Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 7 ÖLL Á AKUREYRI LEX • Hafnarstræti 94 • 600 Akureyri • Sími 590 2600 B r é f a s í m i 5 9 0 2 6 8 0 • l e x @ l e x . i s • w w w . l e x . i s Jónas A. Aðalsteinsson hrl • Þórunn Guðmundsdóttir hrl • Erla S. Árnadóttir hrl • Helgi Jóhannesson hrl Karl Axelsson hrl • Ólafur Haraldsson hrl • Lilja Jónasdóttir hrl • Kristín Edwald hrl • Ragnheiður M. Ólafsdóttir hrl Heimir Örn Herbertsson hrl • Eiríkur Elís Þorláksson hdl • Garðar G. Gíslason hdl • Eva Margrét Ævarsdóttir hdl Arnar Þór Stefánsson hdl • Dýrleif Kristjánsdóttir hdl • Katrín Jónasdóttir framkvæmdastjóri Í dag opnum við skrifstofu LEX á Akureyri. Starfsemi hennar er beintengd víðtækri þjónustu LEX í Reykjavík og fjölbreytt sérþekking allra lögmanna LEX verður nýtt eftir þörfum í sérhverju verkefni sem skrifstofa okkar á Akureyri annast. Við bjóðum nýtt starfsfólk okkar á Akureyri, Ásgeir Helga Jóhannsson hdl. og Þóru Elísubetu Leifsdóttur aðstoðarmann lögmanna velkomin í hópinn. Skrifstofa okkar á Akureyri verður á hverjum tíma jafnframt mönnuð af eigendum LEX og allt verður lagt í sölurnar til þess að þjónusta okkar á norðurlandi verði framúrskarandi frá fyrsta degi. Z EB R A GUÐLAUGUR Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra sagði á opnum hádegis- fundi í Valhöll í gær að innan Evrópska efnahags- svæðisins (EES) væri hafið ferli sem miðaði að því að fækka hömlum á lyfja- markaði og að mark hefði verið tekið á umkvört- unum hans á fundi heil- brigðisráðherra aðild- arríkjanna um neikvæð áhrif núverandi ástands á litlum markaðssvæðum á borð við Ísland. Guðlaugur Þór fór yfir stöðu ýmissa mála innan heilbrigðisgeirans, meðal annars til- lögur hans að nýrri sjúkratryggingastofnun og fyrirhugaðar breytingar við verkkaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu sem hann segir vera eftir norrænni fyrirmynd. „Þarna er verið að setja þá aðila sem hafa séð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd hins op- inbera á einn stað,“ sagði Guðlaugur Þór. Þær stofnanir sem hafa séð um þessi mál til þessa eru samninganefnd heilbrigð- isráðherra, sjúkrapeningahluti Trygg- ingastofnunar og heilbrigðisráðuneytið. „Það er samstaða um það í íslenskum stjórnmálum að hið opinbera greiði lungann af kostnaðinum við heilbrigðisþjónustuna og því er skynsamlegt að greina kostnað þannig sagt heilbrigðisráðherrum á fundi innan EES í fyrra að hann vildi stefna að einum samnorrænum heilbrigðismarkaði með sér- staka áherslu á lyfjamarkaðinn. Tilkynnti ráðherra að nú væri starfshópur innan EES að athuga sérstöðu smáþjóða á lyfjamarkaði og hvort ekki væri vænlegt að stofna stærri markaðssvæði á borð við samnorrænan lyfjamarkað. Guðlaugur þór sagði að nú þegar væri verðlækkana farið að gæta á íslenskum lyfjamarkaði í kjölfar frumvarps til breyt- inga á íslenskum lyfjalögum sem hann lagði fram í vor og spáði hann enn frekari lækk- unum á hausti komanda ef lögin næðu í gegn. dagur@mbl.is að við getum nýtt fjármunina með sem best- um hætti,“ sagði Guðlaugur Þór. Hömlur á lyfjamarkaði „Vandinn er þessi: Við erum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu sem þýðir að alla jafna er sú vara sem kemur inn í eitt að- ildarland er komin inn á allt svæðið sem er opinn markaður. Á þessu er ein undantekn- ing og það eru lyfin,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti því við að framleiðendur þyrftu að fara endurtekið í gegnum sama feril, sömu tæknilegu hindranir í hverju landi fyrir sig. „Það þýðir að verð á lyfjum er hér allt of hátt og bæði framboð og samkeppni of lítil,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagðist hafa Verð á lyfjum mun lækka Guðlaugur Þór Þórðarson AKUREYRARKAUPSTAÐUR og Mosfellsbær verða fyrstu íslensku sveitarfélögin til að gerast aðilar að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum, í tengslum við landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem verður haldinn í Mosfellsbæ föstu- daginn 19. september nk. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu. Sáttmálinn spannar öll svið sveit- arfélaga þar sem þörf er talin á jafn- réttisaðgerðum, frá félagsþjónustu til skipulagsmála. Hann býður upp á aðferðir fyrir sveitarfélög til að ná fram jafnrétti í reynd. Lögð er áhersla á samþættingu kynjasjónar- miða á öllum stigum og að tryggja jafnan aðgang kynjanna að ákvörð- unartöku og þjónustu. Sveitarfélög skulu innan tveggja ára hafa gert að- gerðaáætlun um hvernig þau muni framkvæma ákvæði samningsins. Jafnrétti að leiðarljósi Evrópusáttmáli um jafna stöðu kynjanna INGIBJÖRG R. Guðmundsdóttir, formaður Lands- sambands ís- lenskra verslun- armanna og varaforseti ASÍ, hefur fallist á áskoranir um að gefa kost á sér áfram sem for- maður landssam- bandsins en þing sambandsins hefst á Akureyri í dag. Ingibjörg segist hafa ætlað að hætta formennsku í LÍV í fyrra en ákveðið að verða við áskorunum um að gefa aftur kost á sér. Ingibjörg hefur verið formaður LÍV í 19 ár og varaforseti ASÍ í 13 ár. Hún tilkynnti nýlega að hún hefði ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ á komandi ársfundi sambands- ins í næsta mánuði í framhaldi af áskorunum sem henni bárust frá stjórnum VR og LÍV. omfr@mbl.is Ingibjörg gefur kost á sér áfram Ingibjörg R. Guðmundsdóttir MILDI þótti að ekki urðu alvarleg slys í gærkvöldi þegar fólksbíll lenti utan vegar á Þykkvabæjarvegi og í skurði hálffullum af vatni. Tveir ung- ir piltar voru í bílnum og tókst þeim að komast út. Lögreglan á Hvolsvelli segir að bíllinn hafi lent í skurðinum og skemmst töluvert. Mikil vatn var í skurðinum og fór bíllinn hálfur á kaf. Piltunum tókst að komast út um aft- urgluggann og ganga heim á næsta bæ þar sem hringt var á hjálp. Lög- reglan segir að slysstaðurinn sjáist illa frá veginum. Piltarnir voru í bíl- belti. Sluppu er bíll lenti í skurði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.