Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í Frjálslynda flokknum eru mennnú vondir við Kristin H. Gunn- arsson. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra býður honum hins vegar faðminn og hvetur hann til að ganga í Samfylkinguna.     Össur veit sem er, að Kristinn hef-ur sjaldnast verið fráhverfur því að skipta um flokk.     Hann hóf ferilsinn á þingi sem þingmaður Alþýðubanda- lagsins.     Þegar Alþýðu-bandalagið rann inn í Sam- fylkinguna gekk Kristinn í Framsóknarflokkinn. (Þá var haft eftir Svavari Gestssyni að þar með hefði Ólafs Ragnars verið að fullu hefnt, en hann fór hina leið- ina, úr Framsóknarflokknum í Al- þýðubandalagið.)     Í Framsóknarflokknum voru mennlíka vondir við Kristin og hann lagði lag sitt við Frjálslynda flokk- inn. Nú er þar allt komið í steik.     Ætli Kristni þyki ekki freistandiað sitja á þingi fyrir fjórða flokkinn? Það hefur líklega enginn þingmaður gert áður.     Hannibal Valdimarsson var for-maður þriggja flokka og sat á þingi fyrir þá alla; Alþýðuflokkinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna.     Jóhanna Sigurðardóttir hefur líkasetið á þingi fyrir þrjá flokka; Alþýðuflokkinn, Þjóðvaka og Sam- fylkinguna.     En enginn hefur afrekað að veraþingmaður fjögurra flokka. Kitlar metnaðurinn ekki Kristin? STAKSTEINAR Kristinn H. Gunnarsson Freistandi Íslandsmet?                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           !!  "! "     #!!        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   "        " " " $" $" $" $" $"                              *$BC                        !"  #" $  %  & '  (  )     *! $$ B *! %& ' !  !& !  (  ) <2 <! <2 <! <2 %(' !*  +!,#-  D$ -           6 2  E     '     *     &  +  ,   )     *  E B    '     *     &  +  ,   )     /      (           '      $        -.   + ./ !!00  !!1  #!*  VEÐUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR VALDIMAR Jóhannesson, sem situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins, segir að bregðist Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, ekki við kröfu miðstjórnar um að Jón Magnússon verði gerður að formanni þing- flokksins, hafi það áhrif á stöðu formannsins. Kristinn hefur ekkert lært af fyrri óförum „Aukinn meirihluti miðstjórnar Frjálslynda flokksins greiddi því atkvæði 15. þ.m. að skipt yrði um formann þingflokksins. Í stað Kristins Gunnarssonar yrði Jón Magnússon nú þegar gerður að formanni þingflokksins. Forsenda kosningarinnar í miðstjórninni var sögð vera sú að valddreifing í flokknum kallaði á þetta. Bent var á óeðlilegt vægi Vestfjarða í emb- ættum flokksins. Fulltrúar Reykjavíkur væru tveir á móti fjórtán Vestfjarða. Þröng hreppa- sjónarmið réðu því í raun flokkn- um. Þessu verður ekki mótmælt með neinum gildum rökum. Hins vegar er ekki því að leyna að megn óánægja kom fram á miðstjórn- arfundinum með framgöngu og störf Kristins. Hann hefur ekkert lært af fyrri óförum í öðrum flokk- um og er sem fyrr alls ófær um að vera í samstarfi við alla þá menn sem hann fær ekki kúgað undir gjörræði sitt. Vantraust á Kristin var einnig samþykkt á miðstjórnarfundi í maí s.l. þegar varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, lýsti því yfir að hann gæti ekki lengur stutt Kristin eftir að hann kom í bakið á formanni flokksins, Guð- jóni Arnari Kristjánssyni, í inn- flytjendaumræðunni. Kristinn hefur sagt opinberlega að samþykkt miðstjórnar jafngilti vantrausti á formann flokksins. Það mat Kristins er því aðeins rétt að Guðjón bregðist ekki eðlilega við ályktun miðstjórnar. Þá er því miður ljóst hverjum klukkan glym- ur.“ Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni? Yfirlýsing vegna miðstjórnarfundar Guðjón Arnar Kristjánsson Valdimar Jóhannesson Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@mbl.is „SVONA framkoma er með því daprara sem ég hef upplifað og lýsir nokkuð hugsunarhættinum hjá yf- irstjórn Keilis,“ segir Guðrún Jó- hannesdóttir, ein þeirra hundrað nema og leigjenda hjá stúdenta- görðum Keilis sem fengu fyrir skömmu tilkynningu frá skólanum þess efnis að nýgerðir leigusamn- ingar til eins árs væru ógildir vegna kerfisvillu. Er umræddum leigjend- um nú gert að skrifa undir nýjan samning með hærri leigu ellegar verður þeim sagt upp húsnæðinu. Hefur málið farið afar illa í marga því upphæðirnar sem um ræðir eru töluverðar fyrir nema sem margir hverjir stunda nám sitt á lánum og þar sem nemendafélag er ekki starf- rækt enn á svæðinu er eini kost- urinn í stöðunni að fara með málið í lögfræðinga og samkvæmt heimild- um blaðsins hafa allnokkrir ósáttir nemar þegar gert það. Þykir það bæta mjög gráu ofan á svart að skól- inn hefur þegar sent fólki greiðslu- seðla vegna húsaleigu og miðast upphæðir á þeim öllum við þá hærri leigu sem fólk skal greiða jafnvel þó margir hafi enn ekki samþykkt að skrifa undir nýjan samning. Sá hængur er þó á lögum sam- kvæmt að greiði þau ekki greiðslu- seðlana er skólinn kominn með rétt til að segja upp leigusamningnum. Minnst tveir nemar sem blaðið hafði samband við fengu þær upplýsingar hjá skrifstofu skólans að það yrði gert yrðu greiðsluseðlar ekki greiddir á réttum tíma. Upp um hundrað þúsund á ári Leiguhækkunin er mismunandi eftir stærð íbúða en að sögn Jófríðar Leifsdóttur, umsjónarmanns fast- eigna á svæðinu, nemur hækkunin hjá flestum innan við fimm þúsund krónum á mánuði. Blaðið hefur þó vitneskju um minnst einn aðila hvers leiga hækkar um ríflega tíu þúsund krónur. Þó upphæðirnar virðist ekki háar er þetta í flestum tilvikum hækkun um 50-100 þúsund krónur á ársgrundvelli og náms- menn flesta munar vel um slíka upp- hæð. Kerfisvilla Ástæðan fyrir þessu öllu að sögn Jófríðar er kerfisvilla á skrifstofu Keilis en hún vísar á bug að farið sé illa með nemendur með þessu. „Við útgáfu fyrstu samninganna var mið- að við ranga vísitölu og svo var það leiðrétt. En réttu upphæðirnar voru engu að síður aðgengilegar á vef okkar þegar fólk sótti um. Lausnin felst í því að fólk komi til okkar og geri nýjan samning, en séu einhverjir ósáttir við það er þeim frjáls að rifta samningum við okkur. Jófríður fellst ekki á að það sé lang- sótt fyrir fólk sem flutt hefur búferl- um og nýhafið nám við Keili að rifta samningi sínum og vonar það besta. „Þessar upphæðir eru ekki háar fyrir hvern og einn en þetta er stað- an núna og fólk verður að gera þetta upp við sig sjálft. En persónulega held ég að margir séu að ruglast á hækkun og umsýslugjaldi sem kom til greiðslu nú. Það eru fimm þúsund krónur einu sinni á ári. En vissulega er þarna um örlitla hækkun að ræða þess utan.“ Aðspurð hvort skólinn muni rifta samningum þeirra sem ekki fallast á að skrifa undir hinn nýja samning eða greiða ekki heimsenda greiðslu- seðla segir hún það ekki hafa verið rætt en koma til greina. „Fólki er líka í sjálfsvald sett að rifta en hækkunin á ekki að koma neinum á óvart.“ Milli steins og sleggju Guðrún Jóhannesdóttir segir nemendur milli steins og sleggju í málinu og það geri það svo erfitt. „Það er enginn reiðubúinn að rífa sig og jafnvel fjölskyldu sína upp og flytja aftur nokkrum vikum eftir að fólk hefur komið sér fyrir. Að sama skapi eru margir heldur ekki sáttir við að rífa saming sinn og gera nýj- an sem kostar fólk mun meira. En kostirnir eru ekki margir því enginn vill eyða tíma og peningum í mála- ferlum í miðju erfiðu námi. Stúdentum stillt upp við vegg  Leiguverð á stúdentagörðum Keilis hækkaði vegna mistaka örfáum dögum eftir að nám hófst  Nemum gert að fallast á og skrifa undir nýjan samning Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Menntastofnunin Keilir Kerfisvilla olli því að leigusamningar sem gerðir hafa verið undanfarið eru rangir og eiga leigjendur að taka skellinn. Í HNOTSKURN »Leiguverð á íbúðum Keiliser frá tæpum 40 þús- undum og upp í tæp 90 þúsund á mánuði. Þá er frátalið ný- upptekið tryggingagjald sem aðeins fellur á þá sem nú hófu nám en ekki aðra sem byrjuðu fyrir þann tíma. »Um hundrað nýir nemarhjá Keili skrifuðu undir leigusamning áður en flutt var inn fyrir fjórum vikum. Nú segir Keilir þá samninga ranga og fer fram á að skrifað verði undir nýja samninga sem þýðir kostnaðarauka fyrir hvern og einn. »Lagalega séð ætti skólinnað sitja uppi með tapið af mistökunum sem gerð voru en fáir nemar eru reiðubúnir í slag vegna þess og allnokkrir þegar fallist á og skrifað undir nýju samningana. »Upphæðirnar sem um ræð-ir eru frá tvö til tíu þúsund kr. á mánuði eða frá 25 þús- undum og yfir hundrað þús- und á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.