Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is SKÁKSVEIT Rimaskóla varð í gær Norður- landameistari grunnskólasveita. Í lokaumferð- inni vann sveitin öruggan 4-0-sigur á danska liðinu. Skáksveit Rimaskóla stóð að lokum uppi með 14½ vinning og sigraði nokkuð örugglega. Sænska sveitin hlaut annað sætið með 10½ vinning. Sveit Rimaskóla var skipuð þeim Hjörvari Steini Grétarssyni á fyrsta borði, Herði Aroni Haukssyni á öðru borði, Sigríði Björgu Helga- dóttur á því þriðja, Degi Ragnarssyni á fjórða borði og Jóni Trausta Harðarsyni á fimmta borði. „Gekk mjög vel hjá okkur“ Sigríður Helga, sem er 15 ára gömul, segir mótið hafa verið ákaflega skemmtilegt. „Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við vorum líka mjög vel undirbúin. Við kepptum á Evrópu- móti fyrr í sumar og undirbjuggum okkur bara eins og fyrir það.“ Hún segist ennfremur vel geta hugsað sér að leggja skákina frekar fyrir sig. „Mér finnst mjög skemmtilegt að tefla og reyni að æfa mig sem mest.“ „Legg skákina fyrir mig“ Hjörvar Steinn Grétarsson, sem einnig er 15 ára gamall, þykir einn allra efnilegasti skák- maður landsins og er með 2.299 ELO-stig. „Þetta gekk afskaplega vel hjá okkur öllum og ég held við höfum bara staðið okkur mjög vel.“ Hann segist ennfremur tefla af krafti. „Það er löngu ákveðið hjá mér að ég mun leggja skák- ina fyrir mig.“ Hann segir lykilinn að þessum frábæra ár- angri vera mikinn og góðan undirbúning. „Svo vorum við líka með mjög góða þjálfara og okk- ur gekk allt í haginn.“ Skáksveit Rimaskóla sigraði á Íslandsmeistaramóti í skák og var því fulltrúi Íslands á þessu Norðurlandamóti. Vel undirbúin og öruggir sigurvegarar Meistarar Davíð Kjartansson, liðsstjóri, Jón Trausti Harðarson, Sigríður Helgadóttir, Dagur Gunnarsson, Hörður Aron Hauksson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Árnason, fararstjóri. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is PIOTR Pawel Jakubek, eigandi pólsku kjörbúðarinnar Mini- Market í Breiðholti, segist mjög verða var við hversu Pólverjum hefur fækkað hér á landi. „Við- skiptin hjá mér hafa minnkað um heil 30% að undanförnu og það ætti að segja sína sögu.“ Hann segir brottflutning Pól- verja aftur til heimahaganna að mestu stafa af stöðu krónunnar. „Launin hafa hækkað svo mikið í Póllandi. Og verkamenn þar fá einfaldlega bara svipuð laun núna og þeir sem eru hér.“ Hann segir einnig skipta máli að margir íslenskir verktakar séu í vandræðum. „Það hafa svo margir lokað eða farið á hausinn og mörgum hefur reynst erfitt að fá vinnu. Þetta hefur verið mikið vesen. Það tala margir um að það sé kreppa hérna á Íslandi en ég held að hún sé bara rétt að byrja,“ segir Piotr. Hann segir jafnframt lífsgæði og efnahagsástand í Póllandi hafa farið mjög batnandi að undan- förnu. „Jújú, þetta er allt annað líf. En það er mjög erfitt til dæm- is fyrir mig að flytja aftur þang- að. Ég er með fjölskyldu hérna og barn. Þannig að ég held að það séu alls ekkert allir að fara. Það eru kannski aðallega verkamenn sem hafa komið hingað tímabund- ið og þeir sem eru ekki með fjöl- skyldur hér á landi.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Búðareigandi Piotr Pawel Jakubek, eigandi kjörbúðarinnar Mini-Market, segist finna vel fyrir brottflutningi Pólverja frá Íslandi. „Það er allt annað líf í Pól- landi frá því sem áður var“ Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÉG tel að skóg- rækt á norður- hveli sé tvímæla- laust gott vopn í baráttunni gegn hlýnun jarðar,“ segir Brynhildur Bjarnadóttir, sér- fræðingur hjá Skógrækt ríkis- ins. Skiptar skoðan- ir eru um hvort skógrækt á norður- hveli jarðar sé gott úrræði gegn hlýn- un. Árni Finnsson lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu sl. laugardag að skóg- rækt á norðurhveli væri „afar þýðing- arlítil“ í baráttunni og leggja ætti áherslu á annað í þessu samhengi. Í síðustu viku funduðu skógarmála- ráðherrar Norðurlandanna á Íslandi og lýstu þá m.a. yfir vilja til að efla skógrækt á norðurslóðum til að bregðast við loftslagsbreytingum. Eigum að nota öll tiltæk ráð „Við eigum að nota öll tiltæk ráð og skógrækt er eitt af þeim úrræðum sem við höfum gegn hlýnun jarðar. En stjórnvöld hafa lagt áherslu á að draga úr magni koltvíoxíðs í and- rúmsloftinu,“ segir Brynhildur. Að- spurð hvers vegna skiptar skoðanir eru um þetta segir Brynhildur rökin gegn skógrækt á norðurhveli byggj- ast á því að regnskógarnir vaxi hrað- ar. Skógarnir á norðurhveli vaxi hæg- ar og bindi þar með koltvíoxíð á minni hraða. „Rannsóknir Skógræktar ríkisins á Íslandi sýna hins vegar ótvírætt aukningu kolefnisbindingar í landi þar sem skógur vex. Það staðfestir að koltvíoxíð er að bindast,“ segir Bryn- hildur. Árni Finnsson hefur bent á að ef menn vilji virkilega beita sér fyrir því að efla bindingu kolefnis með skóg- rækt sé mun vænlegra til árangurs að styrkja baráttuna gegn eyðingu regn- skóganna. Brynhildur segir að bar- áttan gegn eyðingu regnskóga á suð- urhveli jarðar og skógrækt á norðurhveli séu hvort tveggja mikil- væg úrræði sem eigi að nota jöfnum höndum. Skógrækt á norðurhveli er „gott vopn“ Í HNOTSKURN »Meðalbinding koltvíoxíðs(CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. »Meðalfólksbíll, sem keyrirum 30.000 km á ári, losar á þeim tíma um 4,6 tonn af kol- tvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróður- setja um einn hektara af skógi, eða sem samsvarar um það bil 2.500 trjám. Brynhildur Bjarnadóttir ICELANDAIR hefur sagt sextán flugmönnum til viðbótar upp störf- um. Á annað hundrað flugmenn flug- félagsins hafa því misst vinnuna á árinu. Síðast voru tilkynntar upp- sagnir átta flugmanna í síðustu viku. Frekari uppsagnir eru ekki fyrir- hugaðar, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. „Þetta kom upp [á föstudag]. Það voru gerðar ákveðnar skattalaga- breytingar í Venesúela sem gerðu það að verkum að forsendur leigu- flugssamnings þar gjörbreyttust. Venesúelska flugfélagið Santa Bár- bara sem samningurinn var við sagði honum því upp. Samningurinn átti að renna sitt skeið á enda í vor en lýkur þess í stað í vetur,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Um var að ræða rekstur á Boeing 767-flugvél sem aðallega var flogið á milli Madríd á Spáni og Caracas í Venesúela. Hjá Icelandair störfuðu tæplega þrjú hundruð flugmenn síðasta vetur en verða tæplega tvö hundruð í vet- ur. Á árinu hefur 112 flugmönnum verið sagt upp störfum, flestum eða 88 í júní sl. andri@mbl.is Fleiri flug- mönnum sagt upp Skattalagabreyting að baki uppsögnum „ÞETTA gekk afskaplega vel,“ segir Jóhanna Kristjóns- dóttir. Nú um helgina stóð yfir markaður í Perlunni á veg- um Fatimusjóðs Jóhönnu. Þar var seldur ýmis varningur á góðu verði og allur ágóði mun renna til fátækra barna og kvenna í Sanaa í Jemen. Stendur m.a. til að reisa skóla- húsnæði fyrir börnin. Á uppboði sem Bjarni Ármannsson stýrði á laugardag- inn seldust munir fyrir um átta milljónir króna. Hæsta verðið fékkst fyrir lampa eftir Ólaf Elíasson sem seldist á 2,1 milljón króna. En harðast var barist um landsliðs- treyju Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta. Fór treyjan á eina milljón króna en hún var árituð af öllum liðs- mönnum silfurliðsins frá Ólympíuleikunum í Peking. Var Ólafur í treyjunni í úrslitaleiknum og var hún óþvegin. „Ég setti sem markmið að ná tuttugu milljónum. Við náðum því og vel það,“ segir Jóhanna. Áætlað er að skólinn kosti um þrjátíu milljónir en auk þess sem safnaðist á markaðnum bárust um tíu milljónir króna í frjálsum fram- lögum. Það er því ljóst að skólahúsnæðið mun rísa. thorbjorn@mbl.is Söfnuðu rúmlega þrjátíu milljónum fyrir börnin Jóhanna Kristjónsdóttir STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson og Henrik Dani- elsen eru efstir og jafnir með 4 vinn- inga að lokinni fimmtu umferð landsliðsflokks Skákþings Ís- lands, sem fram fór í gær. Hannes vann Þröst Þór- hallsson og Hen- rik vann Jón Árna Halldórs- son. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunn- arsson er þriðji með 3,5 vinninga eft- ir þriðju sigurskákina í röð en í gær vann hann Þorvarð F. Ólafsson. Sigurbjörn Björnsson er efstur með fullt hús að lokinni fimmtu um- ferð í áskorendaflokki. Sigurbjörn vann Omar Salama í gær. Sævar Bjarnason er annar með 4 vinninga. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir heldur áfram góðu gengi. Hún vann Halldór Brynjar Halldórsson og er meðal þeirra sem hafa 3,5 vinninga í 3.-6. sæti. Hannes og Henrik efstir Hannes Hlífar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.