Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gústav rekur fólk á flótta  Útgöngubann var sett á í New Or- leans í nótt, eftir að hundruð þús- unda yfirgáfu borgina. Talið er að í það minnsta ein milljón manna hafi yfirgefið heimili sín á strandsvæðinu við New Orleans í gærkvöldi. Felli- bylurinn Gústav fer yfir svæðið fyrri hluta dagsins í dag, og talið er að hann geti valdið meiri eyðileggingu en fellibylurinn Katrína olli fyrir þremur árum. » 14 og 18 Löng bið eftir líffærum  Biðin eftir líffærum lengist stöð- ugt á Landspítalanum. Læknar á spítalanum vilja að samningur um líffæraígræðslu við Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn verði endurskoð- aður. » Forsíða Vill fjórða stóra bankann  Agnar Hansson, bankastjóri Ice- bank, sér fyrir sér að smærri fjár- málafyrirtæki sameinist í stóran banka. Gleypi stóru bankarnir fleiri sparisjóði telur hann sparisjóðakerf- ið að þrotum komið. » 11 Pólverjum fækkar  Piotr Pawel Jakubek, eigandi pólsku kjörbúðarinnar Mini-Market í Breiðholti, segist mjög verða var við hversu Pólverjum hefur fækkað hér á landi. Viðskiptin hjá honum hafa minnkað um 30%. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Góð verk Jóhönnu Forystugreinar: Krefjandi verkefni Breytingar í rétta átt Ljósvaki: Minningar um biskup UMRÆÐAN» Fjórtán fræknir og fögur nöfn GSM-samband og útvarpsskilyrði … Jákvætt gildi afreksíþrótta Umhverfisfasismi Náttúruminjum raskað Óbreytt lögun í fimm þúsund ár Gamall kolaofn eða nútímaarinn Ljós sem lita veggi og líkja eftir … FASTEIGNIR » Heitast 16°C | Kaldast 10°C  Norðlæg átt, 3-8 m/s. Rigning á Austur-, Norður- og Suðaust- urlandi. Léttskýjað sunnan og vestan til. » 10 Flugan fór á tísku- sýningu á Skóla- vörðustígnum, í Þjóðleikhúsið og á tónleika í Öskjuhlíð- inni. » 28 FÓLK» Tíska, leik- hús, tónlist GAGNRÝNI» Sébastien var súpersvalur. » 32 María Kristjáns- dóttir skildi ekki al- veg sjónarhornið á heim Gunnillu Bergström í Þjóð- leikhúsinu. » 29 LEIKHÚS» Gúgg gú, Einar Áskell TÍSKA» Flott föt á Skólavörðu- stígnum. » 33 TÓNLIST» Fyrir hvað stendur AC/ DC, UB40 og 10CC? »35 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Kona Fosters skotin í höfuðið 2. Skagamenn með útisigur á Val 3. Nýtt myndband um FL Group 4. Mamma mía! þvílíkur fjöldi ÆTLA má að landshlutaverkefni í skógrækt skapi yfir 300 heilsársstörf víða um land. Um 800 bændur eru þátttakendur í þessum verkefnum og auk þeirra vinnur stór hópur sem verktakar við plönturæktun, gróður- setningu, áburðargjöf og girðingar. Tæp 20 ár eru frá því að Héraðs- skógaverkefninu var hleypt af stokk- unum og nú eru landshlutaverkefnin fimm talsins í öllum fjórðungum. Ætla má að ríkið hafi varið um 5,3 milljörðum króna, framreiknað, í verkefnin. Plantað hefur verið í um 20 þúsund hektara lands undir merkjum landshlutaskóga. Framlag ríkisins hafði hækkað með hverju árinu þar til síðustu fjög- ur ár er hækkunin náði ekki að mæta verðlagshækkunum. Nokkurrar óánægju gætir meðal forystumanna landshlutaverkefnanna vegna þessa. Sum verkefnin hafa vegna þessa gert færri nýja samninga en fyrir- hugað var, önnur hafa ekki getað staðið við gerða samninga um plöntuafhendingu og í þriðja lagi má nefna að verkefni eins og stígagerð og grisjun hafa setið á hakanum. Mest er gróðursett af íslensku birki og samtals eru gróðursettar hátt í tvær milljónir birkiplantna á ári hér á landi. aij@mbl.is Yfir 300 störf tengd landshlutaskógum Ljósmynd/Hreinn Gróðursetning Starfsfólk Græna drekans að störfum á Suðurlandi. Í HNOTSKURN »Yfir 5 milljarðar frá ríkinuí verkefnið frá upphafi. »Mest er gróðursett af ís-lensku birki, rússalerki og sitkagreni. »Plantað hefur verið í um20 þúsund hektara undir merkjum landshlutaskóga.  Vaxandi grein skógræktar | 12 FJÖRUDAGUR var haldinn í fjörunni við Hrak- hólma við Álftanes í gærdag. Þótt það væri ekki beinlínis á dagskránni skemmtu krakkarnir sér við að poppa yfir eldi. Boðið var í fjörugöngu undir leiðsögn sjávarlíffræðinga sem sýndu gest- um hvernig má sjá og nálgast þær lífverur sem í fjöruborðinu finnast. Við sama tækifæri var þess minnst að sveitarfélagið Álftanes er 130 ára á þessu ári. Morgunblaðið/G. Rúnar Poppað á fjörudegi við Hrakhólma Verð á ávöxtum mætti vera mun lægra en það er, miðað við holl- ustu þeirra og ágæti. Við erum gjörn á að telja að í nágrannalönd- um okkar sé yfir- leitt öll matvara ódýrari en hér á landi, en það er ekki alltaf svo. Í Færeyjum eru langflestir ávext- ir seldir í stykkjatali, sem er neyt- endum óhagstætt, og það sama á við um sumar tegundir ávaxta í Svíþjóð. Í ICA-verslun á Karlaplan í Stokk- hólmi kostar eitt stykki loðber, eða kiwi, 5 krónur sænskar, eða um 65 krónur íslenskar. Loðber vega að jafnaði um 65 g stykkið og því rúm- lega 15 stykki í kílóinu. Kílóverðið á þessum góða ávexti í ICA-búðinni í Stokkhólmi er því rétt innan við þús- und krónur íslenskar. Það þætti okkur sennilega ansi dýrt. Í verslunum hér á landi er algengt verð á loðberjum 320-380 kr. kílóið, og er verðið í Stokkhólmi því þrefalt hærra. begga@mbl.is Auratal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.