Morgunblaðið - 01.09.2008, Page 15

Morgunblaðið - 01.09.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 15 MENNING Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að Ísland taki þátt í Bókastefnunni í Gauta- borg dagana 25. til 28. september en framlagið verður talsvert smærra í sniðum en áður. Stjórn Bókmennta- sjóðs ákvað að styrkja verkefnið ekki í ár, eins og forveri hans, Bók- menntakynningasjóður, gerði jafn- an. Í fyrra fóru fjórir höfundar til Gautaborgar að kynna verk sín, en í ár aðeins einn, það er Halldór Guð- mundsson með ævisögu sína um Halldór Laxness í sænskri þýðingu. Aukið þekkingu og útgáfu Anna Einarsdóttir hefur haft um- sjón með þátttöku Íslands í bóka- stefnunni frá upphafi. „Ég hef farið með bækur fyrir bókaforlögin og það er eins í ár. Það eru bæði þýð- ingar og athyglisverðar, nýjar, ís- lenskar bækur, það eru svo margir Íslendingar búsettir þarna.“ Anna segir bókastefnuna hafa mikla þýðingu fyrir íslenskar bækur á Norðurlöndum. „Það hafa aukist ótrúlega mikið þýðingar á íslenskum bókum á norræn mál og það hafa margir íslenskir höfundar komið fram þarna og eftir það fengið gefn- ar út eftir sig bækur á sænsku og fleiri Norðurlandamálum. Þetta hef- ur bæði aukið þekkingu og útgáfu á íslenskum bókmenntum á Norð- urlöndum.“ Að sögn Önnu veitti Bókmennta- kynningarsjóður hálfri milljón í verkefnið, auk þess sem útgefendur greiddu fargjöld fyrir sína höfunda. Þátttaka Íslands var í óvissu eftir að ljóst varð að Bókmenntasjóður myndi ekki styrkja hana, en á síð- ustu stundu veitti menntamála- ráðuneytið beinan styrk til verkefn- isins fyrir forgöngu Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Ís- lands í Svíþjóð. Eini básinn á bókamessu Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, er einn af stjórnarmönnum Bókmennta- sjóðs. Um ákvörðun sjóðsins að kosta ekki bás á bókastefnunni sagði hann m.a: „Stjórnarmenn og þar með allir hagsmunaaðilar íslenskrar bókaútgáfu meta það svo að fé sjóðsins til bók- menntakynningar verði að vera varið á sem markvissastan hátt til að koma því í verk sem keppt er að á erlendri grundu: að bækur íslenskra höfunda komi sem víðast út og hjá sem öfl- ugustum forlögum sem tryggja góða útbreiðslu og sterka stöðu inni á við- komandi málsvæði. Til þess að svo megi vera beri að ráðstafa sem mestu fé til beins stuðnings við þýðendur og uppbyggingar á tengslaneti við for- lagsfólk um allan heim. Sérstakur Ís- landsbás á bókamessunni í Gautaborg, sem er kostnaðarsöm aðgerð, var ekki talinn þessu markmiði til framdráttar. Bókmenntasjóður rekur ekki sér- stakan sýningarbás á neinni bóka- messu, og allar svipaðar stofnanir í ná- grannalöndum okkar reyna að sama skapi að stilla rekstri slíkra bása í hóf, það er ekki talin skynsamleg nýting á fjármunum. Þar með er ekki sagt að sérstakur Íslandsbás á Gautaborgarsýningunni hafi ekki á sínum tíma verið mikilvægt framlag til íslenskrar bókmennta- kynningar á Norðurlöndum. Hann skipti miklu máli á sínum tíma þegar fyrstu skrefin í útrás íslenskra bók- mennta voru tekin og við gleðjumst yf- ir því að fjármunir komi nú til frá hinu opinbera til að standa straum af sér- stökum sýningarbási. Við væntum þess að framhald verði á slíkum stuðn- ingi í framtíðinni á öðrum stöðum.“ Einn til Gautaborgar  Kynning á íslenskum bókmenntum í Gautaborg smærri í sniðum en áður  Bókmenntasjóður tekur ekki þátt í verkefninu í ár Morgunblaðið/G.Rúnar Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Málþing, sem bar yf- irskriftina: „Kolbeinn Tumason og sálmurinn hans“, var sett á Hólum um helgina og stóð frá föstu- dagskvöldi til sunnudags. Það var herra Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup sem setti þingið, en við upphaf máls síns minntist hann herra Sigurbjörns Einarssonar biskups og vottuðu við- staddir honum virðingu sína með því að rísa úr sætum. Að lokinni þingsetningu fjallaði Hjalti Hugason prófessor um deilur Kolbeins Tumasonar og Guðmundar Arasonar í kirkjupólitísku ljósi, og benti á að í raun fólust átök þessara manna um málefni sem enn í dag veldur átökum, þar sem Kolbeinn var talsmaður ríkjandi ástands þess tíma, en Guðmundur barðist hins- vegar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Var krafa hans sú að kirkjan mundi lúta innri stjórn biskups, erkibiskups og páfa, og hafa óskorað vald og lög- sögu yfir þjónum sínum, hvort sem fjallað var um embættisrekstur eða samfélagslega breytni. Rakti Hjalti samskipti þeirra Kol- beins og Guðmundar allt frá vináttu þeirra og venslum til þess er fullur fjandskapur ríkti og leiddi að lokum til dauða Kolbeins í Víðinesbardaga hinn 9. september 1208. En talið er að Kolbeinn hafi skömmu fyrir dauða sinn lokið við að semja sálminn þekkta, Heyr himnasmiður, sem al- kunnur er. Félag um forna tónlist Á laugardegi voru flutt fimm er- indi, en þar fjallaði Guðrún Nordal prófessor um skáldið Kolbein Tuma- son, Kristján Eiríksson frá Árna- stofnun ræddi bragfræðina í sálmi Kolbeins, Svanhildur Óskarsdóttir frá Árnastofnun fjallaði um Kolbein Tumason og Guðmund Arason í með- förum Arngríms Brandssonar. Þá fjallaði Kristján Valur Ingólfsson lektor um hymna og helgan söng í Hólabiskupsdæmi á fyrri tíð, og Guð- rún Laufey Guðmundsdóttir frá Árnastofnun nefndi erindi sitt „Sung- ið fyrir himnasmiðinn?“ Flutningur helgikvæða á miðöldum og tilvera sálmsins í handritum skrifuðum eftir siðaskipti. Á sunnudeginum fjallaði Einar Sigurbjörnsson prófessor um efni sem nefndist: Um guðfræðina í sálmi Kolbeins Tumasonar. Ráðstefnugestir fjölmenntu á laugardeginum í kynnisferð á sögu- slóð, þar sem áningarstaðir voru Víð- ines, Víðimýri og Kolkuós, en einnig var í Auðunarstofu kvöldvaka þar sem Marta Halldórsdóttir og Örn Magnússon kynntu hljóðfæri og tón- list tengda umræddu tímabili. Á föstudagskvöldinu, að loknu er- indi Hjalta Hugasonar, var haldinn stofnfundur félags, sem hlaut nafnið: Rikini, – félag um forna tónlist, og ber nafn hins fyrsta tónlistarmanns og tónlistarkennara sem Jón biskup Ögmundarson fékk til Hóla á fyrstu árum biskupsstólsins og sem mun hafa haft veruleg áhrif á allt tónlist- arlíf innan kirkjunnar, sérstaklega á Norðurlandi. Er tilgangur félagsins að rannsaka allt sem tengist hinni fornu tónlist á Hólum og í Skálholti, standa fyrir flutningi þeirrar tónlist- ar sem sprottin er úr hinum forna arfi, og einnig stefnir félagið að því að í júní ár hvert verði ársfundur félags- ins haldinn og þar fjallað í tali og tón- um um þennan arf. Frumkvæði að stofnun félagsins hafði Örn Magnússon kantor Reykja- vík og er hann fyrsti formaður þess. Stjórnandi málþingsins var Mál- fríður Finnbogadóttir. Sömu átök enn í dag? Málþing haldið um Kolbein Tumason Hjalti Hugason SÍÐASTLIÐINN laugardag var sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar opnuð í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri. Á sýningunni eru ný olíumálverk Sigtryggs af Eyja- fjarðará. Listamaðurinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að því að gera straumvatni skil í verkum sínum í formi olíu- málverka, vatnslitamynda, lág- mynda og innsetninga. Út frá verkum Sigtryggs má velta upp spurningum varð- andi samhliða eðli málverksins og vatnsyfirborðs. Sýningin stendur til 18. september og er opin föstudaga og laugardaga frá 13 til 18 eða eftir samkomulagi. Myndlist Sigtryggur sýnir Eyjafjarðará Sigtryggur Bjarni Baldvinsson PÉTUR Jónasson gítarleikari heldur námskeið í klassískum gítarleik í Tóney, Síðumúla 8, í kvöld og á fimmtudagskvöld. Pétur er búsettur í Madríd á Spáni, en hann mun halda regluleg námskeið í klass- ískum gítarleik í Tóney í vetur. Fyrsta námskeiðið verður dag- ana 1. og 4. september milli 18.30 og 21.30, en gert er ráð fyrir þremur klukkutímum báða dagana þar sem þátttakendur spila og fá til- sögn með einstök verkefni. Þátttökugjald í nám- skeiðinu er 15.000 krónur. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.toney.is, en þar fer skráning jafnframt fram. Námskeið Pétur kennir klass- ískan gítarleik Pétur Jónasson RAQUEL Mendes og Siggi Eggertsson opnuðu sýning- arnar Generosa og Bíttar ekki máli í GalleríBOXi á Akureyri á laugardaginn. Sýningin Bítt- ar ekki máli er að jöfnu hlut- falli listsýning og safnarasýn- ing. Nýtt verk sem Siggi hefur framkvæmt á staðnum er nokkuð óhefðbundin mósaík, búin til úr safni körfubolta- mynda. Verkefnið Generosa var grundvallað á athugunum og skráningu ástands og hátternis, sem leiddu í ljós merki um andlega og líkamlega hnignun ömmu Raquel. GalleríBox er opið fös., lau. og sun. frá 14 til 17. Sýningarnar standa til 14. september. Myndlist Generosa og Bíttar ekki máli Verk Sigga EINHVERN TÍMA var ég að ræða við Niels- Henning um dúóspil hans og Joe Pass og lýsti hann því á þennan hátt: „Þegar tveir virtúósar setjast niður og leika verk sem þeir hafa unnið með í áratugi er það handverkið sem gildir. Menn ættu ekki að búast við byltingargjörnum nýungum heldur njóta hinnar klassísku fegurð verkanna.“ Þetta var einmitt það sem gerðist er þeir þre- menningar léku alkunna söngdansa bandarískra lagasmiða, sína sömbuna eftir hvorn þeirra Jo- bim og Bonfa og Sósuvals Ray Browns. Jón Páll og Sigurður hafa leikið þétt saman hin síð- ari ár og samstarf Sigurðar og Lennarts hefur staðið í fimm- tán ár og getið af sér rómaða diska. Þetta tríó er ekki ólíkt Himnastigatríóinu þar sem Eyþór Gunnarsson lék á pí- anó, en gítarinn gefur annan blæ og Jón Páll er boppaðri en Eyþór; en þeir eiga sameiginlega hina ljóð- rænu æð sem er nauðsynleg ef gera á góðum söngdönsum skil. Söngvarnir urðu fjórtán; sá fyrsti „I’m Old Fashioned“ og hinn síðasti „You’d Be So Nice To Come Home To“ Cole Porters. Sigurður blés með hinum svala mjúka tóni er einkennt hefur ballöðuleik hans lengi og blés allt vel og var kannski bestur í „Angels Eyes“ og „I Cańt Get Started“ þar sem hann blés flottan inn- gang þar til Jón Páll tók við dyggilega studdur af Lennart Ginman. Ég held að Jón Páll og Lennart hafi aldrei leikið saman áður en það var eins og Jón hefði leikið með honum alla ævi ekki síður en þegar hann lék með Alex Riel-tríóinu í fyrra. Jón var líka flottur í hægu ballöðunum „Easy Living“ og „I Didn’ Know What Time It Was“. Lennart var sterkur á öllum vígstöðvum, hvort sem var hryn- leikur eða sólóar og ekki síst í Gershvin- dansinum „Embracable You“. Hann er að ýmsu leyti nær hinum ameríska en danska bassaskóla, fleytir rjóman ofan af hvoru tveggja, en fyrst og fremst er hann skapandi bassaleikari sem bætir alltaf leik félaga sinna. Þessir skemmtilegu tónleikar voru teknir upp og koma jafnvel út á hljómplötu. Handverk af bestu sort TÓNLIST Jazzhátíð Reykjavíkur í Iðnó Sigurður Flosason altósaxófón, Jón Páll Bjarnason gítar og Lennart Ginman bassa. Miðvikudagskvöldið 27.8. Tríó Sigurðar Flosasonar bbbbn Sigurður Flosason Vernharður Linnet HALLDÓR Guðmundsson hefur margoft áður sótt Bókastefn- una í Gautaborg, þá oft sem útgefandi. Í þetta sinn fer hann til að kynna sitt eigið verk, því að í byrjun september kemur ævisaga hans um Hall- dór Laxness út í sænskri þýð- ingu Inge Knutsson. „Þetta er fjórða tungumálið sem hún kemur út á. Halldór Laxness var mjög stórt nafn í Svíþjóð og hafði mikil tengsl við landið, það var jú þar sem hann hlaut Nóbelsverðlaunin.“ Málþing er á hverju ári hald- ið í tengslum við stefnuna. „Ég kynni bókina í samstarfi við sænskan fræðimann sem heitir Lars Lönnroth. Hann mun ræða við mig um Halldór Lax- ness og bókina á þessari ráð- stefnu.“ Fjórða þýðingin Bókmenntasjóður tók til starfa í fyrra og tók þá yfir hlutverk Bókmennta- kynningarsjóðs, Menningarsjóðs og Þýðingarsjóðs. Menntamálaráðuneytið leggur fram 50 milljónir til sjóðsins í ár. Bókmenntasjóður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.