Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 19 Ísland í gær Það kennir ýmissa grasa á tilkynningatöflunni í versluninni Mini-Market í Breiðholti. G. Rúnar Blog.is Maddý | 31. ágúst 2008 Sunnudagafötin Erum við alveg hætt að fara í aðeins fínni föt á sunnudögum? Ég man eft- ir því þegar ég var stelpa að vakna upp á sunnu- dagsmorgnum við ilminn af lambalærinu og messa í útvarpinu og mamma syngjandi með og ég fór fram til hennar og spurði hvaða föt ég ætti að fara í og þá kom hún með sunnudagaföt- in … ohh hvað þetta er yndisleg minn- ing … Mér datt þetta í hug í morgun þegar ég tíndi upp af gólfinu í fataskápnum mínum gömlu diskógallana og flottu dragtirnar og ýmislegt annað sem ég hef alltaf verið að geyma þar til ég annaðhvort kemst aft- ur í þetta eða að það koma aftur svona betrifata-stundir … já sláin brotnaði í betrifataskápnum sem ég opna orðið sjaldan sem aldrei. Í hinum skápnum eru fötin sem ég nota og þau eru bara eins og frá allt annarri plánetu, miklu þægilegri. Af hverju lagði ég það á mig í den að troða mér í föt sem áttu að sýna eitthvað annað en ég var? Og fyrir hvern var ég að þessu? Af hverju sætti ég mig ekki við sjálfa mig eins og ég var? Kíló þar og kíló hér og kíló af og kíló á … þetta skipti öllu máli í den! En í dag skiptir þetta engu máli, núna elska ég hverja hrukku og fellingu og er himinlifandi yfir því að ég er með mín sér- kenni og er alls ekki eins og allir aðrir. Meira: maddy.blog.is Jens Guð | 31. ágúst 2008 Broslegir glæpamenn Flestir glæpir komast upp. Það er staðreynd. Ein kenningin er sú að flestir fremji afbrot vegna siðblindu og það sé vegna þessarar sömu blindu sem upp um þá kemst. Önnur kenning er sú að flestir glæpamenn séu einfaldlega heimskir. Hver sem ástæðan er þá er ómögulegt annað en undrast og brosa yfir sumum. […] Í kvikmyndinni um Lalla Johns segir félagi hans af Litla-Hrauni frá innbroti þeirra félaga í bifreiðaverkstæði á Eyr- arbakka. Félaginn endar frásögnina fyrir framan myndavélina með orðunum: „Þetta er eitt af þeim innbrotum sem aldrei mun komast upp hverjir frömdu.“ Meira: jensgud.blog.is Jakob Kristinsson | 31. ágúst 2008 Mosfellingur „Rétt eins og Árni John- sen er atvinnu- Vestamannaeyingur er ég atvinnu-Mosfellingur,“ sagði Guðný Halldórs- dóttir leikstjóri í gær- kvöldi, er hún veitti móttöku útnefningu sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2008 við setningu bæjarhátíðarinnar „Í túninu heima.“ Ég óska Guðnýju til hamingju með þetta nýja hlutverk, en hún hefði alveg mátt sleppa samlíkingunni við Árna John- sen, þótt út á hann hafi ég ekkert að setja. Meira: jakobk.blog.is MORGUNBLAÐIÐ birti ritstjórnargrein þann 19. ágúst þar sem orðið ,,hræsni“ kemur fyrir í fyrirsögn ásamt mynd af söngkon- unni Björk. Orðrétt segir: ,,Björk sé á móti álverum. Samt byggist vinna hennar meðal annars á því að ferðast á milli landa með flug- vélum, sem eru smíðaðar úr áli, og syngja fyrir fólk. Það eru ekki bara flugvélarnar sem eru smíð- aðar úr áli heldur einnig geisla- diskarnir sem Björk setur tónlist sína á og selur í bílförmum um allan heim.“ Klykkt er út með eftirfarandi áminningu: ,,Eru allir andstæðingar álvera samkvæmir sjálfum sér?“ Eftir að hafa fylgst með þessari umræðu í nokkur ár er ekki laust við að manni fallist hendur. Flestir Íslendingar ferðast í flugvélum og kaupa geisladiska. Er íslensk náttúruvernd- arbarátta þá siðferðilega röng og byggð á hræsni og vanþekkingu? Eru skilaboðin þau að hræsnarar sem nota álflugvélar geti sjálfum sér um kennt þegar tvö eða þrjú álver verða byggð til viðbótar á næstu árum? Þar sem þessi viðhorf heyrast einnig frá þing- mönnum, ráðherrum og bloggsíðum þá skulum við taka þetta alvarlega. Hvaða tölfræði leggur ritstjórn Morgunblaðsins til grundvallar með þessari vægast sagt dónalegu framsetningu – ,,hræsnari“ er eitthvað ljótasta orð sem er hægt að nota um manneskju. Ef ritstjórn hefði gefið sér tíma til að lesa sitt eigið blað hefði hún fundið nýlega grein eftir Björk þar sem hún segist alls ekki vera á móti álverum heldur ein- faldlega að nú sé komið nóg og tími kominn til að búa eitthvað til úr álinu í stað þess að flytja óunnið úr landi. En hvenær hættir maður að vera hræsnari, hvenær má segja: Nóg komið? Var Straumsvík ekki nóg? Og var Grundartangi ekki nóg? Og voru Alcoa og Kárahnjúkavirkjun ekki nóg? Nú vill ríkisstjórn tvöfalda umfang þungaiðnaðar með Húsavík og Helguvík. Verður það nóg? Þurfa flugvélar svona mikið ál? Meðal farþegaþota vegur u.þ.b. 50 tonn. Flugfloti Icelandair vegur u.þ.b. 1000 tonn. Flugvélar má endurvinna en burtséð frá því er ,,endurnýj- unarþörf“ flotans innan við 50 tonn á ári. Á Íslandi eru á hverju ári framleidd 700.000 tonn af áli. Það þýðir að á hverju ári framleiðum ,,við“ 14.000 sinnum meira en flug á Íslandi krefst. Þannig að ef við hugsum eingöngu um flug þá gætu Íslendingar flogið næstu 14.000 árin bara með því áli sem var framleitt árið 2008. Við gætum flogið í ein- nota flugvélum án þess að ganga á forðann. Farþegaflugfloti Bandaríkjanna vegur u.þ.b. 200.000 tonn. Við gætum endurnýjað flugflota USA, Evrópu og Kína á hverju ári en þess þarf auðvitað ekki. Á hverju ári fara milljón tonn af gos- og bjórdósum á ruslahaugana í Bandaríkj- unum. Þeir henda meira en fjórföldum flugflot- anum – á hverju einasta ári. Getur verið að ál sé of mikið notað – málmurinn of ódýr og þess vegna hent í gríðarlegu magni? Umbúðir verða að rusli í þúsund sinnum meira magni en tónlist- ariðnaður notar í geisladiska. Getur ritstjórn Morgunblaðsins útskýrt fyrir lesendum hvenær skuldin við iðnaðinn er greidd? Hvenær menn verða loksins ,,samkvæmir sjálfum sér“? Er það þegar við bræðum 20.000 sinnum meira en flug- ið krefst? Var ekki Straumsvík nóg? Vill rit- stjórnin standa við þessi orð – að Björk sé hræsnari og ósamkvæm sjálfri sér eða var blað- ið að höfða til lægri hvata og fordóma lesenda sinna? En í hvaða tilgangi? Áróðurinn dynur daglega og nær svo langt að Íslendingar eru farnir að halda að allt sé ál sem gljáir. Margir halda að bílar séu að mestu leyti úr áli. En ál er aðeins um 3% af málmfram- leiðslu heimsins, 95% er stál. Hér heima er ekk- ert stállobbý og afleiðingin er heilaþvottur sem verður alveg sérstakt rannsóknarefni í framtíð- inni. Í heiminum eru árlega framleiddir 1,4 milljarðar tonna af stáli en aðeins um 40 milljón tonn af áli. Stál er og verður mikilvægasti málmur mannkyns – Ólympíuleikvangurinn í Kína er hreiður ofið úr stáli, skipafloti okkar er úr stáli, brýr, járnbrautir og hrærivélar eru úr stáli. Hér skrifa vel mataðir bæjarstjórar eins og Árni Sigfússon um ,,græna málminn“ – að það væri betra fyrir heiminn ef ál leysti stál af hólmi á sem flestum sviðum. Stál er unnið úr djúpum námum og járngrýtisfjöllum. Ál er unn- ið úr yfirborðsnámum þegar jörð er skafin und- an frumskógum með tilheyrandi eyðingu vist- kerfa. Til að framleiða eitt tonn af áli þarf 30 sinnum meiri raforku en til að framleiða eitt tonn af stáli. Jafnvel endurvinnsla á áli er raf- orkufrekari en frumvinnsla á stáli. Er vit í að velja frekar málm sem kallar á eyðingu lands á Íslandi og í frumskógum, málm sem er svo miklu heimtufrekari á orku og auðlindir jarðar? Nú þegar vélin malar sem aldrei fyrr og Ís- lendingar þurfa á fjölmiðlum að halda sem standa í lappirnar eru þessi viðhorf mikil von- brigði. Einmitt núna á að leika mörg fegurstu háhitasvæði landsins jafn grátt og Hellisheiðina, oftar en ekki með ágengri nýtingu sem gengur á forðann. Núna á að eyðileggja langstærsta laxa- stofn Íslands með stíflum í Þjórsá. Er það virk- lega þetta sem þjóðin vill? Er siðferðilega rangt að vilja ekki selja Alcoa orku á lágmarksverði, að skuldsetja ekki orkufyrirtæki okkar fyrir hundruð milljarða? Að fórna ekki dýrmætum svæðum? Að setja ekki öll eggin í eina körfu? Að gera fyrirtækin ekki að ráðandi afli á Ís- landi? Hafa almannatenglar KOM, GSP, At- hygli, Alcoa, Century, Rio Tinto, Landsvirkj- unar, Landsnets, Samorku, OR og HS skilað þessum undraverða árangri? Erum við svo heill- um horfin að fjölmiðlar, bloggarar og þingmenn níða okkar bestu dætur fyrir hvað? Að elska landið sitt? Eftir Andra Snæ Magnason » Getur ritstjórn Morgunblaðs- ins útskýrt fyrir lesendum hvenær skuldin við iðnaðinn er greidd? Andri Snær Magnason Höfundur er rithöfundur. Hvenær er komið nóg? Björn S. Lárusson | 31. ágúst 2008 Hvað merkir …? Aftur verð ég að leita á náðir bloggheima um skilning á „íslensku máli.“ Stundum þegar ég les op- inberar skýrslur skil ég ekki við hvað höfundar eiga. Hér eru nokkur dæmi: Erlendir aðilar – eru það útlendingar eða einhverjir sem eiga hludeild eða að- ild að útlöndum? Það sama á við um söluaðila er það gamla orðið seljendur eða einhver sem kemur að sölu? Jafnvel virt fyrir tæki eins og VISA notar þetta á sölunótum. Aðilar vinnumarkaðarins, eru það verkalýðsrekendur eða atvinnu- rekendur eða þeir sem vinna fyrir kaupi eða fólk sem vinnur bara öðru hvoru og á aðild að vinnu? Sem sagt, hvað varð um útlendinga, seljendur, launþega og launagreiðendur? Málið er í ferli. Fyrir mig er ferli yf- irleitt hringur. Er málið þá komið í hring? Sama á við um orðatiltækið málið er í farvegi. Þýðir það að mál sé komið á þá braut að ekki verði aftur snúið? Meira: bomerang.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.