Morgunblaðið - 01.09.2008, Side 31

Morgunblaðið - 01.09.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 31 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á SÝND HÁSKÓLABÍÓI Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS -GUÐRÚN HELGA - RÚV Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15 eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Stærsta mynd ársins 2008 - 87.000 manns. Sýnd kl. 6 og 9 -Kvikmyndir.is “Fínasta skemmtun. Myndin er skemmtileg og notaleg.” - Mannlíf ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15 VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Make it Happen kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ Rocker kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Mamma Mia kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D LEYFÐ -S.V., MBL SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Full Monty -Empire -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV -S.V., MBL www.laugarasbio.is Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞAÐ var árið 2001 að fréttavef- urinn beinskeytti Baggalútur birt- ist í vefheimum. Síðan þá hefur hin dularfulla ritstjórn flutt lands- mönnum nýjustu fréttir af pólitísk- um hneykslismálum, geimverum og tímavélum, svo aðeins séu nefnd nokkur vinsæl fréttaefni síð- unnar. Verðskuldað sumarfrí afkasta- mikilla og fjölhæfra blaðamanna Baggalúts er á enda í dag, 1. sept- ember, og bíða tryggir aðdáendur spenntir eftir bráðskemmtilegum fréttunum. „Ég reikna með að fréttaskrif verði áfram burðar- ásinn, ætli þjóðbloggið verði ekki á sínum stað og kannski bætast einhverjir góðir við í blogghóp- inn,“ segir Bragi Valdimar Skúla- son, hæfilega kærulaus og dulur þegar blaðamaður Morgunblaðsins nær af honum tali. „Við erum allt- af að gæla við að vera með meira myndefni, og ætlum a.m.k. að vera með styttri útvarps- og sjónvarps- djóka.“ Nú þegar 7. árgangur Baggalúts er að fara af stað stendur til að bæta aðgengi að gömlu efni: „Við þurfum eiginlega að fara að koma þessu drasli inn á einhvern hress- an þjóðskjalavörð,“ segir Bragi sem kveðst vera byrjaður að sýsla í safninu. „Ýmsir myndrænir djók- ar hafa týnst, og við höfum verið með útvarpsþætti frá 2004 sem ekki eru aðgengilegir lengur. Það þarf að reyna að opna katakomb- urnar aðeins.“ Fjölmiðlaveldi Að baki Baggalútsvefnum stend- ur sex manna kjarni hugsjóna- manna. Upphafið að Baggalúts- veldinu, sem jafnast á við stærstu fjölmiðlasamsteypur að umfangi og efnistökum, er bríarí ungra pilta sem þá voru nemendur í MH og héldu úti litlum einkabrand- aravef sem síðar fangaði athygli umheimsins. Þrír af ritstjórnarmeðlimunum hafa ómælda tónlistarhæfileika og fengu til liðs við sig aðra flinka tónlistarmenn til að mynda hljóm- sveitina Baggalút sem sent hefur frá sér fjölda eftirminnilegra smella. Net, útvarp, sjónvarp, tónlist og útgáfa: „Þetta er allt hluti af stóra planinu. Núna erum við búnir að senda þrjá út í nám - allt að sjálf- sögðu kostað af samsteypunni - og við reiknum með að þeir nái ítök- um í þjóðfélaginu innan tíðar,“ ljóstrar Bragi upp og bætir við að Baggalútur stýri nú þegar öllum fréttaflutningi á landinu. Tímamótasamkvæmisplata Á því leikur enginn vafi að Baggalútsmenn eru hæfileikarík- ari og afkastameiri en gengur og gerist. Í haust senda þeir frá sér nýja plötu sem er fjórða hrein- ræktaða Baggalútsplatan á þrem- ur árum. „Við höfum notað sum- arfríið til að berja saman tíma- mótasamkvæmisplötu sem heita mun Nýjasta nýtt,“ segir Bragi. Bossanóva, diskó og pínu rokk er það sem einkennir nýju plötuna, „og svolítið Monkeys, að sjálf- sögðu“, bætir Bragi við og lýsir hinni væntanlegu plötu sem „frá- bærlega skemmtilegri“. Von er á góðum gestalistamönn- um á plötunni nýju, en Bragi getur ekki ljóstrað upp nöfnum að svo stöddu enda standa samninga- viðræður yfir. „Það eru margir góðir menn þarna, sem spila á syn- þísesera og svona trommur sem gera svona dúúú …“ segir hann en blærinn á plötunni minnir einkum á gleðistefnur rokksögunnar milli 1970 og 1981. „Þetta er svona kokkteil-stuð,“ segir Bragi. Baggalútur snýr aftur!  Fréttavefurinn Baggalútur kemur úr sumarfríi í dag  Ný plata, Nýjasta nýtt, kemur út í haust Morgunblaðið/Kristinn Baggar Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson, Garðar Þorsteinn Guðgeirsson og Karl Sigurðsson. Orðið „baggalútur“ er notað yf- ir steintegund sem einnig er kölluð hreðjasteinn eða blóða- stemmusteinn. Um er að ræða litla kúlulaga steina sem oft eru samvaxnir í litla klasa. Hver kúla er um 0,5 til 20 cm í þver- mál en steintegundin verður til þar sem gasbóla myndar hol- rúm í hrauni og kvars safnast í rýminu. Þegar síðan hraunið veðrast sitja kúlurnar eftir enda harðari. Baggalútur er líka einn af þeim jólasveinum sem „komust ekki í topp 13 úrtakið“ eins og Baggalútsmenn orða það. Einn- ig þekkist að orðið sé notað í merkingunni „smástrákur“. Rauðar kúlur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.