Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 16
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is V oldugar litríkar 19. aldar byggingar, skreyttar lágmyndum, í bland við hreinlínu arkitektúr 20. aldar – gler, járn, ögr- andi formmyndun og svo að sjálf- sögðu finnska viðinn. Þessi undar- lega stílblanda kann að hljóma sem hrópandi ósamræmi en virkar engu að síður og, ásamt gróskumiklum görðum, stöðuvötnum og sérlega vingjarnlegum íbúum, á sinn þátt í sjarmanum sem Helsinki býr yfir. Og það er verður að segjast að það er notalegt að rölta eftir Espl- anadi – lystigarði með skýrum 19. aldar vísunum í formi laufskála og glerhýsa á sólríkum sumardegi. Fram undan blasir syðri höfnin við og beggja vegna eru þétt setin kaffihús og veitingastaðir sem flæða út á gangstéttirnar, ásamt hönn- unar- og lúxusverslunum sem koma auðveldlega við létta pyngju. Artek, Iittala, Arabia og Marimekko, þess- ir þekktu fulltrúar finnskrar hönnunarsögu eru vel sýnilegir við göngugötuna. Stutt ferð um hönnunarhverfið svo nefnda full- vissar ferðalanginn hins vegar fljótt um að þeir eru langt frá því að vera þeir einu. Borg postulanna Það er auðvelt að flakka um mið- borg Helsinki á tveim jafnfljótum. Innan miðjunnar rúmast líka vel flestir ferðamannastaðir þessarar borgar með sína tæplega 570.000 íbúa. Fyrirframgefnar hugmyndir mínar voru á þann veg að Helsinki hlyti að líkjast hinum norrænu höfuðborgunum, sem hún og gerir – en aðeins upp að vissu marki. Rúss- neska fortíðin er nefnilega mjög ráðandi í miðborginni og skyldi eng- an undra. Helsinki, eða Helsingfors eins og hún heitir á sænsku, taldist varla nema smábær er Rússar náðu Finnlandi af Svíum árið 1809, fluttu höfuðstað landsins frá Turku til Helsinki og byggðu þar upp borg í anda Sankti Pétursborgar. Borg sem varð að efnahagslegum og menningarlegum kjarna Finnlands. Byggingarnar við Senaatintori- torgið sem þýski arkitektinn Carl Ludwig Engel á heiðurinn af – dóm- kirkjan, háskólinn og ríkisráðshöllin sem nú hýsir forsetaskrifstofuna eru líklega þekktustu dæmin um Sankti Pétursborgarstílinn. Rúss- nesku áhrifin finnast þó víðar, t.d. í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni Uspenski, ráðhúsinu, forsetahöllinni og fleiri byggingum við Pohjois- esplanadi göngugötuna. Hafið bláa hafið Markaðstorgið við syðri höfnina dregur að ferðamenn jafnt sem heimamenn og hlaðin borð af glæ- nýju grænmeti og litríkum ávöxtum freista bragðlaukanna. Finnsku skarti, trémunum og leðri í bland við hefðbundinn túristavarning er svo stillt fram á öðrum básum, enda fjöldi ferðalanga sem á leið um svæðið. Frá syðri höfninni má líka taka ferjur til nærliggjandi eyja, t.d. Korkesaari sem hýsir einn af elstu dýragörðum í heimi og sömu- leiðis Suomelinna, eyjaklasa sem hýsir samnefnt sævirki sem Svíar hófu að reisa 1748 og er í dag á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Virkið hefur í gegnum tíðina þjónað vörnum Svía, svo Rússa og loks Finna sjálfra. Burtséð frá allri hernaðarsögu er þessi 400 manna byggð einkar hugguleg heim að sækja. Gamli sænski og rússneski stíllinn er svo gott sem allsráðandi og vel þess virði að taka með sér nesti og slá lautarferð saman við heimsóknina. Síbelíusarminnismerkið í Síbelí- usargarðinum, óperuhúsið og tón- leika- og ráðstefnuhúsið Finlandia Talo, sem sjálfur Alvar Aalto á heið- urinn af, eru einnig vinsælir við- komustaðir ferðamanna. Ekki skyldi heldur gleyma Ólympíu- leikvanginum, einfaldri fúnkisbygg- ingu sem reist var fyrir Ólympíu- leikana 1952 og lýst hefur verið sem einum af fegurri ólympíuleik- vöngum. Hönnun og meiri hönnun … Það er allt að því illmögulegt að fjalla um Helsinki án þess að talið berist aftur og aftur að hönnun og arkitektúr. Það er eins og borgin og byggingarnar innan endimarka hennar krefjist þess einfaldlega. Kiasma samtímalistasafnið er gott dæmi um þá frjóu hugsun sem einkennir finnskan arkitektúr, ekki síður en Temppeliaukio eða kletta- kirkjan sem að hluta til er höggvin inn í klett. Áðurnefnd Finlandia Talo bygging er þá með þekktari byggingum Alvars Aaltos og Aalto- húsið í Munkkiniemi-hverfinu, sem arkitektinn reisti sem heimili fyrir sig og fjölskyldu sína, er vel þess virði að leggja á sig örlítið ferðalag. Aalto bjó í húsinu í eina fjóra ára- tugi og er það einstakt minjasafn um hönnun hans og eiginkvenna hans, þeirra Aino og Elissu. Í hönnunarhverfinu svonefnda í miðbænum er svo að finna hönnun- arsafnið Designmuseo, sem að mínu mati olli nokkrum vonbrigðum – önnur eins hönnunarþjóð og Finnar gæti örugglega gert betur. Hönnun- armiðstöðin Design Forum þar sem finna má verk yngri hönnuða reynd- ist hins vegar skemmtilegur bræðslupottur og ljóst að þó að Al- var og Aino Alto og Maija Isola kunni að vera nöfnin á vörum ferða- manna eru yngri hönnuðir engu að síður uppfullir af frjóum hug- myndum. Antik-, hönnunar-, fataverslanir, gallerí og sýningarsalir í hönnun- arhverfinu bera þessari sömu sköp- unargleði einnig skýr merki, fanga augað og freista buddu á meðan minnst er með söknuði þess tíma er evran var bara 83 krónur. Finlandia Talo Með þekktari byggingum Aaltos. Sólarstopp Esplanadi-garðurinn er vinsæll á sólardögum.Dómkirkjan Rússnesku áhrifin í dómkirkjunni og nálægum byggingum leyna sér ekki. Morgunblaðið/Anna Sigríður Súkkulaðiheimar Íslendingar kannast líklega flestir við myntusúkkulaðið frá Karl Fazer, samnefnt kaffihús og súkkulaðibúð í miðbænum sýnir hins vegar að því fer fjarri að það sé það eina sem í boði er. Morgunblaðið/Anna Sigríður Við höfnina Það er líflegt mannlíf við höfnina og fjöldi fólks sem leggur leið sína til eyjanna fyrir utan. Hafnarborg með hönnunarsögu Það er lítið mál að finna góða veitingastaði í Helsinki, sama hvað freistar bragðlaukanna. Kínverska, japanska, líbanska, kúbanska, nepalska og svo að sjálfsögðu skandinavíska veit- ingastaði er víða að finna. Þetta eru aðeins örfá dæmi … Demo Michelinstjörnu staður sem byggir á nútíma finnskri mat- argerð. Uudenmaankatu 9-11 Sími: 00358 (09) 2289 0840 Netfang: demo@restaur- antdemo.fi www.restaurantdemo.fi/ contact Raku Ya Stílhreinn og fágaður jap- anskur staður við höfnina. Eteläranta 14 Sími: 00358 (0)9 675 449 Netfang: rakuya@kolumbus.fi www.ravintolaopas.net/ rakuya Kappeli Á sinn sess í finnskri menn- ingarsögu. Hér sátu finnskir 19. aldar hugsuðir og lista- menn á borð við þá Sibelius og Juhani Aho. Maturinn er enn góður. Eteläesplanadi 1 Sími: 09 6812 440 Netfang: kappeli@sok.fi www.ravintolaopas.net/ kappeli/ Líbanskt, nepalskt eða japanskt? Hún er skemmtileg blanda austurs og vesturs þótt líklega væri réttara að segja að í Helsinki næðu að tvinnast saman Rússland 19. aldar og Norðurlönd þeirrar 20. www.helsinki.fi www.hel2.fi www.suomenlinna.fi www.alvaraalto.fi www.designforum.fi |mánudagur|1. 9. 2008| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.