Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 31

Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 31 Atvinnuauglýsingar Þekkingarsetur Þingeyinga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings Þekkingarsetur Þingeyinga er símenntunar-, háskólanáms- og rannsóknastofnun sem staðsett er á Húsavík. Þekkingarsetrið er sjálfseignarstofnun sem starfar innan og heldur utan um klasa stof- nana á sviði þekkingarstarfsemi. Innan veggja Þekkingarsetursins starfa Náttúrustofa Norðausturlands, Háskóli Íslands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Um er að ræða 100% starf sérfræðings á rannsókna- og þróunarsviði. Í starfinu felst m.a. að: ● Halda utan um rannsókna- og þróunarverkefni Þekkingarsetursins, ● Hafa frumkvæði að rannsóknum og rannsóknaverkefnum, ● Vera tengiliður við rannsakenndur og nema í verkefnum, ● Þjóna vísinda- og fræðimönnum sem stunda rannsóknir á svæðinu, ● Sjá um reglulegar rannsóknir, viðhorfskannanir og athuganir Þekkingarsetursins. Þekkingarsetur Þingeyinga hefur aðsetur á Húsavík, en starfssvæði stofnunarinnar nær frá Fnjóskárdal í vestri til Bakkafjarðar í austri. Til greina kemur að staðsetja ofangreindan starfsmann víðar en á Húsavík, þ.e. innan starfsvæðis Þekkingarseturs Þingeyinga. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólagráðu (að lágmarki BA/BS) á fræðasviði sem hentar í starfið. Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, gott vald á ensku og íslensku og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 1. október 2008. Æskilegt er að umsæk- jandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir og umsóknargögn skal senda til Þekkingarseturs Þingeyinga, Óla Halldórssonar forstöðu- manns, Garðarsbraut 19, 640 Húsavík, eða á netfangið oli@hac.is Umsóknum skulu fylgja: ● Starfsferilsskrá (CV) - upplýsingar um menntun og starfsreynslu. ● Umsagnir eða meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum greint frá ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Laun taka mið af kjarasamningi fjármálaráðherra og BHM. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga í síma 464 0444, oli@hac.is Tölvunarfræðingar Tölvunarfræðingar geta bætt við sig verk- efnum. Hugbúnaðargerð, samþætting, vefsíður. Upplýsingar í síma 899 0282 og 695 7793. Forstöðumaður Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum Starfshópur um starfsendurhæfingu á Vestfjörðum auglýsir hér með eftir forstöðumanni Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum með aðsetur á Ísafirði. Um er að ræða nýja starfsemi í samræmi við stefnu stjórnvalda um starfsendurhæfingu í heima- byggð. Hlutverk nýrrar stofnunar er:  að annast skipulag endurhæfingar einstaklinga með skerta starfsgetu á Vestfjörðum  að annast samningagerð um heilbrigðis-, félags- og menntunarúrræði o.fl. við þar tilbæra aðila  að bjóða upp á nám, endurhæfingu og starfsþjálfunarúrræði  að hafa eftirlit með gæðum og árangri úrræða  að annast samskipti við einstaklinga, stofnanir, stjórnvöld og félagasamtök  að annast fjármálalega umsýslu stofnunar Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólapróf sem nýtist í starfi  Reynsla af rekstri, stjórnun og samningagerð  frumkvæði í starfi ásamt leiðtoga- og sam- skiptahæfileikum  reynsla og þekking af málefnum mennta- og/eða heilbrigðiskerfis æskileg. Leitað er að jákvæðum og framtakssömum ein- staklingi sem getur unnið sjálfstætt. Í boði er fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf við stjórnun og stefnumótun í skemmtilegu um- hverfi á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar veitir Arnheiður Jónsdóttir í síma 456 1337 eða 863 0961. Umsóknir skulu sendar á Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Pólgötu 2, 400 Ísafirði merktar ,,Starfsendurhæfing” fyrir 1. október nk.* *Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum og auglýsa að nýju ef ekki finnst einstaklingur sem hentar starfseminni. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Framhaldsaðalfundi frestað Áður boðuðum framhaldsaðalfundi Hesta- mannafélagsins Andvara fyrir árið 2007 þann 25. september 2008 er frestað til fimmtu- dagsins 27. nóvember 2008. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Kennsla Próf í verðbréfaviðskiptum 2008-2009 Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir prófum í verðbréfaviðskiptum veturinn 2008- 2009 sem hér segir: Próf í I. hluta verða haldin 1., 5. og 8. nóvember 2008, próf í II. hluta 24., 28. og 31. janúar 2009 og próf í III. hluta 25. og 29. apríl, 2. og 6. maí 2009. Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum, með áorðnum breyting- um. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfa- viðskiptaprófs. Prófnefnd verðbréfaviðskipta tekur ákvörðun um efni sem prófað er úr á verðbréfaviðskipta- prófi og semur prófsefnislýsingu, sbr. 3. gr. re- glugerðar nr. 633/2003. Í prófsefnislýsingu greinir jafnframt upplýsingar um leyfileg hjálpargögn í prófum o.fl., en lýsinguna má nálgast á vefsíðu viðskiptaráðuneytis, www.vidskiptaraduneyti.is (Prófnefndir > Prófnefnd verðbréfaviðskipta). Lengd hvers prófs er allt að 4 klukkustundir. Um undan- þágur frá töku prófa fer skv. 4. gr. reglugerðar nr. 633/2003. Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt og skal próftaki hafa lokið öllum nauðsynlegum prófum með fullnægjandi árangri innan þriggja ára frá því að hann tók fyrsta prófið. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Nánari upplýsingar um verðbréfaviðskiptapróf má nálgast á fyrr- greindri vefsíðu prófnefndar. Próftökum verður tilkynnt um nákvæmari tíma- og staðsetningu er nær dregur prófunum, sem þreytt verða í húsakynnum á vegum Endur- menntunar Háskóla Íslands í Reykjavík. Skráning í prófin fer fram á vefsíðu Endurennt- unar Háskóla Íslands, www.endurmenntun.is. Próftakar verða að hafa skráð sig og greitt prófgjald minnst einni viku fyrir sérhvert próf. Prófgjald er kr. 9.000 fyrir hvert próf. Reykjavík, 17. september 2008 Prófnefnd verðbréfaviðskipta Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Grunnar, hellu- lagnir, snjóbræðslulagnir, dren, skolplagnir, lóðafrágangur, jarðvegsskipti, fleyganir, smágröfuleiga o.fl. Gerum föst verðtilboð. Guðjón, sími 897 2288. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.