Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ORKUGJAFAR framtíðar í umferð-
inni og farartæki knúin þeim eru efst
á baugi samgönguráðstefnunnar
Driving Sustainability ’08 sem sett
var á Hilton Reykjavík Nordica-
hótelinu í gær. Ráðstefnan er helsti
viðburður Samgönguviku Reykjavík-
urborgar og skipulögð af Framtíð-
arorku ehf. Gestgjafar eru Reykja-
víkurborg, Landsbankinn og
Icelandair. Fyrirlesarar eru margir
af fremstu sérfræðingum á sviði
nýrrar tækni á samgöngusviðinu og
frumkvöðlar í sjálfbærri orkunýt-
ingu. Þá eru sýnd vistvæn ökutæki af
ýmsu tagi á ráðstefnunni.
Tilraunastofan Ísland
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, hélt opnunarræðu ráðstefn-
unnar í gærmorgun. Hann sagði að
ekki væri langur tími til stefnu að
leggja nýjan grundvöll að sam-
göngum því hefðbundnir orkugjafar,
gas og olía, væru að ganga til þurrð-
ar. Ólafur kvaðst vera þeirrar skoð-
unar að Ísland gæti bæði gegnt hlut-
verki tilraunastofu og
samkomustaðar um orkugjafa fram-
tíðar. Hér mætti stefna saman fólki
hvaðanæva úr heiminum til að miðla
af og deila með öðrum þekkingu á
nýrri tækni. Hann hvatti erlenda
gesti ráðstefnunnar til að nýta sér Ís-
land því mikilvægt væri að sýna í
verki að hin nýja samgöngutækni sé
nothæf.
Ótæmd orka undir iljunum
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbanka Íslands, benti á að olía,
kol og gas væru enn ráðandi orku-
gjafar þrátt fyrir tækniframfarir.
Þekktar lindir jarðefnaeldsneytis
tryggja aðeins 40-50 ára notkun eins
og hún er í dag. Efnahagslegar
ástæður eru ekki síður mikilvægar
og hátt olíuverð mun eitt og sér
knýja leitina að nýjum orkugjöfum,
að mati Sigurjóns. Kjarnorkan er
skammtímalausn en framtíðin er í
endurnýjanlegum orkugjöfum.
Sigurjón vakti athygli á þeirri gríð-
arlegu orku sem er við fætur manna.
Ekki þarf nema örlítið brot af hita-
orku jarðskorpunnar til að fullnægja
orkuþörf mannkyns.
Sannkallað sólarflug
Dr. Bertrand Piccard hélt innblásið
erindi um að finna nýjar leiðir að
lausnum á aðsteðjandi vanda. Piccard
öðlaðist heimsfrægð þegar hann flaug
fyrstur manna í kringum jörðina í
loftbelg. Hann sagðist hafa lofað sér
því þá að vera ekki háður eldsneyti í
næstu hnattferð. Nú stjórnar hann
verkefni um hnattflug á flugvél knú-
inni sólarorku sem getur verið á lofti
jafnt nótt sem dag (www.solarimp-
ulse.com). Stefnt er að tilraunaflugi á
frumgerð flugvélarinnar á næsta ári
og flugi kringum jörðina einu eða
tveimur árum síðar.
Piccard sagði að mannkynið mundi
ekki komast af á 21. öld nema það
tæki upp nýja endurnýjanlega orku-
gjafa. Það yrði hvorki einfalt né auð-
velt og því fylgi bæði áhætta og áskor-
un.
Örar framfarir
Piet Steel, aðstoðarforstjóri evr-
ópskra málefna hjá Toyota-bílafram-
leiðandanum í Evrópu, gerði m.a.
grein fyrir því markmiði Toyota að
smíða hinn „fullkomna umhverfisbíl“
og ýmsum leiðum að því marki. Blend-
ings- eða tvinnbíllinn Toyota Prius
hefur notið mikillar velgengni og eins
blendingsbílar frá Lexus. Steel taldi
að blendingstæknin væri besta tækn-
in í umferðinni nú. Sala Prius hefur
vaxið jafnt og þétt og stefnir Toyota
að því að selja milljón slíkra bíla á ári
snemma á næsta áratug þessarar
aldar. Á næsta ári er væntanleg ný
kynslóð Prius og tengiltvinnútgáfa,
sem hægt verður að hlaða með því að
stinga bílnum í samband við raf-
magn, er væntanleg. Þá er einnig í
undirbúningi að búa bílana fullkomn-
ari rafhlöðum en nú eru í þeim.
Í gær var einnig fjallað um fram-
farir í smíði rafgeyma í rafbíla og
tvinnbíla, rafvæðingu bílaflotans í
Danmörku og lífeldsneyti þar í landi,
hönnun afkastamikilla rafknúinna
ökutækja, notkun tengiltvinnbíla í
norrænum löndum, þróun í átt að
farartækjum sem ekki losa kolefni og
dagskránni lauk með pallborðs-
umræðum um hreina tækni, rafmagn
og kerfisbreytingu í samgöngu-
kerfinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, mun slíta
orkuráðstefnunni síðdegis í dag.
Sjálfbærar samgöngur í sjónmáli
Morgunblaðið/G. Rúnar
Rafmagnað afl Bill Dubé kynnir Killacycle-rafmótorhjólið á samgönguráðstefnunni. Liþíumrafhlöður hjólsins
vega samtals 84 kg og tveir rafmótorar skila yfir 500 hestöflum. Það er smíðað til spyrnukeppni og var hraðskreið-
asta rafknúna farartæki heims í fyrra. Hjólið er innan við eina sekúndu úr kyrrstöðu í 100 km hraða, það fer kvart-
mílu (402 m) á 7,8 sekúndum og er að henni lokinni á 270 km hraða á klukkustund.
Tengiltvinntækni hentar best til
að innleiða nýja tækni í sam-
göngum á Norðurlöndum í
næstu framtíð, að mati Evu
Håkansson frá Svíþjóð. Hún er
höfundur nýrrar bókar um
tvinnbíla og rafbíla og eina kon-
an í hópi er-
lendra fyr-
irlesara á
ráðstefn-
unni Driving
Sustainabil-
ity ’08.
Tengil-
tvinnbílar
eru knúnir
rafmótorum
auk sprengi-
hreyfla og er hægt að hlaða þá
með heimarafmagni. Eva telur
að með þessari tækni verði
stökkið inn í framtíðina hæfi-
lega stórt. Bílarnir verði hag-
kvæmir, umhverfisvænir og dugi
bæði innanbæjar og til lengri
ferðalaga.
Eva sagði að í Svíþjóð hefði
athyglin lengi beinst að lífelds-
neyti á borð við etanól og gas.
Nú beindist athyglin í auknum
mæli að orkunýtni. Hún sagði að
það þýddi ekki að bjóða fólks-
bíla sem eyddu 15 lítrum á
hundraðið, þótt þeir brenndu líf-
eldsneyti með lítilli losun gróð-
urhúsalofttegunda. Eva sagði að
orkunýtni hefðbundinna bíla
væri um 20% þegar best léti en
80-90% orkunnar færu til spill-
is. Nýtnihlutfall lífeldsneytisbíla
yrði að vera hærra en það. Ein
leið til þess væri að nota lífelds-
neytið á tvinnbíla. Hún telur að
slíkir bílar verði líklega næsta
skrefið til umhverfisvænni öku-
tækja. Því næst komi tengil-
tvinntæknin.
Hæfilegt stökk
Eva Håkansson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FERÐAKOSTNAÐUR þeirra
fimmtán borgarfulltrúa sem mynda
borgarstjórn Reykjavíkur nemur
rétt rúmum 18 milljónum króna frá
árinu 2005. Ferðakostnaður allra
kjörinna fulltrúa frá sama ári nem-
ur rúmum 28 milljónum króna.
Þetta kemur fram í svari borg-
arstjóra við fyrirspurn Ólafs F.
Magnússonar, fyrrverandi borg-
arstjóra.
Líkt og sést á meðfylgjandi töflu
hefur mestur kostnaður fallið til
vegna ferðalaga Dags B. Eggerts-
sonar, oddvita Samfylkingar, en því
næst Gísla Marteins Baldurssonar,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Ólafur hefur sjálfur haft á orði, að
hann hafi á sínum ferli ferðast lítið á
vegum borgarinnar. Kostnaður
vegna ferðalaga hans nemur rúm-
um 104 þúsundum króna.
Embættismenn ferðast einnig
Ólafur spurði ekki aðeins út í
ferðakostnað kjörinna fulltrúa held-
ur einnig embættismanna borg-
arinnar – á sama tímabili. Sam-
kvæmt kostnaðaryfirliti sem lagt
var fram við fyrirspurninni, kemur í
ljós að mestur kostnaður hefur hlot-
ist vegna ferðalaga Svanhildar Kon-
ráðsdóttur, sviðsstjóra menningar-
og ferðamálasviðs, eða tæplega 3,3
milljónir króna.
Þá voru greiddar um 2,9 milljónir
króna vegna ferðalaga Kristínar A.
Árnadóttur, en hún stýrði skrifstofu
borgarstjóra þar til í júlí á sl. ári. Þá
var hún ráðin til utanríkisráðuneyt-
isins til að stýra framboði Íslands til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Heildarkostnaður vegna ferða-
laga embættismanna borgarinnar á
árunum 2005-2008 var 31,2 milljónir
króna.
119 milljónir kr. í móttökur
Í bókhaldi Reykjavíkurborgar er
enginn liður sem heitir veislu- og
risnukostnaður borgarstjóra, en
Ólafur spurði sérstaklega út í hann.
Þess í stað fékk hann svör um kostn-
að af öllum opinberum móttökum á
vegum Reykjavíkurborgar.
Frá árinu 2005 hafa opinberar
móttökur kostað borgina 118,7 millj-
ónir króna. Árið 2005 nam kostn-
aðurinn tæpum 25,6 milljónum
króna, árið 2005 var hann tæpar 37,4
milljónir króna og tæpar 37 milljónir
á síðasta ári. Það sem af er þessu ári
nemur sami kostnaður 18,8 millj-
ónum króna.
Sextíu með yfir 700 þúsund kr.
Sextíu starfsmenn borgarinnar
eru með yfir 700 þúsund krónur í
mánaðartekjur. Árið 2005 voru þeir
25, en þeim fækkaði um þrjá á árinu
2006. Í fyrra fjölgaði aftur töluvert
eða upp í 42.
Af sextíu starfsmönnum sem hafa
yfir 700 þúsund krónur í laun eru 27
sem heyra undir kjaranefnd. Meðal
þeirra sem falla í þann flokk eru
borgarritari, skrifstofustjóri borg-
arstjóra og tveir á skrifstofu borg-
arstjórnar. Borgarlögmaður, borg-
arhagfræðingur, innkaupastjóri,
mannauðsstjóri og innri endurskoð-
andi.
Mestur kostnaður vegna Dags
/01203/ (
(
(
(
(
(
(0 (
(
(
00(0
( (
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
0( ( (0
0(
(00
(
(
(0
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
( ((
(( (
( (
0
00(0
(0
(
0
(
0(
(0
0( 0 ( (
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
( ( ( ( 0( (
( (
(0
(
0(
(
(
(
-- "
- -
" -
-
"
-
- "
"
- -""
-
"-
4!
!
!
5
&$
" "$ '+6&
(1
3
7 *"/&
8&9 %
6 &
8)
'
: #
*" )
;<=&
9 %( )
9
= )1 =6/ &
=#
=# # &
'+"/6>('+"/6
> -"$ 7 ' )&
> 3
Svör við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar fyrrverandi borgarstjóra um kostnað sem fellur til vegna
borgarfulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar voru lögð fram á fundi borgarráðs í gær
Í HNOTSKURN
»Ólafur F. Magnússonborgarfulltrúi F-lista og
fyrrverandi borgarstjóri
lagði fram fyrirspurn um
kostnað vegna borgarfulltrúa
og embættismanna Reykja-
víkurborgar.
»Hann óskaði m.a. upplýs-ingum um ferða- og dag-
peningakostnað stjórn-
armanna og helstu
embættismanna í fyr-
irtækjum borgarinnar, s.s.
Orkuveitu Reykjavíkur,
Faxaflóahafna og Malbik-
unarstöðvarinnar.
»Þær upplýsingar liggjaekki fyrir í bókhaldi borg-
arinnar en fyrirspurnin hefur
verið send til fyrirtækjanna.