Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að þær hamfarir sem hafi átt sér stað á erlendum fjár- málamörkuðum í vikunni muni hafa áhrif um allan heim en hann vonar að þær muni ekki hafa bein áhrif á fjárhag einstakra fyrirtækja hér á landi, áhrifin verði miklu fremur óbein og komi fram í því að erfiðara verði að nálgast lánsfé. Það sé ljóst að atburðir vikunnar, þ.m.t. gjald- þrot stórbanka, muni segja til sín. Miklar sveiflur hafi orðið á mörkuðum og fleiri hávaxtamyntir en sú íslenska hafi veikst. „Ég tel hins vegar að ástandið gagnvart íslensku krónunni sé tíma- bundið. Ég tel að jafnvægisgengið sé miklu hærra en þetta þó enginn geti sagt nákvæmlega hvar það er. Hvenær hlutirnir rétta sig af er engin leið að segja til um. Það fer mjög mikið eftir því hversu fljótt alþjóðlegir markaðir komast í jafn- vægi aftur,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort hann teldi að íslenska krónan myndi styrkjast fyrir áramót sagði Geir að það væri mjög erfitt að spá um það. „En það kæmi mér ekki á óvart. Ég held hún sé töluvert fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist. Það skýrist af þessum aðstæðum.“ Hópurinn ekki valinn Á ársfundi Seðlabankans í mars sagði Geir að gera þyrfti úttekt á peningamálastefnunni og reynslunni af henni í samvinnu við Seðlabankann. Til þessa verks yrði að fá færustu sérfræðinga, jafnt innlenda sem erlenda. Geir minnti á það að þetta yrði gert þegar færi að hægjast um en það væri spurning hvenær menn teldu að sá tími væri kominn. Hvorki væri búið að velja menn í þennan hóp né ákveða hvenær starfið myndi hefjast. Ástand krónu tímabundið Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sigraði með glæsibrag í keppni í vistakstri í gær. Keppti hann við fulltrúa Landverndar, Toyota, VÍS og Orkuseturs. Fór keppnin fram á alþjóðlegu ráðstefnunni um orkugjafa framtíðar í samgöngum, Driving Sustainability, í gær. Með keppninni hófst vistakstursátak Vistverndar í verki. Notaðir voru fimm ökuhermar sem Toyota í Evrópu hefur gefið. Einnig fengu umhverfissamtök í Hollandi, Belgíu, Noregi og á Spáni eins vistakst- ursherma. Þeir verða notaðir á námskeiðum í vistakstri. Landvernd heldur utan um verkefnið en bakhjarlar þess eru ríkisstjórnin, Toyota á Íslandi og VÍS. Ökukennarafélag Íslands, Orkusetrið og Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda verða í samvinnu við Landvernd um nám- skeiðin. | 12 Morgunblaðið/G. Rúnar Geir sigraði með glæsibrag Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „VIÐ keyrum börnin okkar alltaf í íþróttir í Laugardalinn vegna þess að við viljum ekki láta þau ganga í gegn- um dalinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur og það heyrir til undantekn- inga ef börn eru þar á gangi.“ Þetta segir móðir níu ára barns um ástandið í Laugardal, sem mörgum foreldrum ofbýður vegna áreitis og jafnvel ofbeldis gagnvart börnum og fullorðnum. Síðasta uppákoman varð fyrir skömmu þegar sonurinn fann sprautunálar í Laugardal og segir móðir hans að það hafi ekki verið í fyrsta skipti. Hún segist hafa vakið at- hygli lögreglu á ástandinu, sem löngum er látið afskiptalaust og sakn- ar hún viðbragða þaðan. „Það vantar til dæmis lýsingu á 50 metra göngukafla í nágrenni við Hús- dýragarðinn og þar hefur ýmislegt gerst,“ segir móðirin. „Það hefur verið ráðist á krakka og i-Pod-tækjum rænt af þeim svo dæmi séu tekin. Móðir mín lenti þá í því að maður beraði sig fyrir framan hana. Þá hafa ungir drengir, líklega án ökuleyfis, verið á svæðinu á mótorhjólum og það liggur við að svæðið sé orðið eins og fríríki. Það myndi strax verða til mikilla bóta ef lögreglan gæti tekið göngutúr í gegn- um dalinn einu sinni í mánuði eða önnur gæsla sett í gang.“ Fíkniefnasalar á sveimi Hún segir svæðið stórt og hundruð krakka stunda íþróttir á svæðinu. Einnig er útikennsla í grunnskólum stunduð á svæðinu að ógleymdum þeim þúsundum manna sem koma þangað yfir sumartímann. Móðirin segist vita til þess að útigangsmenn haldi til og gisti í Laugardalnum og þá hafi fíkniefnasalar haldið inn á svæðið til að sitja fyrir unglingum eftir sam- ræmdu prófin. „Það er því miður ým- islegt sem grasserar á þessu svæði og þetta er samfélagslegt vandamál sem þarf að leysa. Ástandið hefur verið að versna á skömmum tíma og við þurf- um að spyrja okkur hvort við ætlum að halda í Laugardalinn eða láta hann drabbast niður.“ Vilja ekki að börnin gangi ein í Laugardal Morgunblaðið/Frikki Laugardalur Vinsæll göngustaður en hann á sínar skuggahliðar. Í HNOTSKURN »Í apríl 2006 var 15 árastúlka á gangi í gegnum Laugardalinn eftir djassball- ettæfingu og þegar hún kom inn á Holtaveginn varð hún fyrir árás ungs manns sem barði hana með hafnabolta- kylfu. Henni tóks að hrekja hann í burtu en ákvað að fara aldrei framar gangandi á æf- ingu heldur láta mömmu sína keyra sig. Mildi var að hún slasaðist ekki í árásinni. RÚMLEGA eitt hundrað manns voru á borgarafundi í Kópavogi í gær þar sem skipulags- og umhverfissvið Kópavogs kynnti skipulag fyrir Glað- heima og Skógarlind. Fundargestir vörpuðu fram gagnrýnum spurningum til fulltrúa bæjarins en umræðan fór vel fram að sögn Þórs Jónssonar, upp- lýsingafulltrúa Kópavogs. Á Glaðheimasvæðinu stendur til að breyta hesthúsahverfi í svæði fyrir verslun og þjónustu og að hluta til í blandaða landnotkun verslunar, þjón- ustu og íbúðasvæðis. Lóð áhaldahúss Kópavogs breytist úr athafnasvæði í blandaða landnotkun verslunar, þjónustu og íbúðasvæðis. Í Lindum IV er um að ræða flutning á höfuðstöðvum Norvikur hf. í Kópavog en þar vinna um 100 manns. Norvik er m.a. móðurfélag BYKO. Umsagnarfrestur vegna Lindasvæðisins rennur út 7. október en frestur vegna Glaðheimasvæðisins rennur út 22. september. orsi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Glaðheimasvæðið kynnt á vel sóttum borgarafundi GENGI bréfa deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar hélt áfram ferð sinni niður á við í kauphöllinni í New York í gær. Var lokagengi félagsins 0,40 dalir og hafði þá lækkað um 4,76% frá upp- hafi viðskipta. Gengi deCODE undanfarna daga tengist væntanlega hremmingum á erlendum hlutabréfamörkuðum, en fjárfestar hafa unnvörpum flúið fjár- festingar sem þykja áhættusamari en aðrar. Þá hafa komið fram áhyggjur um eiginfjárstöðu félags- ins. Gengi bréfa félagsins hefur þá lækkað um 53% frá því á föstudag og er markaðsvirði deCODE nú um 2,3 milljarðar króna. Fyrst þegar félagið var skráð á markað í New York var gengi bréfa þess 18 dalir á hlut og fór mest upp í 31,5 dali. Fór gengið svo ört lækk- andi eftir það. Áður hafði gengi bréfa í deCODE farið yfir 60 dali á gráa markaðnum hér heima á Ís- landi. bjarni@mbl.is Ekkert lát á lækkun deCODE MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI hefur gert athugasemdir við starfs- tíma fimmtán framhaldsskóla sem uppfylltu ekki ákvæði reglugerðar um samanlagðan fjölda kennslu- og prófadaga nemenda. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skal ár- legur starfstími nemenda ekki vera skemmri en níu mánuðir, þar af skulu kennsludagar eigi vera færri en 145. Meðalfjöldi reglulegra kennslu- daga í framhaldsskólum var 148 á liðnu skólaári sem er aukning um tvo daga frá skólaárinu 2006-2007. Að teknu tilliti til annarra kennslu- daga hafi allir framhaldsskólar landsins uppfyllt kröfur um fjölda kennsludaga. Þeim skólum sem ekki uppfylltu ákvæðin hefur verið bent á þá áherslu ráðuneytisins að skóla- meistari og skólanefnd sjái til þess að nemendur fái þann heildarfjölda kennslu- og prófdaga á árlegum starfstíma skóla sem lög og reglu- gerð kveða á um. thuridur@mbl.is Starfstími of stuttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.