Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÁSTÆÐUR lifrarsjúkdóma tengj- ast langoftast lífsstíl fólks. Stað- reyndin er því sú að hægt væri að koma í veg fyrir þessa alvarlegu sjúkdóma, sem eru nú orðnir svo tíð- ir að eftirspurn eftir lifrarígræðslu og bið eftir slíkum aðgerðum hefur margfaldast á fáum árum. Aldan kom til Evrópu fyrir einum til tveimur áratugum og nú eru lifr- arsjúkdómar fimmta helsta dánar- orsökin í Bretlandi. Góðu fréttirnar eru þær að árangur lifrarígræðslna er mjög góður, slæmu fréttirnar hins vegar að færri eru viljugir til að gefa líffæri en áður. Þar strandar oft á ættingjum heppilegra líf- færagjafa sem vilja síður þurfa að taka þessa ákvörðun fyrir nýlátinn ættingja sinn. Hjá því er hins vegar hægt að komast, m.a. með því sem kallað er „ætlað samþykki“ er felur í sér að hafi viðkomandi ekki sér- staklega tekið fram að hann vilji ekki gefa líffæri sín sé gengið út frá að samþykki liggi fyrir. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur m.a. vakið máls á þessu. „Við þurfum löggjöf um ætlað samþykki, til að geta mögulega ann- að eftirspurn eftir lifrarígræðslu,“ segir Roger Williams lifrarsérfræð- ingur, sem hélt fyrr í sumar erindi á þingi lyflækna á Hótel Selfossi. Slíka löggjöf er þegar að finna í mörgum löndum, en hvorki í Bret- landi né á Íslandi. „Þúsundum nothæfra líffæra er nú hent, þau gagnast engum, vegna þess að ættingjar gefa ekki sam- þykki sitt, að hluta vegna þess að þeir vilja ekki þurfa að taka þessa ákvörðun fyrir ástvininn sem er ný- fallinn frá,“ segir Willams. Hins vegar séu allir tilbúnir að þiggja líffæragjöf sé hennar þörf. Lifrarbólgutilfellum fjölgar Williams er einn þekktasti lifr- arsérfræðingur í heimi og tók m.a. þátt í fyrstu árangursríku lifrar- ígræðslunni í Evrópu á sjöunda ára- tugnum. Hann segir „sprengingu“ hafa orðið í tíðni lifrarsjúkdóma á örfáum árum. Þar komi til mikil fjölgun tilfella af lifrarbólgu B og C, aukin ofdrykkja, fíkniefnanotkun sem og offita. Hægt er að bólusetja fólk við lifr- arbólgu B en bóluefni við lifrarbólgu C er ekki í augsýn. „Líkurnar á slíku bóluefni virðast enn minni en þær voru áður,“ segir Williams sem sat þing þúsunda lifrarsérfræðinga í Mílanó fyrr á þessu ári. „Í Bretlandi má segja að nú gangi yfir samtvinnaður faraldur ofneyslu áfengis og lifrarsjúkdóma sem hefur sérstaklega mikil áhrif á ungt fólk,“ segir Williams. „Þetta er hrikalegt vandamál.“ Tvöfalt fleiri Bretar eru nú með skorpulifur, sem er endastig margra ólíkra sjúkdóma, en fyrir áratug. Áfengisneysla er langalgengasta or- sök skorpulifrar. Williams skellir skuldinni m.a. á efnahaginn. „Fólk hefur nú meiri peninga handanna á milli, áfengi er ódýrara en áður og fleiri hafa efni á að neyta þess.“ Þá segir hann aðgengi að áfengi mun auðveldara. Rannsóknir sýni að eitt helsta vopnið í baráttunni gegn áfengisneyslu sé takmarkað aðgengi og takmörkun á áfengisauglýsing- um. Hann fórnar höndum þegar tal- ið berst að umræðu um að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum á Íslandi. „Það ættuð þið ekki að gera,“ segir hann alvarlegur. „Það ættuð þið alls ekki að gera – þá mynduð þið opna öskju Pandóru.“ Offita og skorpulifur En ástæður aukinna lifrarsjúk- dóma skýrast einnig af aukinni of- fitu í heiminum. 25% Breta eru of feit og í Bandaríkjunum er vandinn enn meiri. „Í Bandaríkjunum er tal- að um faraldur skorpulifrar vegna offitu,“ segir Williams en segist þó ekki sannfærður um að svo sé – ennþá. Sífellt fleiri sjúklingar sem svo er komið fyrir þurfa á lifr- arígræðslu að halda og hefur fjöld- inn margfaldast á undanförnum fimm til sex árum. Allir þessir þættir samanlagðir, þ.e. vaxandi tíðni lifrarbólgu, aukin áfengis- og fíkniefnaneysla sem og vaxandi offita, skýra aukna eftir- spurn eftir lifrarígræðslum. Og bið- tíminn lengist, er nú orðinn eitt til tvö ár í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Stóra verkefnið að mati Willi- ams er því að koma í veg fyrir lifrar- sjúkdóma. Bólusetningar eru eitt – breytingar á lífsstíl annað. Ráðast þurfi að rót vandans. „Það þarf að ná fram róttækum breytingum á lífsstíl ungs fólks, bæði hvað varðar fíkniefni, áfengisneyslu sem og mataræði,“ segir hann. AP Af skurðstofu „Góðu fréttirnar eru þær að árangur lifrarígræðslna er mjög góður, slæmu fréttirnar hins vegar að færri eru viljugir að gefa líffæri en áður.“ Þörf breytinga á lífsstíl Vaxandi áfengis- og fíkniefnaneysla og offita hafa valdið sprengingu í fjölda lifrarsjúklinga undan- farin ár. Roger Willams, sem tók þátt í fyrstu ár- angursríku lifrarígræðslunni í Evrópu á 7. ára- tugnum, segir vandamálið þegar „hrikalegt“ þótt líklega sé aðeins um að ræða toppinn á ísjakanum. Í HNOTSKURN »Fyrsta árangursríkalifrarígræðslan fór fram árið 1965 í Bandaríkjunum. »Roger Willams tók þátt ífyrstu árangursríku lifrar- ígræðslunni í Evrópu árið 1968. »Lífslíkur þeirra sem fágrædda í sig lifur hafa stóraukist. 75% lifa í tíu ár. »Lifrarbólga C smitastaðallega við blóðblöndun. Algengustu smitleiðirnar eru því þegar sýkt blóð berst frá einum einstaklingi til annars, t.d. þegar fíkniefnaneytendur deila með sér óhreinum sprautunálum. »Skorpulifur er endastigmargra ólíkra sjúkdóma en meðal vestrænna þjóða er alkóhólismi langalgengasta orsökin (50-70%) og næst á eft- ir kemur lifrarbólga C (8- 12%), en ef þessir sjúkdómar fara saman þá margfaldast skaðsemin. Prófessor „Þetta er hrikalegt vandamál,“ segir lifrarsérfræðingurinn Roger Williams um ofdrykkju breskra unglinga. Í KÍNA þekktist til fjölda ára að dauðadæmdir fangar gæfu líffæri til ígræðslu. Mannréttindasamtök vöktu á þessu athygli og spurn- ingar vöknuðu um hvort fangarnir hefðu val. Nú hafa kínversk stjórn- völd bundið bann við slíkum líf- færagjöfum í lög og í staðinn hafið átak í uppbyggingu kerfis sem miðar að lifandi líffæragjöfum, þ.e. að fólk gefi hluta úr lifur eða ann- að nýra til ígræðslna. Lifrarbólga B er algeng í Kína en hún getur valdið krabbameini í lifur sem er þriðja algengasta dánarorsökin í landinu. Kínverjar eru nú í bólu- setningarátaki gegn lifrarbólgu B en það mun ekki skila árangri fyrr en að einhverjum árum liðnum. Kínveska þjóðin glímdi ekki við of- fitu fyrr en fyrir örfáum árum. Sú breyting hefur valdið gríðarlegri aukningu á sykursýki, of háum blóðþrýstingi sem og lifrarsjúk- dómum. Fangar gáfu líffæri FÓTBOLTAMAÐURINN George Best er líklega þekktasti sjúklingur breska lifrarsérfræðingsins Rogers Williams. Best var alkóhólisti og gekkst undir lifrarígræðslu. Í samvinnu við Williams notaði Best sögu sína til að auka umræðu um lifrarsjúk- dóma tengda of- drykkju í Bret- landi. „George vildi að saga sín yrði sögð til að auka vitund almennings um lifrarsjúkdóma,“ segir Willams. „Hann beitti sér fyrir því, allt til síðasta dags, að koma sögu sinni á framfæri, svo hún gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Hann var frábær náungi. Hann hafði einlægan áhuga á að hjálpa öðrum.“ Best stofnaði m.a. sjóði til styrkt- ar rannsóknum á lifrarsjúkdómum. „Ég er sannfærður um að hans þáttur skipti sköpum varðandi þekkingu fólks á lifrarsjúkdómum og ástæðum þeirra.“ Árangur lifrarígræðslu Bests var góður og í eitt og hálft ár eftir að- gerðina breytti Best algjörlega um lífsstíl – stundaði ræktina af kappi og hélt sig frá áfengi. En þegar hjónabandi hans lauk var fótunum kippt undan Best og hann hallaði sér aftur að flöskunni. Best lést árið 2005, þá aðeins 59 ára að aldri. Best breytti umræðunni George Best Lifrin, eitt stærsta líffæri líkam- ans, er ofan til í kviðnum hægra megin. Hún gegnir margþættu hlutverki og er lífsnauðsynleg mannslíkamanum:  Breytir fæðunni í efni sem nauðsynleg eru lífi og þroska.  Framleiðir mikilvæg eggja- hvítuefni fyrir líkamann.  Forðabúr fyrir orku.  Fjarlægir eitruð úrgangsefni úr blóðinu og hreinsar þau úr líkamanum.  Umbreytir lyfjum og hjálpar við að losa þau úr líkamanum þegar hlutverki þeirra er lokið.  Viðheldur hormónajafnvægi og stjórnar framleiðslu kólest- eróls.  Hjálpar líkamanum að verjast sýkingum.  Til að geta sinnt hlutverki sínu þarf lifrin að vera heilbrigð. Þeir fjölmörgu sjúkdómar sem herjað geta á lifrina, svo sem bólgur af völdum veira og lyfja, efnaskiptasjúkdómar og æxli, geta því truflað starfsemi þessa líffæris. Eitt stærsta líffærið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.