Morgunblaðið - 01.09.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 01.09.2008, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nýs forstjóraLandspít-alans, Huldu Gunnlaugs- dóttur, bíður krefj- andi verkefni. Þótt rekstur spítalans hafi batnað að und- anförnu þarf í raun að umsnúa starfsemi hans. Starfsfólk Landspítalans er orðið þreytt á eilífum nið- urskurði og aðhaldi og margir kvarta undan óhóflegu vinnu- álagi. Aukinheldur hafa sam- skipti yfirstjórnar spítalans og starfsmanna verið í ólagi mörg undanfarin ár. Eins og mál standa í efna- hagslífinu blasir við að ekki verður hægt að setja meira fé í heilbrigðisþjónustu í bráð, fremur en annan ríkisrekstur. Leita verður leiða til að fá meira fyrir peningana. Landspítalinn og önnur sjúkrahús í landinu þurfa í vax- andi mæli að fá tekjur eftir ár- angri og afköstum. Slíkt hvetur starfsfólk til að leggja sig fram og leita lausna, fremur en sí- felldar kröfur um flatan nið- urskurð á kostnaði. Hulda Gunnlaugsdóttir segist í viðtali hér í blaðinu í gær vera mjög upptekin af gæðum og þjón- ustu; „vera með hagkvæman rekstur og meðhöndla fleiri sjúklinga og á betri hátt“. Þetta er hugsun, sem þarf að innleiða í ríkisreksturinn í meiri mæli. Eins og staðan er nú er stofnunum sem halda sig innan fjárheimilda iðulega refsað, en þeim sem missa kostnaðinn úr böndunum er bjargað með fjár- aukalögum. Landspítalanum er mikill akkur í að fá Huldu Gunn- laugsdóttur í forstjórastólinn. Hún kemur úr heilbrigðisgeir- anum; er hjúkrunarfræði- menntuð og þekkir innviði stórra sjúkrahúsa vel af eigin raun. Hún hefur stýrt stóru sjúkrahúsi í Noregi með góðum árangri. Sér við hlið mun hún hafa Björn Zoëga, sem verður staðgengill forstjóra og hefur undanfarið verið annar tveggja settra forstjóra spítalans. Þetta er öflug forystusveit. Ummæli nýja forstjórans í Morgunblaðinu í gær benda til að hún muni vinna þétt með fagfólki sjúkrahússins að því að bæta þjónustuna og nýta fjár- muni betur, m.a. með því að skoða hvaða áhrif ný tæki og lyf hafi á þörf fyrir mannafla og þjónustu. „Við stjórnendur megum ekki koma á eftir, við verðum að vinna með starfs- fólkinu sem hefur alla þessa kunnáttu og þekkingu,“ segir Hulda. Hún tekur fram að hún muni vinna meðal starfsfólks- ins, en geri líka miklar kröfur. Verkefni nýs forstjóra er ekki bara erfitt; það er líka spennandi. Bygging nýs há- skólasjúkrahúss stendur fyrir dyrum. Spítalinn hefur yfir frá- bæru starfsfólki að ráða. Með nýrri hugsun og betri rekstri er hægt að tryggja Íslend- ingum áfram einhverja beztu heilbrigðisþjónustu, sem í boði er. Umsnúa þarf rekstri Landspítalans}Krefjandi verkefni Í fréttaskýringu ísunnudagsblaði Morgunblaðsins var spurt hvað hefði breytzt í meðferð nauðg- unarmála á Íslandi. Niðurstaðan er sú, að margt hefur breytzt, en meðferð þess- ara mála er þó enn ekki í því horfi, sem flestir kysu. Breytingar hafa verið gerðar á kynferðisbrotakafla hegning- arlaganna, þar sem m.a. var hætt að gera greinarmun á nauðgun og misneytingu, þar sem menn hafa t.d. nýtt sér ölv- unarástand kvenna til að koma fram vilja sínum við þær. Refsingar dómstóla í nauðg- unarmálum hafa þyngzt á und- anförnum árum. Það er í sam- ræmi við réttarvitund almennings, sem vill taka hart á kynferðisbrotum. Enn eru dómar fyrir kynferðisbrot þó of vægir, ekki sízt vegna þess að refsiramminn í þessum málum er víður. Eðlileg þróun er að smátt og smátt nýti dómstólar hann betur. Stofnun sérstakrar kynferð- isbrotadeildar innan lögregl- unnar er mikið framfaraskref og hefur án efa stuðlað að vandaðri rannsókn kynferð- isbrota og betri stuðningi við fórn- arlömb. Enn sjást þess þó ekki merki að sakfellingar náist fram í fleiri málum. Björgvin Björg- vinsson, yfirmaður kynferð- isbrotadeildarinnar, segist telja að það muni gerast á næstu árum. Kynferðisbrot eru einhver vandmeðförnustu mál rétt- arkerfisins, ekki sízt vegna þess hvað sönnunarfærsla er erfið þar sem oft eru aðeins tveir til frásagnar um afbrotið, fórnarlamb og brotamaður. Hins vegar er ekki rétt að krefjast þess af dómstólum að þeir slaki á kröfum um sönnun í þessum málum. Þótt brotin sem ákært er fyrir séu við- urstyggileg eiga sakborningar alltaf sama rétt; að teljast sak- lausir þar til sekt er sönnuð. Leiðin til að fjölga sakfell- ingum í kynferðisbrotamálum er fremur að bæta rannsókn þeirra, þannig að oftar fáist haldbær sönnunargögn sem duga til sakfellingar. Ekki er rétt að krefj- ast þess að dóm- stólar slaki á kröf- um um sönnun} Breytingar í rétta átt Þ eir sem fram að þessu hafa haldið að handbolti sé bara ein af mörg- um líkamlegum íþróttum sem komi heilabúinu lítið við eru hugs- andi þessa dagana. Fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handbolta er nefnilega heimspekingur í eðli sínu, og hefur lesið Don Kíkóta og Glæp og refsingu spjaldanna á milli og sennilega Biblíuna frá upphafi til enda. Harðlínumenn á andlega sviðinu, sem fyrirlíta allar aðrar íþróttir en þær andlegu, hafa litið svo á að einmitt þessar bækur þurfi menn að lesa til að hægt sé að taka sæmilegt mark á þeim. Nú verða andlegu harðlínumennirnir að gefa eftir og viðurkenna að handboltinn hefur verið færður upp á hærra plan. Hinn vel lesni fyrirliði hefur gert öllum ljóst að handboltinn er ekki síður íþrótt vitsmuna en líkamlegs atgervis. Ein- hverjir hefðu fyrirfram talið að ómögulegt væri að sýna fram á slíkt en það er greinilega allt hægt í þessu lífi. Íþróttanördarnir, sem eru fjölmargir hér á landi, munu halda því fram að það hafi legið ljóst fyrir frá upp- hafi að miklir andlegir vitsmunir felist í íþróttaiðkun. Antísportistarnir, sem yfirleitt telja sig mikla menningarvita, hafa fram að þessu blásið á slíkar kenn- ingar. Nú hljóta þeir að viðurkenna ósigur sinn. Það er ómögulegt að þeir afneiti liðsmanni Cervantes og Dostój- evskís, jafnvel þótt sá sé alþjóðleg handboltahetja sem samkvæmt formúlu antísportistanna ætti alls ekki að komast í gegnum mörg hundruð blaðsíðna skáldsögur. Þegar fyrirliðinn virðist einnig algjörlega laus við hégóma og sýniþörf og leggur auk þess áherslu á að handboltamenn nái teng- ingu við eigið sjálf og öðlist innra jafnvægi þá liggur við að antísportistarnir stígi fram og geri opinberlega játningu um að hafa lifað í blekkingu öll þau ár sem þeir áttuðu sig ekki á því að handboltinn er göfug íþrótt. Þeir hafa sér það eitt til afsökunar að hafa aldrei vitað fyrr en nú að íslenska landsliðið í handbolta býr að bókelskri forystu í fyrirliðanum. Sem breytir alveg heilmiklu. Antísportistar eru flestir þannig gerðir að þeir taka bara mark á þeim sem lesa bækur. Nú hafa þeir eignast sinn mann á handknattleikssviðinu. Sannir unnendur skáldsagna vita mætavel að þar gerast iðulega óvæntir hlutir og skáld- sagnapersónur taka stundum furðulegustu umbreytingum. Þessir lestrarhestar eru nú að upplifa merkilega umbreytingu á sjálfum sér, þeir eru að breyt- ast úr antísportista í sannfærðan handknattleiksáhuga- mann. Þetta er breyting sem kemur þeim á óvart en þeir taka henni af jafnaðargeði því þeir vita að umbreyting hendir ekki bara skáldaðar persónur. Reyndar er óvíst hversu lengi þessi umbreyting mun endast en hún mun allavega duga meðan fyrirliðinn er á sínum stað. Í hvert sinn sem Ólafur Stefánsson svífur um völlinn mun hinn bókelski áhorfandi hugsa: „Þarna fer aðdáandi Dostójevskís“ og bæta við í huganum: „Elsku drengurinn okkar!“ kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdótir Pistill Heimspekilegur handbolti Veldur Gústav álíka eyði- leggingu og Katrína? FRÉTTASKÝRING Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Íþrjú ár hefur hún hjálpaðfólki að komast yfir áfalliðsem fellibylurinn Katrína ollií New Orleans. Ónýt hús, auðar götur og óvissa fara ekki mjúkum höndum um neinn. Hún hefur skipulagt sálfræðiráðgjöf fyr- ir þúsundir borgarbúa – fólk sem enn er í áfalli eftir að borgin lagðist nánast í rúst. Núna trúir hún því vart að stór fellibylur sé aftur á leiðinni. Sálfræðingnum Michele Louivere í New Orleans líst ekki á blikuna. „Fólk er skiljanlega í miklu upp- námi. Við biðjum bara og vonum að þetta verði ekki jafnslæmt og það lítur út fyrir núna,“ sagði hún þegar ég náði í hana í gær. Hún var flúin ásamt fjölskyldu sinni til ættingja sem búa inni í landi, í nokkurra klukkustunda akstursfjarlægð frá borginni. „Hérna munum við væntanlega einnig verða fyrir fellibylnum en þurfum að minnsta kosti ekki að eiga við flóðið í kjölfar hans,“ sagði hún. Eins og aðrir borgarbúar get- ur Michele einungis vonað að Gúst- av gangi á land nógu langt frá New Orleans til að yfir borgina gangi ekki stór flóðbylgja. Það yrði ekki auðvelt að takast á við afleiðingar annars fellibyls. Uppbygging eftir Katrínu hefur gengið hægt. Enn í dag búa þús- undir í bráðabirgðahúsnæði – þröngum húsvögnum frá banda- rísku almannavörnunum. Enn eru margir skólar og sjúkrahús lokuð, mörg hverfi nánast auð. Ófullgerðir varnargarðar Katrína gekk á land hinn 29. ágúst 2005. Sjúkir, gamlir og fátæk- ir voru skildir eftir í sökkvandi borg – jafnvel þótt borgarstjórinn hefði fyrirskipað að New Orleans skyldi tæmd áður en fellibylurinn gengi á land. Engar ráðstafanir voru gerðar til að flytja í burtu þá tæplega 100.000 borgarbúa sem ekki höfðu aðgang að bíl. Hvernig áttu þeir að koma sér í burtu? Þremur árum síðar hafa yfirvöld augljóslega eitthvað lært af þeim aragrúa mistaka sem gerð voru 2005. Um helgina voru rútur og lestir notuð til að flytja fólk í burtu. Á hinn bóginn má deila um hversu mikill lærdómurinn hefur verið varðandi varnargarðana. Allt frá því að fellibylurinn Betsy olli gríðarlegum usla í New Orleans árið 1965 hefur vinna við end- urbætur á varnarkerfinu staðið yf- ir. Verkið tafðist ítrekað, kostn- aðurinn rauk upp úr öllu valdi og ekki hafði enn verið lögð lokahönd á kerfið þegar Katrína gekk á land rúmum 40 árum eftir Betsy. Ítrek- að var varað við hættunni sem af þessu stafaði. Í dag hefur verið fyllt upp í götin þar sem sjórinn ruddi sér í gegnum varnargarðana 2005. Verk- fræðideild bandaríska hersins, sem byggir garðana, heldur því fram að þeir séu sterkari en nokkru sinni fyrr. Eftir stendur þó að vinnunni við kerfið er í grunninn enn ólokið. Eftir Katrínu átti að vinda sér í að bæta varnarkerfið verulega en end- urskoðandi hjá hernum fann í fyrra út að 84% verksins væru á eftir áætlun. „Það sem við getum lært af sög- unni er að við lærum ekkert af sög- unni,“ var haft um helgina eftir Tim Doody, forseta svæðisnefndar um varnargarða sem komið var á fót í Lousiana eftir Katrínu. Skýrsla um hvað það myndi kosta að byggja öflugri varn- argarða, sem varist gætu stærstu fellibyljunum, átti að vera tilbúin í desember síðastliðnum. Hún er enn ókláruð. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Eyðilegging New Orleans fór á flot þegar varnargarðarnir í kringum borg- ina brustu í kjölfar fellibylsins Katrínu. Hvað gerir fellibylurinn Gústav? Það var seinustu helgina í ágúst 2005 sem fellibylurinn Katrína stefndi hraðbyri í átt að New Or- leans – alveg eins og fellibylurinn Gústav nú. Það var sömuleiðis á sunnudeginum sem borgarstjórinn Ray Nagin gaf út skipun til fólks um að yfirgefa borgina – rétt eins og nú. Tilviljunin þykir nánast ótrúleg. Reuters Fellibylurinn Katrína var kölluð „þjóðarklúður“ í opinberum skýrslum. Hver mistökin ráku önn- ur og afleiðingarnar urðu skelfileg- ar. Hátt í tvö þúsund manns létu líf- ið og vatn flæddi yfir 80% New Orleans. Ófullnægjandi varn- argarðar borgarinnar brustu í kjöl- far flóðbylgju sem fellibylurinn bar með sér af hafi. Skemmdirnar í New Orleans urðu ekki vegna vind- skemmda, heldur vatnsins sem lá yfir borginni svo dögum og vikum skipti og eyðilagði allt sem undir var. Nú óttast menn að enn haldi varnargarðarnir ekki. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.