Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í HNOTSKURN »Skógrækt á Íslandi máskipta í ríkis- og atvinnu- tengda skógrækt, sem nemur um 90% af nýskógrækt hér á landi, og hins vegar í skóg- rækt áhugamanna og félaga. »Skógarbændur og félögþeirra innan vébanda landshlutaverkefna í skóg- rækt gróðursetja 70-80% af trjáplöntum með lánum og styrkjum frá ríkinu. »Landgræðsluskógar gróð-ursetja 10%, Hekluskógar um 5%, Skógrækt ríkisins 2,5% og Landgræðsla ríkisins um 1% af nýjum plöntum. »Einkaaðilar gróðursetjaum 6-7% af plöntum. »Um 5 milljónir trjáplantna voru gróðursettar árið 2006. »Flatarmál náttúrlegrabirkiskóga og kjarrs er áætlað 1.200 km2 (2005) og flatarmál ræktaðra skóga 279 km2, þar af hefur verið gróðursett í 213 km2 frá 1990. »Markmið löggjafans(2006) er að stefnt skuli að nýskógrækt á 5% láglendis (1.880 km2). »Miðað við gróðursetningusíðustu ár verður 5% markinu náð árið 2098, eða eftir 90 ár. »Skógrækt ríkisins fram-kvæmir skógartengdar rannsóknir, þróar skógar- afurðavinnslu, miðlar þekk- ingu og fræðslu og hefur um- sjón með þjóðskógunum. »Landshlutaverkefnin ískógrækt eru fimm tals- ins og eru í raun skrifstofur framkvæmda sem sjá um að miðla ríkisfé til þátttakenda í verkefnunum, skóg- arbændum. »Landgræðsla ríkisinsvinnur að verndun jarð- vegs, gróðurs og að land- bótum og stýrir verkefninu Bændur græða landið, þar sem bændur græða upp heimalönd sín. »Landgræðslan notast tals-vert við trjáplöntur til landverndar og landbóta. »Skógrækt ríkisins ogLandgræðsla ríkisins eru sjálfstæðar stofnanir um- hverfisráðuneytisins, en landshlutaverkefnin í skóg- rækt heyra undir sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytið. »Skógrækt ríkisins hefurfagleg og stjórnunarleg tengsl við landshlutaverk- efnin, Landgræðsluskóga og Hekluskóga, m.a. í gegnum fulltrúa í stjórnum. »Skógræktarfélag Íslands,með fjárstyrk frá um- hverfisráðuneyti, stýrir Landgræðsluskógaverkefn- inu. Framkvæmdin er að mestu í höndum áhugafólks innan skógræktarfélaga, en þau eru aðilar að Skógrækt- arfélagi Íslands. »Yfir 5% Íslendinga stundaskógrækt. Margir garð-, sumarbústaðar- og jarðeig- endur stunda trjá- og skóg- rækt án sérstakrar fé- lagsþátttöku. Yfir 7.000 manns, eru meðlimir 59 skóg- ræktarfélaga. »Skógrækt ríkisins á eðahefur í sinni umsjón 57 lendur, þ.e. þjóðskóga. Nefna má Hallormsstaðarskóg og Vaglaskóg. Nánar á skogur.is SKÓGRÆKT Í HNOTSKURN FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is N ær 800 bændur og land- eigendur víða um land eru þátttakendur í landshlutaverkefnum í skógrækt og skjól- beltaræktun. Þessi aðferð við að hvetja til skógræktar á bújörðum hófst með starfsemi Héraðsskóga á Fljótsdalshéraði árið 1990 og hefur breiðst út um allt land. Frá árinu 1990 nema beinir styrkir til þessa verkefnis tæplega 4,2 milljörðum á verðlagi hvers árs eða um 5,3 milljörðum króna framreiknað. Plantað hefur verið í nær 20 þúsund hektara undir merkjum landshluta- verkefna og er árleg gróðursetning nú komin upp í um tvö þúsund hektara. Síðustu ár hefur verið plantað um fimm milljón plöntum árlega. Lands- hlutaverkefnin fimm eru til samans með um 80% þeirrar gróðursetningar. Núgildandi lög um landshlutaverk- efni í skógrækt voru samþykkt á Al- þingi í júní 2006. Í þeim voru sameinuð eldri lög, en í upphafi þessa átaks voru sérstök lög um hvert verkefni. Tilgangur og markmið landshluta- verkefna í skógrækt er „að skapa skógarauðlind á Íslandi, rækta fjöl- nytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf … Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli lands neðan 400 m yfir sjávarmáli“. Verkefnin heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, en önnur verkefni í skógrækt heyra undir umhverfisráðherra og er þessari atvinnugrein því skipt á milli tveggja ráðuneyta. Þegar stjórn- arráðið var stokkað upp um síðustu áramót var Skógrækt ríkisins, ásamt samningi við Skógræktarfélag Íslands um Landgræðsluskóga og verkefnið Hekluskógar, flutt til umhverfisráðu- neytis en landshlutaverkefni í skóg- rækt urðu eftir hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Einn viðmælenda orðaði þessa stöðu þannig: „Breytingin hafði þau áhrif að þessi pínulitli skógræktargeiri á Íslandi var klofin milli tveggja ráðu- neyta. Asnalegheitin komu í ljós á fundi norrænna skógaramálaráðherra á Selfossi nýlega þegar tveir íslenskir ráðherrar mættu, annar í fræðsluferð- ina en hinn á umræðufund.“ Ríkið þarf að bæta í Á fjárlögum þessa árs fengu Hér- aðs- og Austurlandsskógar 154 millj- ónir króna, Suðurlandsskógar 125,8 milljónir, Vesturlandsskógar 67,7 milljónir, Skjólskógar á Vestfjörðum 51,2 milljónir og Norðurlandsskógar 114,7 milljónir. samtals rúmlega hálf- an milljarð. Upphæðin hafði hækkað með hverju árinu allt þar til síðustu fjögur ár er hækkunin náði ekki að mæta verðlagshækkunum. Nokkurrar óánægju gætir meðal forystumanna landshlutaverkefnanna vegna þessa og haft var á orði að ríkið þyrfti veru- lega að spýta í til að ná settum mark- miðum. Eins og áður sagði eru landeig- endur sem taka þátt í þessum verk- efnum hátt í 800 talsins. Litið er á verkefnin sem fjárfestingu til lengri tíma og eru samningar gerðir til 40 ára. Ekki er skilyrði að aðeins þeir sem stunda hefðbundinn landbúnað geti orðið aðilar að landshlutaverkefn- inu. Hins vegar þarf jörðin sem á að nýta til ræktunar að hafa lögbýlisrétt og oft er miðað við að 20 hektarar lands séu að lágmarki ætlaðir til skóg- ræktar, en minna ef um skjólbelta- ræktun er að ræða. Yfir 300 bein og afleidd störf tengd landshlutaverkefnum Þeir sem stunda þessa starfsemi hafa stofnað með sér félagsskap; Landssamtök skógareigenda. For- maður er Edda Björnsdóttir á Mið- húsum við Egilsstaði, og fram- kvæmdastjóri í hlutastarfi er Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suður- landsskóga. Landeigandi leggur fram land undir skógræktina en ríkið kem- ur síðan til móts við hann með styrk sem nemur 97% af stofnkostnaði sam- kvæmt sérstökum samningi í hverju tilviki. Sú upphæð á að mæta kostnaði við girðingar, jarðvinnslu, plöntur, gróðursetningu og áburð. Auk bændanna sem vinna hluta úr ári við skógræktina skapa landshluta- verkefnin um 20 störf við stjórnun og þjónustu í landshlutunum. Plöntu- framleiðsla hefur stóraukist á síðustu árum og skapar fjölmörg störf stærst- an hluta ársins. Verktakar hafa í auknum mæli tekið að sér gróðursetn- ingu og vinnu við girðingar. Erfitt er að áætla hversu mög bein og afleidd störf verkefnin skapa en giska má á að um 3-400 heilsársstörf geti verið að ræða. Framlag bónda hefur hækkað með hækkun á verði lands Suðurlandsskógar tóku til starfa ár- ið 1997 þegar fyrstu samningarnir voru gerðir. Þá, eins og nú, lagði eig- andi fram land sitt, en ríkið kom á móti með 97% af öðrum stofnkostnaði. Miðað var við að framlag bóndans gæti verið um 50 þúsund krónur fyrir hvern hektara og framlag ríkisins gæti verið 120-150 þúsund krónur til að rækta skóg á viðkomandi svæði. Á síðasta áratug hefur hins vegar orðið sú þróun að land hefur hækkað upp úr öllu valdi í flestum sveitum. Dæmið gæti litið þannig út í ár að ríkið væri að setja um 200 þúsund krónur í skógrækt á hvern hektara samningsbundins lands. Landeigandi á Suðurlandi, svo dæmi sé tekið, setur hins vegar hálfa til eina milljón á móti með framlagi sínu miðað við það verð sem gæti fengist fyrir sölu á landi.                                                !   "#           $ %"#   ! $$$ &'  '         ! "         ! " ( & )  *'' ' +  , '  - . / 0 # $  %  & "' 1'  '  /2  '+2 /                 3& &'  ' 4     /  */ '  &$+ ,- /  2' - 2-' $ 5  +. 2 '* - $+  ' & & +  2 . $ -  ,-  +2 2 /6 ' 7/   * -  ,  -$ 3&  -  & ' * ' ' 8  '  ,   9 '&   ,' '   8 ' - /$  -  & '   '  & & ' + . 2 '  ' & , '$ 9 ' &  ,' '  *  &&- '$  & ' + . 2 '  '  & ' &,    -  7$$,'   8    , '$:' ' ;, '   *   '   '$   -  & '  &  & ' & , '$ 1    .'  '   . .    ' ,' ' & 7 /.'  & ' 2',-  & - & * ,  - $ 1   .'  ' ,' '$ Á sjötta milljarð króna til um 800 bænda í skógrækt Framlög á fjárlögum hafa ekki mætt verðlagshækkunum síðustu árin Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Til framtíðar Hvað ungur nemur gamall temur. Unnið við gróð- ursetningu á birki í Landsveit. Vaxandi grein skógræktar | Landshlutaverkefni í skógrækt með um 80% plantna sem eru gróðursettar | Plantað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.