Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Gætirðu ekki kennt okkur Seðlabankamönnum á þessa silfurtuðru, Ólafur minn?? VEÐUR Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaðiFatímusjóðinn fyrir þremur ár- um. Markmið sjóðsins er að styrkja börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til náms og hjálpa ómenntuðum konum að mennta sig.     Um helginastóð Jóhanna fyrir markaði í Perlunni. Til- gangurinn með markaðnum var að safna fyrir uppbyggingu skóla fyrir konur og börn í Jemen. Markaðurinn í Perlunni hlaut frá- bærar undirtektir. Jóhanna hafði sett sér það markmið að safna tutt- ugu milljónum króna og safnaðist vel umfram það.     Jóhanna átti greinilega ekki von áþessum miklu og góðu und- irtektum við framtaki sínu. „Er ekki allt í lagi þó að mér sé orða vant?“ spurði hún í kvöldfréttum Útvarps í gær.     Ekkert hjálparstarf skilar jafnmiklum árangri og menntun. Af- raksturinn sést ef til vill ekki sam- stundis, en hann skilar sér þegar til lengri tíma er litið. Það er hægt að svipta fólk aleigunni, en menntunin verður ekki tekin af því.     Framlög í Fatimusjóðinn renna tilFræðslumiðstöðvar í Sanaa og um þessar mundir styrkja Íslend- ingar 126 börn, sem ganga í skóla á vegum miðstöðvarinnar. Í haust hef- ur fyrsta barnið, sem Íslendingar hafa styrkt í gegnum Fatimusjóðinn, nám í háskóla. Það er 19 ára stúlka, sem nefnist Hanak AlMatari. Í gegn- um sjóðinn hafa lokist upp fyrir henni dyr, sem ekki standa mörgum stúlkum í Jemen opnar.     Það er óhætt að óska Jóhönnu tilhamingju með góð verk; frábær- an árangur af markaðnum í Perl- unni og gott starf Fatimusjóðsins. STAKSTEINAR Jóhanna Kristjónsdóttir Góð verk Jóhönnu SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !       "  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? #    # #    #   # # # # # #                              *$BC                  !"  #$      %  & '(  ')   *! $$ B *! $ % & '  '% '   !  (  <2 <! <2 <! <2 $!& )* '+ )",'- *).  $ -            <      * !"  #$  +      # %  )  ',     %   &-   * !"      . +   #   &"  % /     6 2     0 '(    #$ $- 1   2     .   %  '(  '0   /0** ' '11  )*' '2   '+ )" Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR ÖKUMAÐUR missti stjórn á bif- reið sinni á Biskupstungnabraut í fyrrinótt með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum úti í móa. Fimm voru í bílnum og hlaut enginn alvarlega áverka, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi. Ökumaður var sendur til skoðunar á slysadeild, að ráði læknis. Allir í bílnum voru með belti spennt. Ökumaður ók á staur á Bú- staðaveginum á móts við Select- verslunina í Skógarhlíð á laugar- dagskvöld. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild lítillega slas- aður en bifreið hans var fjarlægð með kranabíl þar sem hún var óökufær. Bílvelta á Biskups- tungnabraut ARNARFELLIÐ, eitt af skipum Samskipa, keyrði á Básaskers- bryggju í Vestmannaeyjum á föstu- dag og skemmdist bryggjan tals- vert. Verið var að snúa skipinu í höfninni í nokkrum vindi þegar það rakst á bryggjukantinn. Ekki alls fyrir löngu varð Arnar- fellið fyrir því óhappi að sigla á Herjólf, þar sem hann lá bundinn við Básaskersbryggu, segir á eyja- frettir.is. Keyrði á Bása- skersbryggju „VIÐ erum að komast á 380 metra dýpi og vatnið hefur náð 38 gráða hita og það hitnar nokkuð skarpt – ætti að vera í 60 gráðum á 400 metra dýpi með sama áframhaldi,“ sagði Friðfinnur K. Daníelsson bor- maður. „Við munum bora meðan allt gengur vel og sjáum til hvort bara kemur heitt vatn eftir að 400 metra dýpinu er náð. Loftmynd sýnir að það liggur sprunga á ská yfir eyj- una, nú veit enginn hvort við hittum á hana en við höldum bara áfram. Hitastigullinn bendir til þess að það sé jarðhiti í Grímsey,“ sagði bor- maðurinn Friðfinnur Daníelsson glaðbeittur að lokum. Bjartsýnir Friðfinnur Daníelsson bormaður og aðstoðarmaður hans Adam Pétursson við borinn Mána. Borað er eftir heitu vatni við heimskautsbaug. „Hitnar nokkuð skarpt“ Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÝ námsleið í haf- og strandsvæð- astjórnun á meistarastigi við Há- skólasetur Vestfjarða var formlega sett af Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra í gær. Setningin markaði tímamót því með tilkomu námsleiðarinnar verður í fyrsta sinn boðið upp á staðbundið háskólanám, sem alfarið er kennt á Vestfjörðum. Meistaranám í haf- og strand- svæðastjórnun er þverfaglegt, al- þjóðlegt nám á sviði umhverfis- og auðlindastjórnunar með áherslu á haf- og strandsvæði, en sérhæft nám sem snýr að þessum svæðum hefur ekki verið í boði hér á landi áður. Í samvinnu við Háskólann á Akureyri Námið er sett á fót í samvinnu við Háskólann á Akureyri sem hefur umsjón með innritun og útskrift nemenda jafnframt því að vera fræðilegur bakhjarl námsins. Kenn- arar námsleiðarinnar eru innlendir og erlendir sérfræðingar á þeim fjöl- breyttu sviðum sem námið tekur til. Mikil áhersla var lögð á að fá aðila til liðs við Háskólasetrið sem bæði eru góðir kennarar og vel metnir fræði- menn á sínu sviði. Með því að bjóða upp á námið stígur Háskólasetur Vestfjarða stórt skref í átt að þeim markmiðum sem sett voru fram í framtíðarsýn seturs- ins í október á síðasta ári. Þau markmið fela m.a. í sér að Háskólasetrið bjóði upp á hágæða alþjóðlegar námsleiðir á meistara- stigi á fjölbreyttum sviðum sem öll tengjast málefnum hafs og strand- svæða. Námsleiðirnar verða settar á fót í samstarfi við innlenda og er- lenda háskóla sem standa framar- lega í viðkomandi grein. Inntak meistaranámsins verður í samræmi við áherslur Evrópusam- bandsins um samþætta stjórnun haf- og strandsvæða. Í því felst að málefni þessara viðkvæmu og mik- ilvægu svæða eru skoðuð út frá ólík- um sjónarmiðum með tilliti til efna- hagslegs, félagslegs og umhverfis- legs ábata. Er þessi nálgun viðbragð við auknu álagi á haf- og strand- svæði . Nám á háskólastigi á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.