Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nýting raf-orku til aðhlaða bíla eða framleiða á þá eldsneyti verður raunhæfari kostur með hverju misserinu. Rann- sóknir á því hvernig nýta megi aðra kosti en bensín og dísil- olíu til að knýja bíla og önnur farartæki hafa staðið í stað í nokkra áratugi, en nú hafa bílaframleiðendur loks tekið við sér. Olían er takmörkuð auðlind og svimandi hátt olíu- verð gerir að verkum að ekki er lengur boðlegt að þybbast við. Íslendingar eru betur í stakk búnir en margar aðrar þjóðir til að nýta sér tækninýj- ungar í framleiðslu vistvænna bíla vegna þeirrar hreinu orku, sem nýta má á Íslandi. Fyrir nokkrum árum var áhersla lögð á vetni, en nú beinast sjónirnar í auknum mæli að rafbílum. Í skýrslu, sem Steingrímur Ólafsson gerði með styrk frá iðn- aðarráðuneyti og Orkusjóði og sagt var frá í Morgunblaðinu í liðinni viku, segir að raf- magnsvæðing bílaflotans sé fýsilegur kostur og gæti spar- að mörg hundruð milljarða króna á næstu áratugum. Einn af kostunum, sem Steingrímur tínir til, er að dreifikerfið fyrir rafbíla sé þegar fyrir hendi, að frátöldum dreifistöðvum og tenglum. Össur Skarphéð- insson iðnaðar- ráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að Íslend- ingar gætu raf- vætt allar sam- göngur á skömmum tíma og til þess þyrfti ekki að reisa nýjar virkjanir. Hann sagði að rætt hefði verið við rafbílaframleið- endur um að Íslendingar nytu forgangs þegar fjöldafram- leiðsla rafbíla hæfist. Fyrsti fjöldaframleiddi raf- bíll heims var sýndur í tengslum við alþjóðlega ráð- stefnu um orkugjafa fram- tíðar, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sá bíll er frá Mitsubishi og á fjöldafram- leiðsla á honum að hefjast á næsta ári, en aðrir bíla- framleiðendur eru einnig í startholunum og komust til dæmis fyrir nokkrum dögum í umferð á netinu myndir af bíl, sem GM ætlar að hefja fjölda- framleiðslu á 2010. Öryggi í orkumálum er mik- ilvægt. Samkeppnin um orkuna er hörð og stórveldi heims leggja nú kapp á að tryggja sér aðgang að olíu og gasi. Löndin, sem eiga auð- lindirnar, eru í góðri stöðu, en kaupendurnir geta þurft að sæta afarkostum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um olíufíkn Banda- ríkjamanna. Raforkan getur verið svar Íslendinga við þeirri fíkn. Raforkan getur verið svar Íslendinga við olíufíkninni } Rafvæddur bílafloti Jóhann HlíðarHarðarson, faðir heyrnarlauss manns, skrifar þarfa ádrepu til Ríkissjónvarpsins hér í blaðið í gær. Jóhann bendir á að í kvöld- fréttum Sjónvarpsins 15. september var ein textuð inn- lend frétt. Hún fjallaði meðal annars um heyrnarlausan listamann. „Þessi verknaður frétta- stofu Ríkissjónvarpsins lýsir að mínu viti botnlausri fyr- irlitningu á heyrnarlausu fólki,“ skrifar Jóhann. „Hvað er í raun verið að segja heyrn- arlausu fólki? Jú, eitthvað á þessa leið: „Ykkur kemur lítt við hvernig heimsskútan vaggar og veltur frá degi til dags, en af því að í þessari frétt er fjallað um einn af ykk- ur, þá skulum við texta hana svo þið getið nú fylgst með ykkar fólki.“ Annað í þessum fréttatíma kom heyrnarlausu fólki ekki við, enda var ekkert fjallað um heyrnarlaust fólk í öðrum fréttum kvöldsins.“ Jóhann Hlíðar hefur mikið til síns máls. Ef hægt er að texta eina frétt í kvöldfréttum Rík- issjónvarpsins, er auðvitað hægt að texta þær flest- allar. Það er vafa- laust spurning um mannskap og peninga. En þar kemur líka að hlutverki Rík- isútvarps. RÚV gegnir lögbundnu al- mannaþjónustuhlutverki, sem aðrar sjónvarpsstöðvar gegna ekki, og er fjármagnað af fé skattgreiðenda til að standa undir því hlutverki. Í þjónustusamningi mennta- málaráðherra og RÚV um al- mannaþjónustuna kemur fram að Sjónvarpið eigi að tvöfalda textun á innlendu efni á samningstímanum, fram til 2011. RÚV á frekar að setja pen- inga skattgreiðenda í að texta fréttir og annað innlent efni í þágu heyrnarskertra (sem eru um 25.000 manns á Ís- landi) en að kaupa erlent af- þreyingarefni, sem það sýnir í samkeppni við einkareknar sjónvarpsstöðvar. Stjórn- endur RÚV eiga að vita hvað til þeirra friðar heyrir. RÚV á frekar að texta fréttir en kaupa erlent afþrey- ingarefni} Hvað til friðar RÚV heyrir F yrr á árinu mátti lesa þessa dramatísku lýsingu hér í blaðinu: „Á nöturlegu janúarkvöldi var hópur alþjóðlegra vogunarsjóðs- stjóra samankominn á barnum á 101 hóteli í miðborg Reykjavíkur til að fá sér í staupinu fyrir kvöldmatinn.“ Þannig hefst frá- sögn breska blaðsins Financial Times af fundi manna sem bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns sendi hingað. „Bear hafði skipulagt þennan leiðangur til að ræða mætti stórfurðulega stöðu íslensks efnahagslífs“ Og áfram hélt frásögnin: „Haft er eftir framkvæmdastjóra hjá „stórum íslenskum banka“ að þegar hann hafi komið inn á barinn hafi einn sjóðsstjórinn gefið sig á tal við hann og sagt að allir sem þarna voru – nema hann sjálfur – hefðu tekið skortstöðu gagnvart Íslandi. Sagði fram- kvæmdastjórinn íslenski að sjóðsstjórinn hefði líkt hagn- aðarmöguleikum Íslands við „endurkomu Krists …“ Í kjölfar þessa, segir síðan, „lét Fjármálaeftirlitið hefja rannsókn á því hvort vogunarsjóðir hafi gert atlögu að krónunni, íslenska bankakerfinu og hlutabréfamark- aðinum og kerfisbundið komið af stað neikvæðum og röngum orðrómi um íslenska banka og fjármálalíf í því skyni að hagnast.“ Þetta er dálítið merkileg lesning um þessar mundir þegar Bear Stearns er horfið af sjónarsviðinu og strák- arnir á barnum frá fyrirtækinu væntanlega búnir að missa vinnuna. En vogunarsjóðir og skortsalar eru þó hvergi af baki dottnir. Til dæmis mátti lesa á viðskiptasíð- um í gær um hugsanlegan samruna Morgan Stanley-fjárfestingabankans og Wachovia- viðskiptabankans og að John Mack, forstjóri þess fyrrnefnda, hafi sent út minnisblað til starfsmannanna vegna alls þessa, þar sem sagði m.a.: „Mér er það ljóst að við erum í miðju markaðar sem stjórnast af ótta og orð- rómi, og skortsalar eru að keyra niður hluta- bréf okkar.“ Böndin hafa líka borist að vogunarsjóðs- stjórum og skortsölum fyrir að hafa keyrt niður hlutabréfaverðið á Lehman Brothers svo hressilega að fjármálaheimurinn missti trúna á bankanum og hann varð gjaldþrota. Svo hafi vogunarsjóðir og þeirra nótar þótt ruslaralýður hérlendis fyrir að dirfast að taka skortstöðu gegn íslensku efnahagslífi, þá fer nú hálfu verra orð af þeim í hinum alþjóðlega fjármálaheimi og þætti þeirra í umrótinu síðustu daga – enda hagnast um milljarð Bandaríkjadala á öllu saman. En þá vill svo til að fram stíga sérfræðingar og við- skiptablaðamenn og taka upp hanskann fyrir þetta lið. Þeir segja núna að sjóðstjórarnir og skortsalarnir séu eins og barnið í ævintýrinu sem horfði á keisarann og hrópaði upp yfir sig: Hann er ekki í neinum fötum! Hin nýja táknmynd hins alþjóðlega fjármálaheims hafi reynst vera tálmynd. Sem þýðir þá að kannski var ekki allt sem skyldi í hlaðvarpanum hérna heima fyrir og það var verið að reyna að segja okkur það kvöldið nöturlega á 101 hóteli. bvs@mbl.is Björn Vignir Sigurpálsson Pistill Skúrkar eða hetjur? Örorka vegna vefja- gigtar kvenna eykst FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is S toðkerfisraskanir eru nú algengustu orsakir örorku hjá konum, samkvæmt rannsókn sem Ásta Snorradóttir fé- lagsfræðingur hefur unnið við Vinnu- eftirlit ríkisins og Háskóla Íslands. Í niðurstöðum hennar kemur fram að geðraskanir, sem voru áður al- gengasta ástæða örorku meðal kvenna, eru nú um 31% tilfella en stoðkerfisraskanir 35% tilfella. Þar vegur þyngst algengi vefjagigtar, því þeim konum sem greinast með vefja- gigt hefur fjölgað verulega frá árinu 2001 og má vera að sú aukning sé hluti af ástæðu þess að konum heldur áfram að fjölga umfram karla í hópi öryrkja. Erfitt er að fullyrða um ástæðu þessarar vaxandi tíðni vefjagigtar meðal kvenna þar sem fjölmargir þættir geta spilað inn í sem kalla eftir nánari skoðun. Rannsóknir á vegum Rannsóknarstofu í vinnuvernd hafa þó m.a. gefið til kynna að einkenni stoðkerfisraskana tengist vinnu kvenna að einhverju leyti þótt ekki liggi fyrir að hvaða leyti eða hvort frumorsakirnar liggi annars staðar og versni við vinnu. Þungbært að hverfa frá vinnu Afleiðingin er sú að fleiri konur en áður greinast sem öryrkjar vegna vefjagigtar og þurfa í kjölfarið að hverfa af vinnumarkaði. „Niðurstöð- urnar benda til þess að það sé að hluta til vegna þess að þær geta ekki haldið í við vinnuna,“ segir Ásta. Í rannsókninni tók hún viðtal við níu konur sem þjást af vefjagigt. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa unnið eins lengi og heilsan leyfði, fundist mjög þungbært að hverfa af vinnumarkaði og viljað gjarnan vinna eftir getu ef það stæði til boða. „En það er erfitt að fá tilhliðranir á vinnumarkaðinum. Oft er ekki í boði að lækka starfshlutfall og sumar þeirra kvenna sem ég ræddi við reyndu að fá hlutastörf en það gekk ekki,“ segir Ásta. Raunar hefur þróunin verið sú að hlutastörfum hefur fækkað frá 1991, samkvæmt tölum Hagstofunnar, og jafnframt hlutfall kvenna í fullu starfi aukist í 60-70% úr 50% árið 1991. Á sama tíma hafa kannanir sýnt að kon- ur bera ennþá meiri ábyrgð á heim- ilisstörfum en karlar og bendir rann- sókn Ástu m.a. til þess að álag við samræmingu fjölskyldu- og atvinnu- lífs gæti verið áhættuþáttur vefjagigt- ar, ekki síst meðal einstæðra mæðra. Vilja vinna þegar heilsan leyfir Einkenni vefjagigtar eru meðal annars þreyta, stirðleiki og útbreiddir verkir sem aftrað geta sjúklingum frá vinnu. Konurnar í rannsókninni nefndu þó að heilsufarið væri misjafnt eftir dögum og suma daga myndu þær vel treysta sér til vinnu ef vinnu- tíminn væri nógu sveigjanlegur til að þær gætu þá á móti verið heima þá daga sem heilsan væri verri. Til að koma til móts við þær þyrftu því reglur almannatryggingakerfisins að vera liprari gagnvart því að ör- yrkjar geti prófað sig áfram í vinnu og haft tekjur án þess að réttur til ör- orkulífeyris skerðist á móti. Þannig mætti greiða konum með vefjagigt leið inn á vinnumarkað á nýjan leik og koma í veg fyrir að þær hyrfu af vinnumarkaði. Rannsókn Ástu Snorradóttur verð- ur kynnt nánar í dag sem hluti af fyr- irlestraröð Rannsóknastofu í vinnu- vernd. Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda, kl. 12 í dag. Morgunblaðið/G. Rúnar Stoðkerfið Þótt hreyfing geti hjálpað er ekki til nein ein meðferð sem hefur áhrif á öll einkenni vefjagigtar, sem eru m.a. yfirþyrmandi þreyta og verkir. VEFJAGIGT finnst hjá báðum kynj- um en er algengari hjá konum en körlum, hrjáir u.þ.b. 3-4 konur á móti einum karli, og hafa rann- sóknir bent til að algengi heil- kennisins sé mjög hátt hér á landi. Alls er talið að um 12 þúsund Íslend- ingar séu haldnir því á hverjum tíma, um 9,8% kvenna og 1,3% karla. Afleiðingarnar eru skert vinnu- færni og færni til daglegra athafna og getur vefjagigt því dregið veru- lega úr lífsgæðum fólks. Orsakirnar eru óljósar og geta verið marg- þættar en þar á meðal virðist álag og spenna á stoðkerfi vera áhrifamikill orsakaþáttur. Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg og er einstaklingsbundið hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Meðal þeirra algengustu eru út- breiddir verkir, svefntruflanir, ein- beitingarskortur, almennur stirð- leiki og yfirþyrmandi þreyta. Nánar á www.vefjagigt.is. HRJÁIR MARGA ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.