Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er laugardagur
30. ágúst, 243. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því,
sem illt er, minn elskaði, heldur eftir
því, sem gott er. Sá sem gott gjörir
heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir
hefur ekki séð Guð. (3. Jh 11.)
Útsendari RÚV knúði dyra hjáVíkverja um daginn. Slíkar
heimsóknir eru alltaf jafnfurðulegar,
þetta er önnur heimsóknin sem Vík-
verji fær á einum átta árum. Í fyrra
skiptið voru útsendarar tveir, annar
meira að segja í síðum frakka þannig
að minnti á Gestapó. Kynntu útsend-
ararnir sig alvarlegir í bragði og
fóru svo með rullu sem vel var æfð,
ávörpuðu Víkverja með fullu nafni
og spurðu hvort hann ætti sjónvarp
eða útvarp. Innan úr stofu heyrðist í
Boga Ágústssyni lesa fréttir. Lyktir
málsins urðu þær að Víkverji fékk
rukkun frá RÚV í nokkur ár.
x x x
Fyrir nokkrum dögum mætti svoannar útsendari frá RÚV. Var
sá ekki í Gestapó-frakka en spurði
þungur á brún hvort Víkverji ætti
sjónvarp. „Nei,“ sagði Víkverji, enda
á hann ekki sjónvarp. Útsendarinn
spurði hvort Víkverji ætti útvarp.
„Nei.“ Útvarp í bílnum? „Nei.“
Hvort Víkverji væri til í að sanna
það? „Nei,“ svaraði Víkverji pirr-
aður. Einhver ástæða fyrir því?
„Nei.“ Við þetta hripaði útsendarinn
öll nei-in niður á blað og kvaddi.
x x x
Þessar ofsóknir Ríkisútvarpsinseru algjör tímaskekkja. Nú er
þetta ríkisfyrirtæki á auglýs-
ingamarkaði og hefur ábyggilega
rífandi tekjur af auglýsingasölu. Þá
hefur Víkverji aldrei beðið um að
vera áskrifandi að ríkismiðlunum.
Hvernig þætti fólki annars að fá
heim til sín ríkisdagblað og vera
rukkað um áskrift fyrir það? Vík-
verji telur það rétt sinn að ákveða
fyrir hvaða fjölmiðla hann greiðir, að
hverjum hann er áskrifandi. Skjár-
einn er ókeypis, selur auglýsingar og
það virðist ganga upp. Að þvinga
fólk til að greiða áskrift að ríkisfjöl-
miðli, ofan á himinháa skatta sem
það greiðir af launum sínum, er fá-
ránlegt. Víkverji óskar þess að RÚV
láti hann framvegis í friði, leyfi hon-
um að njóta þess að lesa sitt ókeypis
dagblað. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 grátið, 4 bjór,
7 ís, 8 vindhana, 9
beiskja, 11 lesið, 13
freta, 14 eyktamarkið,
15 pat, 17 fiskurinn, 20
krakki, 22 víður, 23
hamingjusömum, 24
ákveð, 25 mjög æstur.
Lóðrétt | 1 fljót, 2 tíma-
ritið, 3 grassvörður, 4
bakki, 5 fláráð, 6 rödd,
10 tuldraðir, 12 auð, 13
vendi, 15 koma undan,
16 ber, 18 sjávardýrum,
19 auðlindir, 20 bylur, 21
sjávarrót.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 táldregur, 8 vetur, 9 bógur, 10 kol, 11 reima,
13 aumur, 15 stáls, 18 hlein, 21 tól, 22 kættu, 23 angar,
24 þrautseig.
Lóðrétt: 2 áætli, 3 dýrka, 4 Embla, 5 ungum, 6 svar, 7
þrár, 12 mál, 14 ull, 15 sýkn, 16 ástar, 17 stunu, 18
hlass, 19 engli, 20 næri.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 Rc6 6. Bg5 Bd7 7. Dd2 Hc8 8.
O–O–O Rxd4 9. Dxd4 Da5 10. Bd2 a6
11. f3 Dc7 12. Bd3 e6 13. Df2 b5 14.
Kb1 b4 15. Re2 a5 16. g4 Ba4 17. b3
Bc6 18. Rd4 Rd7 19. Be3 Be7 20. g5
Re5 21. Bb5 Bxb5 22. Rxb5 Db8 23.
De2 O–O 24. f4 Rc6 25. h4 Hfd8 26. h5
Hd7 27. g6 fxg6 28. hxg6 h6 29. Dg4
Rd8 30. Rd4 Dc7 31. Hh2 Db7 32. Rxe6
Dxe4
Staðan kom upp í AM-flokki al-
þjóðlegu skákhátíðarinnar í Olomouc í
Tékklandi sem lauk fyrir skömmu. Ís-
lenski kvennastórmeistarinn Lenka
Ptácníková (2259) hafði hvítt gegn Sví-
anum Fredrik Andersson (2225). 33.
Rc5! Hxc5 34. Dxd7 Df3 svartur hefði
einnig tapað eftir 34… Dxe3 35. De8+.
35. Hhd2 Hh5 36. Dxe7 og svartur
gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Refsispil.
Norður
♠ÁKG
♥D93
♦98743
♣K9
Vestur Austur
♠D765 ♠98432
♥2 ♥K8765
♦-- ♦Á10
♣DG876532 ♣10
Suður
♠10
♥ÁG104
♦KDG652
♣Á4
Suður spilar 7G.
Boris Schapiro segir eftirfarandi
sögu, en nefnir ekki stað og stund: NS
misstu tökin á sögnum eftir kröftuga
laufhindrun vesturs og fóru alla leið í
7♦. Sem austri þótti fyndið með tromp-
ásinn og hálfveifaði ♦Á fram í andstöð-
una um leið og hann doblaði. Það fauk í
suður, sem kallaði snarlega í keppn-
isstjóra. Kvaðst hafa séð ♦Á. Keppn-
isstjóri úrskurðaði ♦Á sem refsispil:
hann yrði að liggja á borðinu og fara
við “fyrsta löglega tækifæri“. Austur
hafði ekki áhyggjur, enda trompásinn
öruggur slagur. En sögnum var ekki
lokið. Suðri leist skiljanlega ekki á
horfur sínar í 7♦ og breytti í 7G. Spaði
kom út og framhaldið var fyr-
irsjáanlegt: Fljótlega tók sagnhafi tvo
efstu í laufi og austur neyddist til að
fylgja lit í það síðara með hinum vel
flaggaða tígulás.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert hugrakkur. Þú gerir eitt-
hvað sem þú hefur ekki gert lengi vel, og
líf þitt lifnar við. Mikil sköpun og gaman
er handan við hornið.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þig langar til að taka rækilega til í
óreiðukenndu sambandi, umhverfi eða
vandamáli. Fáðu hjálp til þess. Vog og
sporðdreki hafa einnig áhuga á þessu.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú sagðir það sem þú vildir
segja og þarft standa undir því – sem er
slæmt! Eiginlega gefur það þér frels-
istilfinningu sem aðrir munu síðar ásæl-
ast.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þegar þú spyrð örlögin hvað þau
ætli að færa þér færðu ekkert svar – bara
hvítan striga þrunginn möguleikum. Hví-
lík fegurð!
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú gerir þér ekki grein fyrir áhrifum
þínum. Stundum er gott að vita hvaða við-
tökur maður fær. Þú sérð hvernig þú hef-
ur breytt lífi fólks og getur það áfram.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú færð furðulegar hugmyndir og
sumar þeirra virka ekki. Samt verður
gaman að prófa. Leggðu höfuðið í bleyti
og finndu leiðir til að breyta lífi þínu.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú gerir það sem gera skal – það
rétta. En fæstir taka eftir því. Sá sem
hampar þér er á sömu bylgjulengd og þú.
Þótt þið hittist ekki oft hefur samband
ykkar þýðingu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Skyndilega eru samfélags-
legar aðstæður flóknari. Passaðu þig að
láta fólk ekki nota þig. Þér finnst erfitt að
draga mörk, en nú er mál að æfa sig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert sterkur og sjálfstæður.
Það hlýtur að vera áskorun fyrir þig að
skilja manneskju sem hangir í öðrum.
Samúðar er meiri þörf en vorkunnar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú hefur verið að pæla í hlutum
sem þú tekur sem gefnum. Líkama þín-
um, fjölskyldu og menningarlegum bak-
grunni. Þú sérð hlutverk þeirra skýrar.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú skalt ekki fara út á meðal
manna meðan þú ert enn í vinnunni. Of
mikið mun leiða huga þinn frá skemmti-
legum samtölum. Hafðu vinnuna í
vinnunni og skemmtu þér í friði.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Innsæið leiðir þig áfram og hvetur
þig til að taka hvatvísar ákvarðanir.
Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir
framan áhorfendur ertu aldrei leiðilegur.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
30. ágúst 1720
Jón Vídalín Skálholtsbiskup
lést á leið norður Kaldadal.
Staðurinn var nefndur Bisk-
upsbrekka. Þar hefur verið
reistur kross til minningar um
þennan atburð. Jón, sem varð
54 ára, þótti mikill mælsku-
snillingur. Hann er þekktastur
fyrir húslestrarbók sína, Ví-
dalínspostillu, sem kom fyrst
út 1718.
30. ágúst 1935
Íslenska ríkið eignaðist Geysi í
Haukadal og hverasvæðið um-
hverfis hann, en svæðið hafði
verið í eigu útlendinga í tíu ár.
Sigurður Jónasson gaf fé til
kaupanna.
30. ágúst 1952
Sauðkindin Surtla var skotin
við Herdísarvík, en Sauð-
fjárveikivarnir höfðu lagt fé
til höfuðs henni. Vísir sagði að
kindin hefði verið „elt eins og
óargadýr“.
30. ágúst 1967
Tvær stórar vöruskemmur
Eimskipafélagsins við Borg-
artún í Reykjavík brunnu en í
þeim voru þúsundir tonna af
vörum. Eldurinn kom upp
skömmu fyrir miðnætti þenn-
an dag og börðust slökkviliðs-
menn við hann í röskan sólar-
hring.
30. ágúst 1992
Einar Vilhjálmsson setti Ís-
landsmet í spjótkasti á al-
þjóðlegu móti í Reykjavík.
Hann kastaði 86,80 metra og
bætti sex daga gamalt met um
tíu sentimetra. Metið stendur
enn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá …
SIGRÚN Edda Björnsdóttir leikkona er fimmtug í
dag. Hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni í miðbæ
Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Axel Hallkell
Jóhannesson og þau eiga saman soninn Kormák
Örn. Sigrún á einnig dótturina Guðrúnu Birnu, sem
er þróunarfræðingur. „Á sunnudaginn ætla ég að
stækka aðeins borðstofuna mína og leggja á borð í
Iðnó fyrir fjölskyldu mína, vini og vandamenn,“ seg-
ir Sigrún Edda kát.
Aðspurð hvort einhver afmælisdagur sé henni
sérstaklega eftirminnilegur segir Sigrún: „Ég hef
tvisvar haldið svona hressilega upp á afmælið mitt;
þrítugs- og fertugsafmæli. Þrítugsafmælið var haldið í Lækjarbotnum.
Þar kynnti ég eiginmann minn einmitt formlega fyrir fjölskyldunni. Síð-
an man ég mjög vel eftir einu afmæli í barnæsku minni þar sem ég var
mjög stolt yfir því að geta boðið gestum mínum upp á litla kók með
lakkrísröri.“
Í haust ætlar Sigrún Edda að halda í menningarferð til Barcelona.
„Svo er ég að fara að æfa jólasýningu Borgarleikhússins, sem verður
verkið Milljarðamærin snýr aftur eftir Friedrich Dürrenmatt. Ég ætla
að taka að mér hlutverk milljarðameyjarinnar sjálfrar. Maður fær svona
hlutverk þegar maður er orðinn fimmtugur,“ segir Sigrún hlæjandi.
„Svo ætlum við Helga Braga Jónsdóttir og Edda Björgvins að setja upp
sýninguna Fúlar á móti, á Akureyri, eftir áramótin.“ haa@mbl.is
Sigrún Edda Björnsdóttir er fimmtug í dag
Milljarðamær í jólasýningu
;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is