Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 23 ✝ Eiginmaður minn og faðir, JÓHANN SÓFUSSON sjóntækjafræðingur, sem lést sunnudaginn 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. september kl. 15.00. Valgerður Jakobsdóttir, Vala Jóhannsdóttir, Magnús Nielsson, Hrefna B. Jóhannsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson, Heiðveig Jóhannsdóttir, Guðmundur Finnbjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, ÁSA HJARTARDÓTTIR, Lönguhlíð 3, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. september kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur M. Magnason, Hjörtur Ö. Magnason, Kristín Magnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GuðmundurGunnarsson fæddist á Reykjum í Fnjóskadal 21. nóvember 1924. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jónatansson, bóndi á Reykjum, f. 1876, d. 1965, og kona hans, Þóra Sigríð- ur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1889, d. 1951. Systkini Guðmundar eru Guðrún iðnverkakona, f. 1916, maki Steingrímur Davíðsson iðn- verkamaður, f. 1913, d. 1988, og Tryggvi iðnverkamaður, f. 1919. Árið 1958 kvæntist Guð- mundur Pálínu Magnúsdóttur frá Björgum í Hörgárdal, f. 24. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson bóndi, f. 1896, d. 1981, og Lára Guð- mundsdóttir húsfreyja, f. 1895, d. 1978. Systur Pálínu eru Sig- ríður húsfreyja, f. 1923 og Mar- þrettán barnabörn. 2) Sólrún Hafsteinsdóttir sjúkraliði, f. 1947. Fyrri eiginmaður Valgeir Stefánsson, f. 1948, d. 1968. Þau eignuðust eitt barn. Seinni eig- inmaður Sigurður Jónsson fram- haldsskólakennari, f. 1947. Þau eiga tvö börn og sjö barnabörn. 3) Lára Hafsteinsdóttir iðn- verkakona, f. 1950. Barnsfaðir Magnús Gunnar Kristinsson, f. 1948, d. 1978. Þau eignuðust tvö börn. Eiginmaður Fjölnir Sig- urjónsson bifvélavirki, f. 1949. Þau eignuðust fjögur börn, eitt þeirra er látið. Barnabörnin eru sjö. Guðmundur ólst upp á Reykj- um með foreldrum sínum, systk- inum og ættingjum. Hann stund- aði nám í einn vetur við smíða- deild Laugaskóla. Árið 1951 tóku systkinin við búinu á Reykjum til ársins 1958. Þá tóku Guðmundur og Pálína við búinu og bjuggu þar til 1990, þar til Guðmundur var orðinn heilsulítill. Þau hjónin keyptu íbúð á Akureyri í Núpasíðu 2d og hafa búið þar síðan. Síðustu árin stytti Guðmundur sér stundir við tréútskurð og renndi fagra gripi úr tré og hafði útbú- ið sér aðstöðu í bílskúrnum heima. Útför Guðmundar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. grét skrifstofu- maður, f. 1931. Guðmundur og Pál- ína eiga tvö börn. Þau eru: 1) Gunnar Magnús, fram- kvæmdastjóri, f. 1959, kvæntur Ernu H. Gunn- arsdóttur fram- haldsskólakennara, f. 1959. Synir þeirra eru Guð- mundur Egill, f. 1989, og Magnús Árni, f. 1991. 2) Þóra Kristbjörg iðnverkakona, f. 1962, gift Magnúsi Halli Sæv- arssyni, ketil- og plötusmiði, f. 1960. Börn þeirra eru a) Elvar f. 1984, sambýliskona Tinna Ósk Kristinsdóttir, f. 1986, dóttir Máney Lind, f. 2006, b) Alma Ósk, f. 1990, og c) Marta Ýr, f. 1997. Börn Pálínu frá fyrra hjóna- bandi eru: 1) Guðmundur Haf- steinsson garðyrkjubóndi, f. 1945, kvæntur Karítas Jóhann- esdóttur garðyrkjubónda, f. 1944. Þau eiga fimm börn og Tengdafaðir minn, hann Guð- mundur á Reykjum, er allur. Við þessi tímamót rifjast upp fyrir mér stundin þegar ég hitti hann fyrst árið 1980. Þá bjuggu þau Pál- ína og Guðmundur á Reykjum í Fnjóskadal og Gunnar sonur þeirra vildi kynna kærustuna fyrir foreldrum sínum. Fyrst hittum við fyrir frú Pálínu þar sem Guð- mundur var úti við að vinna. Þar tókust samstundis með okkur ein- læg kynni sem vara enn. Gunnar hvíslaði að mér við tækifæri: „Pabbi er nú kannski ekki alveg eins fljóttekinn,“ og kímdi. Smám saman kynntumst við Guðmundur betur og fór ég þá að sjá hvaða mann hann hafði að geyma. Guð- mundur var ekki margmáll maður en hann hugsaði þeim mun meira og myndaði sér skoðanir á flestum hlutum þó að hann bæri þær ekki á torg. Gaman var að fylgjast með glímu sonarins við að reyna að snúa karli föður sínum til „rétt- trúnaðar“ í stjórnmálum. Lítið bros á andliti föðurins sagði mér að innblásnar ræður sonarins hefðu ekki haggað skoðunum hans. Þó man ég eftir sveitarstjórnar- kosningum á Akureyri þegar þeir feðgar kusu sama flokk. Sjaldan held ég að minn maður hafi unnið annan eins kosningasigur og þá þó að hann hafi aldrei komið nálægt stjórnmálaframboði. Guðmundur var fróðleiksfús, sérstaklega um landa- og náttúru- fræði. Hann ferðaðist nokkuð um Ísland en fór sjaldan til útlanda. Hans heimsreisur áttu sér nefni- lega stað á landakortinu. Hann vissi til að mynda um öll landa- merki í Evrópu, höfuðborgir og hvaða ár runnu hvar. Allt fram á síðasta dag var Guðmundur að mennta sig og horfði síendurtekið á þáttaröðina Planet Earth sér til fróðleiks og ánægju. Guðmundur var sérlega veður- glöggur og leikinn í að ráða í skýjafar. Oft lagði hann fast að heimilisfólki á Reykjum að vaka fram eftir nóttu til að slá eða hirða tún því hann sá fyrir óhagstætt veður. Þessi gáfa kom oft í góðar þarfir því iðulega þurfti Guðmund- ur að fara á skíðum yfir Bílds- árskarð til Akureyrar með sleða í eftirdragi, kaupa vistir til heimilis- ins og ganga síðan til baka aftur. Þessi seigla einkenndi Guðmund. Hann var hörkutól til vinnu enda báru stóru, þreknu hendurnar hans þess merki. Hann leit alla tíð á vinnusemi sem mikla dyggð og lifði samkvæmt því sjálfur. Guðmundur hafði unun af að spila. Stundum var vakað fram undir morgun á Reykjum og spiluð vist. Sá gamli vissi býsna nákvæm- lega hvaða spil mótherjar og sam- herjar höfðu á hendi því hann taldi afar vandlega hvað komið var í borð. Þetta kom mér oft í vand- ræði. Guðmundur var hagleiksmaður mikill og kominn út af listasmið- um. Hann kom sér upp aðstöðu í bílskúrnum heima til að skera út í og renna tré. Bera heimili okkar honum fagurt vitni sem hand- verksmanni. Hann skar út forláta klukkur og prjónastokka og renndi skálar, krúsir og kertastjaka úr harðviði. Á engan er hallað þó ég segi að Guðmundur hafi ekki verið allra og allir ekki hans. Hitt er þó víst að þeir sem tengdust honum á annað borð áttu hjá honum örugg- an griðastað. Hann var vinur vina sinna. Megi hann hvíla í Guðs friði og minningin um góðan dreng lifa. Erna Gunnarsdóttir. Guðmundur Gunnarsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar manneskja sem vildi allt fyrir alla gera. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og sérlega næmt auga fyrir fegurð enda ber heimili þeirra hjóna svo sannarlega merki þess, auk þess sem Sigga sjálf var virkilega glaðleg og falleg mann- eskja sem alla tíð bar sig ein- staklega vel þó svo að oft hafi hún verið sárlasin í gegnum árin. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á Guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Við viljum þakka Siggu fyrir yndisleg kynni og góðan vinskap í gegnum árin. Við vottum Dóra og öðrum ást- vinum Siggu okkar dýpstu samúð. Vísurnar, Anna Bára, Anna Lísa, Ásta, Hildur og Ingibjörg. Okkur langar að minnast kærrar vinkonu okkar og starfsfélaga með örfáum orðum. Andlát hennar var okkur reiðarslag sem höfum unnið með henni árum saman og deilt með henni gleði okkar og sorgum. Sigríður var ein af þeim mann- eskjum sem koma til dyranna eins og þær eru klæddar og var ávallt glæsibragur þar á. Hún var tilfinn- ingarík og með stórt hjarta svo að við sem hana umgengumst daglega fundum raunverulega fyrir um- hyggju hennar. Hún fylgdist til dæmis vel með börnum okkar og lét sér annt um þau enda afar barngóð kona og hún var ávallt boðin og búin að veita liðsinni þeg- ar svo bar undir. Annað einkenni á Sigríði sem ljúft er að minnast er kímnigáfa hennar, léttleiki og víðsýni í hugs- un. Sigríður lá ekki á skoðunum sínum ef svo bar undir og má segja að hennar aðalsmerki hafi verið sterk réttlætiskennd og náungakærleikur. Hún hafði einn- ig mjög skemmtilega frásagnar- gáfu og var oft glatt á hjalla þegar Sigríður var í essinu sínu. Þá var einnig mjög gaman að ræða við hana um þjóðfélagsmál í víðu sam- hengi og kom maður sjaldan að tómum kofanum hjá henni þar sem hún fylgdist vel með því sem var að gerast í samfélaginu. Sigríður var mikill fagurkeri og hafði næmt auga fyrir hönnun og fagurri list. Heimili hennar ber þess vitni og ekki síður vinnuum- hverfi þar sem hún vildi hafa fal- legt í kringum sig. Við minnumst t.d. jólanna síðustu þegar Sigríður var búin að setja upp jólaskreyt- ingar og gera jólalegt hjá okkur. Sigríður hafði svo sannarlega fengið sinn skerf af erfiðleikum og sorgum í þessu lífi og kannski það hafi gert hana sterkari og víðsýnni en gengur og gerist því oft rædd- um við það samstarfsfélagarnir hversu umhyggjusöm hún væri og gefandi í samskiptum þrátt fyrir allt sem hún hafði sjálf gengið í gegnum. Með þessum orðum viljum við minnast góðrar vinkonu og starfs- félaga sem við söknum sárt en minning hennar mun ávallt geym- ast hjá okkur. Við viljum votta Halldóri og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Inga Lilja, Þór, Edda, Hrafnhildur og Guðlaug, VMST á Engjateigi. Okkur langar að minnast hennar Siggu okkar með nokkrum orðum. Ótímabært fráfall hennar skilur eftir sig söknuð í hjörtum okkar. Eftir standa minningar um ánægjulegar samverustundir og ómetanlegan vinskap. Það má eiginlega segja að kynni okkar af Siggu og Dóra hafi tekið á sig nýja mynd við heldur sér- kennilegar aðstæður á afar erf- iðum tíma, rétt eftir andlát Dags, þegar þau ákváðu að heimsækja okkur til Brussel sumarið 2005. Sú heimsókn varð upphaf að ómet- anlegum vinskap. Fjarri skarkala daglegs amsturs áttum við ynd- islegar stundir og notalega sam- veru ásamt Einari og Báru. Við ákváðum svo að eyða saman jól- unum í Brussel árið 2005, sem var okkur afar dýrmætt, ein í útlönd- um fjarri fjölskyldunni. Frá þeim tíma hafa Sigga og Dóri deilt með okkur aðfangadegi jóla. Sigga bjó yfir frábærum per- sónuleika sem einkenndist af glað- værð, einlægni og hreinskilni. Við gátum endalaust talað um menn og málefni og á þeim viðfangs- efnum hafði hún skoðanir, en var alltaf sanngjörn og málefnaleg. Við kunnum svo sannarlega að meta slíka kosti í fari manneskju. Dætur okkar tengdust Siggu órjúfanlegum böndum enda ekki skrítið því hún gaf þeim mikla ástúð, þolinmæði og tíma. Þeir vita sem fundið hafa og þekkja til að svona vinskapur er ómetanlegur. Fyrir okkur voru Sigga og Dóri eitt. Samband þeirra var einstakt. Það var okkur dýrmætt sem hjón- um í tiltölulega ungu hjónabandi að upplifa þá ást, vinsemd og virð- ingu sem á milli þeirra ríkti. Í vor greindist Sigga með sjúk- dóm sem hafði betur á tæpum fjór- um mánuðum. Sigga barðist af ótrúlegu æðruleysi. Það sást vel í veikindum hennar hversu mörgum þótti vænt um hana. Fyrst og fremst var Dóri hennar vakinn og sofinn yfir Siggu og svo er á engan hallað þegar minnst er á þátt Bjarneyjar frænku hennar, sem reyndist þeim hjónum ómetanleg hjálp. Systkini Siggu sátu líka löngum stundum á spítalanum sem og vinkonur hennar þær Ása, Hugga og Lóa. Ekki er hægt að minnast Siggu án þess að nefna glæsileikann. Hún var ávallt óaðfinnanleg til fara, meðvituð um útlit sitt og nán- asta umhverfi. Heimili þeirra hjóna er sérstaklega glæsilegt, klassískt og vel við haldið. Þá blas- ir við að bústaðurinn og umhverfi hans muni verða til fyrirmyndar. Elsku Sigga, við verðum þér ævinlega þakklát fyrir vinskapinn og erum glöð yfir að hafa fengið tækifæri til að segja þér hversu mikils virði þú hefur verið okkur. Þú munt eiga stóran stað í hjört- um okkar um ókomna framtíð. Þín Angantýr og Þórunn. Kveðja frá samstarfsfólki Í dag kveðjum við Sigríði Sig- urgeirsdóttur, góða vinkonu og samstarfsmann. Sigríður starfaði hjá Vinnumálastofnun á höfuð- borgarsvæðinu sl. tíu ár. Sigríður var glæsileg kona, fáguð og góðum gáfum gædd. Hún var hispurslaus í framkomu, einstaklega hrein og bein og skemmtileg. Sigríður fylgdist vel með bæði þjóðfélags- málum og menningu og hafði ákveðnar skoðanir á flestum mál- um. Það var mikill styrkur fyrir vinnustaðinn að hafa Sigríði í starfsmannahópnum, hún var ósér- hlífin, samviskusöm og vandvirk og skilaði öllum verkefnum sem hún tók að sér óaðfinnanlega. Sig- ríður átti við erfið veikindi að stríða um árabil en hlífði sér aldrei eða kvartaði og iðulega mætti hún til vinnu þegar hún hefði átt að vera heima vegna veikinda. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með hvernig hún og hennar elskulegi eiginmaður stóðu saman í blíðu og stríðu og hvernig hann studdi hana og bar á höndum sér allt til hinstu stundar. Ótímabært dauðsfall hennar er okkur mikill harmur og stórt skarð er höggvið í starfsmanna- hópinn. Hennar er sárt saknað og munum við ætíð minnast hennar með hlýhug. Við vottum Halldóri og öðrum aðstandendum okkar einlægustu samúð. Fyrir hönd vina og samstarfs- manna á Engjateigi, Hrafnhildur Tómasdóttir og Hugrún Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.