Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞANNIG háttar til á norðanverðu Snæ- fellsnesi að ekki er unnt að ná sambandi í gsm-síma sem eru hjá „Símanum“ á nokkuð stórum svæðum og fjölförnum leiðum. Þegar íbúum höf- uðborgarsvæðisins er sagt frá þessu og þeir varaðir við þessari stöðu þegar þeir þurfa að reka erindi sín hingað vestur eða koma í heimsóknir, horfa þeir á mann með vantrú og spurn í augum um hvort verið sé að grínast og segja þeim e.k. trölla- sögur. Svona er þetta nú samt þótt ótrúlegt sé og þó að framkvæmdir til úrbóta séu búnar að vera í at- hugun og undirbúningi til fjöl- margra ára. Þetta ófremdarástand á við um Snæfellsnesveg frá miðri Vatnaleið að Grundarfirði með ein- um eða tveimur punktum þar sem næst samband ef heppnin er með. Ef þessi leið lægi um eilífar sólskinsgrundir með ótal stöðum þar sem fólk væri til að- stoðar ef á þyrfti að halda, þá væri e.t.v. ekki yfir miklu að kvarta. En því er ekki að heilsa. Þessi kafli, sem er nálægt 30 kíló- metra langur, er mikið veðravíti á veturna og hvergi byggð við veg- inn. Svipað ástand er á veginum frá Grund- arfirði langleiðina að Ólafsvík. Að óreyndu hefði maður haldið að það væri forgangsatriði að koma slíkum svæðum í öruggt símasamband, en svo er ekki eins og áður var lýst. Þessi svæði hafa verið og eru afgangsstærðir hjá Símanum og virðist engin úrbót vera í vændum. „Vodafone“ hefur komið upp sendi á fjalli við leiðina að Grundarfirði um Kolgrafafjörð og Hraunsfjörð, en samband um þann sendi er ekki öruggt alls stað- ar á þeirri leið og þeir sem eru með sína gsm-síma hjá „Símanum“ ná engu sambandi um hann (nema e.t.v. í 112). Skorað er á samgöngu- ráðherra að láta gera bragarbót á þessu nú þegar og áður en vetur gengur í garð. Hér um bil sama ástand er varðandi útvarpssend- ingar á þessum svæðum. Það þarf öflug loftnet til þess að ná útvarps- sendingum tryggilega. Fólksbílar nútímans eru sjaldnast búnir stórum öflugum loftnetum og því getur verið erfitt fyrir venjulegt fólk að fylgjast með útvarpssend- ingum meðan ekið er um þetta svæði. Þetta á við bæði um FM- og langbylgjusendingar. Það að geta fylgst með útsendingum útvarps- stöðva er öryggisatriði á leiðum þar sem allra veðra er von. Á þessu þarf að taka og koma end- urvarpi á þessu svæði í lag. GSM-samband og útvarpsskil- yrði á norðanverðu Snæfellsnesi Guðmundur Ingi Gunnlaugsson skrif- ar um símasamband á Snæfellsnesi » Þessi svæði hafa ver- ið og eru afgangs- stærðir hjá Símanum og virðist engin úrbót vera í vændum. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Höfundur er bæjarstjóri. ÞAÐ ER að bera í bakkafullan lækinn að hrósa hand- boltastrákunum okk- ar fyrir frábæra frammistöðu og fyr- irmyndar framkomu innan vallar sem ut- an. Það er þó ekki annað hægt en að hrífast með þegar þjóðin öll fagnar ein- stökum árangri þessara afreks- íþróttamanna á heimsvísu. Ég vil nota tækifærið og senda þeim mínar bestu hamingjuóskir. Undirritaður hefur áður skrifað um gildi afreksíþrótta en þetta nýjasta og stærsta afrek ís- lenskra íþrótta- manna og viðbrögð þjóðarinnar við því er holl áminning þess hversu mikilvægt er að hlúa að afreks- fólki og um gildi afreksíþrótta al- mennt. Gildi afreksíþrótta Afreksíþróttir skipta máli fyrir útbreiðslu íþrótta og fjármál íþróttahreyfingarinnar. Þær geta skapað breidd, vakið áhuga ung- menna á iðkun íþrótta og laðað að sjálfboðaliða til að sinna íþróttastarfinu. Þær hafa því uppeldislegt og heilsusamlegt gildi um leið og þær smita út frá sér sem sjálfstætt afl sem vekur vonir og kemur hreyfingu á hluti. Þær eru það afl sem draga íþróttavagninn ef svo má segja. Afreksíþróttir hafa líka jafn- réttisgildi, þar sem athyglin bein- ist að dugnaði íþróttamannanna, en ekki að uppruna, kyni eða þjóðfélagsstöðu, ekki að því hvort þeir eru hvítir eða svartir, ríkir eða fátækir. Afreksíþróttir geta jafnframt verið góð landkynning og ýtt undir alþjóðleg samskipti og vináttu um leið og þær efla þjóðarstolt og hvetja til samein- ingar. Afreksíþróttafólk líkt og afreksfólk á öðrum sviðum er fyrirmyndir sem hvetja ein- staklinga, hópa og fyrirtæki til að leggja mikið á sig til að ná há- marksárangri. Við unnin afrek vex sjálfstraust og framtakssemi einstaklinga, hópa og jafnvel heillar þjóðar. Að treysta sjálfum sér til afreka og árangurs er mikilvægt hverri þjóð. Færa má rök fyrir því að afreks- íþróttamenn yfirfæri árangursþörf sína á önnur svið síðar s.s. atvinnu. Í ljósi þessa eru afreksíþróttir ekki einkamál íþróttahreyfing- arinnar, þær hafa þjóðfélagslegt gildi og því ekki óeðlilegt að hið opinbera og fyrirtæki í enn ríkari mæli fjárfesti mynd- arlega í eflingu þeirra. Ísland fyrirmynd annarra þjóða Við Íslendingar er- um að eignast afreks- fólk á ýmsum sviðum á heimsvísu. Nægir að nefna í því sam- bandi tónlist, íþróttir, viðskipti, skák, feg- urð, hönnun, forritun, bókmenntir, vísindi, kvikmyndir, útivist og þrekraunir. Þeir ein- staklingar sem náð hafa árangri á heimsvísu hvort sem þeir heita Björk, Kári, Laxness, Jón Ás- geir, Eiður, Óli Stef. eða Þórey Edda koma allir úr umhverfi sem ýtir undir sköpun og árangur. Einstaklingshyggjan, fámennið, veðrið, fjarlægðin, agaleysið og lífsbaráttan fyrr á öldum hefur skapað umhverfi sem virðist ekki hindra að hér skapist jarðvegur fyrir mótun afreksfólks. Með þann bakgrunn sem við Íslend- ingar höfum er það skoðun und- irritaðs að við getum skapað enn betri aðstæður t.d. á. sviði íþrótta og þannig búið til fleiri afreksíþróttamenn þjóðinni til farsældar. Til að svo megi verða þarf markvissa afreksstefnu í gegnum öll stig stjórnskipulags- ins, frá ríkisstjórn til sveitarfé- laga og frá ÍSÍ til sérsambanda og félaga. Með slíkri stefnu og nauðsynlegu fjármagni til fram- kvæmdar hennar er ég viss um að Ísland getur orðið fyrirmynd annarra þjóða ekki bara á sviði lífsgæða, ánægju og heilbrigðis heldur einnig á sviði afreks- íþrótta. Hafna ber þeim rökum sem stundum heyrast að við séum svo fá, við erum margsinnis búin að afsanna þá fullyrðingu samanber dæmin hér að ofan og nú síðast með frábærum árangri landsliðs okkar í handknattleik. Jákvætt gildi afreksíþrótta Gunnar Einarsson skrifar um mik- ilvægi íþrótta og óskar landsliðs- mönnum heilla Gunnar Einarsson »… er ég viss um að Ís- land getur orðið fyrirmynd ann- arra þjóða ekki bara á sviði lífs- gæða, ánægju og heilbrigðis heldur einnig á sviði afreks- íþrótta. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. ÞAÐ ER ekki of- sögum sagt af þeirri skemmtun sem lands- liðið í handbolta hefur fært þjóðinni á liðnum vikum. Frammistaða liðsins á Ólympíu- leikunum í Peking hefur komið fleiri Ís- lendingum í geðs- hræringu en allir aðrir viðburðir á íþróttasviðinu. Maður svitnaði af því einu að fylgjast með leikjunum á sjónvarpsskjánum og treysti sér stundum alls ekki til þess vegna álagsins á hjartað. Eftir að hafa horft á drengina sigra Rússa kaus ég t.d. að horfa á leikinn við heims- meistara Þjóðverja í endursýningu þegar ég vissi hvernig fór. Ég óttaðist að þurfa að horfa á vini mína niðurlægða í við- ureign við ofurefli. En glæsilegur sigurinn jók mér kjark. Fyrir baráttuleikinn um silfrið gegn Spánverj- um komst ég að þeirri niðurstöðu að ef þeir gætu spilað þá gæti ég horft. Vissulega ekki sitjandi í stól, ég straujaði, braut saman þvott, þurrkaði ryk af húsgögnum í sjónmáli frá skjánum og hoppaði og dansaði við hvert mark. Ég var eins og undin tuska að leik loknum. Tókst þó að finna íslenska fánann í geymslunni og draga hann að húni skjálfandi fingrum að unnum sigri. Ég notaði orðið vinir yfir lands- liðsmennina þótt ég þekki þá ekki öðru vísi en sem vini augna minna á skjánum. Þar hef ég fylgst með þeim flestum, sumum árum saman. Og það eru ekki bara augu mín sem hafa heillast af fallegum, sterkum og stæltum ungum mönnum, eyrun hafa að auki fyllst af nöfnunum sem þeir bera. Fréttamenn og lýsendur leikjanna hafa hamrað, eða öllu heldur orgað nöfn þeirra inn í vit- und mína á hæsta styrk. Þar hafa þau ómað eins og hetjusinfónía, Eroica Íslandssögunnar. Ég fletti upp í Landnámu og Sturlungu til þess að fá staðfestingu á þeim grun mínum að drengirnir væru hetjur fornaldar endurbornar. Ólafur (helgi), Sverre (konungur), Ingi- mundur (jarl), Snorri (goði eða sá í Reykholti), Sturla (í Hvammi eða sagnaritarinn), Sigfús, Arnór, Ás- geir, Hreiðar, Þórður, Steinn, Páll, Örn og Guðmundur (góði, ríki, dýri). Öll þessi nöfn fylgdu land- námsmönnunum til Íslands frá Noregi. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir að nafnið Guðjón birtist fyrst í rímnaflokkum frá 16. öld, Valur komi fyrir í Eyrbyggju, Logi í forn- bréfum frá 15. öld en Róbert sé nú- tímamynd af nafninu Hróðbjartur, sá sem frægðin og hróðurinn skín af. Björgvin er nafnið á fornfrægri borg á vesturströnd Noregs. Og innflytjandinn í liðinu færði okkur ekkert minna en nafn Alexanders mikla. Stillið þessum fornu köppum öllum upp í eitt lið, íklæddum rauða (eða bláa) landsliðsbúningnum og þeir storma fram í sigursælli fylk- ingu. Fjórðungi bregður til nafns en fjórðungi til fósturs segir gam- alt máltæki. Nöfn þrungin þrótti Íþróttafréttaritarinn sem lýsti leiknum við Spánverja lagði það til í hrifningu sinni á silfurliðinu að götur yrðu skírðar með nöfnum þeirra. En við eigum nú þegar Snorrabraut, Sturlugötu, Ólafs- geisla, Logafold og Þórðarsveig í Reykjavík og hver veit nema í framtíðinni verði búið við Steins- stræti, Sigfúsartröð eða Sverr- isgrund. En skyldi ekki hljómfeg- urð nafnanna sem eiga svo djúpar rætur í sögu og hefð landsins hafa náð eyrum foreldra næstu kyn- slóðar barna. Nöfn, sem hafa verið til frá því land byggðist, eru nú þrungin nýjum þrótti. Ég spái því að margir nýfæddir og ófæddir drengir fái að bera nöfn þessara landnámsmanna á lendum íþróttanna og heita Ólafur, Snorri, Steinn, Guðjón, Valur, Björgvin, Páll, Sigfús, Hreiðar, Ásgeir, Örn, Arnór, Ingimundur, Róbert, Logi, Sturla, Sverrir, Guðmundur, Þórð- ur og Alexander. Þeim fylgja draumar um nýjar dáðir, silfur, gull og góðar óskir. Fjórtán fræknir og fögur nöfn Steinunn Jóhann- esdóttir gleðst yfir árangri íslenska landsliðsins í hand- bolta »Nöfn þeirra hafa hljómað eins og hetjusinfónía, Eroica Ís- landssögunnar. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Fámennum hópi upphlaupsmanna á Kársnesi hefur tekist að þyrla upp þvílíku moldviðri vegna at- vinnustarfsemi á Kárs- nestá að engu tali tek- ur. Þessi starfsemi er mörg hver eldri í bæn- um heldur en þeir íbú- ar sem hæst láta og á sér því lengri hefð. Það er útbreiddur misskiln- ingur fólks að það hafi öðlast einhvern rétt á ákveðnu útsýni eða ákveðnu umferð- armagni á götunni fyrir framan sig, við það eitt að flytja að henni. Íbú- ar hafa ekkert um það að segja hvernig bæj- arfélagið ráðstafar landi í einstökum hverfum. Það er kjör- inna fulltrúa en ekki upphlaupsliðs að fara með skipulag í bænum. Ég var í hópi margra sem börðust fyrir Kópavogshöfn á liðnum árum. Við greiddum skatta til þess að borga margra ára taprekstur og uppbygg- ingarkostnað á henni. Loksins kom að því að hún var farin að eygja möguleika á að bera sig og borga sinn stofnkostnað til baka. Þá rýkur upp eitthvert lið á Kársnesi og fer að strengja borða á girð- ingar með slagorðum um að þeir vilji ekki svo og svo marga bíla á Kársnesbraut eða þungaflutninga eftir götunum, hvað þá hafn- arstarfsemi á Kársnesi. Og bæjaryfirvöld eru þvílíkar heybrækur að þeir láta þennan ösk- urkór komast upp með að eyðileggja allt okkar starf í sjötíu sumur. Sem borgari í þessum bæ sætti ég mig ekki við þetta. Ég krefst þess að fá að greiða um það at- kvæði með öllum bæj- arbúum hvort hér skuli byggð upp alvöruhöfn og atvinnusvæði í kring- um hana. Hvort göt- urnar séu fyrir alla Kópavogsbúa eða einhver hundruð upphlaupsmanna. Ég vil líka greiða atkvæði um það hvort bæjaryfirvöld eða upphlaupsfólk eigi að stjórna skipulagsmálum í öllum bænum. Skrílræði af þeim toga sem nú við- gengst á Kársnesi vil ég ekki sjá. Yf- irvöld eru til þess kosin að stjórna milli kosninga og eiga að gera það. Þeir, sem ekki líkar þeirra verk, geta á bara kosið þá frá næst. Þetta Kárs- nesmál er raunar hliðstætt við mál- efni Reykjavíkurflugvallar. Yfirgnæf- andi meirihluti landsmanna og Reykvíkinga líka vill hafa völlinn kyrran. Háværir sérvitringar bjóða meirihlutanum birginn og virðast ætla að komast upp með það. Rétt eins og á Kársnesi. Ég hef annars áður bent á auð- velda leið til að létta á Kársnes- umferðinni vegna hafnarinnar. En það er að leggja góða götu í fjörunni inn Kópavog út á Hafnarfjarðarveg. Þetta er alls ekki flókin framkvæmd. Ég blæs á það þó að einhverjir verði með múður sem búa nú á sjávarlóð- unum. Þeir eiga engan rétt á sjónum umfram mig í austurbænum og hefðu ekkert með það að gera þó að vog- urinn væri fylltur upp ef hagsmunir heildarinnar krefðust þess. Ég blæs líka á rétt einhverra brunnklukkna í leirunum ef fólkið þarf á þeim að halda. Annars gætum við bara yf- irgefið þetta land og skilað því til baka, þó að við vitum ekki til hverra. Við lifum á atvinnustarfsemi í land- inu. Fyrir starfsemina eru greidd laun sem fólkið notar til þess að kaupa sér íbúðir. Líki mönnum ekki einhver ákveðinn staður eða aðgerðir yfirvalda geta þeir bara flutt eitthvað annað. Umhverfisfasismi fárra, sem leiðir til meiri fátæktar alþýðu, er ól- íðandi. Umhverfisfasismi Halldór Jónsson skrifar um skipu- lagsmál í Kópavogi Halldór Jónsson »Ég blæs á það þó að einhverjir verði með múður sem búa nú á sjáv- arlóðunum. Þeir eiga engan rétt á sjónum um- fram mig í aust- urbænum … Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.