðum hana ávallt. Alltaf var gott að koma til Jónu á Grund. Þangað fórum við til að sjá sjónvarp í fyrsta skipti og fengum sódastrím. Og jólaboðin með öllum sínum veitingum og hvíta jólatréð sem vakti ávallt athygli okkar og er enn notað. Rúgbrauðslyktina lagði á móti manni út á hlað, við fengum oft rúgbrauð í afmælisgjöf frá Jónu. Jóna var sú sem alltaf var í afmælum okkar svo og öðrum viðburðum okk- ar systkina. Hún var mikil handa- vinnukona, að prjóna, sauma, og hekla, svo og allt föndrið sem hún nostraði við og við fengum notið í gjöfum frá henni. Garðurinn á Grund ber natni hennar glöggt vitni. Þegar Jóna flutti í Borgarnes eftir að Ási dó urðu heimsóknir okkar á milli enn fleiri. Hún kallaði stundum á mig í mat í hádeginu, var svo hjá mér á þrett- ándanum, við horfðum saman á brennuna og flugeldasýninguna út um eldhúsgluggann. Elsku Jóna, við þökkum þér góðar samverustundir. Guð geymi þig. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga; frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Fyrir hönd systkina frá Hraun- holtum, þín nafna Sigríður Jóna. Þegar ég sest niður og hugsa til baka við andlát Jónu á Grund er það þakklæti sem er mér efst í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Jónu og þakklæti fyrir allan þann kærleik og væntumþykju sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Ég hef sennilega verið þriggja ára þegar ég dvaldist fyrst á Grund hjá Ása bróður afa míns og Jónu konu hans. Grund og fólkið þar hefur ávallt skipað sérstakan sess í mínu lífi. Þar hef ég dvalið um lengri eða skemmri tíma allar götur síðan og alltaf verið tekið af sömu vinsemd- inni. Jóna stjórnaði heimilinu af þvílík- um myndarskap að eftir var tekið. Dugnaður og smekkvísi einkenndi hana og var hún mikil handverks- kona eins og heimili hennar bar með sér. Tíður gestagangur var á Grund og ávallt var hægt að bæta dýnu ein- hvers staðar fyrir næturgesti eða bæta disk á matarborðið fyrir mat- argesti. Ég ætla ekki að hafa þessi orð miklu lengri en minningin um Jónu, umhyggju hennar og vináttu mun lifa með mér um ókomna tíð. Öllu fólkinu hennar Jónu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Guðmundsson. Þegar ég hugsa til hennar Jónu mágkonu er efst í huga hvað var gaman að koma að Grund og hvað þau Jóna og Ási fögnuðu gestum af miklum innileik og hlýju. Minnis- stæðast er mér þegar við komum til þeirra í fyrsta sinn. Þá vorum við með 6 börn frá 2ja-10 ára. Farar- tækið var „blöðruskódi“. Ekið var fyrir Hvalfjörð. Krakkarnir urðu fljótt bílveikir. Óvön svona ferðalagi. Eftir stans í Borgarnesi var ekið vestur Mýrar. Sá vegur var frægur af endemum fyrir bretti og holur. Þegar rennt var í hlað á Grund kom Ásmundur bóndi að bílnum og fagn- aði gestum. Sagði: „Drífið ykkur inn til hennar Jónu. Ég fer og slekk á súgþurrkunarblásaranum svo börn- in fari sér ekki að voða.“ Þegar inn var komið faðmaði Jóna litlu bróð- urbörnin sín. Lét renna volgt vatn í bala. Þvoði hópnum um andlit og hendur. Greiddi hárið á litlu kollun- um og bílveikin var horfin. Meðan á þessum hreingerningum stóð hafði Ólöf, dóttirin á bænum, borið fram mat. Hvílíkar kræsingar. Allt mat- arbrauð heimabakað, reyktur lax, rúllupylsa, kæfa, ostar og soðinn sil- ungur. Þetta hvarf í tóman maga og bílveiki lét ekki á sér kræla eftir þetta. Jóna og Ási eignuðust bara tvö börn. Samt var alltaf fullur bær af börnum á Grund. Foreldrar Ása bjuggu á heimilinu til dauðadags og mörg bróðurbörn Ása voru þar um lengri eða skemmri tíma. Hún Jóna var einstakur dugnaðarforkur. Henni féll aldrei verk úr hendi. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Allt leyst með myndarbrag. Þær eru ófáar myndirnar sem hún hefur saumað og prýða nú veggi á heimilum afkomenda hennar og vina. Nú á seinni árum prjónaði hún værðarvoðir sem eru alveg einstak- ar. Þær hannaði hún sjálf af mikilli listfengi. Við vorum síðast á Grund með Jónu 14. júní í sumar, þegar hún varð 94 ára. Þá var ellin farin að hrjá hana og hún fylgdist illa með því sem fram fór. En hún fagnaði fólkinu sínu og þekkti alla. Því miður getum við ekki verið við útför hennar. Verð- um í Danmörk. Að leiðarlokum þökkum við mágkonu og systur allt það góða sem hún gaf okkur. Guð blessi minningu þeirra Grundar- hjóna. Börnum þeirra og ástvinum öllum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Halldóra og Þórólfur. Jóna Þórunn Snæbjörnsdóttir ✝ Sigurbjörg Sig-urðardóttir fæddist á Vatnsenda í Ólafsfirði 4. nóv- ember 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Jóhann- esson, f. 1891 og Þórunn Jónsdóttir, f. 1890. Þau eign- uðust átta börn og var Sigurbjörg þriðja elst. Fyrri maður Sigurbjargar var Jón Óli Magnússon og þau eign- uðust soninn Sigþór, f. 30. mars 1935. Jón Óli fórst í sjóslysi á vél- bátnum Þorkeli mána árið 1936. Seinni eiginmaður hennar var Gunnar Jóhann Baldvinsson, f. á Skipalóni í Eyjafirði 7. október 1896, d. 27. apríl 1976. Með Gunn- ari eignaðist hún þrjú börn, Þor- geir Baldvin, f. 11. ágúst 1938, Björgvin Óla, f. 12. janúar 1943 og Jóhönnu Ósk, f. 21. febrúar 1948. Af fyrra hjónabandi átti Gunnar soninn Valdimar Sigurð, f. 31. júlí 1931. Móðir hans var Guðrún Bald- vina Valdimars- dóttir, f. 28. júní 1905, d. 26. desem- ber 1935. Eftir lát Guðrúnar bjó Valdi- mar hjá Sigurbjörgu og Gunnari. Frá árinu 1937 bjó fjölskyldan á Búðarhól á Kleifum við Ólafsfjörð. Þar starfaði Sigurbjörg við sjávarútveg ásamt heimilis- störfum. Árið 1961 fluttust þau Gunnar og Sigurbjörg frá Kleifum yfir í kaupstaðinn í Ólafsfjarð- arhorni. Þar bjuggu þau að Aðal- götu 22. Sigurbjörg bjó áfram að Aðalgötu 22 eftir andlát Gunnars ásamt syni sínum, Sigþóri, allt til ársins 2004 er hún fluttist að Hornbrekku, dvalarheimili aldr- aðra í Ólafsfirði. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, það er svo skrítið að hugsa til þess að fara ekki til Ólafs- fjarðar og heimsækja þig. Þegar við systurnar fórum að hugsa til baka og rifja upp minningarnar um þig þá kom svo margt upp í hugann. Hanna man fyrst þegar hún og mamma fóru til Ólafsfjarðar með rútunni og gistu. Hanna fékk fótboltasængina sem mátti ekki setja sængurver utan um. Þér fannst það svo leiðinlegt að hún skyldi sofa með óumbúna sæng. Einnig fannst Hönnu svo gaman að ganga um garðinn þinn og skoða blómin. Fyrsta minningin hennar Þórunn- ar er þegar þú sast efst í bratta stig- anum í Aðalgötunni og þegar hún braut glerplötuna á sófaborðinu. Þú varðst ekkert reið og sagðir að það yrði bara keypt ný plata. Þar með var það búið. Þú varst alltaf svo róleg og þolinmóð, líka þó við spiluðum fót- bolta á ganginum með Sissa frænda eða þegar þú last fyrir okkur Bláu könnuna og Græna hattinn. Handa- vinnan þín var engu lík og ófáir ull- arsokkar og vettlingar hafa hlýjað köldum tásum og puttum í gegnum árin. Á meðan heilsan leyfði hugsaðir þú líka vel um fallega litla garðinn þinn, fylgdist með fuglunum í trján- um og blómstrandi blómunum. Alltaf var veisla hjá þér, elsku amma, og þó heilsunni hrakaði á seinni árum varstu ekki á því að gef- ast upp. Okkur er minnisstætt ein jól- in þegar þú bakaðir smákökur með annarri hendi og studdir þig við göngugrindina með hinni. Þú gafst aldrei upp og gjafmildi þín var engu lík, hvort sem var á afmælum eða jól- um. Alltaf fylgdist þú með þínu fólki, hvað við værum að gera og hvernig okkur gekk í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú vildir fá að vita hvernig gengi í skóla, vinnu og líka í strákamálum. Þú varst ákveðin kona og hafðir þinn stíl á hreinu. Stundum klæddumst við systur fötum sem voru ekki að þínu skapi og þá léstu okkur vita af því. Ófaldaða pilsið hennar Þórunnar sló flest út hjá þér. Eftir að þú fluttir á Hornbrekku fórum við stundum með þér og mömmu á rúntinn. Stundum var stoppað í búðinni, keypt nammi og svo keyrðum við um bæinn, út á Kleifar og fram í sveit. Alltaf fylgdist þú vel með og skemmtilegast fannst þér að sjá kindur. Stundum bentir þú langt upp í fjall og komst þá auga á kindur sem við hefðum annars ekki tekið eftir. Þrátt fyrir háan aldur brást sjónin þér ekki. Í síðasta skipti sem við hittumst fórum við einmitt á rúntinn, það var sól og gott veður og við sáum nokkrar kindur. Nú þegar við kveðjum þig, elsku amma, er okk- ur minnisstætt þegar við kvöddum þig í gamla daga, ánægðar og saddar eftir að hafa verið hjá þér og Sissa frænda daglangt. Þú stóðst við stofu- gluggann í Aðalgötu og veifaðir. Við vitum að þú ert komin á góðan og fal- legan stað þar sem þér líður vel. Um leið og við þökkum þér fyrir allt sem þú kenndir okkur, gafst okkur og gerðir fyrir okkur kveðjum við þig með stuttri bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Starfsfólki Hornbrekku þökkum við góða umönnun og velvild. Guð geymi þig, elsku amma, þínar ömmustelpur Hanna Björg og Þórunn Sif. Meira: mbl.is/minningar Síðasti fulltrúi eldri kynslóðarinn- ar, sem byggði Kleifar í Ólafsfirði á síðustu öld, Sigurbjörg Sigurðardótt- ir, Bogga á Búðarhóli, er nú fallin frá á tíræðisaldri. Gunnar Baldvinsson, seinni eigin- maður Boggu, og faðir minn, Árni Jónsson á Syðri-Á, voru félagar í út- gerð á fjórða tug ára. Á efri hæðinni á Búðarhóli bjó Steingrímur, bróðir Gunnars, en hans kona var Sólrún, móðursystir mín. Samband á milli þessara heimila var því mjög mikið. Bogga var minnug og var gaman að heyra hana segja frá lífinu á Kleif- unum. Hún kom fyrst út á Kleifar 13 ára að aldri til að vinna fyrir sér og var þá á Búðarhóli. Af frásögnum hennar mátti glöggt skilja samheldni fólksins og þrotlausa vinnu. Hún lagði áherslu á hlutverk kvennanna á Kleifum við útgerðina. Um þetta sagði hún: „Það var vakað dag og nótt þegar mikið aflaðist. Ekki var nein miskunn þó að bátarnir væru að koma inn um morguninn, og við búnar að vaka alla nóttina við að salta fiskinn. Þá þurftum við að vaka áfram við að stokka upp og beita línuna. Það hefði aldrei unnist það sem gert var á Kleifunum ef kvennanna hefði ekki notið við. Það var mikið treyst á þær“. Bogga tók þátt í heyskap á Hvann- dölum og hafði elsta son sinn með sér, þá ungan að árum. Þangað er erfitt að komast, háir sjávarbakkar og fjara mót opnu hafi. Bogga vann m.a. við að binda hey, á móti hraustum karl- manni, og heybaggana varð að tví- binda til að þeir færu ekki úr bönd- unum er þeir voru látnir falla niður í fjöruna í Pálsvík. Svo hagaði til á Búðarhóli að sam- byggt fjárhús og fjós stóð frammi á háum sjávarbakkanum. Eitt sinn um vetur í hríðarbyl var hún á leið úr fjósinu með mjólkurfötuna. Vind- hviða svipti henni fram af bakkanum og hún rann í snjónum niður í fjöru en slapp ómeidd. „Það var engin mjólk það kvöldið!“ sagði hún. Þegar Bogga eignaðist fyrsta barn sitt var svo mikið fannfergi að ára- bátar í fjöru voru á kafi í snjó og því ekki hægt að nota sjóleiðina til að ná í ljósmóður í kauptúninu. Nágranna- kona tók á móti barninu og allt fór vel. Árið 1961 fluttust þau Gunnar yfir í kaupstaðinn í Ólafsfjarðarhorni. Eft- ir að Gunnar lést bjó Bogga áfram að Aðalgötu 22 með elsta syni sínum, allt til ársins 2004 er hún flutti að Horn- brekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði. Um leið og við minnumst hennar með virðingu og þökk hvarflar hug- urinn til allra hinna sem á undan eru gengnir og helguðu samfélaginu á Kleifum starf sitt og líf. Guð blessi þau öll – og Guð blessi minningu Boggu á Búðarhóli. Ingi Viðar Árnason. Sigurbjörg Sigurðardóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Seiðakvísl 31, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 20. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. september kl. 15.00. Halldór Valdemarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.