Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Yfirhafnir í úrvali Flaga Group hf. Hluthafafundur 8. september 2008 Hluthafafundur í Flaga Group hf. verður haldinn mánudaginn 8. september 2008 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 8:00 árdegis. Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 2. gr. samþykkta: a. Tillaga um endurnýjun á heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár með útgáfu nýs hlutafjár um allt að 80.000.000 króna að nafnverði til að efna kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem og annarra sem starfa í tengslum við félagið. Forgangsréttur hluthafa að aukningunni fellur niður. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með mánudeginum 1. september. Enn fremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.flagagroup.com frá sama tíma. Fundargögn verða afhent á fundarstað að Hilton Reykjavík Nordica. Reykjavík 1. september 2008 Stjórn Flaga Group hf. Ballet-leikskóli Ein kennslustund í viku, 3 – 4 ára Ballet-forskóli Ein kennslustund í viku, 4 – 6 ára Balletstig 2 – 3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri Kennslan skiptist í tvær annir. Haustönnin er 12 vikna námskeið, og vorönnin 12 – 14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Frekari upplýsingar á www.balletskoli.is Skólinn er aðili að Frístundakorti ÍTR. Innritun er hafin í síma 567 8965 og 588 4960 Balletnámskeið fyrir yngri nemendur og framhaldsnemendur ALBERT „Al“ Brandel, alþjóða- forseti Lionshreyfingarinnar, heim- sótti Ísland dagana 29.-31. ágúst ásamt konu sinni, Maureen Murphy, en hún er læknir að mennt. Albert var kjörinn alþjóðaforseti hreyfing- arinnar, fyrir tímabilið 2008-2009, á heimsþingi Lions sem haldið var í Bangkok 23.-27. júní síðastliðinn. Auk þess að hafa verið félagi í Lionshreyfingunni í 33 ár hefur Al Brandel gegnt mörgum trún- aðarstörfum og m.a. setið í stjórn fé- lags Sameinuðu þjóðanna í Banda- ríkjunum. Hér á landi heimsóttu forsetahjón- in nokkra staði þar sem Lionshreyf- ingin hefur látið gott af sér leiða og áttu fundi með menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, um Lions Quest-námsefnið, sem notað er í skólakerfinu hér, og menningar- og umhverfisverkefni á vegum Lions á Íslandi. Þau heimsóttu einnig Hlein og Rjóður sem notið hafa góðs af fé sem safnast hefur í Rauðu fjaðrar söfnunum á vegum hreyfingarinnar. Fleiri í Lions en annars staðar Alþjóðaforseti átti fund með yf- irstjórn íslensku Lionshreyfing- arinnar og hitti Lionsfélaga í kvöld- verðarboði í Kópavogi. Hér á landi eru 0,7% þjóðarinnar í Lionshreyf- ingunni og stendur engin þjóð Ís- lendingum framar hvað það varðar. Eitt stærsta verkefni Lions er sjónvernd, en sérstakt átak Sight First II, er nú í gangi til að safna fé til sjónverndar um allan heim. Ís- lendingar hafa til þessa lagt fram 545 þúsund bandaríkjadala til Sight first II sem er það mesta í Evrópu ef mið- að er við fjölda íbúa. Hér á landi hitti Al Brandel Einar Stefánsson, prófessor, og ræddi við hann um sjónvernd. Brandel vill vinna að því að íslenskir augnlæknar komi að sjónverndarverkefni í Malaví með tilstyrk LCIF, alþjóða hjálparsjóðs Lions, og Sight First II átaksins. Bæði kynin verði í Lions-klúbbum Annað áhersluatriði alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar er að fjölga konum í Lionshreyfingunni en hún telur nú 1,3 milljónir félaga í meira en 190 löndum. Vel hefur miðað í því á undanförnum árum að laða að kon- ur til starfa í Lions og standa Íslend- ingar nokkuð vel á því sviði. Al Brandel leggur mikla áherslu á að stofnað verði til blandaðra klúbba karla og kvenna innan Lionshreyf- ingarinnar, það sé hin nýja leið sem falli vel að fjölskylduvænni stefnu Lions. Íslenskir augnlæknar komi að starfi í Malaví  0,7% þjóðarinnar eru í Lionshreyfingunni  Alþjóðaforsetinn vill fjölga konum í hreyfingunni Ánægja Al Brandel, alheimsforseti Lions, við stýrið á bíl fyrir fatlaða sem Lionshreyfingin gaf til Rjóðurs, og eiginkona hans, Maureen Murphy. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ höfum horft upp á samfélag þar sem launamismunur eykst og við viljum ekki að þjóðarsáttin snú- ist um að þeir lægst launuðu gefi eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Þjóðarsátt verður aldrei hægt að byggja á viðvarandi kynjamisrétti, á því að þeir lægst launuðu borgi brúsann eða að náttúrunni verði fórnað, segir í ályktun Vinstri grænna um efnahagsmál, en flokks- ráðsfundur þeirra var í Reykholti um helgina. Vinstri grænir ályktuðu m.a. um að tryggja þyrfti rekstrargrundvöll sveitarfélaga. Sveitarfélög væru misvel í stakk búin til að veita sjálf- sagða og nauðsynlega grunnþjón- ustu og því þyrfti að auka framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga um 5 milljarða árlega. Ríkið taki þátt í kostnaði almenningssamgangna Vinstri grænir [VG] vilja að ríkið axli ábyrgð og taki þátt í kostnaði vegna almenningssamgangna. Lagasetning í þá veru ætti að vera forgangsmál á komandi vetri. VG vilja að námsmenn fái frítt í strætó óháð lögheimili og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfi að gæta jafnræðis. Þeir hafna hugmyndum um lög- bindingu lágmarksstærðar sveitar- félaga, en frumvarp þess efnis er nú unnið í samgönguráðuneytinu. Að mati VG eiga íbúar að hafa svig- rúm og sjálfstæði til að meta kosti og galla sameiningar. Ítreka nauðsyn austurrísku leiðarinnar Vinstri grænir íteka nauðsyn þess að Alþingi veiti lögreglunni heimild til að leggja á heimsóknar- og nálgunarbann og fjarlægja of- beldismenn af heimilum. „Þetta er mál sem Kolbrún Halldórsdóttir hefur verið með í allmörg ár og það er mjög merkilegt að þessi hug- mynd okkar, að fara austurrísku leiðina, nýtur vaxandi fylgis í sam- félaginu,“ segir Katrín. Vinstri grænir fagna þverpólitískri ályktun borgarráðs Reykjavíkur þar sem Alþingi er hvatt til að breyta lögum þannig að sem fyrst fáist skýrar lagaheimildir til að koma í veg fyrir rekstur nektardansstaða. Að mati VG er mikilvægt að létta byrðar barnafjölskyldna á tímum efnahagsþrenginga. Menntun barna og þátttaka þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi má ekki vera háð efnahag foreldra eða tíma- bundnum þrengingum í samfélag- inu. Vinstri grænir segja að þjóðar- sátt verði að snúast um að snúa af leið misskiptingar, auka launajöfn- uð, efla velferðarkerfið, deila skatt- byrðinni á réttlátari hátt þannig að hátekjufólk og fjármagnseigendur taki þátt í samneyslunni, efla fjöl- breytt atvinnulíf og þjóðarsáttin eigi að byggjast á því að allir sitji við sama borð. Efla þarf gjaldeyrisforðann Vinstri grænir fagna samstöðu um eflingu gjaldeyrisvaraforðans og fagna því einnig ef stjórnvöld vilja raunverulega efna til þverpóli- tísks og þverfaglegs samstarfs í anda þjóðarsáttar. En sú þjóðarsátt þurfi að byggjast á félagslegum forsendum. „Það er auðvitað vanda- samt að nota hugtakið þjóðarsátt en við tölum um samstarf í þeim anda,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna. „Að allir helstu burðarásar samfélags- ins komi saman og glími við þessar erfiðu aðstæður í þjóðfélaginu. Við viljum þjóðarsátt um að verja lífs- kjörin í landinu, heimilin og velferð manna. Það er engin þjóðarsátt að velta vandanum af óráðsíðunni yfir á heimilin og skerða lífskjörin,“ segir Steingrímur. Hann segir að- gerðir í efnahagsmálum vera brýn- ustu verkefnin framundan. Stjórn- völd hafi loks viðurkennt ástandið í efnahagsmálum sem margir höfðu spáð fyrir um. „Það þarf samt að fara að breyta orðum í athafnir og menn þurfa að fara að koma sér að verki.“ Þjóðarsátt getur aldrei byggst á misrétti Steingrímur J. Sigfússon Katrín Jakobsdóttir Í HNOTSKURN »Í ræðu sinni við upphafflokksráðsfundar Vinstri grænna sl. föstudag sagði Steingrímur J. Sigfússon að ráðamenn þjóðarinnar hefðu verið „klæðlausir á berangri þegar bylurinn skall á“. Vísaði hann þar til efnahagsins. »Steingrímur vill endur-skoða verkaskiptingu stjórnarráðsins og vill að kom- ið verði á fót sérstöku efna- hagsráðuneyti sem taki m.a. við ríkisfjármálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.