Morgunblaðið - 01.09.2008, Page 17

Morgunblaðið - 01.09.2008, Page 17
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 17 Að sitja á hesti meðan hann genguráfram felur í sér gríðalega margarhreyfingar fyrir barn, ekki síst barnsem alla jafna situr í hjólastól. Auk þess fær barnið mikla örvun með snertingu feldsins, lykt og sjónáreiti. Nær öll skynfæri eru þannig örvuð,“ segir Þorbjörg Guðlaugs- dóttir sjúkraþjálfari sem ásamt samstarfs- konu sinni Guðbjörgu Eggertsdóttur stóðu fyrir fyrri hluta réttindanámskeiðs í sjúkra- þjálfun á hestbaki í Mosfellsdal fyrir skemmstu. Þorbjörg segir að með því að nota hesta í sjúkraþjálfun sé bæði tekist á við andlegt og líkamlegt ástand einstaklinganna. „Við höfum mest notað hestinn í meðferð barna með heila- lömun. Oft höfum við staðið frammi fyrir því að börnin eru hrædd, ekki aðeins við hestinn heldur almennt að takast á við nýja hluti. Með tilkomu hestsins hafa opnast nýjar víddir, börnin yfirstíga hræðslu við stórt dýr sem gerir það að verkum að þau þora að takast á við fleiri þætti í daglegu lífi. Setstaðan á hest- inum og margar hreyfingar sem verða á hverri mínútu meðan hesturinn er á ferð gera það að verkum að spenna í stífum vöðvum minnkar.“ Þjálfun með hjálp hestsins Sjúkraþjálfarar Þær Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Ulrika Stengaard-Olson og Guðbjörg Eggertsdóttir hafa haft veg og vanda af réttindanámskeiðinu í sjúkraþjálfun á hestbaki sem haldið var í Mosfellsdal á dögunum. Öfugir knapar Sjúkraþjálfararnir prófuðu sig áfram í hinum ýmsu jafnvægisæfingum. Árangursrík meðferð Hún segir að sjúkraþjálfun á hesti hafi reynst árangursrík meðferð. „Þegar ein- staklingarnir hafa vanist hestinum reynum við að láta hann gera meira á hestbaki. Takmark- ið er að einstaklingurinn fái að taka eins mik- inn þátt í að stjórna hestinum eins og hann getur en þjálfi sig í leiðinni. Þannig blöndum við saman við hestamennskuna hefðbundnum æfingum eins og þeim sem gerðar eru í æf- ingasal, en að þessu sinni eru gerðar á hest- inum. Við látum einstaklinginn t.d. gera styrkjandi æfingar eins og hnébeygjur og ýmsar jafnvægisæfingar, en eftir nokkra þjálfun ná sumir jafnvel að standa með smáað- stoð á baki hestsins meðan teymt er undir honum.“ Á námskeiðinu, sem haldið var af Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra, fengu sjúkra- þjálfararnir átta sem sóttu námskeiðið að reyna hina ýmsu aðferðir og æfingar á hest- inum undir leiðsögn, en auk þeirra Þorbjargar og Guðbjargar leiðbeindu þau Ulrika Sten- gaard-Olson sjúkraþjálfari og Sigrún Sigurð- ardóttir reiðkennari sjúkraþjálfurunum. gudrunhulda@mbl.is Árangur Eftir nokkra þjálfun gátu sjúkraþjálfararnir jafnvel staðið á hestinum meðan teymt var undir þeim. Með tilkomu hestsins hafa opnast nýjar víddir, börnin yfirstíga hræðslu við stórt dýr sem gerir það að verkum að þau þora að takast á við fleiri þætti í daglegu lífi. Morgunblaðið/Kristinn Jafnvægiskúnstir Að sitja á hesti á meðan hann gengur áfram felur í sér margar hreyfingar ólíkar þeim sem maður á alla jafna að venjast, ekki síst fyrir þann sem situr í hjólastól. Hesturinn er til margs nýtur, bæði í leik og starfi. Nokkrir sjúkraþjálfarar sátu á dögunum námskeið um sjúkraþjálfun með hjálp ljúfra fáka. um Murakami. Viltu fá snert af ástríðufullu hugarfari Suður-Ameríku? Lestu töfrandi stórvirki Gabriel Garcia Marquez. Ætlarðu til Myanmar? Þá geturðu skyggnst inn í líf George Orwell í skáldævisögunni Dagar í Burma. Er bjórdrykkjan í Dublin þreytandi? Ein af smásögum James Joyce í Dubliners gæti verið svarið. Stund milli stríða í verslunarferð í London? Ein góð saga eftir Charles Dickens mun hressa bæði andann og þreytta fætur. Er dagur að kvöldi komin í Moskvu? Meistarinn og Margaríta eftir Búlkakov er þá tilvalin á náttborðið. Á leið á rúntinn í Bandaríkj- unum? Jack Keoruak kann að vera einmitt það sem veitir þér innblástur. gudrunhulda@mbl.is Á LÖNGUM ferðum getur góð bók gert gæfumuninn. Með sögum sem hæfa því landi sem heimsótt er, er hægt að gera dauðu stundirnar á ferðalögum upp- fullar af innblæstri og hugmyndum. Til að auka þekk- ingu ferðamanna á áfangastaðnum er sniðugt að finna bækur sem samsvara að einhverju leyti landi eða þjóð. Þannig er hægt að fræðast og upplifa hvort sem ráfað er um götur eða rýnt er í bók. Finnst þér skrítið andrúmsloft í Prag? Kíktu á Óbærilegan léttleika tilverunar eftir Milan Kundera, eða Umskipti Franz Kafka. Viltu komast inn í hug- arheim þeirra ótal jakkafataklæddu manna sem deila með þér neðanjarðarlest í Tókýó? Gríptu eina af bók- Morgunblaðið/Ómar Slappað af Á rólegum stundum á ferðalögum getur verið gott að grípa í góða bók sem ef til vill tengist áfangastaðnum á einhvern hátt. Bók er best vina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.