Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is KJARARÁÐ ákvað á fundi sínum 27. ágúst síðastliðinn að hækka laun forseta Íslands, alþingis- manna, ráðherra, hæstaréttardóm- ara og héraðsdómara um 20.300 krónur Ákvörðunin er afturvirk og miðast við 1. maí sl. Alls nemur því greiðslan 81.200 krónum fyrir síð- astliðna fjóra mánuði. Í samræmi við almennar launahækkanir Niðurstaða ráðsins var að fylgja þeirri meginstefnu sem fylgt hefur verið í kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu. „Það er eðli kjararáðs að fylgja á eftir öðrum hækkunum,“ segir Guðrún Zoëga, formaður kjara- ráðs. „Við bíðum eftir því að samn- ingum sé að mestu lokið og tökum mið af því,“ bætir hún við. Hækk- unin sé í samræmi við almennar launahækkanir opinberra starfs- manna. Þriðja hækkunin á rúmu ári Frá því í júlí 2007 hafa laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækkað þrisvar sinnum. Hinn 1. júlí í fyrra hækkuðu mánaðarlaun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra um 2,6%. Í janúar sl. hækkuðu launin um 2% og nú hafa launin verið hækkuð aftur. Samkvæmt launatöflu kjararáðs, sem gildir fyrir þjóðkjörna fulltrúa og tók gildi 1. maí, eru laun alþing- ismanna nú 562.020 kr. á mánuði, laun ráðherra 992.512 kr., laun for- sætisráðherra 1.098.208 kr. og laun forseta Íslands 1.827.143 kr. Kjararáð er skipað fimm ráðs- mönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæstiréttur skipar einn og fjármálaráðherra einn. Ráðið kýs sér sjálft formann og varaformann. Í kjararáði sitja, auk Guðrúnar, Jónas Þór Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Rannveig Sigurðar- dóttir og Jakob R. Möller, sem er jafnframt varaformaður ráðsins. 20.300 króna hækkun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hækkun Meðal þeirra sem hækka í launum eru ráðherrar, en mánaðarlaun þeirra eru nú rúmar 990.000 krónur. Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun æðstu embættismanna þjóðarinnar „VIÐ fögnum atvinnuuppbyggingu í bænum en það eru margir lausir endar í samningnum og við teljum að verið sé að selja vatnið of ódýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Eins og greint hefur verið frá hefur Hafnarfjarðarbær gert samn- ing til 25 ára við fyrirtækið Glacier- World um vatnssölu og átöppunar- verksmiðju í bænum. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum og fulltrúi VG sat hjá. Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins kemur meðal annars fram að óljóst sé um fjárhagslega tryggingu kaupanda gagnvart selj- anda og „hvort verðið til kaupand- ans sé umtalsvert lægra en til al- mennra notenda í Hafnarfirði.“ Rósa segir að samkvæmt útreikn- ingum sjálfstæðismanna borgi al- menningur í Hafnarfirði um 100 krónur fyrir vatnstonnið en Glac- ierWorld fái tonnið á um 50 krónur og það sé of ódýrt. „Það hefði átt að vinna þennan samning betur,“ segir hún. „Það eru ennþá vankantar á honum.“ steinthor@mbl.is Vatnið selt of ódýrt Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipa- félags Íslands er varðveittur í skuldabréfum og hlutabréfum og þrátt fyrir nafnið hefur lækkun hlutabréfa Eimskips lítil áhrif. Hann hefur meira en tvöfaldast frá því gerðar voru breytingar á fjárfest- ingarstefnu sjóðsins. Hlutverk Háskólasjóðs Eimskipa- félags Íslands var frá upphafi að stuðla að velgengni Háskóla Íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms við skólann. Lítill hluti arðsins var þó greiddur út til verkefna Háskóla Íslands. Ákveðið var að breyta þessu eftir að nýir kjölfestufjárfestar, und- ir forystu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tóku við Eimskipafélagi Íslands og breyttu því í alþjóðlegt fjárfesting- arfélag undir nafni Burðaráss. Há- skóli Íslands og Burðarás undirrit- uðu viljayfirlýsingu um þessar breytingar. Ákveðið var að styðja verðugt verkefni hjá Háskólanum og styrkja nemendur. Lagði sjóðurinn 500 milljónir kr. til byggingar Há- skólatorgs og hefur í þrjú ár veitt ár- lega styrki til rannsóknartengds há- skólanáms við Háskóla Íslands, einkum til doktorsnema. Fjárvarsla í Landsbankanum Þessar breytingar þýddu að hluta- bréf Háskólasjóðsins voru seld og höfuðstóllinn falinn Landsbanka Ís- lands til fjárvörslu og ávöxtunar með sambærilegum hætti og sjóða af þessari gerð. Samkvæmt upplýs- ingum Landsbanka Íslands er fjár- fest í innlendum og erlendum skuldabréfum og hlutabréfum. Þótt sjóðurinn sé með nafni sínu tengdur Eimskipafélagi Íslands hefur hann ekki orðið fyrir verulegum búsifjum af lækkun hlutabréfa félagsins í ár. Höfuðstóll sjóðsins var 2.200 milljónir kr. þegar breytingarnar voru gerðar. Síðan hafa verið greiddar út liðlega 700 milljónir. Sjóðurinn stendur nú í 3.250 millj- ónum kr. Höfuðstóllinn hefur því tvöfaldast, þegar tekið hefur verið tillit til arðgreiðslna til Háskóla Ís- lands og nema hans. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Háskólatorg Háskólasjóður Eimskips lagði 500 milljónir til byggingar Háskólatorgs sem opnað var í lok síðasta árs. Sjóður heldur sjó Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands er nú ávaxtaður í skuldabréfum og hlutabréfum ýmissa félaga HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipafélags Íslands var stofnaður á árinu 1964 með gjöf Maju Guðjohnsen Laxdal á hlutafé í Eimskip og pen- ingum. Maja var ekkja Árna Eggertssonar, lögmanns í Winnipeg í Kanada, en hann var einn helsti hvatamaður að þátttöku Vestur- Íslendinga í Eimskipafélagi Íslands. Bróðir Árna, Grettir Eggertsson rafmagnsverkfræðingur í Winni- peg, safnaði fé í Háskólasjóðinn meðal Vestur-Íslendinga. Tilgangur- inn var að flytja sem mest af hlutabréfum Vestur-Íslendinga í Eim- skipafélaginu heim til Íslands. Sjóðurinn átti í lok árs 1966 um 5% hlutafjár Eimskips og hélst sá hlutur lengi. Stjórnendur Eimskips fóru ávallt með eignarhlut Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Hlutabréf Vestur-Íslendinga Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Á YFIRSTANDANDI skólaári verður skoðað innan hjúkrunar- fræðideildarinnar hvort betur færi að breyta ljósmóðurnáminu þannig að hjúkrunarfræðimenntun væri ekki inntökuskilyrðið. Þetta segir Ólöf Ásta Ólafsdóttir, forstöðu- maður náms í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands (HÍ). Yrði þá sú leið farin að nám hæfist í grunngrein- um heilbrigðisvísinda samhliða hjúkrunarfræði og ljósmóðurnámi lyki að fimm árum liðnum. Áfram yrði möguleiki fyrir ljósmæður að bæta við sig námi til að hafa tvöfalt starfsleyfi, hjúkrunarfræðings og ljósmóður, líkt og er í dag. Nám almennt að lengjast Í umræðunni um kjarabaráttu ljósmæðra hafa verið uppi gagn- rýnisraddir um að námið, sem nú tekur sex ár, sé of langt. Er það mat sumra að hægt væri að mennta ljós- mæður á styttri tíma. „Námstími ljósmæðra hefur verið 5-6 ár frá 1982 svo þessi lengd á náminu er ekki nýtilkomin,“ segir Ólöf Ásta og bendir á að víða er hjúkrunar- fræðinám, sem víðast hvar tekur 3-4 ár, inntökuskilyrði í ljósmóður- nám. Þá má ljósmóðurnám, í fram- haldi af hjúkrunarfræðinámi, ekki vera styttra en 18 mánuðir, sam- kvæmd Evrópustaðli. Ólöf Ásta bendir jafnframt á að þróunin á námi sé sú að það sé alls staðar að lengjast, t.d. hafi kenn- aranám eitt sinn tekið eitt ár en taki nú fimm. „Það er sambærilegt því sem er að gerast innan HÍ. Yfir- leitt er fimm ára náms krafist áður en maður færð starfsleyfi, það er t.d. þannig í verkfræði, guðfræði og flestum greinum innan HÍ. Við er- um á sama róli og aðrar háskóla- greinar hvað þetta snertir.“ Ólöf Ásta segir að breytingin á ljósmóðurnáminu væri til þess fall- in að gera námið markvissara og betra og nýta tímann betur. „Við erum ekki að gera þetta til að minnka kröfur því við teljum að kröfurnar til námsins séu eins og best verður á kosið og góð menntun ljósmæðra skili sér aftur í góðum árangri í barneignarþjónustunni á Íslandi. Þessi meðbyr sem við fáum í samfélaginu [vegna kjarabaráttu ljósmæðra] hlýtur að gefa til kynna að við erum í góðu sambandi við okkar skjólstæðinga.“ Ljósmæðranám endurskoðað á þessu skólaári Myndi styttast úr sex árum í fimm Morgunblaðið/Þorkell Nýfædd Íslenskar ljósmæður hafa sex ára nám að baki. Í HNOTSKURN »Ljósmóðurfræðinámiðsjálft, að hjúkrunarfræði- námi loknu, tekur tvö ár. Námið fer líka fram að sumri til og er því alls um 22 mánuð- ir. »Námið er samhliða bóklegtog verklegt nám. Ólöf Ásta segir að námið sé að stærstum hluta verklegt en í raun sé um að ræða „fræðilegt verklegt nám“. »Á seinna námsárinu eruljósmóðurfræðinemarnir á nemalaunum, sem eru lægri en þau laun sem nemarnir voru á sem hjúkrunarfræð- ingar áður en námið hófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.