Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 15
FRÉTTIR
BORGARRÁÐ
samþykkti á fundi
sínum í gær að
greiða áfram
helming launa og
launakostnaðar
Þorvaldar Víð-
issonar miðborg-
arprests á árinu
2009.
Þetta fyrir-
komulag hefur
tíðkast síðan haustið 2006 og kemur
fram í bréfi formanns sóknarnefndar
og sóknarprests Dómkirkjunnar að
fyrirkomulagið hafi borið góðan ár-
angur „eins og árangursskýrslur
Dómkirkjunnar bera með sér. Þar
hefur einnig komið greinilega í ljós
hve mikil þörf er fyrir þessari starf-
semi,“ líkt og segir í bréfinu.
Árslaun miðborgarprests nema
9,1 milljón króna, samkvæmt úr-
skurði kjararáðs. Hlutur Reykjavík-
urborar nemur því um 4,6 milljónum
króna. En Dómkirkjan mun fram-
vegis eins og hingað til leggja til
starfsaðstöðu prestsins.
Í fyrrnefndu bréfi kemur jafn-
framt fram að starf miðborgarprests
sé ekki þess eðlis að tjaldað sé til
einnar nætur og „[ætti] það því að
falla mjög vel að því þarfa átaki, sem
borgin stendur nú fyrir til lausnar á
því ófremdarástandi sem ríkir í mið-
borginni um helgar.“ andri@mbl.is
Helming-
ur launa
greiddur
Þorvaldur
Víðisson
Ætti að falla vel að
átaki borgarinnar
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað framkvæmdastjóra
markaðsfyrirtækis af ákæru um brot
gegn lögum um happdrætti, en fyr-
irtækið keypti auglýsingapláss fyrir
spilavefinn Betsson.com í íslenskum
fjölmiðlum. Fyrirtækið sem stendur
að baki Betsson er sænskt og hefur
leyfi til veðmálastarfsemi. Það hefur
hins vegar ekki leyfi til happdrætt-
isrekstrar á Íslandi.
Málið kom upp í lok mars árið
2006. Þá var lögreglustjórinn í
Reykjavík beðinn um að rannsaka
birtingu auglýsinganna, og fóru Ís-
lenskar getraunir fram á að auglýs-
ingarnar yrðu stöðvaðar. Sumir fjöl-
miðlar hættu að auglýsa Betsson en
þó ekki allir.
Vefsíðan hýst erlendis
Lögum samkvæmt er óheimilt að
reka happdrætti hér á landi þar sem
spilað er um peninga nema sam-
kvæmt sérstakri lagaheimild. Það
varðar sektum eða fangelsi allt að
sex mánuðum ef einstaklingur rekur
happdrætti eða veðmálastarfsemi
hér á landi án þess leyfis. Og sömu
viðurlög liggja við að auglýsa, kynna
eða miðla upplýsingum um slíka
starfsemi.
Í dómi héraðsdóms segir að
ákvæði laganna verði ekki túlkuð
víðar en svo „að einungis sé lýst
refsivert að auglýsa, kynna eða
miðla upplýsingum um þá starfsemi
af greindum toga sem rekin er hér-
lendis án tilskilins leyfis. [...] Liggur
ekkert annað fyrir í málinu en að
umrædd vefsíða sé hýst erlendis og
að sú starfsemi sem hún kynnir fari
að öllu leyti fram utan íslenskrar lög-
sögu“.
Var af þeirri ástæðu ekki annað
hægt en sýkna framkvæmdastjór-
ann í málinu.
Leyfilegt
að auglýsa
Betsson
Eftir Hlyn Orra Stefánsson í Lundúnum
FÁTT annað en fjármálakreppa og framtíð Gord-
ons Browns kemst að í breskum fjölmiðlum um
þessar mundir. Og að mörgu leyti tengjast þessi tvö
fréttamál. Stuðningur við Verkamannaflokkinn fer
minnkandi, sér í lagi við leiðtogann Brown, og hefur
það að hluta verið rakið til ótta vegna fjármála-
kreppunnar. Breskir fjölmiðlar hrósuðu hins vegar
Brown í gær fyrir djarfan leik sem muni minnka
áhrif kreppunnar, en hann er sagður eiga stóran
þátt í því að yfirtaka Lloyds TSB á HBOS verður
líklega að veruleika.
Kreppan heimsækir Bretland
Hingað til virðist almenningur hér í Bretlandi
hafa talið að fjármálakreppan væri fyrst og fremst
vandamál bankamanna – og þá sérstaklega banda-
rískra bankamanna – sem enn væri langt í að næði
til almennings. Eftir að fréttir tóku að berast af
vandamálum HBOS, sem er stærsti íbúðalánveit-
andi Bretlands, tók þó að fara um fjölmarga, enda á
einn af hverjum tíu Bretum sparifé í bankanum og
hjá honum starfa um 72 þúsund manns. Verðmæti
bréfa bankans féll um 22% á þriðjudag, eftir að hafa
fallið um 18% daginn áður, og margir óttuðust hið
versta ef óttaslegnir sparifjáreigendur hlypu til og
tækju allt fé sitt út úr bankanum.
Fréttum af neyðaryfirtöku breska fjármálafyr-
irtækisins Lloyds TBS á HBOS var því fagnað.
Blöðin slógu því upp sem forsíðufrétt að HBOS yrði
bjargað fyrir horn, sem fréttaskýrendur og álits-
gjafar segja að muni draga verulega úr áhrifum
fjármálakreppunnar á breska hagkerfið. Margir
gengu jafnvel enn lengra, t.d. leiðarahöfundur í The
Times sem fullyrti að sautjánda september og yf-
irtökunnar á HBOS yrði minnst sem vendipunkts í
sögu nútímafjármálastarfsemi: „Sautjánda septem-
ber verður minnst sem fordæmislauss dags í sögu
hins frjálsa markaðar og nútíma fjármálastarf-
semi.“
Reglur settar til hliðar
Gordon Brown er eins og áður sagði hrósað fyrir
hlut sinn í málinu, sem þó er enn nokkuð óljós. The
Times fullyrðir að Brown hafi hitt stjórnarformann
Lloyds sl. mánudag til að greina honum frá því að
ríkisstjórnin muni greiða fyrir yfirtökunni. Frá
Downing-stræti hafa þær fréttir borist að séð verði
til þess að samkeppnislög komi ekki í veg fyrir yf-
irtökuna, en undir venjulegum kringumstæðum
myndi samruni banka af þessari stærðargráðu
þarfnast rækilegrar skoðunar samkeppnisyfir-
valda.
Væntanleg yfirtaka mun þó hafa sínar dökku
hliðar. Breskir fjölmiðlar áætla að allt að 40 þúsund
störf hjá Lloyds og HBOS séu í hættu. Fréttir um
uppsagnir af slíkri stærðargráðu fara sérstaklega
illa í Breta um þessar mundir, enda voru í fyrradag
birtar tölur sem sýna að þeim sem skráðir eru á at-
vinnuleysisbætur fjölgaði um 32.500 í síðasta mán-
uði, sem er mesta aukning í einum mánuði í sextán
ár.
Hægri/vinstri deila enn á ný
Hörmungardagar í fjármálaheiminum að undan-
förnu hafa orðið til að blása auknu lífi í gamla hug-
myndafræðibaráttu milli hægri- og vinstrimanna
hér í Bretlandi. Þeir sem hallast til vinstri segja að
nú hljóti menn að sjá að hinn villta fjármálamarkað
þurfi að temja og aga með strangari reglum.
Gordon Brown hefur verið gagnrýndur af með-
limum vinstrisinnaðri hluta Verkamannaflokksins
fyrir að hafa ekki barist fyrir reglusetningu af slíku
tagi, og leiðarahöfundur The Guardian sagði í vik-
unni að nú þyrfti að setja strangari reglur um fjár-
málamarkaði til að koma í veg að lægðin yrði í lík-
ingu við kreppuna miklu.
Leiðarahöfundur í The Times tók hins vegar öf-
ugan pól í hæðina í fyrradag (en blaðið þykir vera
hægra megin við The Guardian). Það sem síst af
öllu eigi að gera nú sé að hemja hinn uppbyggilega
eyðingarmátt kapítalismans, sem nú refsi fjármála-
mönnum sem hafa hegðað sér heimskulega. „Mark-
aðurinn sér til þess að þeir sem gera mistök séu
dregnir til ábyrgðar fyrir þau. Það sem gagnrýn-
endur hafa verið fljótir að kalla kapítalisma í
kreppu, er í raun kapítalismi í framkvæmd.“
Græðgin og áhættan varð of mikil
„Enn sem komið er hefur ástandið ekki haft áhrif
á persónulega hagi mína,“ segir mér maður í áber-
andi fínum jakkafötum og skínandi skóm, sem ég
mæti fyrir utan eina aðalbygginguna í fjármála-
hverfi Lundúna. „En ég vinn á fyrirtækjasviði og
þannig hef ég auðvitað orðið var við kreppuna. Ég
gæti misst starfið, en þangað til það gerist hef ég
engar áhyggjur.“
Hann segist ekki vilja láta nafns síns getið, „þrátt
fyrir að þetta birtist í íslensku blaði sem enginn
les“, eins og hann orðar það. „Þetta eru viðkvæmir
tímar, sérstaklega fyrir okkur sem vinnum í fjár-
málageiranum.“
Undanfarna daga hafa verið sagðar fréttir af
uppsögnum í City, fjármálahverfi Lundúna, enda
var t.d. Lehman Brothers með útibú þar og 4.500
starfsmenn. „Ég get ekki sagt að ég vorkenni þeim
sem hafa misst vinnuna,“ segir viðmælandi minn.
„Það var búið að veðja á mjög áhættusamar fjár-
festingar og búið að græða mikið á spákaup-
mennsku. Græðgin var einfaldlega orðin of mikil.“
„Helstu afleiðingarnar sem fjármálakreppan mun hafa á mig, er að hún mun leiða til þess að
Verkamannaflokkurinn missir völdin,“ segir Will Roberts, háskólanemi í Brighton. Hann segir
að þar sem hann sé ekki með húsnæðislán og algjörlega eignalaus, hafi hann ekki áhyggjur af
beinum afleiðingum kreppunnar.
„Missi Verkamannaflokkurinn völdin mun það hins vegar hafa áhrif fyrir mig. Ég þarf að sjá
fyrir ungu barni, og hef ekki trú á að Íhaldsflokkurinn muni skapa skilyrði sem geri það auð-
veldara fyrir mig. Auk þess munu námsmenn almennt hafa það verra ef íhaldsmenn komast til
valda.“
Hann segir það kaldhæðnislegt að íhaldsmenn gagnrýni nú Verkamannaflokkinn fyrir að
hafa ekki komið í veg fyrir kreppuna með því að setja strangari reglur um fjármálamarkaði.
„Það er auðvelt að vera gagnrýninn þegar maður er í stjórnarandstöðu. En ég er ekki í nokkr-
um vafa um að íhaldsmenn hefðu ekki komið í veg fyrir það ástand sem nú hefur skapast.“
Mun sjá eftir Verkamannaflokknum
Neal Cachmore, sem ég geng upp að þar
sem hann er að gera sig kláran til að dytta
að einum turni fjármálahverfisins, segist
ekki vorkenna bankamönnum sem nú
missa vinnuna. „Þeir hljóta að hafa vitað
hvað myndi gerast. Ég rek mitt eigið bygg-
ingafyrirtæki, og þekki af eigin raun að
maður veit alltaf hvernig maður stendur;
maður veit hvað kemur inn og hvað fer út
og hvaða skuldbindingar maður hefur tek-
ið á sig.“
Neal segist ekki hafa áhyggjur af því að
fjármálakreppan hafi áhrif á hann per-
sónulega. „Ég er rólegur yfir þessu öllu
saman enda er alltaf nóg að gera hjá mér.
Við höfum lent í kreppu áður og munum
vinna okkur út úr henni líkt og þá.“
Áttu að sjá þetta fyrir
Reuters
Kreppir að Starfsmaður útibús bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Lundúnum tekur pokann sinn en uppsagnir í City, fjármálahverfi Lund-
úna, hafa verið kunngerðar. Eftir að fréttir tóku líka að berast af vandamálum HBOS, sem er stærsti íbúðalánveitandi Bretlands, tók að fara um fjölmarga.
Vendipunktur
í fjármálasögunni?
Fjármálakreppa og framtíð Gordons Browns eru nú efst á baugi í Bretlandi
Græðgin einfaldlega of mikil segir vegfarandi við fréttaritara Morgunblaðsins