Morgunblaðið - 01.09.2008, Side 35

Morgunblaðið - 01.09.2008, Side 35
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is EKKI liggur alltaf í augum uppi hvað býr að baki nöfnum hljóm- sveita og tónlistarmanna. Stundum er merkingin og uppruninn allt ann- ar en mætti halda í fyrstu og jafnvel löng saga og djúp merking á bak við nöfnin, – nú eða algjör vitleysa. ABBA Um er að ræða skammstöfun á skírnarnöfnum hljómsveitarmeðlim- ana: Agnetha Fältskog, Björn Ulva- eus, Benny Anderson og Anni-Frid Lyngstad. AC/DC Merking á saumavél fyrir Alter- nating Current / Direct Current (riðstraumur / jafnstraumur) sem meðlimur hljómsveitarinnar rak augun í eitt sinn. Hljómsveit- armeðlimir voru grunlausir um að AC/DC væri einnig slanguryrði fyrir tvíkynhneigð og olli það ýmsum flækjum í upphafi ferilsins. Alice Cooper Að sögn hljómsveitarmeðlima stafaði vera annars heims þessi orð þegar gengið fór í andaglas. The Beatles Guttarnir voru miklir aðdáendur Buddy Holly & The Crickets (þ.e. Krybbanna) og kenndu sig því við annað skordýr, bjölluna (beetle). Lennon á svo að hafa fundið upp á að bræða saman beat (taktur) og beet- les. Bee Gees Nafnið er ekki dregið af „Brot- hers Gibb“ eins og margir halda heldur nefndu Gibb-bræðurnir bandið eftir tveimur vinum sem hjálpuðu þeim að koma ferlinum af stað, Bill Goode og Bill Gates að nafni. Bob Dylan Róbert litli Zimmerman var mikill aðdáandi skáldsins Dylans Thomas og tók sér þess vegna nafn hans. Bono Paul Hewson átti leið um heyrn- artækjaverslun í Dyflinni og fékk innblástur að listamannsnafninu frá einu tækinu sem merkt var „Bono Vox“. Chubby Checker Sagan segir að á meðan á upp- tökum stóð hafi eiginkona plötu- framleiðandans spurt Ernest Evans til nafns rétt eftir að hann hafði hermt eftir Fats Domino. „Vinir mínir kalla mig Chubby“ (búttaður) sagði hann, og hún grínaðist á móti: „Eins og Checker?“ (þ.e. dammtafl). Þótti orðaleikurinn einstaklega fyndinn og festist við listamanninn. David Bowie David Jones vildi ekki að fólk ruglaðist á sér og Davy Jones úr Monkees og ákvað því að kenna sig við bowie-hníf sem er stór og ægileg hnífategund. The Eagles Rokkararnir sígildu voru undir miklum áhrifum frá The Byrds og fundu sér því nafn í svipuðum dúr sem þar að auki hljómaði mjög am- erískt. Blessunarlega lögðu þeir nöfnunum Teen Kings og The Emergencies sem þeir höfðu áður tekið sér. Elton John Bresku tónlistarmennirnir Elton Dean og Long John Baldry urðu grunnurinn að listamannsnafni Pearl Jam Að sögn forsprakka hljómsveit- arinnar á nafnið bæði að vísa til fagurra eiginleika perlunnar og þess hvernig hún verður til úr úr- gangi. Pink Floyd Áður höfðu þeir kallað sig „The Megadeaths“ og „Screaming Ab- dabs“ en breyttu svo yfir í „The Pink Floyd Sound“ sem myndað var úr nöfnum blústónlist- armannanna Pink Anderson og Floyd Council. Nafnið var svo stytt í Pink Floyd. Queen Freddie Mercury á að hafa líkað bæði tengingin við glysið í dragg- drottningum og svo glæsileikann sem fylgir kóngafólki. Ramones Paul McCartney mun hafa kall- að sig Paul Ramone í upphafi fer- ilsins. Það var til að heiðra Paul gamla að meðlimir hljómsveit- arinnar öpuðu eftir honum vitleys- una. REM Um er að ræða skammstöfun fyrir hraðar augnhreyfingar (Ra- pid eye movement) sem einkennir ákveðið svefnstig. Sex Pistols Umbinn á að hafa fengið hug- myndina að nafninu og fengið inn- blástur frá fataverslun fyrir pönk- ara sem kölluð var Sex, jafndónalegt og það er nú. Spandau Ballet Bandið, sem áður kallaði sig The Makers, skipti um nafn eftir heim- sókn til Berlínar. Þar á einn af rót- urunum að hafa rekið augun í veggjakrot sem fjallaði um Span- dau-fangelsið þar sem fjöldi manns mun hafa verið hengdur og engst um og skoppað í reipinu. Voru þessir kippir kallaðir að dansa „Spandau-ballettinn“. U2 Samkvæmt heimildum vill Bono meina að hljómsveitin hafi ekki fengið nafnið lánað frá U2- njósnaflugvélinni heldur sé ein- faldlega verið að vísa í samskiptin við áheyrendurna, „you too“, þ.e. „líka þið“. UB40 Eyðublaðið sem fylla þarf út til að komast á atvinnuleysisbætur í Bretlandi er merkt UB40. Wham! George Michael og Andrew Ridgeley, sem kynntust í hljóm- sveitinni „Executive“, vildu taka tónlistarbransann með hvelli, og völdu sér því upphrópun við hæfi. The Who Segir sagan að þegar verið var að fara yfir möguleg hljómsveit- arnöfn hafi hljómsveitarmeðlimir þegar verið orðnir svo slæmir til heyrnarinnar að þeir hafi spurt hver annan í sífellu „hvað?“ (e. „the who?“). 10CC Sú saga mun hafa lifað góðu lífi að nafnið væri til komið af því að meðalsáðlát hjá karlmanni væri 9cc (þ.e. rúmsentimetrar) að rúm- máli, og 10cc væri þá enn betra. Sannleikurinn á að vera sá að um- boðsmanninn Jonathan King hafi einfaldlega dreymt að hann myndi stýra bandi með þessu undarlega nafni og ná á toppinn. Meðalsáðlát á svo að vera frá 1,5 til 5 rúmsenti- metrar, ef út í það er farið. Nöfn með sögu Torskilin nöfn nokkurra hljóm- sveita og tónlistar- manna útskýrð ABBA Bob DylanQueen Sex Pistols popparans skrautlega sem skírður var því drepleiðnlega nafni Reginald Dwight. Engelbert Humperdinck Nafnið er eignað umboðs- manninum Gordon Mills sem sagði söngvaranum Gerry Dor- sey að með þessu nýja nafni gæti fólk auðveldlega munað eftir honum, og aldrei gleymt honum. Iron Maiden Hljómsveitin tók sér nafn sem notað var yfir ægilegt pyntingatæki, n.k. box alsett göddum að innan sem fórnarlömbin voru lokuð inni í. KISS Nafnið stendur ekki fyrir Knights in Satan’s Service (Riddarar í þjón- ustu kölska), heldur var meiningin sú að orðið kiss (koss) hljómaði í senn hættulegt og æsandi. Meatloaf Söngvarinn Marvin Lee Aday hefur gefið ýmsar útskýringar á listamanns- nafninu. Sú algengasta er að hann hafi eitt sinn stigið á tær fótboltaþjálfara síns í menntaskóla, en hann hafði van- ið sig af að bölva og hrópaði í staðinn upp yfir sig: „Meat Loaf!“ Heimildir www.classicbands.com www.nwitimes.com Alice Cooper Elton John U2 David Bowie AC/DC 10CC Bítlarnir Wham! Iron Maiden MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.