Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 20
daglegtlíf K nattspyrnumaðurinn Hlynur Birgisson var 17 ára og á fyrsta ári í 2. aldursflokki þegar hann hóf að leika með meistaraflokki Þórs á Akureyri í efstu deild. Þetta var 1985, nærri aldarfjórðungur er liðinn en skórnir fóru ekki á hilluna góðu fyrr en um síðustu helgi. Skórnir hafa farið víða, reyndar ekki þeir sömu alla tíð, enda hefur Hlynur leikið með Örebro í Svíþjóð og Leiftri í Ólafsfirði auk Þórs, sem og landsliðinu. Hlynur lék sem framherji í mörg ár; var mikill markaskorari í yngri flokkunum og lék í fremstu víglínu í meistaraflokki fyrstu árin. Hlynur lék með landsliði 19 ára og yngri og 21 árs og yngri og á að baki 12 leiki með A-landsliðinu. Upp- haflega sem framherji og skoraði meira segja, en í flestum leikjum karlalandsliðsins var hann í stöðu hægri bakvarðar. Og þótt harður í horn að taka. Hlynur segir margs að minnast þegar hann lítur til baka; hann sakn- ar þess vissulega að hafa ekki unnið neina titla með félaginu sínu, Þór, en er að öðru leyti mjög sáttur við fer- ilinn. Hann segir tímann í Svíþjóð sérstaklega góðan, nema fyrsta árið. Þegar spurt er um það eft- irminnilegasta nefnir Hlynur tvö at- vik úr leikjum með Örebro. Þetta segir hann um fyrsta markið sem hann gerði fyrir sænska liðið. „Við vorum að spila gegn AIK í Stokk- hólmi. Ég hélt besta sóknarmanni þeirra niðri allan tímann og náði líka að skora; fékk boltann fyrir aftan miðju, lék fram völlinn og komst framhjá nokkrum hjá AIK og skor- aði svo með þrumuskoti fyrir utan teiginn. Það gerist varla betra hjá bakverði!“ Hitt atvikið sem Hlynur nefnir er honum líka ógleymanlegt en ekki jafn ánægjulegt. „Við vorum að spila Evrópuleik gegn Avenir Beggen í Lúxemborg fyrsta tímabilið mitt í Svíþjóð, haustið 1995. Ég jafnaði leikinn á síðustu mínútunum og kom liðinu þar með áfram. Það skipti fé- lagið gríðarlegu máli fjárhagslega og menn réðu sér ekki fyrir kæti. Ég hafði verið skúrkur þetta sumar en var allt í einu orðinn hetja. Svo kom í ljós að þjálfarinn hafði notað of marga útlendinga í leiknum – ég kom inn á sem varamaður og var því í raun sá ólöglegi – þannig að við vorum dæmdir úr keppninni. Það var ekki sérstaklega skemmti- legt …“ Hlynur, sem varð fertugur í byrj- un ársins, lauk námi í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor og var nýlega ráðinn forstöðumaður fé- lagsmiðstöðva þriggja grunnskóla bæjarins í Rósenborg. „Ég er þakk- látur fyrir að hafa komist heill frá ferlinum og get liðið sáttur til baka. Nú hefst nýr kafli og ég hlakka jafn mikið til hans og allra leikjanna.“ Get litið mjög sáttur um öxl Flugferð Síðasta flugferð Hlyns sem knattspyrnumanns var stutt. Aðrir leikmenn Þórsliðsins „tolleruðu“ félaga sinn í kveðjuskyni á Akureyrarvelli. Minningar Hlynur keypti sér forláta kistu á markaði meðan hann bjó í Sví- þjóð. Í kistunni geymir hann m.a. úrklippur frá knattspyrnuferlinum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Velkominn heim! Hlynur fær koss frá eiginkonunni, Ingu Huld Pálsdóttur, eftir síðasta leikinn með Þór, gegn Haukum fyrir viku. Börnin eru Lillý Rut, sem fylgist vel með, Birgir Ómar og Laufey Elísa, til hægri. Hlynur Birgisson hefur lagt skóna á hilluna eftir 24 ár í meistaraflokki. Skapti Hallgrímsson ræddi við hann. HLYNI gekk ekki vel fyrsta sumarið sem hann lék með Örebro. Hann hafði fótbrotnað nokkrum misserum áður, var ekki búinn að ná sér almenni- lega þegar til Svíþjóðar kom og lék lítið sumarið 1995. Svíarnir hafa kannski klór- að sér í kollinum, en Arnór Guðjohnsen, sem lék með Örebro, benti á Hlyn þegar spurt var um góðan bakvörð. „Ég byrjaði alveg skelfi- lega! Við spiluðum á heima- velli, vorum 3:0 yfir í hálfleik og ég kom inn á sem varamað- ur í byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn endaði svo 4:4!“ Í lok sumars sagði þjálf- arinn Hlyni að hann mætti al- veg fara heim aftur. „Ég var hins vegar ákveðinn í því að standa mig og sýna þjálf- aranum að hann hefði rangt fyrir sér.“ Hlynur kom sér í góða æfingu um veturinn, var að vísu ekki inni í myndinni við upphaf æfingatímabilsins „en fékk tækifæri í æfinga- leikjum og komst þá í minn gamla gír. Í fyrsta leik í deild- inni byrjaði ég á bekknum en kom inná í hálfleik. Ég var í byrjunarliðinu eftir það, spil- aði alla leikina og gekk svaka- lega vel.“ Þetta sumar, 1996, var Hlynur kjörinn besti leik- maður Örebro. Auglýsing úr blaðinu Nerikes Allehanda í Örebro, frá Ed- walls Ur; eftir að Hlynur var kjörinn bestur sumarið 1996 og hlaut Rolex-úr að launum. Mátti fara en kjörinn bestur Eitt má veitingahúsið Panorama á áttunduhæð Hótels Arnarhvols við Ingólfsstrætieiga, staðurinn stendur svo sannarlegaundir nafni. Útsýnið úr björtum veitinga- salnum er magnað. Það er vart hægt að hugsa sér glæsilegri umgjörð en sundin og Esjuna og tign- arlega mávana sem svífa um fyrir utan gluggana. Vissulega eru byggingaframkvæmdirnar við tón- listarhúsið ekkert sérstakt augnayndi á þessum tímapunkti en þegar þeim verður lokið munu fáir geta keppt við það útsýni sem þarna er boðið upp á. Salurinn sjálfur er smekklegur og fallega hann- aður – sótt á svipuð mið og 101, Domo og Apótekið eins og það var – svart og hvítt ríkjandi ásamt hlý- legum við á gólfi og fínlegum ítölskum borðbúnaði. Það er þó áberandi þegar setið er við glugga að endanlegur frágangur er ekki fullkominn – það áberandi að konan mín spurði hvort ég hefði verið fenginn til að mála í kringum gluggapóstana. Smá- atriði á borð við þessi eiga helst ekki að fanga at- hygli gesta. Matseðillinn er einfaldur og val á milli handfylli forrétta, aðalrétta og tveggja eftirrétta. Eftir að hafa gætt okkur á nýbökuðu kryddbrauði byrjuðum við á laxi sem kom snyrtilega útfærður og frábær- lega eldaður. Þykkt hnakkastykkið var stökkt að ut- an og fullkomlega bleikt og létteldað að innan með appelsínubitum sem veittu sýru og milda jógúrtsósu sem dempaði sýruna. Afskaplega einfaldur en engu að síður ljúffengur réttur. Morgunblaðið/Frikki Stílhreint Salurinn er fallega hannaður, en það er útsýnið sem gestir dást að. Panorama yfir sundin Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veitingastaðinn Panorama Panorama  Ingólfsstræti 1 Pöntunarsími: 595 8545 |föstudagur|19. 9. 2008| mbl.is veitingastaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.