Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hannes Guð-mundsson fædd-
ist á Hafgríms-
stöðum í Skagafirði
3. apríl 1925. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Blönduóss
10. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Krist-
jánsson bóndi í
Sléttárdal, f. 17.3.
1888, d. 8.4. 1939,
og Pálína Anna
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 8.10. 1894, d. 2.12. 1972.
Systkini Hannesar voru Guðrún
Halldóra, f. og d. 1920, Arnljótur
húsasmíðameistari f. 17.4. 1929,
Hannes lauk búfræðinámi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri og
var lengst af bóndi á Auðkúlu í
Svínavatnshreppi þar sem hann
stýrði, ásamt móður sinni framan
af, stóru og mannmörgu heimili.
Margir vinnumenn bjuggu á Kúlu
þegar mest var og dvöldu systk-
inabörn Hannesar þar flest sum-
ur. Hannes var virkur í margs-
konar félagsstörfum í sveitinni
samhliða búskapnum s.s. í þágu
ungmennafélagsins á sviði
frjálsra íþrótta og glímu þar sem
hann leiðbeindi um skeið. Hann
tók einnig þátt í kórastarfi og
leiklist og aðstoðaði sveitunga
sína við margskonar sérhæfð bú-
störf. Hannes dvaldi síðustu æviár
sín á Heilbrigðisstofnun Blöndu-
óss eftir að heilsu hans hrakaði.
Útför Hannesar verður gerð
frá Svínavatnskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 16.
d. 7.7. 2002, og Elín
S. bókavörður, f.
24.4. 1931, d. 20.6.
2006, bæði búsett í
Reykjavík.
Hannes ólst upp í
Sléttárdal í A–
Húnavatnssýslu og
var 12 ára þegar
faðir hans féll frá.
Fjölskyldan var með
sjálfstæðan búskap á
bæjum í Blöndudal
m.a. á Höllustöðum
og Syðri-Löngumýri
og með þeim í för
var frænka þeirra Steinunn
Helgadóttir f. 23.6.1904, d.
5.11.1985, sem fylgdi fjölskyld-
unni alla tíð.
Í dag er til moldar borinn vinur
og hálfgerður fóstri, Hannes á Auð-
kúlu, og er mér skylt að minnast
hans nokkrum orðum. Ég kom fyrst
að Auðkúlu á sjöunda ári og dvaldist
þar síðan sjö næstu sumrin og átti
eftir það mörg spor þangað eða alla
tíð meðan Hannes bjó þar. Er ég
kom fyrst voru öll hús gerð af torfi
nema íbúðarhúsið og aðeins hey-
vinnutæki fyrir hesta, ekkert raf-
magn var á Auðkúlu þessi ár. Má
segja að þar hafi verið búið með afar
fornum hætti og er ég endalaust
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast þessum tímum.
Hannes bjó með Pálínu móður
sinni og Steinu sem fylgdi þeim alla
sína ævi. Á Auðkúlu kynntist maður
nýrri veröld þar sem umræður um
drauma, vitranir, huldufólk og
drauga voru partur af daglegu lífi,
þá voru fornsögur og kappar þeirra
aldrei langt undan því mikið magn
bóka átti Hannes og vitnaði gjarnan
til persóna þaðan og til að skilja og
vera umræðuhæfur varð maður að
reyna að öðlast þar einhverja þekk-
ingu. Það var bæði kúa- og fjárbú
hjá þeim en kýrnar voru Hannesi
ekki áhugamál, öðru máli gegndi
með féð, þar var hans áhugi, líf og
yndi. Því varð maður skjótt meðvit-
aður um að ef til gagns skyldi vera
varð að setja sig inn í nöfn og númer
á öllum kindum og einnig að læra
örnefni jarðarinnar. Það voru góð
vor þegar þvælst var á hesti meirip-
art dags innan um lambfé, markað
og sprautað við blóðsóttinni.
Í minningunni finnst mér alltaf að
hafi verið gott veður þessi sumur
sem segir það eitt hvernig mér leið
þarna hjá þeim Hannesi og Pálínu.
Þarna lærði ég að bera virðingu fyr-
ir öllu sem kvikt er og hinni ís-
lensku sveitamennsku enda mótað-
ist framtíð mín að allnokkrum hluta
þarna, það var stoltur drengur sem
kom heim að hausti og átti þá orðið
bæði kindur og hest.
Annað áhugamál Hannesar voru
íþróttir og þá sérstaklega frjálsar
íþróttir og er efalaust að þar hafi að
einhverju leyti mótast viðhorf okkar
bræðra en Gísli Bragi bróðir minn
var þarna sjö sumur á undan mér
og urðum við báðir keppnismenn til
nokkurra ára og fylgdist Hannes
vel með framgangi okkar þar. Árið
1995 dvaldi Hannes í vikutíma hjá
okkur á Akureyri en þá var einmitt
í gangi heimsmeistaramótið í hand-
bolta og Alfreð sonur Gísla Braga í
eldlínunni. Hannes horfði á leik eft-
ir leik og var farinn að þekkja til
stórs hluta leikmanna allra liða.
Við bræður gleymum ekki æfing-
um við Svínadalsána eða uppi í
Langadal á Hvammsbökkunum þar
sem við kepptum stundum fyrir
hans ungmennafélag. Lokaár mín á
Auðkúlu hófst bygging nýbýlisins
niður við vatnið og þá var gaman að
vera með, taka þátt og sofna ör-
þreyttur.
Síðustu árin höfum við fyrst og
fremst haft samband í síma en þó
leit ég til hans ef leið féll um
Blönduós og síðast í vor fórum við
bræður og sátum hjá honum góða
stund og rifjuðum upp gamla daga.
Ég þakka fyrir árin öll og leið-
sögn til lífsins fyrir lítinn dreng.
Gísli Bragi sem er erlendis hugsar
til horfinna stunda á þessum tíma-
mótum með þakklæti í huga.
Reynir Hjartarson.
Um leið og við kveðjum Hannes
frænda hinstu kveðju minnumst við
þess horfna heims sem hann og föð-
urætt okkar lifði og hrærðist í.
Sögusviðið eru dalirnir við Blöndu
þar sem forfeður okkar stunduðu
búskap og þann kyndil fékk Hannes
í arf. Honum var ætlað að verða
bóndi og í rauninni hafði hann ekki
mikið val. Hann átti þó mörg önnur
áhugamál en búskap og þau end-
urspegluðust á heimili hans. Þar var
frekar rætt um ljóð og texta en per-
sónulega líðan og fyrirætlan. Auð-
kúla var eitt af þessum menningar-
heimilum í sveit þar sem
heimilisfólk var frótt um alla skap-
aða hluti, minnugt og hélt öllum
upplýsingum til haga. Þar var rætt
um bókmenntir og sögu og málin
krufin til mergjar.
Hannes var afar bókhneigður og
átti gott bókasafn. Hann lærði m.a.
að binda inn bækur og setti líka
margs konar tímarit í band eins og
t.d. Heima er best, Æskuna og blöð
ungmennafélagsins. Á Auðkúlu var
því mikið lesið og lágum við til skipt-
is í fínbókmenntum, Vikunni, Sönn-
um sögum og íþróttaannálum og oft
var framhaldssaga lesin upphátt.
Búskapur á Auðkúlu var um margt
ólíkur því sem gerðist á öðrum bæj-
um. Þar var alltaf tekin „siesta“ í
hádeginu og lá þá heimilisfólk í
lestri eða tefldi þrátt fyrir brakandi
þurrk á háannatíma. Þegar best lét
var mannmargt á Kúlu og mikill
myndarbragur á öllu og alltaf
skemmtilegast þegar gesti bar að
garði og umræður urðu fjörlegar.
Þar kynntumst við krakkarnir bæði
kynlegum kvistum og eftirminnileg-
um karakterum sem vöktu mikla at-
hygli okkar og forvitni. Sveitadvöl
okkar hjá Hannesi öll sumur fylgdi
mikið frjálsræði og lærdómur fyrir
okkur borgarbörnin. Við þurftum
lítið að þrífa okkur sem var í þá
daga mikill kostur og við fengum öll
verkefni á bænum sem hæfðu okkar
aldri. Við smöluðum, stungum út,
girtum, héldum tónleika á brúsa-
pallinum á kvöldin eftir fjósverkin
og við lærðum að umgangast dýr og
vélar.
Þessi reynsla sem var í umhverfi
sveitarinnar sjálfsögð og ekki í frá-
sögur færandi, er í dag dýrmætur
fjársjóður sem við búum að og rifj-
um upp með okkar börnum.
Hannes var alla tíð mikill grúsk-
ari og tíður gestur í fornbókabúðum
þegar að hann kom í bæinn. En
hann var líka félagslyndur og hrók-
ur alls fagnaðar t.d. á íþróttamótum
og kóræfingum. Þá var Hannes afar
barngóður og stríðinn og gat fært
hverdagslega hluti í búning spennu
og ævintýra. Eiginlega var hann
mun meiri kennari og þjálfari í sér
en bóndi. En þar var erfitt að
þrauka í sveitinni þegar tímarnir
breyttust og þrjóskaðist Hannes
lengi við. Við upplifðum með honum
að kindur, kýr og kvótar hurfu af
jörðinni og refir einir ríktu á Kúlu.
Smátt og smátt var sveitin ekki
söm við sig og heimsóknum okkar
fækkaði. Hannes fluttist á Heil-
brigðisstofnun Blönduóss þegar
hann brá búi og dvaldi þar við gott
atlæti síðustu árin. Þar gat hann
stúderað og grúskað eins og hugur
hans stóð alltaf til og fylgst með
málefnum líðandi stundar eða stutt
við bakið á þeim sem þess þurftu á
sinn yfirvegaða og hljóðláta hátt.
Guð geymi öðlinginn Hannes
frænda okkar.
Hulda og Ásdís Arnljótsdætur.
Hannes á Auðkúlu er horfinn af
heimi. Þar er genginn greindar- og
sómamaður. Hann var ekki fæddur
með silfurskeið í munni, sonur bláfá-
tækra leiguliða. Þegar hann var í
bernsku bjuggu foreldrar hans Pál-
ína Jónsdóttir og Guðmundur Krist-
jánsson í Sléttárdal í Svínavatns-
hreppi, en sú jörð er upphaflega sel
frá höfuðbólinu Stóradal. Þar fædd-
ust systkini hans, Arnljótur, síðar
byggingameistari og Elín, síðar
verslunarmaður. Þetta var í sárustu
kreppunni, bú þeirra var lítið en þó
gagnsamt. Þá jók það á erfiðleika að
Guðmundur var heilsutæpur. Slétt-
árdalur var afskekktur og alllangt
til næstu bæja. Það varð að ráði
þeirra hjóna að flytja þaðan og í
Blöndudal þar sem þau fengu ábúð
hluta Eiðsstaða, síðar Höllustaða og
þá Syðri-Löngumýrar. Guðmundur
dó fyrsta árið sem þau bjuggu á
Höllustöðum. Pálína stóð nú uppi
ekkja með þrjú börn. Pálína stóð þó
ekki ein, því frænka Guðmundar,
Steinunn Helgadóttir var þar vinnu-
kona. Steinunn fórnaði þessari fjöl-
skyldu starfskröftum sínum alla ævi
af fádæma trygglyndi. Hún var ein-
staklega vel verki farin og úrræða-
góð. Kom það í hlut Hannesar um
fermingu að standa fyrir búinu með
móður sinni og Steinunni.
Þrátt fyrir að mæðiveiki herjaði
grimmilega á sauðfé Blönddælinga,
þannig að sum árin fórst þriðjungur
eða jafnvel allt að helmingur hjarð-
arinnar, réðist Hannes til búfræði-
náms á Hvanneyri. Hann var góður
námsmaður og varð með tímanum
hafsjór af fróðleik. Örlögin höguðu
því svo að Hannes gerðist bóndi að
lífsstarfi þrátt fyrir að ýmislegt
hefði hentað honum betur. Hann var
mjög félagslyndur og forgöngumað-
ur í ungmennafélagi sveitarinnar.
Hannes hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um og hvatti mjög til íþróttaæfinga,
glímumaður góður og liðtækur í
frjálsum íþróttum. Hann hefði verið
á réttri hillu sem íþróttakennari, en
til þess mun hugur hans hafa staðið.
Eftir rúman áratug í Blöndudal
flutti fjölskyldan að prestssetrinu
Auðkúlu. Þetta höfuðból var síðar
bútað niður í þrjú nýbýli og reisti
Hannes bú á Auðkúlu III. Húsaði
hann jöðina frá grunni og ræktaði
allstórt tún. Hann var glöggur á
sauðfé og hafði gaman af því. Minn-
ist ég margra góðra stunda er við
áttum í göngum og fjárragi. Hannes
giftist ekki né eignaðist börn. Hann
var mjög barngóður og ræðinn.
Tóku börn og unglingar er hjá hon-
um dvöldu á sumrum mikilli tryggð
við hann og átti Hannes vináttu
þeirra til æviloka. Eftir að Pálína
lést var Steinunn ráðskona á Auð-
kúlu III um nokkurra ára skeið.
Þegar Steinunn féll frá hætti hann
fljótlega búskap og flutti til Blöndu-
óss og síðustu árin dvaldi hann á
ellideild Héraðshælisins.
Hannes var einlægur stuðnings-
maður Framsóknarflokksins alla tíð
og í tvennum kosningum til Alþingis
vann hann gott starf á kosninga-
skrifstofu okkar á Blönduósi.
Ég kveð þennan frænda minn og
fornvin með söknuði og þakklæti
fyrir samfylgd síðan ég man fyrst
eftir mér.
Páll Pétursson.
Hannes Guðmundsson
Fleiri minningargreinar um Hann-
es Guðmundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Ísleifur H. Guð-mundsson fædd-
ist í Hvammi í Dýra-
firði 19. febrúar
1952. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu, Háaleit-
isbraut 123 í Reykja-
vík, 8. september
síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru hjónin Friðmey
Benediktsdóttir frá
Erpsstöðum í Mið-
dölum, f. 22.6. 1911,
d. 12.9. 2003, og
Guðmundur F. Jónsson frá
Hvammi í Dýrafirði, f. 28.6. 1911.
Bræður Ísleifs eru: Jón, f. 21.5.
1954, kvæntur Renate Gudmunds-
son, f. 16.11. 1953, og Gunnar
Benedikt, f. 12.11. 1955.
Ísleifur ólst upp fyrstu fimm ár-
in í Hvammi og síðan í Reykjavík
þar sem hann bjó
alla tíð hjá for-
eldrum sínum. Frá
sjö ára aldri og fram
á unglingsár var
hann í sveit á sumrin
í Kirkjuskógi og á
Erpsstöðum í Mið-
dölum. Hann lauk
barna- og unglinga-
prófi frá Hlíðaskóla í
Reykjavík og varð
stúdent frá Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð vorið
1972. Með hléum
stundaði hann háskólanám í stærð-
fræði, bæði í Danmörku og á Ís-
landi. Á þrítugsaldri veiktist hann
af geðrænum sjúkdómi sem hann
glímdi við upp frá því.
Útför Ísleifs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku bróðir.
Margar minningar hrannast upp í
hugann við fráfall þitt. Þú varst sá
eini okkar bræðra sem fæddist í
Hvammi í Dýrafirði og mundir eftir
ýmsu skemmtilegu úr sveitalífinu
þaðan þegar við vorum litlir. Þú varst
elstur okkar bræðra og fyrirmynd
okkar á yngri árum og litum við alltaf
upp til þín. Til sumardvalar fórstu í
sveit vestur í Dali frá sjö ára aldri og
fram á unglingsár. Jón bróðir var
einnig í nágrenni við þig í sömu sveit á
sumrin.
Útreiðartúrarnir voru skemmtileg-
astir og þú hefur ábyggilega átt góðar
stundir hjá þeim hjónum Veigu og
Gústa í Kirkjuskógi og síðar á Erps-
stöðum. Seinna minntumst við þeirra
ánægjustunda sem við áttum á sumr-
in í sveitinni.
Fram til tvítugs fetuðum við allir
sömu skólagöngu. Fyrst í Hlíðaskóla,
þá í landspróf í Austurbæjarskóla og
síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð.
Snemma hafðir þú áhuga á tafl-
mennsku og voru þær ófáar skákirn-
ar sem við tefldum. Mörg önnur
áhugamál áttum við, svo sem ljós-
myndun.
Eftir menntaskólaárin lá leið þín til
Danmörku í stærðfræðina sem átti
hug þinn allan. Þú varst snemma
næmur á stærðfræðina og alla þá rök-
hyggju sem henni fylgir og sannanir
ýmissa stærðfræðisetninga lágu aug-
ljósar fyrir þér. Á námsárum þínum
veiktist þú af geðrænum sjúkdómi
sem þú glímdir við alla ævi. Það var
bæði okkur og foreldrum okkar þung-
bær raun en mest hefur þú liðið fyrir
þann sjúkdóm.
Hjartagæska þín brást samt aldrei.
Mikla umhyggju barst þú fyrir for-
eldrum okkar og hjá þeim vildir þú
búa alla tíð. Þegar faðir okkar fór á
sjúkrahús í byrjun ágúst á þessu ári
heimsóttir þú hann daglega. Við
þökkum þér innilega fyrir allar þær
samverustundir sem við áttum sam-
an.
Jón Guðmundsson og
Gunnar B. Guðmundsson.
Stúdentar frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð vorið 1972 voru 146 tals-
ins, sjálfsagt þversnið af þjóðfélaginu.
Mesti óróleiki hippatímans var geng-
inn yfir, margir þó enn undir þeim
áhrifum. Þó árgangar væru stórir
voru atvinnutækifærin nóg, framtíðin
var því björt. Það var sama hvar
áhugamálin lágu, fólk gat valið sér
framhaldsnám án þess að hafa
áhyggjur af slíku. Skólinn sjálfur var
ekki ósnortinn af tíðarandanum, rekt-
or skólans, Guðmundur Arnlaugsson,
var talinn róttækur hugsjónamaður
meðfram sinni eðlislægu ljúfmennsku
og margir kennarar sem einnig trúðu
á breytingar höfðu gengið til liðs við
hann. Okkur nemendum við skólann
var því sköpuð frjálsleg og rúm um-
gjörð sem gaf hverjum og einum það
svigrúm sem hann þurfti.
Bekkjarbróðir okkar Ísleifur Guð-
mundsson var um margt minnisstæð-
ur. Hann var ekki allra, hlédrægur en
hafði góða nærveru og vann á við nán-
ari kynni. Hann var jafnlyndur og
glaðvær en umfram allt góðgjarn og
góður félagi. Ekki fór hjá því að 4-x
markaðist af því að vera strákabekk-
ur, þetta var stærðfræði- og eðlis-
fræðibraut, þarna þraukuðu tvær
stúlkur innan um 16 drengi sem létu
sumir nokkuð fyrir sér fara. Þó föst
skot flygju oft milli manna var Ísleif-
ur ekki þátttakandi í því, hann brosti
bara dálítið út í annað. Stærðfræðin
lék í höndum hans svo enginn stóð
honum á sporði. Við vissum að hann
var að glíma við stærðfræði æðri
menntaskólastiginu í frístundum sín-
um og væntum því mikils um fram-
haldið.
Eins og gengur lágu leiðir víða eftir
stúdentsprófið, sumir hófu nám við
Háskóla Íslands en aðrir fóru utan.
Ísleifur var þeirra á meðal. Ekki viss-
um við bekkjarfélagarnir glöggt af
hans högum en fréttum þó að hann
hefði veikst og horfið heim frá námi.
Allar götur síðan glímdi hann við
langvinnan og erfiðan sjúkdóm sem
hindraði bæði nám og atvinnuþátt-
töku. Við hittum hann samt oftast
þegar hópurinn kom saman, venju-
lega á fimm ára fresti, og fengum þá
nánari fregnir af hans högum. Það
var gott að vita að hann naut stuðn-
ings foreldra sinna. Þau báru byrð-
arnar með syni sínum meðan bæði
lifðu og faðir hans síðustu árin. Það
hlýtur að vera honum mikill styrkur
að hafa náð að gera meira en nokkur
getur í raun ætlast til.
Þegar frá líður munu það hins veg-
ar ekki vera erfiðleikarnir sem lifa í
minningunum heldur allt hið góða
sem Ísleifi fylgdi. Hann var einlægur
og góður vinur, sem tókst á við erf-
iðleika sína af þolinmæði og þraut-
seigju. Ekki heyrðum við hann kvarta
heldur sagði hann okkur þannig frá
að við gátum fordómalaust skilið í
hverju þeir voru fólgnir. Það er nú
einu sinni þannig að sumir fá allt upp í
hendurnar og sumum gengur líka allt
í haginn. Aðrir eru ekki svo heppnir.
En árangurinn er ekki mældur með
því hvaða spil menn fá á höndina held-
ur hvernig menn halda á þeim spilum
sem þeir fá. Við bekkjarfélagar Ísleifs
þökkum fyrir að hafa átt hann fyrir
æskuvin og skólabróður. Hann mun
lifa áfram í okkar minningum. Við
sendum fjölskyldu hans einlægar
samúðarkveðjur.
Ragnar Önundarson.
Ísleifur H.
Guðmundsson