Morgunblaðið - 01.09.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 01.09.2008, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salou frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin 5. og 19. september Súpersól til Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi /stúdíó/íbúð í viku, 5. eða 19. sept. Terra Nova býður frábært súpersól tilboð í vikuferð til Salou á Spáni 5. og 19. sept. Salou er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona sem hefur notið mikilla vinsæla vegna mikils fjölbreytileika svæðisins. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, úrval veitingastaða og afþreyingar, blómstr- andi menning og frábært skemmtanalíf. Gríptu þetta frábæra tækifæri. Þú bókar sæti og 4 dög- um fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. „ÞEIR hafa verið þarna af og til á undanförnum árum,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur á Stokkseyri, um tvo svarta svani sem sáust nýverið í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu. Svartir svanir eru sannarlega óalgengir hér á landi og halda sig fremur á heimaslóðum, á suðurhveli jarðar. Telja má víst að þeir komi ásamt öðrum frá Bret- landi. „Uppruni þeirra er í Ástralíu en þeir hafa verið fluttir til Bretlands og lagst þar út. Þetta eru því fuglar sem koma með álftunum til vetr- arsetu. Lónið er náttúrlega einn stærsti álftastaður í heimi og þar eru mörg þúsund álftir síðsumars. Þess- ir svörtu svanir halda til þar og fara svo væntanlega út aftur með öðr- um,“ segir Jóhann Óli og tekur fram að fleiri svartir svanir hafi sést á sama stað. Þó ekki fleiri en þrír. Fleiri framandi fuglategundir sækja landið heim reglulega og oft má rekja þessar heimsóknir til veð- urfarsbreytinga. „Barrfinkur hafa komið til landsins í stórum stíl og eru víða um land. Þá hafa dvergmáf- ar sést í Mývatnssveit, fjallkjóar í Bárðardal, eyruglur í Grímsnesi og snæuglur komu upp ungum á Aust- fjörðum.“ Í flestum tilvikum er um að ræða tegundir á mörkum landnáms. Ey- rugla hefur þó aðeins sést einu sinni áður svo staðfest sé. Þá er þetta í fyrsta skipti sem staðfest er að dvergmáfar komi upp ungum í Mý- vatnssveit. Með hlýnandi veðurfari fækkar norðlægum tegundum en suðlægari fjölgar. Þannig hefur stuttnefju fækkað mjög mikið, en hugsanlega má þó rekja það einnig til fæðu- skorts. andri@mbl.is Tveir svartir svanir heimsækja landið árlega Ljósmynd/Njörður Helgason Í samlyndi Sex tegundir núlifandi svana eru þekktar, fjórar þeirra á norðurhveli og tvær á suðurhveli. Svartir svanir halda sig að mestu á stöðum þar sem ekki er ís eða snjór, finnast flestir í Suður-Ameríku og í Ástralíu. Eftir Andra Karl andri@mbl.is VERULEGAR líkur eru taldar á því að 60-70°C heitt vatn finnist í Tungu- dal í Skutulsfirði. Boruð verður djúp vinnsluhola í mánuðinum og ættu niðurstöður að liggja fyrir í nóvem- ber. Orkubú Vestfjarða fékk nýverið 102 milljóna króna lánveitingu úr Orkusjóði, sem er hæsta upphæð sem veitt verið úr sjóðnum í eitt verkefni. Áður hefur verið leitað að heitu vatni á Vestfjörðum en ávallt án ár- angurs. Á áttunda áratug síðustu aldar voru boraðar tvær djúpar hol- ur og með þeim var staðfest að hita væri þar að finna. Ekkert vatn fékkst þó. Á árunum 1997-98 fór Orkubú Vestfjarða einnig í mikla jarðhitaleit. Gerð var rannsókn í öll- um firðinum og 29 grunnar jarðhita- holur boraðar. „Í framhaldi af því var staðsett borhola, sem átti ekki að geta klikkað. Við boruðum niður á 1.260 metra dýpi en því miður fannst ekki vatn. En nú munum við beita nýrri aðferð,“ segir Kristján Har- aldsson orkubússtjóri. Aðferðin sem um ræðir nefnist stefnuborun. Borað verður niður á 800 metra dýpi og bornum því næst beygt í átt að sprungu sem talið er að þar leynist. Bjartsýni ríkir með verkefnið, en það er vissulega áhættuverkefni. Kristján telur þó líkurnar á að finna vatn meiri en minni. Heimild til að fella niður endurgreiðsluskyldu Ef borunin reynist árangurslaus eða árangur mun lakari er gert er ráð fyrir hefur Össur Skarpshéðins- son iðnaðarráðherra heimild til að fella niður endurgreiðsluskyldu láns- ins. Hann telur áhættuna þó vel þess virði. „Ég tel áhættuna sem fylgir því að veita þetta lán ekki meiri en svo að þetta sé vel verjanlegt. Það er hiti í jörðu í Tungudal og það er komin ný tækni við borun. Við teljum auk þess mjög jákvætt að örva Ísfirðinga til að reyna ná upp vatni sem verður til að auka lífsgæði þeirra sem munu njóta afrakstursins.“ Össur sótti Ísafjörð heim á síðasta ári og þá var rætt um að styrkja og styðja þau sveitarfélög sem skerðing þorskvótans kemur verst við. „Og ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að slíkur stuðningur eigi ekki að vera í eðli sínu sértækur, fyrst og fremst á að styðja innviði samfélagsins og þetta verkefni er gott dæmi um það.“ Borað í rúman mánuð Samningsgerð við Jarðboranir lýkur á næstu dögum og stefnt er að borinn verði fluttur á Ísafjörð 20. september. Borunin tekur rétt rúm- an einn mánuð. Verkefnið er unnið í samvinnu við Íslenskar orkurann- sóknir. Bjartsýnir á að heitt vatn finn- ist í Tungudal Miklar vonir bundnar við nýja bortækni Morgunblaðið/Kristján Borað Starfsmenn Jarðborana munu sjá um að bora í Tungudal. Í HNOTSKURN »Orkusjóður er eign rík-isins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirum- sjón með sjóðnum er í höndum iðnaðarráðherra. »Kostnaður við jarð-hitaverkefnið í Tungudal er áætlaður 175 milljónir króna. Lánveitingin úr Orku- sjóði er upp á 102 milljónir króna. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur var rek- in með 16,4 milljarða króna halla fyrstu sex mánuði ársins, þrátt fyrir að skila 838 milljóna króna hagnaði á öðrum fjórðungi. Forstjóri Orkuveit- unnar segir tölurnar ekki endur- spegla stöðu fyrirtækisins – en hall- inn er að öllu leyti rakin til gengisfalls krónunnar – og ekki verði farið í sér- stakar aðgerðir. Endurskoðuð fjár- hagsáætlun verður kynnt stjórn Orkuveitunnar 19. september næst- komandi. Heildarskuldir Orkuveitunnar námu rúmum 146 milljörðum króna en voru 102 milljarðar í upphafi árs. „Við munum fara yfir okkar fjárhags- áætlun og endurskoðaða áætlun á fundinum. En í henni er ekki að finna neinar stórkostlegar breytingar,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. „Það hefur verið hægt á Bitruvirkjun, sem er í frestun, og það mun hafa minni fjárútlát í för með sér. Ef svo verður ákveðið að halda áfram með Bitru þá taka menn á því þegar þar að kemur.“ Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rúmum átta milljörðum króna. Engin ákvörðun verið tekin um sölu á eignarhluta í HS Hjörleifur tekur einnig fram að samkvæmt þeim reikningsskila- reglum sem fyrirtækið vinnur eftir eigi eftir að meta framtíðarvirði orkusamninga. „Helguvíkursamn- ingurinn hefur t.d. ekki verið tekinn inn ennþá. Það er ekki búið að aflétta öllum fyrirvörum sem eru á honum, en ef það klárast fyrir áramót, mun það styrkja stöðuna mjög verulega, eða um einhverja átta milljarða króna.“ Ef gengi krónunnar styrkist á nýj- an leik gjörbreytist jafnframt staða Orkuveitunnar, en erlendar skuldir hafa hækkað um tæplega fjörutíu milljarða króna sökum gengisfallsins. Þær voru um 86 milljarðar króna í upphafi árs. „Allar breytingar á genginu hafa mikil áhrif og ef krónan styrkist er þetta fljótt að koma. Það er nú eig- inlega það sem málið snýst um, ut- anaðkomandi aðstæður sem við höf- um engin tök á að stjórna,“ segir Hjörleifur og tekur fram að horfurn- ar í rekstri séu góðar. Tekjur fyrir- tækisins jukust um 919 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort Orkuveitan hyggist selja 16,5% eignahlut sinn í Hitaveitu Suð- urnesja til að grynnka á skuldunum. Hjörleifur segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sölu hans. Endurskoðuð fjárhagsáætlun kynnt stjórn OR 19. september Heildarskuldir Orkuveitunnar jukust um 42 milljarða fyrstu sex mánuðina Á Vísindavef Háskóla Íslands segir svo um svarta svani: „Svartur litur á svönum […] stafar af litarefninu melanín í fjöðrunum. Alhvítir svanir eru án þessa litarefnis í fiðrinu. […] Í sunnanverðri Suður-Ameríku er svan- stegund sem er svört um höfuð og háls en hvít að öðru leyti. Í Ástralíu er svanstegund sem er svört að lit á haus, háls og bol, en vængirnir eru þó hvítir. Engir svanir eru alsvartir.“ Einnig kemur þar fram að hugsanlega séu svarthálssvanurinn og svartsvanurinn komnir af hvítum svanategundum. Engir svanir eru alsvartir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.