Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 29 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Lau 20/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Ástin er diskó - lífið er pönk Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fös 19/9 kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Engisprettur Fös 26/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Fim 9/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Lau 11/10 frums. kl. 20:00 U Sun 12/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 7/9 kl. 11:00 Sun 7/9 kl. 12:30 Sun 14/9 kl. 11:00 Sun 14/9 kl. 12:30 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums kl. 20:00 U Lau 6/9 kl. 19:00 U 2. kortas Sun 7/9 kl. 20:00 U 3. kortas Þri 9/9 aukas kl. 20:00 U Mið 10/9 aukas kl. 20:00 U Fös 12/9 kl. 19:00 U 4. kortas Fös 12/9 ný aukas kl. 22:00 Lau 13/9 kl. 19:00 U 5. kortas Lau 13/9 ný aukas kl. 22:00 Sun 14/9 aukas kl. 20:00 U Fim 18/9 aukas kl. 20:00 U Fös 19/9 kl. 19:00 U 6. kortas Lau 20/9 kl. 19:00 U 7. kortas Lau 20/9 kl. 22:30 Ö 8. kortas Fim 25/9 kl. 20:00 U 9. kortas Fös 26/9 kl. 19:00 U 10. kortas Fös 26/9 ný aukas kl. 22:00 Lau 27/9 kl. 19:00 U 11. kortas Lau 27/9 ný aukas kl. 22:00 Fim 2/10 kl. 20:00 U 12. kortas Fös 3/10 kl. 19:00 U 13. kortas Fös 3/10 aukas kl. 22:00 Ö Lau 4/10 kl. 19:00 U 14. kortas Lau 4/10 aukas kl. 22:00 Ö Ath! Takmarkaður sýningarfjöldi. Tryggðu þér miða í áskriftarkortum. Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 aukasýnkl. 14:00 Ö Sun 14/9 aukasýn kl. 14:00 Sun 21/9 aukasýn kl. 14:00 Sun 28/9 aukasýn kl. 14:00 Síðustu aukasýningar. Fýsn (Nýja sviðið) Fim 11/9 fors. kl. 20:00 U Fös 12/9 frums. kl. 20:00 U Lau 13/9 kl. 20:00 Ö 2. kortas Sun 14/9 kl. 20:00 Ö 3. kortas Fös 19/9 4. kortas kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Ö 5. kortas Sun 21/9 6. kortas kl. 20:00 Ekki við hæfi barna. Almenn forsala hafin. Tryggðu þér sæti í áskriftarkortum. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Þri 7/10 forsýn kl. 20:00 U Mið 8/10 forsýn kl. 20:00 U Fim 9/10 forsýn kl. 20:00 U Fös 10/10 frumsýn kl. 20:00 U Lau 11/10 kl. 19:00 Sun 12/10 2. kortas kl. 20:00 Forsala hefst 24. september, en þegar er hægt að tryggja sæti í áskriftarkorti. Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 15:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fjölskylduskemmtun Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Maddid (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 4/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Dimmalimm (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Mán 6/10 kl. 09:00 F Gísli Súrsson (Tjöruhúsið/ferðasýning) Mið 24/9 kl. 11:00 F Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Janis 27 Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö Fim 9/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Mammút Tónleikar Fös 5/9 kl. 20:00 Bergþór , Bragi og Þóra Fríða Tónleikar Sun 21/9 kl. 16:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 6/9 kl. 15:00 Ö Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Ö Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 15:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 25/10 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Drengurinn: Í fyrsta skipti í leik- húsi. Hann sá Einar Áskel, pabba, og kisu þegar Bernd kynnti þau á teiknuðum myndum sem hanga utan á eftirlíkingunni af leikhússkassa sem hann hefur byggt upp í Kúlunni. Já, auðvitað! Það sáu allir sem þekkja Einar Áskel. Og þegar tjöldin drógust frá átti það sem gerðist heima hjá Einari Áskeli og pabba hans athygli drengsins alla. Að koma og hverfa, fela sig á bak við hurð, inni í skáp vakti ósvikna gleði. Fyrst fann hann hjá sér þörf til að orða einn og einn hlut sem hann sá, svo gaf hann sig leiknum á vald. Það var ekki fyrr en Einar Áskell fór að smíða þyrluna að athyglin fór að dvína – þó ekki meira en það að hann notaði tímann til að senda með geislandi augnatilliti til hins fullorðna, og einhvers sem sat á næsta bekk fyrir aftan, spurn- inguna: Er þetta ekki gaman? Það dró örlítið úr gleðinni þegar hring- sviðið litla opnaði sýn inn í mynd af hreinum, tærum íslenskum firði sem feðgarnir svifu yfir. Bílalestin kallaði þó á viðbrögð. Orð. Þegar feðgar sneru aftur heim, farið var að sofa, ljónið kom í skápinn, varð aftur ákaf- lega gaman hjá drengnum og spenn- andi, nú var loks gott að príla upp í fang á öðrum. Á eftir, á veitingahúsi, undir borði, var komin kisa sem hvarf og birtist og sagði: Gúgg, gú. Gúgg, gú. Amman: Amman er einlægur aðdáandi Einars Áskels og Bernds Ogrodniks. Vissulega leið henni vel meðal glaðra hlæjandi barnanna og hreifst með þeim. Vissulega fundust henni Einar Áskell og pabbinn hag- lega gerðar eftirlíkingar. Kom reyndar ekki með því hugarfari að fá að sjá nákvæma eftirlíkingu af bók- um Gunnillu Bergström; heimi Gunnillu Bergström þar sem texti og teiknimyndir dansa létt, fílósófískt og kómískt í hvítu, óendanlegu rými og þar sem stundum eru klipptar inn ljósmyndir, framandi textabrot og tengingar við annan myndveruleika. En amman skildi satt best að segja ekki hvert var sjónarhornið á heim Gunnillu í þessari sýningu. Og furðaði sig á því hversu smámuna- samur, eiginlega lokaður mynd- heimur Bernds Ogrodniks var; hversu þröngt var um brúðurnar; hve smáar þær voru; hve þrengslin gerðu ferð feðganna á þyrlunni inn í frumskóginn fátæklega, hve upphaf- in myndin var sem opnaðist á hring- sviðinu inn í íslenskt landslag – þar hefði Gunnilla varla getað stillt sig um að brjóta upp og klippa inn ljós- mynd af rafmagnsstaurum, jafnvel álverksmiðju! En Bernd virðist hafa lokast inni í ánægjunni af að skera út. Amman hefur heldur aldrei al- mennilega skilið hvaða hlutverki leikstjóri gegnir í sýningum Bernds. En það er auðheyrt að hér hefur heyrn hans brugðist. Tónlistin var stundum of há, það glamraði í stöng- um. Og þó að leikskólabörn á Íslandi séu flest þaulvön að umgangast fólk sem talar takmarkaða íslensku er ástæðulaust að vera með rangar beygingar og áherslur. Svo flókinn er textinn ekki að Bernd (sem í sínu eigin hylki nær fínu sambandi við börn) geti ekki lært að koma honum þannig frá sér að öll orð verði skilj- anleg – þó ekki væri nema vegna framvindunnar. En „gúgg gú!“ segir drengurinn. Gúgg gú, gúgg gú Einar Áskell „En amman skildi satt best að segja ekki hvert var sjón- arhornið á heim Gunnillu í þessari sýningu,“ segir m.a. í dómi. LEIKLIST Gestaleikur Figúru í Þjóðleikhúsinu Handrit eftir Bernd Ogrodnik byggt á bók- unum: Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell, eftir Gunillu Bergs- tröm. Leikstjóri: Kristján Ingimarsson. Leikmynd og leikmyndagerð: Bernd Ogrodnik. Búningahönnun og gerð: Helga Björt Möller. Brúðuhönnun og stjórn: Bernd Ogrodnik. Kúlan, laugard. 30. ágúst 2008, kl. 15. Klókur ertu, Einar Áskell María Kristjánsdóttir KVIKMYNDIN Kjötborg eftir þær Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur var valin besta ís- lenska heimildarmyndin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts&Docs sem lauk í gær, og fékk þar með Silfurrefinn, verð- launagrip hátíðarinnar. Kjötborg fjallar um samnefnda hornverslun í Vesturbæ Reykjavíkur og bræðurna Gunnar og Kristján sem reka hana. Það var svo Gjörgæsla eftir Börk Sigþórsson sem var valin besta ís- lenska stuttmyndin, en hún er að- eins einnar mínútu löng. Nánari upplýsingar má finna á www.shortdocs.info. Kjötborg best Morgunblaðið/Frikki Sigurvegarar Þeir Gunnar Halldór og Kristján Aðalbjörn Jónssynir í Kjötborg heilluðu dómnefnd. ALDREI hafa fleiri sótt opið hús hjá Borgarleikhúsinu en í gær, en um sjö þúsund manns lögðu leið sína þangað og kynntu sér vetr- ardagskrá leikhússins. Fjöldi skemmtiatriða var í boði, heitar nýbakaðar vöfflur runnu ljúft ofan í mannskapinn, boðið var upp á skoðunarferðir um húsið, auk þess sem opnar æfingar voru á öllum sviðum. Fólk á öllum aldri upplifði töfra leikhússins, fékk að gægjast bak- sviðs og fékk forsmekk af þeim sýningum sem brátt verða á fjöl- unum. Í fréttatilkynningu segir að áskriftarsala sé þegar orðin meiri nú en undanfarin ár, og til að mynda hafi selst fleiri áskrift- arkort í síðustu viku en allt síð- asta ár. Þá hafi sala á einstakar sýningar, svo sem Fló á skinni, slegið fyrri met. Morgunblaðið/G.Rúnar Bakari og leikhússstjóri Magnús Geir Þórðarson, leikhússstjóri Leikfélags Reykjavíkur, bakaði vöfflur fyrir gesti og gangandi í gær. Sjö þúsund á opnun www.borgarleikhusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.