Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 21 MINNINGAR                          Lokað Vinnumálastofnun, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og Engjateigi 11, Reykjavík, verður lokuð frá kl. 13.30 í dag, 1. september, vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR. Vinnumálastofnun. ✝ Óskar V. Frið-riksson fæddist í Borgarnesi 14. ágúst 1931. Hann lést á Landspítal- anum 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Þórðarson versl- unarrekandi og Stefanía Þorbjarn- ardóttir organisti. Bróðir hans var Halldór S. Frið- riksson, f. 1936, d. 2005. Óskar kvænt- ist Guðlaugu Þorleifsdóttur snyrtifræðingi, f. 1935. Börn þeirra eru: 1) Stefanía stjórn- málafræðingur, f. 1962, gift Jóni Atla Benediktssyni prófessor. Börn þeirra eru: Benedikt, f. 1991 og Friðrik, f. 2003. 2) Her- dís viðskiptafræðingur, f. 1963, gift Sæmundi Valdimarssyni, lög- giltum endurskoðanda. Þeirra börn eru: Jóhanna, f. 1989, Ásdís, f. 1992, Margrét Þóra, f. 2001. 3) Þorleifur rafmagnsverkfræð- ingur, f. 1969. Kona hans er Kristrún Lilja Daðadóttir kenn- ari. Börn þeirra eru: Aron Óskar ,f. 2001, Arnar Darri, f. 2004 og Atli Freyr, f. 2004. Óskar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og stundaði um hríð nám í lögfræði. Að því loknu sinnti hann ýmsum störfum en frá 1970 til 1978 starfaði hann sem fulltrúi á Ráðning- arskrifstofu Reykjavíkurborgar, frá 1978 til 1980 var hann ráðgjafi hjá SÁÁ og frá 1981 til 1994 vann hann hjá Eimskipafélagi Íslands. Eftir það vann Óskar á Hrafnistu í Hafn- arfirði til ársins 2001 er hann lét af störfum. Óskar gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann var m.a. formað- ur Félags ungra sjálfstæðis- manna í Mýrasýslu, formaður Varðar og formaður Óðins. Hann var einn stofnenda Hverfasam- taka Sjálfstæðisflokksins í Breið- holti og um hríð formaður þeirra. Þá veitti hann um langt skeið for- stöðu utankjörstaðarskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Hann var einnig kosningastjóri í mörgum prófkjörum innan Sjálfstæð- isflokksins sem og í prestskosn- ingum og í forsetakosningum. Óskar verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Nú eru nærri þrjátíu ár síðan ég kynntist fyrst tengdaföður mínum, Óskari V. Friðrikssyni. Ég fann strax að þar fór maður sem dró að sér athygli; ekki vegna þess að hon- um fylgdi fyrirgangur heldur hafði hann sterka nærveru mótaða af uppvexti hans og mikilli reynslu af samskiptum við fólk. Um Óskar má segja að hann hafi verið hvort tveggja hlédrægur maður og fé- lagslyndur. Glaðastur var hann í hópi fólks sem vann samstillt að því að ná settum markmiðum. Því er e.t.v. ekki að undra að kosninga- starf hafi átt vel við hann enda þró- uðust mál á þann veg að til hans var einatt leitað þegar kosningar fóru í hönd. Hann veitti forstöðu utan- kjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins um langt skeið en fyrst kom hann að því starfi 1959. Hann aðstoðaði einnig ýmsa stjórnmála- menn og presta að ná kjöri í kosn- ingum. Hann tók slík verkefni ávallt föstum tökum enda var það trú hans að til þess að ná árangri yrði að velta öllum steinum og vera ávallt til taks. Þeir sem ekki voru reiðubúnir til að gefa sig heils hug- ar í verkið voru ekki í miklum met- um hjá honum enda var árangur hans við stjórn kosninga mikill. Óskar ólst upp á pólitísku heimili þar sem faðir hans var oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Borgarnesi um áratuga skeið. Hugsjónir um svig- rúm einstaklinga til orða og athafna sem og virðing fyrir manngildi hvers og eins voru honum í blóð bornar. Strax sextán ára varð hann formaður félags ungra sjálfstæðis- manna í Mýrasýslu og síðar átti hann eftir að taka þátt í stofnun fé- lags sjálfstæðismanna í Breiðholti og vinna ötullega innan sjálfstæð- isfélaganna Varðar og Óðins. Hann gegndi m.a. formennsku í báðum fé- lögunum; sá eini sem það hefur gert. Þetta segir sína sögu um áhuga hans á félagsstarfi og það traust sem hann naut meðal félaga sinna. Það var skemmtilegt að spjalla við Óskar enda var hann fróður og áhugasamur, sérstaklega um ís- lensk þjóðmál. Allt fram á síðasta dag var greining hans á samfélagi okkar hnitmiðuð og lýsti innsæi hans og skilningi á hinu íslenska gangverki. Óskar var gæfumaður. Hann átti góða fjölskyldu og trausta vini. Án Gullu sinnar hefði hann síst getað verið enda sýndi hún honum ein- staka alúð og umhyggju. Hann var hreykinn af börnum sínum og gladdist í hvert sinn sem barna- börnin heimsóttu hann. Sérstaklega hafði hann gaman af uppátækjum yngstu prakkaranna í hópnum sem styttu honum stundir þegar veik- indi höfðu dregið úr getu hans til að vera mikið á ferðinni. Áður hafði hann yndi af ferðalögum um landið og gat ekki hugsað sér dásamlegri næturstað en íslenska sveit. Í dag verður Óskar V. Friðriks- son lagður til hinstu hvílu. Ég vil þakka honum samfylgdina og afar góð kynni. Jón Atli Benediktsson. Elsku afi okkar. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Það var gaman að við skyldum ná að tína og borða saman uppáhaldið þitt bláber og rjóma áður en þú kvaddir okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við munum passa ömmu Gullu vel á meðan þú ert í geimnum. Þínir afastrákar, Aron Óskar, Arnar Darri og Atli Freyr. Á kosningavetri, eða nánar tiltek- ið í janúar, kom Óskar að venju í Valhöll. Við komu Óskars má segja að kosningabaráttan væri formlega hafin. Stýrði hann utankjörstaða- vinnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratugi eða lengur en elstu starfs- menn skrifstofunnar rekur minni til. Fljótlega fór að fjölga starfs- mönnum Óskars á utankjörstaða- skrifstofunni og brátt var starfið komið á fullt skrið. Þekkingu Óskars á kosningalög- unum og framkvæmd kosninga var við brugðið og leituðu menn óspart ráða hjá honum og voru starfsmenn annarra stjórnmálaflokka ekki und- anskildir. Þegar nær dró kjördegi og spennan að magnast var gott að koma við hjá Óskari, hann hafði ein- stakt lag á að leggja skynsamlegt mat á stöðuna og hvetja menn til dáða. Með því móti blés hann sam- starfsfólkinu á skrifstofu flokksins baráttuanda í brjóst, sem við erum sannfærð um að hafi borið árangur á kjördegi. Svo leið kjördagur og Óskar pakkaði saman og kvaddi. Óskar V. Friðriksson kom og fór en nú kemur hann ekki meir. Það verð- ur einkennilegt að leggja í næstu baráttu án Óskars og mikill sjón- arsviptir að honum. Um leið og við kveðjum góðan dreng og öflugan samstarfsfélaga sendum við eigin- konu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd samstarfsmanna á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Ágúst A. Ragnarsson. Tryggðatröll er orðið sem mér kom fyrst í hug þegar mér var sagt lát Óskars V. Friðrikssonar. Við Óskar áttum áratuga langa og far- sæla samleið á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans var á margan hátt samofinn Óskari. Hann gegndi um ævina mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, var m.a. formaður Óðins, félags sjálfstæðismanna í launþegastétt, Varðar, samtaka sjálfstæðismanna í Reykjavík, einn- ig var hann formaður hverfafélags flokksins í sínu heimahverfi. Öllum þessum störfum og mörgum fleiri gegndi hann af trúmennsku og ár- vekni. Ekkert viðfangsefni hjá Sjálfstæðisflokknum var Óskari óviðkomandi. Þannig var fyrsta samstarfsverkefni okkar 1980 þeg- ar ég hóf störf sem framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins að ganga frá hinni stóru lóð nýja sjálfstæð- ishússins Valhallar. Óskar safnaði saman stórum hópi vörubílstjóra og gröfumanna sem í frístundum sín- um um helgar framkvæmdu nauð- synleg jarðvegsskipti og uppfylling- ar í lóðinni. Þessu stýrði Óskar öruggri hendi og fannst honum og hópi hans þetta sjálfsagt mál, þegar að venju, þurfti helst að nota hverja krónu a.m.k. tvisvar. Mikilvægasta viðfangsefni Ósk- ars á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og það sem flestir minnast hans fyr- ir er stjórn hans og forysta fyrir ut- ankjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. Hann stýrði henni áratugum saman með glæsilegum árangri. Flestir vita að ef kjósandi gerir ráð fyrir að vera fjarri lög- bundnum kjörstað sínum á kjördag þá er hægt að kjósa utankjörfund- ar, sem kallað er, bæði á Íslandi og erlendis. Raunar er það svo að um 10 af hundraði greiddra atkvæða eru greidd utan kjörfundar og sú kosning stendur í sex vikur að jafn- aði. Má af þessu marka mikilvægi hennar. Verkefni Óskars og hans vösku sveitar var að leitast við að tryggja að sem allra flestir flokks- menn og mögulegir kjósendur Sjálf- stæðisflokksins nýttu sér það að kjósa utankjörstaðar yrðu þeir vant við látnir á kjördag. Þetta er gríð- arlegt verkefni, ekki síst efir að ferðalög margfölduðust og sá stóri hópur Íslendinga sem annaðhvort dvelur erlendis eða fjarri heima- byggð á Íslandi óx svo mjög. Í hverjum kosningunum á fætur öðrum í fjóra áratugi stýrði Óskar þessu verki og ávallt með glæsileg- um árangri. Það var harðsnúinn hópur sem vann að þessu með Ósk- ari og ekki fyrir neina veifiskata að taka þátt í þessu. Óskar krafðist al- gerrar hlýðni, takmarkalauss áhuga, óbilandi starfsorku, nánast trúarlegrar sannfæringar og ósér- hlífni langt umfram það sem al- mennt gerist. Áreiðanlega eru ófáir þátttakend- ur í kosningastarfi Sjálfstæðis- flokksins síðustu áratugi sem eiga endurminningar um hvatningar og leiðbeiningar Óskars í kosninga- starfi þar sem auðugt og meitlað ís- lenskt tungutak var notað til að setja hlutina fram og í samhengi sem engin hætta var á að misskild- ist. En þannig var Óskar í sam- skiptum hreinn og beinn og tæpi- tungulaus, höfðingjadjarfur og gerði sér ekki mannamun. Hvar sem hann fór og kom að málum var málstað Sjálfstæðisflokksins haldið fram af festu og sanngirni. Í störfunum á utankjörstaðaskrif- stofunni var ávallt haldið vel utan um allar upplýsingar og safnað töl- fræðigögnum um kosningar, sem var svo beitt m.a. til þess að keppa við sjálfan sig að æ betri árangri. Þess varð oft vart að utankjörstaða- skrifstofan, undir forystu Óskars og forvera hans, hafði á sér allt að því goðumkenndan blæ. Kom þetta meðal annars til af hinu þéttriðna neti hjálparmanna um allan heim og vissum við mörg dæmi þess að kjós- endur annarra flokka en Sjálfstæð- isflokksins nýttu skrifstofuna til að koma atkvæðum sínum til skila en það var eitt af aðalsmerkjum skrif- stofunnar að koma til skila atkvæð- um innanlands og erlendis sem eng- inn annar treysti sér til. Úrræði Óskars og hugmynda- auðgi í þessum efnum var engu líkt en um þau hernaðarleyndarmál verður engu uppljóstrað hér. Þessi gríðarlega kosningareynsla Óskars gerði hann að eftirsóttum kosningastjóra hvort heldur var í forsetakosningum, prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum eða prests- kosningum meðan þær tíðkuðust. Óskar V. Friðriksson var einlæg- ur lýðræðissinni, stuðningsmaður einstaklingsfrelsis og framtaks og afsláttarlausra mannréttinda. Hann lagði sín lóð á vogarskálar þessara málefna með því að starfa ötullega innan Sjálfstæðisflokksins alla ævi en konur og karlar eins og Óskar eru burðarásarnir í Sjálfstæðis- flokknum. Við sem áttum samleið með Ósk- ari söknum vinar í stað en höldum áfram starfinu hver með sínum hætti. Guðlaugu, elskulegri einginkonu Óskars, stoð hans og styttu, og þrem farsælum börnum þeirra og fjölskyldum þeirra eru færðar ein- lægar samúðarkveðjur. Við hin minnumst góðs drengs og tryggðatrölls. Kjartan Gunnarsson. Óskar Friðriksson átti einstæðan feril sem atvinnumaður í kosninga- starfi. Um langt árabil stjórnaði hann utankjörstaðaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, skrif- stofunni sem heldur um þræði flokksins um allt land og erlendis. Í þessu starfi var hann vakinn og sof- inn í nokkra mánuði fyrir hverjar kosningar. Í aðdraganda kosninga, við röðun manna í lista, sat Óskar ekki auðum höndum. Frambjóðendur slógust um að fá hann til að stjórna próf- skjörsbaráttu. Síðasta orrusta hans á þeim vettvangi var í mína þágu haustið 2006. Þótt ég hefði oft hitt Óskar í flokksstarfi og heimsótt hann og fé- laga hans á utankjörstaðaskrifstof- unni til að fá tilfinningu fyrir gangi mála var það fyrst haustið 2006 sem við höfðum dagleg og daglöng sam- skipti í harðri baráttu. Þá kynntist ég því best hve mikla alúð hann lagði við kosningastarf sitt og hve víðtæk tengsl hann hafði og þekk- ingu á fólki hvarvetna í þjóðlífinu. Þar að auki var hann ákaflega næmur á strauma í kosningabaráttu og gat því lagt mikið af mörkum við mat á þeim aðferðum sem beita skyldi. Hvað sem öðru líður í stjórnmála- starfi skiptir mestu að haft sé sam- band við sem flesta kjósendur og leitast við að hafa áhrif á þá með persónulegum tengslum á einn eða annan hátt. Í kosningabaráttu, eins og þeirri sem nú er háð í Bandaríkj- unum, er gífurleg áhersla lögð á að ná sem mestri athygli í gegnum fjölmiðla. Við nánari kynni verða menn samt mest undrandi á því hve frambjóðendur og flokkar leggja mikið á sig til að rækta persónuleg tengsl við sem flesta. Hér á landi gegndi Óskar Frið- riksson lykilhlutverki í tengslastarfi við kjósendur fyrir frambjóðendur í forsetakosningum, þingkosningum, sveitarstjórnarkosningum og prest- kosningum. Vissulega var ekki allt- af teflt til sigurs en að leik loknum gengu menn ávallt frá borði sann- færðir um að þeir hefðu gert hið besta í stöðunni – ekki síst vegna þess að þeir höfðu Óskar í liði með sér. Á kveðjustundu votta ég eigin- konu hans og fjölskyldu innilega samúð og þakka vináttu hans og stuðning. Blessuð sé minning Óskars Frið- rikssonar. Björn Bjarnason. Óskar V. Friðriksson Óskar Friðriksson var mikill sjálfstæðismaður. Hann var einhver einlægasti og dug- mesti flokksmaður sem ég hef kynnst. Í meira en hálfa öld stjórnaði hann utan- kjörstaðavinnu flokksins í öllum kosningum, síðast í fyrravor. Hann var í því starfi mikilvægur tengiliður milli kosningaskrifstofa úti á landi og í Reykjavík, sem all- ir leituðu til. Óskar lagði alla tíð gríðar- lega hart að sér en vann störf sín bæði af ánægju og hug- sjón. Vildi hafa alla hluti í lagi. Oft gat verið gaman að vera nærri Óskari á utan- kjörstaðaskrifstofunni. Hann hafði yfirsýn yfir ótrú- legustu atriði sem að gagni gátu komið í kosningavinn- unni, mundi tímana tvenna og hafði margar góðar sögur að segja. Óskar var einn fárra, sennilega eini maðurinn, sem verið hafði formaður í tveim- ur af stærri sjálfstæðisfélög- unum í Reykjavík, Verði og Óðni, auk eins hverfafélags í Breiðholti. Er það til marks um það hvað hann var reiðu- búinn að leggja mikið á sig fyrir Sjálfstæðisflokkinn en jafnframt það traust sem flokksmenn báru til hans. Við leiðarlok vil ég flytja honum þakkir sjálfstæðis- manna fyrir allt hans óeigin- gjarna framlag í þágu sjálf- stæðisstefnunnar. Um leið flyt ég Guðlaugu og fjöl- skyldu þeirra Óskars inni- legar samúðarkveðjur. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.