Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT manna hafði yfirgefið heimili sín á strandsvæðinu við New Orleans í gær og var talið að sú tala færi upp í tvær milljónir þegar brottflutn- ingum lyki. „Tölurnar eru lægri nú en á sama tíma í kringum Katrínu því fólk fór fyrr í þetta skipti og hlýddi tilskipunum yfirvalda,“ hefur dagblaðið Times Picayune eftir lög- reglustjóra New Orleans. Margir hafa kosið að yfirgefa borgina á eig- in vegum og voru vegir út úr borg- inni tepptir af umferð um helgina. Umferð hafði verið breytt þannig að allar akreinar lágu út úr borginni. Viðbúnaður var líka í nágrenni New Orleans en talið er að fellibyl- urinn muni skella hvað harðast á strandsvæðinu suðvestur af borg- inni. Íbúar á eigin ábyrgð Eftir fellibylinn Katrínu flæddi yfir um þrjá fjórðu hluta New Or- leans eftir að flóðvarnargarðar brustu. Talið er að flóðvarnargarð- arnir muni ekki halda öllum öldum sem munu skella á vegna fellibylj- arins Gústavs en miðborg New Or- leans liggur mjög lágt og því við- kvæm fyrir flóðum. Sérfræðingar segja að varnargarðarnir hafi verið verulega styrktir á síðustu árum en þeir séu þó ekki tilbúnir að mæta stórum fellibyl. Talsmaður varnar- og öryggis- málaráðuneytis Bandaríkjanna sagði fjölmiðlum í gær að brott- flutningurinn hefði gengið vel fyrir sig þótt einhverjir virtust staðráðnir í að sitja af sér fellibylinn. Yfirvöld hafa gert íbúum ljóst að verði þeir eftir séu þeir á eigin ábyrgð. Ray Nagin, borgarstjóri New Or- leans, gaf út yfirlýsingu um að út- göngubann tæki gildi frá og með sólsetri á sunnudagskvöld og þar til storminn hefði lægt á ný. Tvöfalt fleiri lögreglumenn og örygg- isverðir eru nú á svæðinu en þegar Katrína reið yfir og samkvæmt banninu verður leyfilegt að hand- taka íbúa sem ekki verða á eigin landareign og er það gert til að minnka líkurnar á glæpaöldu. „Rán verða ekki umborin og þjófar um- svifalaust handteknir,“ sagði Nagin borgarstjóri. FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is HUNDRUÐ þúsunda yfirgáfu heimili sín í New Orleans í Louis- iana í gær eftir að yfirvöld gáfu út tilskipun um að öllum væri skylt að yfirgefa borgina. Fellibylurinn Gústav færðist sífellt nær strönd Louisianaríkis í gærkvöldi og átti samkvæmt spám að skella á fyrri- hluta dagsins í dag. Fellibylurinn skellur á aðeins þremur árum eftir að fellibylurinn Katrína reið yfir Louisiana og varð rúmlega 1.800 manns að bana. Talið var að um 15.000 manns hefðu verið fluttir á brott frá borg- inni með skipulögðum rútu- og lest- arferðum um helgina en líklegt þótti að sú tala færi upp í 18.000. Að minnsta kosti ein milljón Öllum íbúum New Orleans var fyrirskipað að yfirgefa borgina Reuters Bið Lítil stúlka bíður þess að fara um borð í rútu og verða flutt í örugga höfn utan New Orleans en hundruð þúsunda yfirgáfu heimili sín í gær. Horfast í augu við fellibyl í annað sinn á þremur árum                                     !  !!  "  #$ #!!  "   %  $ "  %&'  ##  &' ( )*+ , ()* *+,)* -*+* . ' -/*.. 0 .*  12 2+ 12 3&  12 4&+* 12 5* )          !! !" #$ #$ #  % #  & &" &" #&  #&! &!  & % & $(-$  (./ (-0( ( ( (1((2 (  ( ( 340-0 ( (  (-( (2 - (  ($-(/  "%"(5 "(" (-$ (- ( (( 6( ( (2 "( ( (( ( 7('  ()**+,-*./+ 012  ' ()* Í HNOTSKURN »Fellibylurinn Katrína varaf stærðargráðu 3 en ótt- ast er að Gústav verði jafnvel enn stærri. »Gústav reið yfir Kúbu ásunnudag og skildi eftir sig mikla eyðileggingu. Ekki er talið að neinn hafi látist. »Gústav hefur orðið rúm-lega 80 manns að bana á för sinni um Karíbahafið. FLOKKSÞING repúblikana átti að hefjast með miklum látum í St. Paul í Minnesota í dag. Dagskráin verð- ur hinsvegar með öðrum hætti en ráð var gert fyrir vegna felli- byljarins sem skella átti á í New Orleans og nágrenni í dag. George Bush, Bandaríkja- forseti hefur af- lýst komu sinni með tilliti til aðstæðna og hefur varaforsetinn Dick Cheney gert slíkt hið sama. Bush mun ávarpa samkomuna um gervihnött á mánu- dag. John McCain, sem mun taka á móti útnefningu flokksins sem for- setaframbjóðandi á samkomunni, segir að dagskráin í dag muni verða í lágmarki. Flokksþinginu var ætlað að standa yfir í fjóra daga, hvort þar verður breyting á er ekki vitað og verður ákveðið eftir því sem á líður. Bush hefur lýst yfir neyðar- ástandi í Mississippi, Louisiana og Texas vegna fellibyljarins. Hann hefur einnig fyrirskipað yfirvöld styðji ríkin hvað hjálparstarf varð- ar. Bush og stjórn hans voru harð- lega gagnrýnd árið 2005 og þóttu hafa sofið á verðinum þegar Katr- ína reið yfir New Orleans. jmv@mbl.is Bush fer ekki á flokksþing repúblikana George W. Bush RÆÐISMAÐUR Íslands í New Or- leans, Greg Jamison Beuerman, var við það að yfirgefa heimili sitt í New Orleans vegna fellibyljarins þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði að hann hefði ekki fengið nein símtöl frá Íslendingum sem byggju í New Orleans eða ná- grenni en að hægt væri að ná í hann í síma hvenær sem væri ef fólk þyrfti á aðstoð að halda. Beuerman segir að Íslendingum í New Orleans og nágrenni hafi snarfækkað eftir fellibylinn Katr- ínu fyrir þremur árum. Íslenskir háskólastúdentar hafi fært sig um set í Bandaríkjunum eða jafnvel flutt aftur heim þar sem ekki hafi verið hægt að halda uppi skóla- starfi í háskólum New Orleans í nokkurn tíma eftir hamfarirnar. Skipulagning mun betri nú Beuerman var í New Orleans þegar Katrína skall á árið 2005 og var í fimm daga við björgunarstörf í kjölfarið uns hann fór til fjölskyldu sinnar í Tennessee. Beuerman segir að skipulagning nú sé mun betri en fyrir þremur ár- um og að það líti út fyrir að öllum þeim sem á aðstoð þurfi að halda verði sinnt. Eftir að Katrína reið yfir svæðið voru það helst fátækir, aldraðir og fatlaðir sem sátu fastir og fengu ekki aðstoð en viðbrögð yfirvalda þóttu hæg. „Brottflutningurinn virðist hafa gengið mjög vel en að það er mjög sárt að yfirgefa borgina á ný,“ seg- ir Beuerman. Hann segir að vonast sé til að íbúar geti snúið aftur til New Orleans undir lok vikunnar. jmv@mbl.is Sárt að yfir- gefa borgina Á burt Allar leiðir lágu frá New Or- leans í gær. Umferð var mjög þung. DÍMÍTRÍ Medvedev Rússlandsfor- seti sagði í gær að ákvörðun Rússa um viðurkenningu sjálfstæðis hérað- anna Suður-Ossetíu og Abkasíu í Georgíu stæði óhögguð. Hann sagði jafnframt að Rússland væri viðbúið að svara fyrir sig ef Evrópusam- bandsríkin ákvæðu að taka upp refsiaðgerðir. Medvedev sagði jafnframt að Rússland myndi veita héruðunum hernaðaraðstoð. Rússar væru að undirbúa undirritun samninga við Abkasíu og S-Ossetíu þar sem samið yrði um skyldur Rússa í efnahags- legri, hernaðar- legri og annars konar aðstoð við héruðin. Hann sagði jafnframt að Rússland kysi að eiga áframhald- andi gott sam- starf við Bandaríkin og aðrar vest- rænar þjóðir. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í viðtali við rúss- neska fjölmiðla í gær að Rússar hefðu ekki í hyggju að takmarka ol- íu- og gasútflutning til Evrópu og að staðið yrði við gerða samninga. Fundur Evrópusambandsríkj- anna um málefni Georgíu og áfram- haldandi samskipti ríkjanna við Rússland er fyrirhugaður í dag. Óeining ríkir innan ESB-ríkjanna um hvort beita eigi Rússa refsiað- gerðum og verður eitt aðalverkefni fundarins að ná einhljóða niður- stöðu. jmv@mbl.is Ákvörðun Rússa stendur  Fulltrúar ESB-ríkja funda í dag og ræða framhald á samskiptum við Rússa  Medvedev segir Rússa viðbúna að svara fyrir sig komi til refsiaðgerða Í HNOTSKURN »Búist er við að tekin verðieindregin afstaða gegn viðurkenningu Rússa á sjálf- stæði héraðanna og að þrýst verði á Rússa að virða vopna- hléssamkomulag. »Rússar sjá ESB-ríkjunumfyrir þriðjungi allrar olíu og 40% jarðgass. Dímítrí Medvedev

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.