Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 29 ✝ Steinunn Jó-hanna Hró- bjartsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hróbjartur Lúthersson frá Reykjavík, skipstjóri og síðar heilbrigðis- fulltrúi, f. 2.10. 1914, d. 3.1. 1998, og Svava Halldóra Pétursdóttir hús- móðir frá Stykkishólmi, f. 8.1. 1915, d. 15.1. 1992. Bróðir Steinunnar Jó- hönnu er Luther Carl Almar Hró- bjartsson, f. 5.6. 1949 í Reykjavík. Sonur Steinunnar Jóhönnu og Jónatans Sveinssonar, f. 18.2. 1934, er Hróbjartur Jónatansson f. 27.4. 1958. Eiginkona Hróbjarts er Val- gerður Jóhannesdóttir, f. 30.8. 1964. Börn þeirra eru Viktoría f. 24.10. 1989, Jóhannes, f. 1.11. 1992, syni, f. 16.7. 1961. Börn þeirra eru Inga Tinna, f. 28.6. 1986, Magnús Björn, f. 15.3. 1993 og Pétur Aron, f. 6.111. 1994. Steinunn Jóhanna ólst upp í Reykjavík og gekk í barnaskóla Austurbæjar. Hún lauk námi í hár- greiðslu frá Iðnskólanum í Reykja- vík og öðlast meistararéttindi í því fagi. Frá árinu 1958 rak Steinunn Jóhanna hárgreiðslustofu í Reykja- vík og víðar fram undir 1980 en þá söðlaði hún um og hóf að starfa sem matráður, fyrst hjá Póstgíró en síð- ar hjá SÁA og loks á Landspítalan- um þar sem hún hafði umsjón með gerð sjúklingasérfæðis um árabil. Steinunn Jóhanna og Árni bjuggu í Danmörku og Svíþjóð um skeið þar sem Árni stundaði meðal annars nám. Steinunn Jóhanna sinnti á fyrri tíð ýmsum félagsstörfum, söng m.a. með hljómsveit Jan Morávek um skeið sem ung kona og tók þátt í leikuppfærslum og söngskemmt- unum. Þá stóð hún að stofnun Knattspyrnufélagsins Leiknis í Breiðholti í Reykjavík árið 1973. Frá árinu 1983 bjó Steinunn Jó- hanna í Kambaseli 54, hún undi þar hag sínum vel og naut sín best í garðinum heima. Útför Steinunnar Jóhönnu fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. og Jónatan, f. 4.4. 1994. Fyrir átti Hró- bjartur soninn Björn, f. 3.5. 1975. Steinunn giftist Árna S. Þor- steinssyni kennara hinn 15.7. 1960. For- eldrar hans voru Ögn Sigfúsdóttir, f. 19.12. 1907, d. 18.4. 2001, og Þorsteinn Georg Jón- asson, f. 23.8. 1903, d. 7.7. 1986. Steinunn Jó- hanna og Árni skildu árið 1982. Börn þeirra Steinunnar Jóhönnu og Árna eru 1) Pjetur Einar, f. 11.2. 1961, kvæntur Unni Björgu Hans- dóttur, f. 27.4. 1961. Börn þeirra eru Árni Ingi, f. 28.4. 1979, Hans Ragn- ar, f. 18.6. 1986, og Bjarki, f. 28.3. 1990. Fyrir átti Pjetur soninn Jón Óskar, f. 19.7. 1976, 2) Agnar Þór, f. 12.4. 1962, kvæntur Láru Ingólfs- dóttur, f. 2.1. 1964. Börn þeirra eru Sunna Rós, f. 25.8. 1989, og Steinunn María, f. 18.2. 1994. 3) Áslaug, f. 12.5. 1964, gift Sigurði Páli Harðar- Elsku mamma mín er látin eftir harða baráttu við ólæknandi mein. Ég á þér margt að þakka góðu stundirnar, hláturinn og grátinn. Þú varst börnunum mínum ómet- anleg amma. Fyrirmynd hins góða í lífinu. Takk fyrir allt, elsku mamma mín, við söknum þín sárt. Ég kveð þig hinstu kveðju. Minninguna um þig mun ég varðveita. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindaviðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Áslaug. Mig langar að minnast Steinu tengdamóður minnar sem verður jarðsett í dag. Hún lést eftir harða og snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm sem spyr hvorki um aldur né stöðu. Eftir sitjum við og spyrjum: hvers vegna? Hún sem hætti að vinna í vor og ætlaði heldur betur að hreiðra um sig í Kambaselinu og njóta lífsins. En Steina tók því sem verða vildi með æðruleysi og ró. Þannig þekkti ég hana, það var ekki hennar stíll að að bera sorgir sínar á torg. Margar góðar minningar koma upp í hugann á kveðjustundinni og margt að þakka. Þau eru orðin nokk- ur árin síðan ungt fólk bauð stórfjöl- skyldunni í jólaboð í fyrsta sinn og stóri potturinn með jafningnum sem átti að bera fram með fína hangikjöt- inu fylltist allt í einu af svörtum korn- um sem fjölgaði bara meir og meir eftir því sem kröftuglegar var hrært. Sökudólgurinn reyndist vera svartur plastpískari sem hafði bráðnað í öll- um hamaganginum. Þá birtist mat- reiðslukonan og snillingurinn hún tengdamóðir mín og bjargaði málun- um og allir lifðu af jólaboðið góða. Í veikindum móður minnar, sem lést fyrir aðeins tveimur mánuðum, var gott að finna stuðning og hlýhug Steinu sem hún veitti mér óspart. Það er mikil lífsreynsla að missa móður en kannski er það líka seinasta lexían frá foreldrunum sem leiðir til þroska og dýpri skilnings á hve fólkið sem fylgir manni í gegnum lífið er dýrmætt. Með þakklæti og hlýhug kveð ég kæra tengdamóður mína. Blessuð sé minning hennar. Elsku Lúddi, Sonni, Pjetur, Aggi, Ása og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Unnur Björg Hansdóttir. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína Steinunni Jóhönnu Hró- bjartsdóttur sem lést þann níunda september sl. Steina greindist með krabbamein fyrir um mánuði síðan. Hún tók örlögum sínum af stillingu, umkringd ástvinum sínum, sem vöktu yfir henni og fylgdu henni þessi síð- ustu spor. Það er margs að minnast þegar lit- ið er til baka þau ár sem við þekkt- umst og margar góðar minningar um stundirnar sem við áttum saman streyma fram í hugann. Öll jólin sem við eyddum saman, páskarnir, veisl- urnar og Mallorca-ferðin á sínum tíma eru mér ofarlega í huga. Hjá Steinu var fjölskyldan í fyrirrúmi. Hún var mjög stolt af öllum sínum 13 barnabörnum og fylgdist grannt með því sem gerðist í lífi þeirra. Steina reyndi ýmislegt í lífinu og í ljósi þess finnst manni ótrúlega óvægið að hún hafi ekki fengið að njóta efri áranna eins og hún stefndi á að gera eftir að hún hætti störfum á Landspítalanum í maí sl. Elsku Steina mín, ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin og bið guð að styrkja ættingja og vini á þessari erfiðu stundu. Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur, hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.J.) Blessuð sé minning þín, Steina mín. Þín tengdadóttir, Lára Ingólfsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Stein- unn Jóhanna Hróbjartsdóttir, verður jarðsungin í dag en hún lést eftir stutt sjúkdómsstríð. Síðustu vikur hafa verið í líkingu við rússíbanaferð, sem enginn hefur getað stjórnað. Sjúk- dómurinn var það langt genginn að engin ráð læknavísindanna gátu þar við spornað. Við slíkan dóm verðum við öll þögul og bíðum hvað verða vill og segja má að Steina var hetjan okk- ar allra í þeirri baráttu. Þegar hún var spurð að því hvernig henni liði, stuttu eftir sjúkdómsgreininguna, þá svaraði hún „Mér líður eins og ég sé að taka þátt í leikriti, þar sem ég kann ekki textann.“ Þetta lýsir vel hversu mikið áfall er að fá slíka greiningu. Steinunn var ákaflega vönduð manneskja sem lagði sig fram um að rækja skyldur sínar í hvívetna. Ná- kvæmni í vinnubrögðum og sam- viskusemi var hennar aðalsmerki og nýttust þeir eiginleikar vel í störfum hennar sem matartæknis í eldhúsi Landspítala Háskólasjúkrahúss þar sem hún sá um sjúklingasérfæði, sem er mikið nákvæmnisverk. Hún hafði nýlokið störfum vegna aldurs og var það ætlun hennar að njóta tímans framundan með fjölskyldunni og jafn- vel að ferðast svolítið. Fjölskyldan skipti Steinu miklu máli og leið henni vel í faðmi hennar. Þegar fjölskyldan kom saman við hin ýmsu tækifæri fengu kímnigáfa og skemmtilegar frásagnir hennar oft að njóta sín. Hún var stolt af sínum af- komendum, fylgdist vel með barna- börnunum þrettán og barnabarna- börnunum sem eru orðin fjögur talsins. Til vitnis um þetta er mynda- og úrklippusafn hennar sem hún hélt til haga. Þessi hópur saknar hennar sárt á þessari stundu. Það er skylda okkar og ætlun að halda í heiðri ákveðnum stundum henni helguðum eins og skötuveislu og plokkfisksamveru. Þegar matur var annars vegar kom maður ekki að tómum kofunum hjá Steinu. Það var alltaf hægt að leita góðra ráðlegginga hjá henni um ólíkustu hluti. Við smullum vel saman frá byrjun, elsku Steina mín, og langar mig að þakka þér fyrir þína samveru og sam- fylgd í gegnum árin. Megi Guð vernda og vera með öll- um ættingjum og vinum á þessari erf- iðu stundu. Valgerður Jóhannesdóttir. Elsku amma Steina, ég sakna þín strax svo mikið. Ég trúi varla að þú sért farin og það með svona stuttum fyrirvara. Ég get samt huggað mig við það, að núna ertu á betri stað og ég veit þú vakir yfir okkur. Ég á alltaf eftir að minnast skemmtilegu spjall- anna okkar um lífið og tilveruna sem við áttum. Það var alltaf svo gott að tala við þig. Það var líka alltaf gaman að kíkja í mat til þín, því þú gerðir sko langbestu ostamakkarónurnar. Þótt þú sért farin, muntu alltaf vera í hjarta mínu og ég á eftir að sakna þín sárt en ég vona að við sjáumst einhvern tímann aftur. Þitt barnabarn, Viktoría. Elsku amma mín. Þú varst alltaf svo hress og kát og mér leið svo vel í hlýrri návist þinni. Þú sagðir mér margar skemmtilegar sögur bæði frá þínum yngri árum og eins mínum bernskuárum en mitt fyrsta heimili var einmitt hjá þér, elsku amma mín. Þú hafðir svo góða frásagnargáfu og við grétum oft saman úr hlátri, ég, þú og mamma. Það eru margar stundir sem ég mun hugsa til og hlýja mér við þegar ég sakna þín. Þú fylgdist alltaf vel með mér, sem og öllum þínum nánustu, og tókst allt- af þátt í öllu því sem var að gerast. Ég kom til þín á spítalann fyrir tveimur vikum og var þá að koma frá Ameríku og þá hafðir þú vakað alla nóttina og talið niður tímana þar til ég myndi lenda, því fyrr gast þú ekki sofnað. Það er svo margt sem ég mun sakna, elsku amma. Mér finnst erfitt að sætta mig við að þú sért farin, sér- staklega vegna þess að ég hlakkaði til þess að fá að eyða fleiri stundum með þér eftir að þú varst nýhætt að vinna. Þú varst í þann mund að byrja að njóta lífsins eftir mikla vinnu og dugnað. Ég veit, elsku amma mín, að núna ertu á góðum stað og ég veit að í fyll- ingu tímans munum við hittast þar. Hvíldu í friði, mér þykir svo vænt um þig, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Inga Tinna. Amma mín Steinunn Hróbjarts- dóttir var yndisleg kona. Ég hjólaði annað slagið til hennar og við sátum og spjölluðum saman. Hún var alltaf með einhver sætindi á boðstólum, hún amma og hún var líka alltaf með eina eða tvær kókflöskur í ísskápnum ef eitthvert barnabarna hennar skyldi banka á dyr. Mér fannst hún vera alltaf svo róleg en samt einstaklega hress. Hún gat gert grín og einnig lík- aði henni að horfa á skemmtilega sjónvarpsþætti. Mér fannst yndislegt að vera í kringum hana, því ég varð alltaf svo hress og kátur við það. Hún mun ávallt eiga stað í hjarta mínu, því hún var besta amma sem ég hefði get- að hugsað mér. Jóhannes Hróbjartsson. Í dag verður kær mágkona mín jarðsett eftir stutt en erfið veikindi. Á svona tímamótum er ýmislegt sem kemur upp í hugann. Morgnarnir okkar á Spáni eru ofarlega í huga. Þar sem Luther var ekki jafn árrisull og við tvær áttum við þessa morgna út af fyrir okkur. Mikið var spjallað og hlegið og málin krufin. Þessi tími var mér ómetanlegur, þar sem ég var ný- komin inn í fjölskylduna og þekkti ekki mjög vel til. Ég sendi Sonna, Pjetri, Agga og Ásu, mökum þeirra, börnum og barnabörnum mínar bestu kveðjur. Kolbrún. Elsku systir mín. Mig langar að þakka þér fyrir árin sem við áttum saman. Alltaf varst þú til staðar fyrir mig, í gegnum súrt og sætt. Ég minn- ist þín sem elskulegrar og sterkrar konu, með sterkar tilfinningar gagn- vart fjölskyldu okkur. Þú varst klett- urinn eftir fráfall foreldra okkar. Ég minnist með hlýhug góðu stundanna þegar ég bjó hjá ykkur Adda í Dan- mörku. Þegar þú rakst hárgreiðslustofuna þína, þá fékkst þú mig smápattann sem sendisvein til ýmissa útréttinga. Þú hefur verið stoð mín og stytta í lífinu og fyrir það þakka ég þér, elsku Steina mín. Þinn bróðir Luther. Steinunn Jóhanna Hróbjartsdóttir V i n n i n g a s k r á 20. útdráttur 18. september 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 7 9 6 9 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 9 6 7 2 4 1 5 6 2 4 2 8 5 1 4 7 6 4 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5129 12533 30511 45992 61043 66245 5867 25282 35349 60262 65160 74073 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 3 6 0 6 9 4 6 1 4 0 4 1 3 0 3 7 0 4 5 0 6 4 5 4 2 3 6 6 0 5 1 8 7 3 2 6 7 6 0 1 8 2 8 8 1 4 2 8 3 3 0 6 9 3 4 5 1 2 6 5 5 6 2 6 6 1 3 9 7 7 3 9 2 7 6 9 2 8 8 5 0 1 5 0 7 6 3 3 0 7 0 4 5 7 8 7 5 6 2 2 5 6 1 5 1 2 7 6 5 9 9 2 2 1 4 9 0 8 8 1 6 3 8 4 3 3 1 0 9 4 5 9 0 3 5 6 8 6 5 6 2 9 9 6 7 6 6 9 3 2 6 5 1 9 5 1 1 1 7 4 9 8 3 5 9 2 8 4 5 9 5 4 5 7 2 2 0 6 3 9 8 4 7 8 6 1 9 2 6 6 4 1 0 4 0 4 2 2 6 6 5 3 7 7 8 6 4 6 1 6 7 5 7 4 4 8 6 4 0 5 3 7 8 8 4 1 3 3 8 6 1 0 5 7 4 2 3 5 9 7 3 7 8 4 4 4 6 2 3 7 5 7 5 0 7 6 4 3 1 3 7 8 9 0 1 5 1 5 3 1 0 6 0 8 2 3 8 7 9 4 0 1 4 6 4 6 3 0 2 5 8 4 8 8 6 6 2 3 6 7 9 0 7 7 5 9 0 1 1 0 8 0 3 2 4 5 7 7 4 0 7 5 4 4 6 6 8 9 5 8 8 3 2 6 9 4 9 0 7 9 5 3 0 6 4 1 9 1 0 8 5 4 2 5 4 4 0 4 1 4 7 9 4 8 1 6 4 5 9 0 2 8 6 9 9 7 0 6 6 7 8 1 1 1 5 2 2 5 6 5 4 4 3 0 1 9 4 8 5 4 2 5 9 2 3 4 7 0 7 6 2 6 7 4 5 1 1 3 3 6 2 6 3 5 4 4 3 3 7 8 5 2 5 0 5 5 9 9 2 6 7 1 2 6 3 6 8 1 6 1 2 4 6 0 3 0 3 1 4 4 4 6 2 8 5 2 6 7 0 6 0 4 1 0 7 1 3 4 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 9 0 0 9 4 9 9 1 9 9 5 3 3 2 6 9 0 4 3 5 3 2 5 5 4 3 7 6 3 9 8 0 7 3 1 1 4 1 2 4 9 9 7 1 1 2 0 6 7 3 3 2 8 2 0 4 3 6 9 9 5 5 8 8 4 6 4 1 6 8 7 4 1 7 7 1 2 9 5 9 7 7 6 2 1 1 7 8 3 3 0 8 9 4 4 0 3 8 5 5 9 5 8 6 4 2 6 4 7 4 2 9 9 1 5 4 6 9 9 1 7 2 1 3 8 5 3 4 2 3 7 4 4 3 4 8 5 6 4 0 1 6 4 7 0 8 7 4 4 4 4 1 7 0 1 9 9 7 7 2 1 6 7 8 3 4 3 5 5 4 5 0 8 0 5 6 4 1 4 6 4 7 4 4 7 4 4 5 1 1 7 0 7 1 0 4 1 3 2 2 4 8 3 3 4 6 0 3 4 5 2 5 9 5 6 5 9 4 6 4 9 4 0 7 4 9 6 7 1 8 7 5 1 0 5 1 9 2 3 1 7 9 3 4 6 8 8 4 5 6 7 5 5 6 9 9 8 6 6 4 4 6 7 5 1 9 4 2 1 9 3 1 0 5 5 7 2 4 0 2 5 3 5 2 6 3 4 5 8 0 6 5 7 4 1 7 6 6 6 0 8 7 5 4 0 6 2 3 7 8 1 0 6 7 5 2 4 2 5 2 3 5 4 7 6 4 7 2 6 8 5 7 7 4 4 6 6 6 6 8 7 5 5 5 9 2 3 8 8 1 0 7 0 5 2 4 4 6 0 3 6 0 7 3 4 7 3 6 3 5 7 8 3 8 6 6 9 2 3 7 5 7 4 0 2 9 8 2 1 0 8 1 1 2 4 7 9 1 3 6 3 0 7 4 7 5 2 6 5 7 9 4 7 6 7 5 8 1 7 6 1 6 7 3 1 0 1 1 0 8 8 4 2 5 1 9 7 3 6 5 7 5 4 8 2 4 9 5 8 0 5 5 6 7 7 3 0 7 6 2 3 1 3 1 8 5 1 1 1 5 4 2 5 7 8 0 3 6 6 7 5 4 8 3 6 1 5 8 2 2 3 6 8 3 5 9 7 6 3 0 3 3 3 7 3 1 1 2 7 7 2 6 3 0 0 3 6 9 3 7 4 8 7 0 4 5 8 3 6 3 6 8 6 7 7 7 6 3 3 7 3 8 2 5 1 1 4 8 8 2 6 4 5 6 3 7 0 5 8 4 8 8 3 5 5 8 7 3 2 6 8 8 3 9 7 6 4 9 6 4 3 1 5 1 1 5 8 1 2 6 4 7 6 3 7 1 9 4 4 9 2 3 4 5 8 9 6 7 6 9 0 3 8 7 6 5 5 4 4 5 8 5 1 1 6 3 7 2 6 5 0 6 3 7 3 9 8 4 9 8 7 7 5 8 9 8 8 6 9 1 4 5 7 6 7 5 1 4 8 5 0 1 2 1 3 4 2 6 5 2 0 3 7 4 3 5 5 0 6 9 6 5 9 5 6 8 6 9 2 4 4 7 6 9 9 1 5 1 8 7 1 2 8 2 9 2 6 5 8 0 3 7 9 1 2 5 1 3 9 0 5 9 7 6 4 6 9 3 9 1 7 7 0 9 9 5 2 1 4 1 3 4 4 5 2 6 8 9 1 3 8 0 9 9 5 1 7 5 3 5 9 7 7 4 6 9 4 9 1 7 7 2 7 6 5 2 3 7 1 5 0 8 4 2 7 1 4 8 3 9 4 3 3 5 2 2 6 2 5 9 8 2 1 6 9 5 4 1 7 8 0 6 9 5 5 6 1 1 5 1 4 7 2 7 2 6 1 4 0 1 1 1 5 2 7 3 2 5 9 8 6 0 6 9 9 9 3 7 8 2 5 3 6 5 4 9 1 5 8 6 0 2 8 0 2 6 4 0 4 4 9 5 2 7 6 7 5 9 9 5 3 7 0 4 6 7 7 8 6 8 3 7 2 5 3 1 6 2 1 0 2 8 6 4 6 4 1 3 0 0 5 2 8 6 2 6 0 0 5 4 7 0 5 4 5 7 8 7 2 9 7 2 7 7 1 6 8 4 1 2 8 7 1 9 4 1 3 1 7 5 3 0 4 9 6 0 8 5 3 7 0 6 4 6 7 9 3 0 4 7 8 1 7 1 7 7 3 7 3 0 4 0 4 4 1 4 0 6 5 3 2 9 5 6 1 1 9 5 7 0 8 0 6 7 9 8 7 9 7 8 1 8 1 7 8 3 8 3 0 4 4 7 4 1 6 1 5 5 3 5 1 0 6 2 2 2 9 7 0 8 3 8 7 8 8 7 1 7 9 4 1 3 0 6 5 6 4 1 9 3 6 5 4 2 8 5 6 2 4 1 7 7 0 9 4 7 8 1 8 8 1 8 5 0 4 3 1 0 0 0 4 1 9 9 8 5 4 3 8 8 6 2 7 6 2 7 0 9 5 8 8 5 6 0 1 9 3 8 4 3 1 2 1 1 4 2 5 0 4 5 4 5 3 1 6 3 0 3 5 7 1 2 4 9 9 0 3 2 1 9 5 6 8 3 1 4 3 9 4 2 7 1 1 5 4 6 3 1 6 3 4 4 2 7 1 3 0 1 9 0 4 9 1 9 8 5 1 3 1 9 4 9 4 2 9 9 2 5 5 1 5 5 6 3 5 6 3 7 2 4 7 3 Næstu útdrættir fara fram 25. september & 2. október 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.