Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is VARLA virðist sá dagur líða án þess að berist slæmar fréttir af íslensku krónunni. Eru margir orðnir uggandi um ástandið þar sem veiking krón- unnar ásamt öðrum þáttum veldur því að bensín hefur hækkað töluvert ásamt mat og drykkjar- vörum. Til að átta sig betur á þessum hækkunum er fróðlegt að bera ástandið nú saman við svip- aðan tíma á síðasta ári. Dísilolía hefur hækkað um helming Matvæli vega hvað þyngst í útgjöldum dæmi- gerðra íslenskra heimila. Á réttu ári hafa þau hækkað um rúman fimmtung auk þess sem skór og föt, sem yfirleitt eru heldur kostnaðarsöm og þarf að endurnýja reglulega, hafa hækkað um rúm 16%. Vart þarf að nefna bensínhækkanirnar sem landsmenn hafa flestir orðið áþreifanlega varir við undanfarna mánuði. Bensín er nú rúmlega þriðj- ungi dýrara en á sama tíma í fyrra en þyngsta höggið fá þeir sem aka um á dísilknúnum bílum þar sem eldsneytið hefur hækkað um rúmlega helming. Ódýrara að dvelja heima Fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem sækj- ast eftir tilbreytingu frá íslenskum hversdags- leika getur gamanið verið dýrt. Ekki aðeins hafa flugfargjöld til útlanda hækkað heldur er gengi ís- lensku krónunnar gagnvart erlendu gjaldmiðl- unum orðið okkur heldur óhagstætt. Á réttu ári hafa pundið, dalurinn, danska krón- an og evran hækkað um 31,6-50,5%. Tökum dæmi um hjón sem keyptu sér vikuferð til Kaupmanna- hafnar í fyrrahaust. Flugfargjöldin kostuðu 70 þúsund íslenskar kr., hótelgistingin 9.500 danskar kr. og eytt var 10.500 dkr. í mat, fatainnkaup og annað smálegt sem fannst á Strikinu. Í fyrra kost- aði þessi ferð hjónin 310 þús. íslenskar krónur en myndi nú kosta þau 364 þús. kr. Það virðist því ódýrast, í bili a.m.k., að halda sig í heimalandinu en varast ber að kaupa pakkaferð- ir innanlands því þær hafa hækkað um rúm 40% milli ára. Miðað við sömu gengistölur, sem sjá má nánar útlistaðar í töflunni hér til hliðar, er ljóst að þeir sem tóku lán í erlendri mynt í fyrra naga sig nú eflaust í handabökin. Sparnaðarráð Hvað er þá til ráða? Á tímum efnahagsþreng- inga sem þessum dúkka sparnaðarráðin víða upp. Hið algengasta er eflaust að minnka bílnotkunina eða leggja bílnum alveg. Ekki aðeins sparar það pening og dregur úr mengun heldur er það góð líkamsrækt. Mælt er með því að fólk geri magn- innkaup í lágvöruverðsverslunum, skoði vel tilboð og hiki ekki við að frysta mat til seinni tíma neyslu. Fjölskyldur þurfa ekki að fara til útlanda til að eiga saman gæðastundir. Af nógu áhugaverðu er að taka hér heima og gráupplagt fyrir fjölskyldur að fara á stúfana og kynnast betur umhverfinu sínu – á tveimur jafnfljótum að sjálfsögðu. Þá er hægt að eiga notalegan tíma saman heima, með ýmiss konar leikjum og borðspilum og öðru sem krefst virkrar þátttöku fjölskyldumeðlimanna. Þannig er ekki mælt með sjónvarpsglápi – enda hafa áskriftargjöld að sjónvarpi og leiguverð á DVD-diskum hækkað. Mun dýrara að lifa Veiking íslensku krón- unnar kemur illa niður á pyngju landsmanna Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Matarkarfan verður dýrari Matur og drykkjarvörur hafa hækkað um rúman fimmtung á einu ári.                  ! " #$ %$  & ' (!# %   "()( * +),-  .                  ! " #! $   %&'( $    '   !#  // ) 0/ )  1# $  &    "     2 3" !4 5  #   44     0       FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÓSAMIÐ er við fjölda starfsstétta sem eru með lausa kjarasamninga á þessu ári. Alls eru um 170 samningar lausir á árinu og þar af er búið að gera samning í um 80 tilvikum. Af öllum þessum fjölda hefur 34 málum verið vísað til ríkissáttasemjara og þar af hefur embættið landað 28 samningum, með tilheyrandi vöfflu- kaffi á eftir. Í núverandi árferði er ekki reiknað með að launafólk nái að knýja fram miklar kjarabætur í vetur, eða eins og einn viðmælenda blaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar orðaði það um komandi kjarasamninga: „Þetta verður ekki stund hinna stóru sigra.“ Búist er við að samningar muni frek- ar snúast um ýmis réttindi, orlofsmál og aðstöðumál, frekar en sjálfan launaliðinn. Næsta samningalota er vegna starfsmanna sveitarfélaga og svonefndra verksmiðjusamninga, sem eru lausir í október og nóv- ember næstkomandi. Forsendur þeirra stóru kjara- samninga sem gerðir voru í febrúar á þessu ári eru brostnar, á tímum mik- illar verðbólgu og óvissu í efnahags- og atvinnumálum, en samningarnir koma til endurskoðunar í febrúar og mars á næsta ári. Um það leyti munu einnig fjölmargir samningar verða strax lausir hjá þeim stéttarfélögum sem sömdu fyrr á þessu ári, eins og samningar á vegum BHM og BSRB. Hið sama er að segja m.a. um flug- menn, flugfreyjur og flugvirkja. Ósamið við sjómenn Af þeim kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttasemjara hefur mál ljósmæðra borið hæst, en þær eru nú að greiða atkvæði um miðl- unartillögu Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara. Enn er ósamið við lækna, sem felldu gerðan samning í sumar, og sjómenn en samningar þeirra voru lausir í júní sl. Þá hefur ekki verið samið við starfsmenn Sin- fóníuhljómsveitarinnar, svo tekin séu dæmi um óleyst mál sem vísað var til sáttasemjara. Fundað er í húsakynnum sátta- semjara með læknum og sjómönnum þessa dagana. Lítið hefur miðað á þeim vettvangi eftir því sem næst verður komist. Starfsmenn Sinfón- íunnar eru væntanlegir til funda í næstu viku. Enn hefur sáttatónn ekki verið sleginn þar. „Ekki stund hinna stóru sigra“ Morgunblaðið/Valdís Thor Samningar Ásmundur Stefánsson hefur landað mörgum samningum í hús og boðið í vöfflukaffi á eftir, en hann lætur af störfum 1. nóvember nk. Fram að áramótum losnar fjöldi kjarasamninga, alls 80 talsins, að- allega hjá hinu opinbera, en einnig samningar annarra starfsstétta eins og bankamanna, blaðamanna, verslunarfólks, tæknifræðinga og rafiðnaðarmanna, auk nokkurra fyrirtækjasamninga. Meðal starfs- stétta hjá ríki og sveitarfélögum má nefna lögreglu- og sjúkraflutn- ingamenn, tollverði, iðjuþjálfa, náttúrufræðinga, bókasafnsfræð- inga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálf- ara, hjúkrunarfræðinga, ófaglært verkafólk, dýralækna, sálfræðinga, verkfræðinga, leikskólakennara og tónlistarkennara. Þá eru starfs- mannafélög nokkurra sveitarfé- laga í samfloti en samningar þeirra renna út 30. nóv. Fjöldi kjarasamninga að losna VERÐ á vörukörfu ASÍ, sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis, hefur hækkað um eða yfir 5% í öllum lágvöruverðs- verslunum – að Krónunni undan- skilinni – frá því um miðjan júní- mánuð. Hækkun Krónunnar nam hins vegar 0,7% milli mælinga. Vörukarfan hefur hækkað um 5-7% í flestum matvöruverslunum. Frá því um miðjan apríl sl. hefur verð körfunnar hækkað um 7-16% í flestum matvöruverslunarkeðj- um. Samkvæmt frétt ASÍ hefur verð hækkað mest í Kaskó eða um 7,3% – og tæp 17% frá því í apríl – og í Samkaupum-Úrvali um 6,9%. Hækkunin er fyrst og fremst til- komin vegna mikilla hækkana á brauði og kornvörum, sykri, sæ- tindum og hreinlætisvörum. Af klukkubúðunum svonefndu, 10-11, 11-11 og Samkaup-strax, hækkaði verð vörukörfu ASÍ mest í 11-11 eða um 6,1%, um 5,4% í Samkaup-Strax og 4,4% í 10-11. Hækkanir á vörukörfu Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur tka@mbl.is BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Eykt, sem ætlaði að reisa níu hundruð hús, norðan Suðurlandsvegar og austan Varmár í Hveragerði, hefur nú frestað áformum sínum um eitt og hálft ár vegna niðursveiflu í efnahagslífinu. Gert var ráð fyrir að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir þetta vissulega áfall fyrir bæj- arfélagið en þó beri að líta til þess að skipulagsvinnu hafi seinkað. Hún segir ástandið á bygg- ingamarkaði fyrst og fremst áfall fyrir þjóðfélagið allt. Stjórnendur bæjarins hafa ráðist í markaðsátak til að kynna kosti þess að búa í bænum og láta því engan bilbug á sér finna. Innan skamms hefjast reglulegar ferðir strætisvagna milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Sami miðinn mun einnig gilda í leiðakerfi Strætó bs. og reyndar verður hægt að ferðast alla leið á Akranes með því að nota skiptimiða. Ekki byggt að sinni 900 byggingum slegið á frest mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.