Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EMBÆTTISMENN í Bandaríkjun- um óttast nýtt kosningaklúður 4. nóvember þegar kosið verður á milli forsetaefnanna Johns McCains og Baracks Obama. Embættismennirn- ir óttast m.a. langar biðraðir, tækja- bilanir og rugling vegna reglna sem eru mismunandi eftir ríkjum. Þetta gæti orðið til þess að þúsundir manna gætu ekki greitt atkvæði í forsetakosningunum. Breytingarnar auka hættu á vandamálum Búist er við að kjörsóknin verði mikil þar sem margir hafa skráð sig á kjörskrá síðustu mánuði. Á sama tíma er víða verið að breyta fyrir- komulagi kosninganna með nýjum tækjum og reglum til að afstýra klúðri eins og árið 2000 og deilum um niðurstöðu kosninganna eins og fyrir fjórum árum. Í sumum borgum og sýslum hefur fyrirkomulaginu verið breytt frá for- kosningum demókrata og repúblik- ana sem lauk fyrr á árinu. Níu millj- ónir kjósenda eiga að nota búnað sem hefur breyst frá því í mars, með- al annars í Ohio, Flórída og Color- ado, ríkjum sem gætu ráðið úrslitum í kosningunum í nóvember. Svo miklar breytingar, sem eiga að auka trú manna á kosningakerf- inu, geta þegar upp er staðið aukið hættuna á því að kosningarnar fari úrskeiðis, einkum nú þegar búist er við mikilli kjörsókn og margir ætla að greiða atkvæði í fyrsta skipti. Óttast kosningaklúður Í HNOTSKURN » Stóru flokkarnir hafaráðið fjölmarga lög- fræðinga sem búa sig und- ir kærur vegna álitamála, allt frá skráningu til taln- ingar. » Alríkisstjórnin hefurvarið sem svarar 28 milljörðum króna í breyt- ingar á kosningakerfinu. Mikil kjörsókn og breytingar á kosningakerfinu auka hættu á löngum biðröðum, tækjabilunum og deilum um álitamál í forsetakosningunum í Bandaríkjunum NÝR forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawat, vottar konungi landsins virðingu sína við mynd af hon- um eftir að hafa verið kjörinn í embættið á þinginu. Somchai er mágur Thaksins Shinawatra sem hrökkl- aðist úr embætti eftir mikil mótmæli. Andstæðingar Thaksins hétu því að koma máginum líka frá völdum. AP Mágur Thaksins kemst til valda YFIRVÖLD í Gautaborg í Svíþjóð hafa ákveðið að hætta að kaupa vatn á flöskum fyrir starfsmenn sína og hér eftir verða þeir að láta sér nægja kranavatnið. Er það gert af umhverfisástæðum. Á síðasta ári keypti borgin 39.000 lítra af flöskuvatni fyrir starfsmenn sína en því verður alveg hætt 1. október næstkomandi að því er Max Reijer, einn borgarstjórn- armanna, tilkynnti. „Vatn á flöskum er flutt um lang- an veg og getur því alls ekki kallast umhverfisvænt. Hinn kosturinn er kranavatnið og í Gautaborg er það sem betur fer fyrsta flokks.“ Reijer sagði, að það fé, sem spar- aðist, væri betur komið annars staðar. svs@mbl.is Kaupa ekki flöskuvatn EVRÓVISJÓN hefur ýmist glatt eða hrellt sjónvarpsáhorfendur allt frá Belfast til Belgrad í rúm 50 ár en nú er svo komið að ein álfa dugir ekki evrópsku söngvakeppninni lengur. Nú er komið að Asíubúum að fá að njóta sýningarinnar. Samband evrópskra sjónvarps- stöðva, EBU, skýrði frá því í gær að efnt yrði til fyrstu Asíuútgáfu söngvakeppninnar á næsta ári. Fimmtán Asíuríki ætla að taka þátt í keppninni, sem nefnist Asíuvisjón, þeirra á meðal Japan, Kína og Ind- land. Evróvisjón til Asíu UNGLINGUR sem sat í fangelsi fyrir að vera illa girtur á almanna- færi í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus. Samkvæmt niðurstöðum dómara brjóta lögin, sem hann var dæmdur samkvæmt, í bága við stjórnarskrána. Drengurinn var handtekinn fyrir að vera í „sígandi buxum“ sem telj- ast til tískufatnaðar og sáust 10 cm af nærbuxum hans. Tilraunir til að banna slíkar buxur verða æ tíðari í Bandaríkjunum. jmv@mbl.is Ólöglegar nærbuxur? SKELFINGIN meðal foreldra ungra barna í Kína vex dag frá degi enda vita fæstir enn hvort barnið þeirra eða börn hafa skaðast af efn- inu melamín, sem fundist hefur í mjólk og mjólkurafurðum. Þora þeir ekki lengur að gefa börnunum neitt mjólkurkyns, ekki einu sinni ís, sem líka er mengaður. Kínverska lögreglan hefur hand- tekið um 30 manns vegna rannsókn- ar málsins og nærri eitt hundrað aðr- ir hafa verið yfirheyrðir. Eiga 5.000 eftirlitsmenn að fara um landið allt til að kanna efnainnihald mjólkur og mjólkurafurða en vitað er að efninu melamín, sem er bannað til neyslu, var vísvitandi blandað í fóður og mjólk til að afurðirnar virtust prót- ínríkari en þær voru í raun. Öll börnin sem hafa veikst, nokkuð á sjöunda þúsund, drukku mjólk úr dufti frá Sanlu-samsteypunni, helsta framleiðanda mjólkurdufts fyrir börn. Þar á bæ var þó ekki brugðist við fréttum um veikindi barnanna fyrr en Fronterra, samstarfsfyrir- tæki Sanlu á Nýja-Sjálandi, fékk Helen Clark, forsætisráðherra landsins, til að beita sér gagnvart kínverskum stjórnvöldum. Lögreglan í Habai-héraði hefur gert upptæk hundruð kílóa af mel- amín og talsmaður hennar sagði, að maður, sem nú væri í haldi, hefði við- urkennt að hafa keypt 200 20 kílóa sekki af melamín og selt þá bændum eða mjólkurframleiðendum. Sagt er, að þeir hafi fyrst blandað mjólkina með vatni og síðan sett melamínið út í til að prótíninnihald hennar virtist í lagi. Margir Kínverjar segjast skamm- ast sín fyrir þau hneyksli sem upp hafa komið í kínverskri matvæla- framleiðslu. Henni sé ekki treyst- andi og því kaupi nú margir bara út- lenda vöru. svs@mbl.is Eiturefnið líka í kínverskum ís Margir óttast inn- lenda framleiðslu AP Fársjúkt Þetta barn var flutt mikið veikt á sjúkrahús og þá kom í ljós, að það var komið með nýrnasteina eftir að hafa drukkið mengaða mjólk. UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna sagði í ræðu í gær að Rússar væru ráðríkir á heimaslóðum og sýndu yfirgang erlendis. Hún sagði Rússland „stefna inn í aukna einangr- un og myndu brátt skipta litlu máli“. Reynt hefur verulega á stjórnmála- samband Bandaríkjanna og Rúss- lands eftir að átök blossuðu upp milli Georgíu og Rússa í héruðunum Suð- ur-Ossetíu og Abkasíu í síðastliðnum mánuði. Dímítrí Medvedev, forseti Rúss- lands, hefur sagt það merki um þröngsýni ef Washington og Moskva stofni stjórnmála- og efnahagssam- böndum í hættu vegna Georgíu. Í ræðu sinnni sagði Rice ljóst að Georgía hefði hafið leikinn með innrás sinni í S-Ossetíu. Hegðun Rússa í framhaldinu hefði hins vegar orðið til þess að magna átökin verulega. Hún lýsti yfir eindregnum stuðn- ingi við Georgíu og sagði hvimleitt að Rússar reyndu að ráðskast með hverjir gengju í NATO og hverjir ekki. jmv@mbl.is Rússar í einangrun Condoleezza Rice harðorð í garð Rússa FÁIR tóku eftir því þegar fyrirtæki Indverjans Chetans Maini setti raf- bílinn Reva á markað fyrir sjö árum því margir höfðu þá efasemdir um að raunhæft væri að hefja fram- leiðslu á bílum sem eru eingöngu knúnir rafmagni. „Hann var langt á undan sinni samtíð,“ sagði Hormazd Sorabjee, ritsjóri bílablaðsins AutoCar. „En ef til vill vantaði hann vöðvaaflið og pólitíska stuðninginn sem þurfti til að slá í gegn, þess vegna er fyr- irtækið enn svona lítið.“ Rafbílafyrirtækið Reva var stofn- að 1994 og sjö árum síðar var raf- bíllinn settur á markað. Þótt bíllinn sé mjög ódýr í rekstri þykir hann tiltölulega dýr á Indlandi, eða um 25% dýrari en aðrir smábílar. Eft- irspurnin hefur ekki verið mikil á Indlandi og fyrirtækið hefur því hafið útflutning á rafbílnum til landa þar sem salan á slíkum bílum hefur stóraukist vegna hás bens- ínverðs. Rafbíllinn er seldur á almennum markaði í Bretlandi, þar sem hann nefnist G-Wiz, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kýpur, Möltu, Noregi, Spáni og Srí Lanka. Í Austurríki, Ástr- alíu, Bandaríkjunum og Þýskalandi hefur hann verið auglýstur sem hagkvæmur kostur fyrir ýmis fyr- irtæki, svo sem á sviði póstflutn- inga. bogi@mbl.is 76?@1'A 5$ /B C-  B 6    $6+6+6 -!"  # 6" /:   6   6 -  (                                          !"   #  $ %& '#    504 6 3 3 7 88 5#90 6  6 6 * 2  6( (# 6$     +$ +   2  ( 7/6  + ? () *  C ? + =C? ,!"& 7 ? -   ) . &  'D   + / &    /0      &         .$  '&     =2-! 1 ($% 22 "  3&      3.    + 4    0)   7-)               .$  @1'AE7F;G=*H@F G$# < 5!#  %   .    6    ; "&   7" /  !#   3&        0 '  &  % 2 &  6   „Langt á undan sinni samtíð“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.