Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma, þetta erum við Sölvi og Stíg- ur! Okkur langaði að segja þér frá því að það kom kona í heimsókn um daginn og gaf okkur rosalega stórt kerti. Mamma segist kveikja á kertinu fyrir þig, amma. Við hliðina á kertinu er styttuengill en mamma segir að þú sért núna engill á himnum hjá Guði. Við erum ekki alltaf sammála mömmu og segj- um henni að þú eigir heima í sveitinni – í Krossnesi og að þú viljir ekki vera á himnum! Elsku amma í Krossnesi, okkur langar líka að segja þér hvað okkur fannst gaman að heimsækja þig í sveitina í sumar. Þar sem við er- um komnir vel á annað og þriðja ár gátum við skoðað okkur svo vel um á jörðinni ykkar afa. Við skoðum oft myndir hjá mömmu þar sem afi er að slá og við erum að hjálpa ykkur að raka grasið og setja það í stóra hrúgu. Svo var líka mjög gaman að róla í nýju rólunum og fara í göngu- túra með þér amma. Það var svo heppilegt að þegar við urðum þreytt- Guðný Grendal Magnúsdóttir ✝ Guðný GrendalMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1947. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 19. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 29. ágúst. ir þá gátum við fengið far með þér í stólnum þínum. Stundum stig- um við óvart á tærnar á þér og fiktuðum kannski aðeins of mik- ið í tökkunum á stóln- um … en þú varst allt- af svo góð við okkur og keyrðir með okkur út um allt í stólnum bæði úti og inni. Stundum skrönsuðum við nú svolítið og vorum næstum farin út af veginum, manstu, það var á leiðinni upp að brú, þá þurfti mamma að koma að ýta. Við bræð- urnir verðum þó að viðurkenna að okkur fannst þið afi sofa stundum svolítið lengi á morgnana. Við reynd- um oft að kalla á ykkur þegar við vor- um vaknaðir, banka á hurðina hjá ykkur og spyrja hvort einhver væri heima og hvort þið væruð vöknuð. Mamma var alltaf að sussa á okkur en okkur tókst nú samt að læðast inn til ykkar og gá hvort þið væruð ekki alveg að fara að vakna. Manstu amma, þegar við komum að heimsækja þig á spítalann á Akra- nesi í vor, þú varst lasin og með hita og við komum með blóm handa þér? Á heimleiðinni sagði mamma að þú hefðir verið svo glöð að fá blómin frá okkur en þá sagði ég mömmu að „amma væri hrædd“ . Mamma segir að þú hafir ekkert verið hrædd, að þú sért mjög hugrökk en þú hafir bara verið með hita. Við vitum líka að þú þarft ekkert að vera hrædd, amma, af því að mamma segir að Guð sé góð- ur og það sé gott að vera á himnum og að hann passi þig vel. Á veggnum heima er mynd af Krossnesi og við tölum oft um sveit- ina og biðjum mömmu um að „opna“ myndina svo við komumst inn í húsið til ykkar afa en það er víst ekki hægt. Elsku, elsku amma okkar, þú varst alltaf svo skemmtileg og góð við okk- ur og við eigum eftir að sakna þín svo rosalega mikið. Við eigum fullt, fullt af myndum og góðum minningum með þér og ætlum aldrei að gleyma þér. Við munum passa hann afa fyrir þig og hjálpa honum að setja heyið á vagninn. Mamma er sorgmædd og segist líka sakna þín mjög mikið. Hún segir að þú hafir ekki bara verið besta mamma í heimi heldur hafir þú verið besta manneskja í heimi, að þú hafir verið svo góð við alla. Bless, bless, elsku amma í Krossnesi. Þínir prakkara ömmustrákar, (gullmolarnir hennar Sigrúnar Gren- dal.) Sölvi Grendal og Stígur Grendal. Vörðurinn leit vingjarnlega á okk- ur systur og lyfti svo rauða kaðlinum upp. Ég ýtti hjólastól systur minnar alveg að listaverkinu. Við héldumst í hendur og upplifðum augnablik sem var svo sérstakt að orð voru óþörf. Vörðurinn virtist skynja það sama. Þarna vorum við þrjár, ég, Guðný systir og Móna Lísa sem brosti lát- leysislega til okkar eins og hún skildi og þekkti leyndarmálin okkar, sorgir okkar og gleði. Þetta bros sem allur heimurinn þekkti eins og ég vildi að allur heimurinn hefði þekkt hana systur mína. Lífskrafturinn hennar, umhyggja hennar fyrir öðrum og ótrúlegt hugrekki var einstakt. Ef ég skrifaði um hana systur mína bók héti hún „Systir mín Ljónshjarta“. Svo sannarlega væri hægt að skrifa um hana Guðnýju systur bók. Sú bók yrði full að lífi og hversdags- legum atburðum sem þó voru aldrei hversdagslegir í hennar höndum. Þar kæmi fram einstök hugulsemi og hjálpsemi hennar við fjölskyldu og vini. Ekkert var henni óviðkomandi. Þær voru ófáar púðusykursterturnar sem bakaðar voru í Krossnesi og bornar fram við ólík tækifæri á borð- um vina og vandamanna. Ekki síst yrði bókin kennslubók í því hvernig hægt er að halda reisn og njóta lífs- ins þrátt fyrir fyrirsjáanleg endalok. Hún yrði handbók um hvernig fjöl- skyldur geta af samheldni og einhug tekist á við erfiðustu verkefni jafn- framt því að njóta þeirra tækifæra sem eftir voru til að vera saman, hlæja, gráta og njóta hvert annars. Við vorum systur og óaðskiljanleg- ar vinkonur. Fjölskyldur okkar, bæði börn og eiginmenn tengdust sterkum vináttuböndum og fátt var okkur óviðkomandi í lífi hvers annars. Frí- stundunum eyddum við saman og voru jóla-, páska- og sumarfríin til- hlökkunarefni hvert ár. Börnin henn- ar kölluðu mig Frænku og þótti mér það mikill heiður. Við systurnar höfðum að leiðar- ljósi máltækið „hláturinn lengir líf- ið“. Við hugguðum hvor aðra með því að sjá spaugilegu hliðina á ótrúleg- ustu málum. Einhvern veginn varð allt auðveldara við það. Síðustu dagarnir voru erfiðir þó ljóst væri að Guðný fengi að fara á þann besta veg sem hægt var miðað við aðstæður. Við höfum talað mikið saman gegnum árin og þegar á leið ræddum við allt sem við vildum sagt hafa við hvor aðra áður en það yrði um seinan. Við vorum búnar að kveðja hvor aðra eins vel og hægt var. Fyrir það er ég þakklát. Góð vinkona sagði við mig að ég skyldi leita að hinu fallega við dauð- ann þrátt fyrir sorgina. Þegar ég horfði á hana systur mína síðasta daginn hennar hér á jörðu fannst mér hún svo falleg, fallegri en nokkru sinni fyrr. Þegar ég horfði á manninn hennar og börnin hennar sex, sem höfðu ekki vikið frá rúmi móður sinnar síðustu dagana, sá ég allt í einu fegurðina í kringum mig. Og þú, kæra systir, sem skilur svo mikið ríkidæmi eftir þig hér á jörð- inni, þig kveð ég í hinsta sinn. Ég mun aldrei gleyma þér, systir mín Ljónshjarta. Sigrún Grendal Magnúsdóttir. Kæra vinkona. Það er undarleg tilfinning að sitja hér suður á Spáni og skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Þegar við kvödd- umst síðast vorum við fullvissar um að hittast aftur, að hálfum mánuði liðnum við eldhúsborðið í Krossnesi. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég fékk fréttir um að þú hefðir verið flutt á sjúkrahús og síðar að barátt- unni væri lokið. Minningar frá sam- verustundum okkar streyma fram. Þær voru yndislegar, því við vorum að mörgu leyti svo líkar. Margir spurðu hvort við værum systur. Síð- ustu sjö mánuði höfum við nánast verið í daglegum samskiptum. Við hlógum og grétum í blíðu og stríðu. Barátta þín við erfiðan sjúkdóm var aðdáunarverð, en jafnframt lær- dómsrík fyrir samferðafólkið. Við ferðalok vil ég þakka Guðnýju fyrir samfylgdina. Okkur þótti vænt hvorri um aðra kæra vinkona og ég á eftir að sakna þín. Mig langar að minn- ast ömmu minnar í nokkrum orðum. Ég vil þakka henni ömmu minni fyrir allt það sem hún kenndi mér, t.d. að spila. Einnig vil ég þakka henni fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum í Svínó. Ég gleymi því aldrei þegar við fór- um í konuferð ég, amma, mamma og Ingibjörg systir til Danmerkur fyrir nokkrum árum. Á flugvellinum úti á leiðinni heim eftir frábæra ferð hitt- um við þekktan íslenskan handbolta- mann. Amma horfði á hann smá- stund og sagði svo við mig: „Ég þekki þennan mann.“ Hún fór svo að tala við hann eins og hún hefði alltaf þekkt hann, en áttaði sig ekki á því Björg Jóhannsdóttir ✝ Björg Jóhanns-dóttir fæddist 25. mars 1926. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 21. ágúst síðastliðinn. Útför Bjargar fór fram frá Digranes- kirkju 28. ágúst sl. að hún hafði bara séð hann oft í sjónvarpinu. Þetta er ein af þeim fjölmörgu minningum sem streyma um hug- ann þessa stundina. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þetta ljóð minnir mig alltaf á hana ömmu mína. Hvíldu í friði elsku amma mín og ég mun geyma minningu þína um ókomna tíð. Berglind Ósk. Kæra Björk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þakklæti fyrir allt. Bára Jóhannesdóttir. Elsku Björg. Nú hefur þú kvatt þetta líf og megir þú hvíla í friði, elsku vinkona. Ég vil þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem við áttum saman. Bæði í söng og föndri og ekki síst vil ég þakka þér fyrir öll elskulegheitin sem þú sýndir mér ásamt fleirum þegar þú varst hús- vörður í Fannborg 1 þar sem ég bjó í níu ár. Ég bið guð að blessa fjöl- skyldu þína. Þín vinkona, Jóhanna Sigurðardóttir. Það er ólýsanlega erfitt og ótrú- legt að hugsa til þess að þú sért far- inn frá okkur svona snemma. Það á eftir að taka sinn tíma að ná því. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég sat hjá þér að spjalla um allt mögulegt, og við japlandi á ís. Stundum finnst mér eins og þú hafir bara skroppið í ferðalag og að þú komir bráðum aftur heim. En það er ekki alveg rétt því þú ert farinn í langt ferðalag sem þú kemur ekki hingað heim úr en það er örugglega eins og þú hefðir viljað, fara bara í ferðalag. Ég vona að hvar sem þú ert núna þá hafirðu það frábært þar, sprellandi um í Tevum og hermanna- galla að plana óviðjafnanlega hrekki gegn óvinavinum eins og þér einum er lagið. Haltu ferðalaginu þínu ótrauður áfram. Vonandi hittumst við aftur þegar tími er til þess kom- inn. Ég á eftir að sakna þín óendanlega og hugsa vel og mikið til þín. Því í Bjarni Páll Kristjánsson ✝ Bjarni PállKristjánsson fæddist í Reykjavík 19. janúar 1988. Hann lést á krabba- meinslækningadeild Landspítalans 15. júlí síðastliðinn. Útför Bjarna Páls var gerð frá Nes- kirkju 31. júlí sl. Hann hvílir í Sól- landi, nýjum duft- reit við Fossvogs- kirkjugarð. mínum huga ertu hetja og sá besti vinur sem ég hef átt. Fyrsta ástin er oft sú besta, þú átt alltaf góðan stað í mínu hjarta. Alma Ósk Melsteð. Hlægir mig eitt, það, að áttu því uglur ei fagna, ellisár örninn að sæti og á skyldi horfa hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukþing á bergi. Floginn ertu sæll til sóla, er sortnar hið neðra. Glaðir skulum allir að öllu til átthaga vorra horfa, er héðan sá hverfur, oss hjarta stóð nærri. Veit ég, er heimtir sér hetju úr harki veraldar foringinn tignar, því fagna fylkingar himna. Kættir þú margan að mörgu, svo minnzt verður lengi, þýðmennið, þrekmennið glaða og þjóðskáldið góða. Gleðji nú guð þig á hæðum að góðfundum anda. Friði þig frelsarinn lýða. Far nú vel, Bjarni! Ástarkveðjur, Guðrún Björg Ingimundardóttir. Vilhjálmur H. Jón- asson, vinur okkar og spilafélagi, er skyndi- lega fallinn frá. Hann mun ekki oftar hringja dyrabjöll- unni á þriðjudögum kl. 7. Í meira en þrjá áratugi höfum við félagar spil- Vilhjálmur Helgi Jónasson ✝ VilhjálmurHelgi Jónasson fæddist í Hátúni á Norðfirði 13. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi þriðjudaginn 12. ágúst síðastlið- inn og var kvaddur frá Neskirkju 27. ágúst. að saman á þriðjudög- um, lengst af í hverri viku yfir veturinn, en undanfarið tvisvar í mánuði. Vilhjálmur mætti alltaf, kátur og hress. Það var alltaf til- hlökkunarefni að hitta Villa. Við vitum að hann var glaður og skemmtilegur strákur á uppvaxtarárunum, og sem spilafélagi í okkar hópi var hann einmitt þannig. Hann hafði mikla ánægju af spilamennsk- unni, og það gilti um okkur alla, og bar þar aldrei skugga á. Hann var jafnan glaður í sinni, hafði gott skopskyn og var uppörvandi og góð- ur spilari. Oft vorum við samferða á fund félaga okkar í misjöfnum veðr- um og höfðum jafnan um margt að spjalla. Aldrei kvartaði hann, aldrei talaði hann illa um neinn og öll okk- ar samvera var hin ánægjulegasta. Nú þegar dagarnir fara að styttast á ný var von að heyra aftur í Villa og þá kannske sögð þrjú grönd og jafn- vel ennþá meira. Því miður fór það á annan veg og þau verða víst ekki fleiri gröndin, komið að síðasta passinu. En minningin lifir og enn lætur glaðvær hlátur hans frá létt- um stundum í eyrum. Við söknum Villa og kveðjum góð- an vin og félaga. Far í Guðs friði og þökk fyrir samfylgdina. Dóttur hans Sveinhildi og vensla- mönnum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Haukur Steinsson, Sophus J. Nielsen, Stefán Hermannsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.