Morgunblaðið - 01.09.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 01.09.2008, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er mánudagur 1. september- , 245. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hann veitti sálum vor- um lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.) Víkverja finnst sem sumarið sénýhafið og að rétt augnablik sé síðan birta tók af degi og blóm að vaxa í haga. En nú er 1. sept- ember og því komið haust, vet- urinn framundan á ný og ekkert annað að gera en að taka því. x x x Veturinn krefst mikillar skipu-lagningar og útsjónarsemi fyrir vinnandi barnafólk. Ekki síst í ár þegar mörg reykvísk börn eru laus úr skóla um tvöleytið og enn þrír tímar þar til margir foreldr- anna ljúka sínum vinnudegi. Víkverji dagsins telst til vinn- andi foreldra og hefur ekki farið varhluta af skipulagningunni. Hann sér fram á að þurfa að skutla börnum sínum til íþrótta- eða tónlistarnáms fimm daga vik- unnar og veit hreint ekki hvernig það á að passa inn í vinnudaginn. Elsta barnið er farið að taka strætó en hin eru enn of ung í slík ævintýri. Samhæfðar tómstundir allra barna eru því miður ekki mögulegar og þegar tónlistar- skólar og íþróttafélög eru ekki í næsta nágrenni kemur skutlið til sögunnar. Fullt starf því sem næst og dýrt í þokkabót. x x x Eins og fram kemur í fréttMorgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag voru fyrir borg- arstjórnarkosningar árið 2006 uppi loforð ýmissa flokka um að „skutlið“ yrði minna og gæða- stundir foreldra með börnum sín- um fleiri. Því lofuðu m.a. þeir flokkar sem síðast hófu samstarf í borginni. „Koma yrði til móts við óskir fjölskyldna um aukna sam- fellu í skólastarfi og tómstundum“ skrifaði nýjasti borgarstjóri Reykjavíkur í Morgunblaðsgrein fyrir kosningarnar. Síðan eru liðin tvö og hálft ár og neyðarástand á mörgum heim- ilum í Reykjavík. Víkverji vonar heitt að borgarstjórn fari að hefja vinnudaginn og bæta úr málunum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vextir, 4 ný, 7 hitann, 8 þjáist, 9 reið, 11 mýrarsund, 13 hug- boð, 14 ættarnafn, 15 vatnsfall, 17 atlaga, 20 bókstafur, 22 sori, 23 krapasvað, 24 nauða á, 25 þjálfi. Lóðrétt | 1 raunveru- leiki, 2 synja, 3 fífl, 4 fjall, 5 fer á hesti, 6 hús- dýrið, 10 fimur, 12 loft- tegund, 13 á litinn, 15 ánægð, 16 örlagagyðja, 18 huglausum, 19 skarni, 20 espa, 21 skrifaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gaumgæfir, 8 þolls, 9 dauða, 10 sói, 11 gutla, 13 rengi, 15 sekks, 18 endur, 21 lof, 22 Eldey, 23 nýtni, 24 gangbraut. Lárétt: 2 atlot, 3 messa, 4 ældir, 5 Iðunn, 6 óþæg, 7 vani, 12 lok, 14 enn, 15 skel, 16 kodda, 17 slyng, 18 efn- ir, 19 duttu, 20 reið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. c5 Bf5 6. Db3 Dc8 7. h3 Rbd7 8. Bf4 e6 9. e3 Be7 10. Be2 Re4 11. g4 Bg6 12. h4 Rxc3 13. bxc3 Be4 14. Hg1 Bxf3 15. Bxf3 e5 16. Bg3 b6 17. cxb6 Hb8 18. Dc2 Hxb6 19. Kf1 O–O 20. dxe5 f6 21. exf6 Bxf6 22. Be2 Be5 23. Bd3 Bxg3 24. Hxg3 Db8 25. Hg2 Hb2 26. Dd1 Rc5 27. Kg1 Rxd3 28. Dxd3 Staðan kom upp á öflugu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Paks í Ungverjalandi. Heimamaðurinn Peter Acs (2544) hafði svart gegn gamla brýninu Al- exander Beljavsky (2606) frá Slóv- eníu. 28… Hfxf2! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát eftir 29. Hxf2 Dg3+. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Rangur spádómur. Norður ♠D3 ♥3 ♦ÁK8642 ♣9762 Vestur Austur ♠86 ♠Á1095 ♥ÁKD109864 ♥G7 ♦D3 ♦G7 ♣5 ♣ÁKD104 Suður ♠KG742 ♥52 ♦1095 ♣G83 Suður spilar 5♣ dobluð. Enn ein saga úr safni Schapiros: Vestur vakti á 4♥ og austur stökk beint í 6♥. Ekki gott, því norður átti ♦ÁK og var fljótur að taka slemmuna einn niður. “Fyrirgefðu, makker,“ sagði austur, “ég vildi melda þetta blint til að gera þeim erfitt fyrir að hitta á rétta útspilið.“ Vestur var full- ur skilnings: “Hafðu ekki áhyggjur,“ svaraði hann, “ég hef trú á að spilið falli – þeir melda líka slemmuna á hinu borðinu.“ Þetta voru ekki spámannleg orð. Vestur vakti reyndar á 4♥, en norður stakk sér inn á 4G til að sýna láglitina – ætlaði að fórna. Suður valdi laufið og austur doblaði. Út kom ♥Á og síðan tromp í öðum slag. Austur af- trompaði sagnhafa í fjórum umferðum og spilaði svo hjarta: Fimm slagir á tromp, átta á hjarta og spaðaásinn til vara: 11 niður! (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú verður vitni að ungu fólki sem reynir að skapa list og breyta viðhorfum. Þótt það heppnist ekki sem skyldi, gefur það þér engan rétt til að gagnrýna það. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hefurðu tekið áhugaverða áhættu undanfarið? Að verða þér til skammar eða jafnvel særast? Ef þú heldur að það geti orðið þér til framdráttar skaltu gera það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Félagslíf þitt er farið að dreifa sér yfir á önnur svæði lífs þíns. Þú þekkir margt fólk og það er gott mál. En haltu örlitlu horni út af fyrir þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú reynir að fjarlægjast einhvern andlega og líkamlega, en einhvern veginn tekst það ekki. Þá átt greinilega enn eitt- hvað ólært af þessari manneskju. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vonleysi er mikil orkusuga. Reyndu að samþykkja það sem fólk gefur þér, þótt þig langi ekki í það. Það skilur þig hreinlega ekki. Því miður. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarft að taka litla ákvörðun í vinnunni, sem leiðir að miklu stærri ákvörðun. Þú ert annaðhvort að gera það sem aðrir hafa gert fyrir þig – eða hefja uppreisn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft ekkert að leggja á þig til að eignast vini. Fólk bara sogast að þér. Nú er frábær tími til að fara út á meðal fólks. Ath.! Þú gærir orðið ástfanginn! (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að eiga við fólk með mikilmennskubrjálæði. Þú getur ekki trú- að því sem því finnst að þú eigir að gera fyrir það. Segðu þeim til syndanna. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ákveðinn. Þú veist hvert þú vilt fara, en þegar þú veist það ekki, skiptir það ekki máli – þú leggur bara af stað og finnur svo út úr því. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú færð tækifæri til að tala fal- lega um einhvern í fjarlægð hans. Gríptu það! Þegar lítill fugl hvíslar síðan að hon- um hversu mikið þér þykir til hans koma, skiptir það enn meira máli. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ástæðan fyrir því að þú getur talað og framkvæmt svo hnitmiðað er sú að þú hefur hugsað þetta allt út – eða ert alveg að fara að gera það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú vilt vel skýra fólki frá vinnuað- ferðum þínum. Haltu samt lykilleynd- armálunum fyrir þig. Fólk mun hvort eð er ekki skilja neitt í þeim. Stjörnuspá Holiday Mathis 1. september 1910 Kveikt var á gasljósum í fyrsta sinn á götum bæjarins. „Marg- ir bæjarbúar þustu út á götu með blað og bók í hönd. Þeir vildu reyna hvort lesbjart yrði við ljóskerin,“ sagði í end- urminningum Knud Zimsen borgarstjóra. 1. september 1930 Kvikmyndahúsin í Reykjavík hófu sýningar talmynda. Gamla bíó sýndi Hollywood- revíuna og Nýja bíó Sonny Boy. Í Morgunblaðinu var sagt að mikil eftirvænting hefði ríkt en „fæstir hafi skilið hvað sagt var“. 1. september 1972 Bobby Fischer, 29 ára Banda- ríkjamaður, sigraði Rússann Boris Spassky í heimsmeist- araeinvíginu í skák í Reykja- vík með 12,5 vinningum gegn 8,5 vinningum. „Einvígi ald- arinnar“ hafði þá staðið í sjö vikur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá …  Í dag, mánu- daginn 1. sept- ember, er Soffía Pétursdóttir, Skálagerði 9, Reykjavík átt- ræð. Af því tilefni tekur hún og fjöl- skylda hennar á móti ættingjum og vinum í Iðnó frá klukkan 17. 80 ára INGA Kristjánsdóttir næringarþerapisti er fertug í dag. Hún býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni sínum, Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, og þau eiga saman dótturina Ellen, sem er ellefu ára gömul. „Ég er nú bara stödd í Kaupmannahöfn og ætla að vera hér á morgun og njóta blíðunnar í faðmi fjölskyldunnar. Maður reynir bara að hafa það huggulegt hérna að dönskum sið. Svo ætla ég að halda ærlega upp á afmælið seinna í mánuðinum,“ segir Inga, aðspurð hvernig hún muni eyða deg- inum stóra. Hún segir að í gegnum tíðina standi enginn einn afmælisdagur upp úr en hún muni þó vel eftir afmælisdögum sínum úr barnæsku. „Ég hef verið frekar ódugleg við að halda upp á afmælið mitt en er þó búin að bíða lengi eftir því að verða fertug. Ég er mjög ánægð með að hafa náð þeim áfanga og vera á lífi,“ segir Inga og hlær. Inga gerði víðreist í sumar og ferðaðist meðal annars til Ástralíu, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Austurríkis. Þá ferðaðist hún einnig inn- anlands. „Við erum nokkuð víðförul fjölskylda og erum hálfgerð flökkudýr í okkur.“ Inga segir áhugasvið sitt að miklu leyti bundið við atvinnu sína. „Svo kemst ég eiginlega ekki upp með annað en að viðurkenna að ég hafi áhuga á fótbolta,“ segir hún kát. | haa@mbl.is Inga Kristjánsdóttir er fertug í dag Huggulegt í Kaupmannahöfn ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is Ósk Bergþórs- dóttir, loft- skeytamaður og starfsmaður OR, Reynigrund 44, Akranesi, er 60 ára í dag, 1. sept- ember. Hún verð- ur að heiman á afmælisdaginn. 60 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.