Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM DARK KNIGHT kl. 6 - 8 - 10 sýnd í sal 1 B.i. 12 ára STAR WARS: CLONE WARS kl. 5:50D LEYFÐ DIGITAL GET SMART kl. 10:10D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ STAR WARS: CLONE WARS kl. 5:50 LEYFÐ GET SMART kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! - Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR- B.S., FBL -S.V., MBL LAURYN (Winstead), tvítug stúlka sem býr í smábæ í Indiana, á sér draum. Hún annast fjár- reiður og bókhald bílaverkstæðis föður síns, sem er látinn, líkt og móðir hennar, en hugur Lauryn er fjarri drifsköftum, bókhaldi og koppafeiti: Hún vill verða stjarna dansgólfsins, líkt og móðir hennar þráði. Hugurinn ber hana hálfa leið til Chicago, hitt fer hún á bíl- druslunni, ákveðin í að komast inn í frægasta dansskóla borgarinnar. Dómararnir á inntökuprófinu eru á öðru máli eftir prufuna og hún sest í öngum sínum inn á bar í rokrass- inum Chicago. Á meðan er druslan fjarlægð af gatnakerfi borgarinnar. Kunnuglegt? Kemur Flash- dance, Fame, Rocky og aragrúi annarra ámóta mynda upp í koll- inn? Svo sannarlega. Það skortir ekki snotra rassa, sveiflur og hnykki í dansarana, en frumleg hugsun er torfundin. Ég bendi öðr- um en táningum og forföllnu áhugafólki um dansmennt að horfa frekar á So You Think You Can Dance, eða hvað þeir heita sjón- varpsþættirnir, það er ögn af raun- veruleikablæ yfir þeim. Í heimi Lauryn kemur alls ekki neitt á óvart og miskunnsamir samverjar hvarvetna sem þeirra er þörf, framvindan og endalokin full- komlega fyrirsjáanleg. Winstead (Die Hard 4) er sæt en litlaus, það sama má segja um Make it Happ- en í heild. Draumórar á dansgólfinu Sæbjörn Valdimarsson Smárabíó, Regnboginn Make it Happen Leikstjóri: Darren Grant. Aðalleikarar: Mary Elizabeth Winstead, Riley Smith, Tessa Thompson 90 mín. Bandaríkin. 2008.  Make It Happen Að mati gagnrýnanda er myndin sæt en litlaus. ÞAÐ var heitt, mjög heitt og rakt, þegar gengið var inn á skemmtistað- inn Rúbín í Öskjuhlíðinni síðastliðið fimmtudagskvöld. Kannski ekki að undra þar sem sjálfur DJ Sexbomb lét tónana flæða um salinn. Hann var þó ekki aðalstjarna kvöldsins (þó svo að hann hafi skinið skært og skartað sínu fegursta) heldur hinn franski Sébastien Tellier sem gerði garðinn frægan með frábæru framlagi sínu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva fyrir skemmstu. Sébastien Tellier er galdramaður mikill og kann sitt fag þegar kemur að heillandi sviðsframkomu. Gríp- andi melódíur eru honum í blóð bornar og það sem meira er, þá er hann skemmtilegur glaumgosi og argasti húmoristi sem tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega. Það var gaman að sjá Tellier ganga á svið ásamt hljómsveit sinni, skartandi sínu klæðilega skeggi og síðum lokkum, klæddur bleikum buxum, hvítri skyrtu, flottum silfurjakka og með sólgleraugun. Svona alveg eins og ekta stjarna – alvöru skemmtikraft- ur. Með Tellier spiluðu þrír einkar færir hljóðfæraleikarar, tveir á hljóðgervla og hljómborð og svo frá- bær trommari. Sébastien Tellier lék hvað mest á rafmagnsgítarinn fyrri- part tónleikanna en undir lokin spil- aði hann sínar flottu melódíur á pí- anó. Í sumum lögum lék Tellier ekki á hljóðfæri, lét sér nægja að syngja og dilla sér á kynþokkafullan hátt auk þess að reykja sígarettur og skála í hvítvíni enda fór ekki á milli mála að hann skemmti sér sjálfur konunglega og var í góðu stuði. Að auki komu við sögu klárir hljóðmenn en hlutverk þeirra var að sjá um að allt gengi upp og fylla inn í eyðurnar þegar svo bar undir en það kom mér mikið á óvart hvað hljómsveitin spil- aði sjálf mikið af flóknu og við- kvæmu efninu án of mikillar hjálpar frá fyrirfram hljóðrituðum undirleik og hljóðsmölun. Tónleikarnir byrjuðu af krafti. Kynóðurinn „Kilometer“, af plötunni Sexuality sem kom út í ár, olli engum vonbrigðum og geggjaður gít- arleikur Telliers fangaði athygli allra sem í salnum voru. Útsetningar laganna sem fylgdu í kjölfarið á þessari kynþokkafullu plötu voru rokkaðri en ég átti von á en alltaf í anda áttunda áratugarins en Tellier sækir mikinn innblástur í rokk og raftónlist þeirra tíma. Byrjunin lof- aði góðu en hinum skeggjaða Frakka átti bara eftir að vaxa ásmegin. Ann- að lagið var Euorovision-smellurinn „Divine“ og olli flutningurinn engum vonbrigðum en flutningurinn var hraðari og tilraunakenndari en mað- ur á að venjast. Þrjú lög til viðbótar af Sexuality fylgdu í kjölfarið en átta lög af ellefu sem Sébastien flutti voru af henni. Draumkenndar mel- ódíur í bland við rokkaða raftóna voru einkar lokkandi og hin kynlega og þokkafulla spenna var allsráðandi þegar þessi snillingur átti í ofsa- fengnum ástaratlotum sínum við sex strengi rafmagnsgítarsins. Tónleik- unum lauk þó á rólegri nótum en þar lék Tellier á píanóið af stakri snilld. Næstsíðasta lagið, „La Ritournelle“, olli engum vonbrigðum og heyra mátti ánægjustunur utan úr sal þeg- ar fyrstu tónarnir byrjuðu að óma. „L’amour Et La Violence“ var svo lokalagið, ekta ballaða, tregabland- in, grípandi og súpersvöl – svona ekki ósvipuð og hjá galdramönn- unum í hinni þjóðsagnakenndu Sparks. Aukalagið var síðan ekki af verri endanum, hið þokkalega og dansvæna „Sexual Sportswear“ sem sendi alla dansandi út í blauta nótt- ina. Glamrokkað og dramatískt diskó Sébastiens Telliers og félaga var skemmtilegt, þokkafullt og smekk- legt, umvafið ástúð og tilfinningu fyrir tónlistinni. Það var aldrei ann- að að sjá en að pakkaður salurinn væri vel með á nótunum og nyti hverrar mínútu. Það eina sem hægt er að finna að er staðsetningin því að þótt Rúbín henti vel til tónleikahalds og sé glæsilegur staður með góðan hljómburð þá er ekki hægt annað en að hugsa með sér að glaumurinn og glæsileikinn hefði notið sín betur á aðeins stærri stað og á stærra sviði. En kannski eru þetta bara órar í mér því ekki get ég kvartað yfir þessu kvöldi. Súpersvalur og dýrslegur sjarmi Jóhann Ágúst Jóhannsson TÓNLIST Rúbín Sébastien Tellier bbbb DJ Sexbomb Óttarr Proppé. Morgunblaðið/G.Rúnar Svalur „Sébastien Tellier er galdramaður mikill og kann sitt fag…“ Á gítarnum Tellier í ham.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.