Morgunblaðið - 19.09.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 19.09.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 17 ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 1,39% í gær og var lokagildi hennar 3.854,3 stig. Gengi bréfa Marels hækkaði um 4,68% og SPRON um 3,45%. Eimskip lækkaði um 8,61% og Exista um 2,43%. Velta á hlutabréfamarkaði var með mesta móti og nam 11,3 millj- örðum króna. Þar af var velta með bréf Glitnis 6,3 milljarðar. Krónan veiktist um 1,33% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 178,3 stig. Gengi Bandaríkjadals var við lokun markaða 94,6 krónur, evru 136,1 króna og punds 171,9 krónur. bjarni@mbl.is Úrvalsvísitalan réttir út kútnum ● GREIÐSLUSTÖÐVUN Lehman Brothers mun hafa áhrif á Straum en ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið tjónið verður. Hinn 15. september átti Straumur trygginga- innstæður að fjárhæð 48,2 milljónir evra í peningum og 16,8 milljónir evra í hluta- bréfum hjá Lehman Brothers í Bretlandi. Ekki liggur fyrir hvenær og enn síður hvernig farið verður með kröfur á hendur Lehman Brothers Holding. Straumur getur því ekki á þessu stigi lagt mat á hvort og þá hve mikið bankinn kann að þurfa að afskrifa vegna þessa. Tjón Straums vegna Lehman óljóst ● DRYKKJAFRAMLEIÐANDINN Refresco sem er að 49% leyti í eigu Stoða hefur keypt Schiffers Foods í Hollandi. Bæði fyrirtæki framleiða gosdrykki og vatn undir vörumerkjum viðskiptavina sinna. Í fréttatilkynningu Stoða segir að velta Schiffers Foods hafi verið 8 milljarðar króna á yfirstandandi rekstrarári. Refresco er stærsti fram- leiðandi Evrópu á sviði drykkjarvara undir eigin merkjum viðskiptavina sinna og starfrækir 18 verksmiðjur í Evrópu. camilla@mbl.is Stoðir vaxa á sviði drykkjaframleiðslu ● KAUPHÖLLIN hefur ákveðið að áminna Nýsi hf. og sekta félagið um 1,5 milljónir króna fyrir brot á reglum um upplýsingagjöf. Kauphöllin telur að Nýsi hf. hafi borið að birta tilkynn- ingu um slæma fjárhagsstöðu fé- lagsins um leið og ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af verðbréfum út- gefnum af félaginu. Einnig er það ámælisvert að verðmótandi upplýs- ingar hafi komið fram í fjölmiðlum áð- ur en þær voru birtar. Nýsir braut reglur um upplýsingagjöf ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkis- sjóðs Íslands í reglubundnu mati. Staðfestar voru einkunnirnar Aa1 fyrir langtímaskuldbindingar í er- lendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krón- um. Horfur eru stöðugar. Í greinargerð Moody’s segir að styrkur lánstrausts á Íslandi felist í því hve efnahagsleg og pólitísk þró- un sé langt komin og að þjóðarfram- leiðsla á mann sé ein sú hæsta í heimi. Þá séu ríkisfjármálin vel sett, ríkisskuldir lágar og langvarandi pólitískur stöðugleiki. Veikleikar séu aftur á móti bæði óvissa með ábyrgð- ir ríkisins samfara stórum alþjóðleg- um bankageira og hversu illa ís- lenska hagkerfið sé í stakk búið til að takast á við hræringar á alþjóða- mörkuðum vegna smæðar þess. Í greinargerðinni segir að ef til hækkunar lánshæfismatsins ætti að koma þyrfti hætta á aðkomu ríkisins vegna hugsanlegra vandræða bank- anna að minnka, eða óvissa varðandi aðgengi að lausafé. camilla@mbl.is Moody’s staðfestir lánshæfiseinkunnir Heilbrigð ríkisfjármál, litlar skuldir A+(I  : ;$ + %  ;<& =1> 6  '  +  %D$  )# # $ 1 40 1 (  0 5(( )  0 67 0   '( 0 !6 " ( 8$  94   0 : . 5(0  '( $  0 ;0 %<=>, % "-5& ?'0 @ 0 J-D/A  1  41 A 1  4<  "<B? 6 (5( ?C 5 ,D0 0 /" 0 E   )& 0 %F +/E  F 1" "F  !5 0 !" &0 ' 2 I # *+*, -+ - +. .+*/ /,+* -+,. +, * + /+0 0+ ,+ + 1/+- + /- + /1 + /.,+ /+0. /+ +. ,0 .+ ! !                                          E & (  / ' &  ( # : % GHI  JI I  HKK   G   II HI HKGIGI H  K -  GIIH IH  J  G JJK  J  GKK  KJ IHH KHJI GK - KJJH - - -   I  - - HLK GL LK KLH ILKH GLIG L HL LHK HLK LJ L  JL JKL G L HKL KIL - - - IH KL - - HLHI GLG L KLHH ILH GLG LI H L L  L IL LI JL HL GIIL L KGLK L K L - I KL  LK KL ?) & (  G  G KJ J  -  H  K J  G  - G - - -  - - M  & ( & J  J  J  J  J  J   J  J  J  J  J  J  J  J  J   J  J  H   K  IH  J  J  I  1/ 1/ 1/ >;N >;N ,0, 0 2 +1 2 +,   >;N ;5N & . 1, 3/+0 2 +1   M AO  ,  //& /* &/11 2,+ 2-+   ?/%6 M1N -& .& *, 3 +0 +   >;N:K >;NFG ,& .- ./ 2/+- 3 +/   ● HEILSUVÖRUFRAMLEIÐANDINN Holland & Barrett hefur keypt Julian Graves-heilsuvörukeðjuna af Baugi. Kaupverð er ekki gefið upp. Holland & Barrett rekur 646 versl- anir í Bretlandi, Hollandi og á Írlandi. Með kaupunum á Julian Graves eru verslanir fyrirtækisins orðnar tæp- lega 1000. Í tilkynningu um kaupin segir forstjóri Holland & Barrett að þetta séu góðar fréttir. Kaupin styrki fyrirtækið enn frekar sem helsta smásala í heilsuvörum í Evrópu og falli vel að fyrirætlunum þess um aukinn hlut á Evrópumarkaðnum. camilla@mbl.is Baugur selur Julian Graves-keðjuna Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TÖLUVERÐAR hækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær. Einkum voru það fréttir af enn frekari inngripum ríkisins í mark- aðina sem léttu lund fjárfesta, en óvissa er enn mikil um framtíðina. Munu stjórnvöld í Washington vera að íhuga að koma á „sjúkrasjóði“ fyrir banka, svipuðum Resol- ution Trust Corp., sem nýttur var til að koma í verð eignum banka sem urðu gjaldþrota á níunda og tí- unda áratug síðustu aldar. Voru það einkum léleg fasteignalán sem RTC tók yfir á þeim tíma, en ótrygg fasteignalán hafa spilað mikilvægt hlutverk í því hvernig komið er fyrir fjármálamörkuðum nú. Þá ákvað fjármálaeftirlitið í Bretlandi að banna tímabundið svokallaða skortsölu með hlutabréf, en þátttakendur í slíkum gerningum veðja á að við- komandi hlutabréf muni falla í verði. Dómsmála- ráðherra New York-ríkis sagðist jafnframt hafa hafið rannsókn á skortsölu. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 3,8% og S&P 500 um 4,29%. Fjár- málafyrirtæki leiddu hækkanirnar og hækkaði Bank of America um 15% og Citigroup um 16%.         JK J K  K  HK H KK K 0 '   "/6/ I !C "   2I +$ FLM                                      !"   #        !"  #               ! !   $  !"   #       !"      #              !"   # & !"           #'   (            )!#  !  (     *           #+,    +,   #                     !(    -    . , .     0          (!     1  / #  , 0 /            3  145% 6         ,       7 #( %              (  Q   ' "    "      (   Unnið að stofnun sjúkrasjóðs fyrir banka í Bandaríkjunum  Skortsala bönnuð tímabundið í Bretlandi  Hækkanir á bandarískum hlutabréfamörkuðum Aðgerðir stjórnvalda létta lund fjárfesta Bankakreppa Hvernig stendur á hremmingunum nú í Bandaríkjunum. Var fjármálamarkaðurinn ekki á leið á réttan kjöl? Þar til fyrir skömmu voru flestir á því að hið versta væri að baki hvað fjármálafyrirtækin varð- aði. Undanfarið hefur hins vegar komið á daginn að afskriftarþörf margra banka var umtalsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Við þær að- stæður tóku fjárfestar og lánastofnanir að forð- ast fyrirtæki sem höfðu á bókum sínum mikið af áhættusömum lánum. Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers var í þeim hópi. Hvers vegna er tryggingafélagið AIG í jafn miklum vandræðum og raun ber vitni? Það er rétt að AIG er ekki banki, en fyrirtækið hefur undanliðinn áratug sótt inn á áhættusamari mið en áður og á nú gríðarstórt safn skuldavafn- inga tengdum fasteignalánum. Þessir vafningar hafa hrunið í verði undanfarna mánuði og olli það AIG alvarlegum vandræðum. Þegar lánshæf- iseinkunn félagsins var svo lækkuð þurfti AIG skyndilega tugi milljarða dala í lausafé, sem ekki fengust á markaði. Yfirvöld íhlutuðust um björgun Bear Stearns en ekki Lehman. Hvernig stendur á því? Þarna rekast á kenningar. Í tilviki Bear Stearns taldi seðlabankinn að fjármálakerfið væri ekki í stakk búið til að takast á við afleiðingar þess ef bankinn yrði gjaldþrota. Í tilviki Lehmans mat seðlabankinn það hins vegar svo að kerfið gæti betur tekist á við fall bankans og vildi einnig sýna að hann myndi ekki alltaf koma fjárfestum til bjargar. Af hverju var AIG þá bjargað? Tryggingafélagið var miklu stærra fyrirtæki en Lehman auk þess sem það hafði tryggt fjölda fjármálafyrirtækja gegn vanskilum á lánum. Gjaldþrot AIG hefði aukið mjög álagið á banka- kerfið, sem seðlabankinn taldi að það mætti illa við nú. S&S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.