Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. nóvember 1942. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 11. september s.l. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Ólafsson, f. 14.7. 1916, d. 21.10. 1997, verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni, og Sigríður Páls- dóttir, f. 17.3. 1910, d. 12.10. 1999, húsmóðir. Ólafur kvæntist þann 25.3. 1978 Lilju Ólafsdóttur, f. 7.9. 1950, safn- stjóra hjá Borgarbókasafni. For- eldrar hennar eru Dagbjört Guð- jónsdóttir f. 9.7. 1920, húsmóðir, og Ólafur Ólafsson, f. 29.7. 1921, d. 25.10. 1992, járnsmiður. Börn Ólafs og Lilju eru: 1) Sig- ríður, f. 30.3. 1979, sambýlismaður Ingi Freyr Rafnsson, f. 14.9. 1976, 2) Ólöf, f. 20.4. 1980, sambýlis- maður Stefán Halldór Magnússon f. 2.8. 1975, 3) Guðmundur, f. 13.5. 1987. landmælingamaður við Búnaðar- samband Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi 1966, aðstoðarmaður við kennslu og rannsóknir í næringar– og fóðurfræði við Ríkisháskólann í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum 1971–1975, sérfræðingur og verk- efnisstjóri fyrir landnýtingar- og beitarverkefni Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins og Búnaðarfélags Íslands 1975–1980, sérfræðingur og deild- arstjóri fóðurdeildar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins 1980– 1997, aðstoðarforstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins 1988–1997, forstöðumaður Að- fangaeftirlitsins 1997 til loka ársins 2005, fagsviðstjóri aðfangaeftirlits við Landbúnaðarstofnun og síðan Matvælastofnun 2006–2008. Ólafur starfaði að félagsmálum og sat í stjórn Félags íslenskra náttúrufræðinga, Manneldisfélags Íslands, Listhlaupadeildar Skauta- félags Reykjavíkur og Skauta- félags Reykjavíkur. Ólafur var virkur félagi í Rótarýhreyfingunni, fyrst í Rótarýklúbbi Kópavogs og síðan í Rótarýklúbbnum Borgum, Kópavogi, þar sem hann var forseti 2006–2007. Ólafur verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Ólafur átti heima í vesturbænum í Reykjavík fyrstu ævi- árin en fluttist sjö ára gamall, ásamt for- eldrum sínum, á Kársnesið í Kópavogi og hefur búið þar síð- an. Ólafur lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1960 og búfræðikandidats- prófi (B.Sc.) þaðan ár- ið 1963. Ólafur stund- aði nám við Ríkisháskólann í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og lauk þaðan búfræðikandidats- prófi (B.Sc.) 1970, meistaraprófi (M.Sc.) í næringar- og fóðurfræði 1973 og doktorsprófi (Ph.D) í nær- ingar- og fóðurfræði 1975. Ólafur var aðstoðarmaður við Verkfæranefnd ríkisins á Hvann- eyri 1963–1964, aðstoðarmaður við Búnaðardeild atvinnudeildar HÍ 1964 og 1965–1968, ráðunautur og landmælingamaður við Búnaðar- samband Borgarfjarðar í Borgar- nesi 1964–1965, ráðunautur og Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Hann Óli mágur minn er dáinn. Þetta er staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Í byrjun júlí s.l. var vitað í hvað stefndi en það kom mér samt í opna skjöldu þegar hann kvaddi, maður er aldrei tilbúinn þrátt fyrir aðdraganda. Það má segja að hann hafi verið búinn að vera mikið veikur síðan í júní 2007, en hann átti alltaf góða tíma inn á milli, sem hann notaði gjarnan til að ferðast með Lilju innanlands og ut- an. Hann átti til dæmis eftir að koma til Halifax og þangað fóru þau að hans frumkvæði um mánaðamót- in apríl/maí á þessu ári. Ég þekki engan sem hafði ferðast eins mikið og hann. Síðustu ferðina fór hann til Vestmannaeyja 11.–13. júlí s.l. með vinum sínum sem útskrifuðust með honum frá framhaldsdeild á Hvann- eyri 1963. Þau eiga þakkir skildar fyrir að hafa gert honum það kleift að fara þessa ferð, þá var hann kominn í hjólastól. Veikindum sínum tók Óli af yf- irvegun og æðruleysi eins og öllu sem að höndum bar í lífinu. Þegar ég kom til hans á líknardeildina eða hringdi í hann, sem var nú oftar, sagði hann alltaf að hann hefði það gott, t.d. „að koma úr baði eða að drekka kaffi með henni Lilju sinni, er hægt að hafa það betra?“ svo sá ég fyrir mér brosið hans í gegnum símann. Svona var Óli, ekkert kom honum úr jafnvægi. Þessi mikið menntaði maður tróð ekki allri sinni þekkingu á neinn, en ef maður spurði hann um niðurstöð- ur rannsókna eða annað sem við- kom hans fagi þá fékk maður í ró- legheitum skýr og greinagóð svör við öllu. Til marks um að hann tran- aði því ekki fram hvað hann var mikið menntaður, er að ein konan úr hans nánustu tengdafjölskyldu vissi ekki að hann var doktor í fóð- urfræðinni fyrr en daginn eftir að hann dó. Óli var mjög skemmtilegur mað- ur, mikill húmoristi og var fljótur að sjá það fyndna við það sem í kring- um hann var. Það var oft gaman þegar fjölskyldurnar hittust, sér- staklega þegar dæturnar voru litlar, tvær hjá þeim og tvær hjá okkur. Þá var oft mikið um að vera og mik- ið spjallað og hlegið. Þessir tímar koma ekki aftur, en nú eiga Sigga og Ólöf, dætur Óla og Lilju, von á sínum fyrstu börnum og vonandi verður eins gaman hjá þeim í fram- tíðinni. Og Guðmundur sonur þeirra verður örugglega ekki langt undan þegar litlu börnin fara á stjá. Það er með trega sem ég kveð Óla, en ég tel að ég og allir aðrir sem hann þekktu séum ríkari að hafa fengið að kynnast honum. Elsku Lilja mín, Sigga og Ingi, Ólöf og Stebbi og Guðmundur. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur öll- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Ólafs Guðmundssonar. María Gréta Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við og minnumst Ólafs Guðmundssonar, góðs og trausts vinar og starfsfélaga. Það var gæfa okkar að fá að kynnast og starfa með þessum skemmtilega vinnufélaga og njóta vináttu hans um áratuga skeið. En ekki síður minnumst við hans sem framúr- skarandi vísindamanns sem vann ómetanlegt rannsóknarstarf í þágu íslensks landbúnaðar. Ólafur bættist í hóp okkar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins árið 1975, þá nýbakaður doktor í fóðurfræði frá Bandaríkjunum. Lík- lega voru það örlögin, frekar en til- viljun, sem réðu því að á því ári var verið að hefja einhverjar umfangs- mestu tilraunir sem gerðar höfðu verið í landbúnaði á Íslandi. Þær voru gjarna nefndar „Stóru beit- artilraunirnar“ og kostaðar af Þjóð- argjöf Íslendinga árið 1974 í tilefni af 1100 ára búsetu á landinu og auk þess af Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu Þjóðanna, FAO, og Þróunarstofnun S.Þ. Það var mat FAO og fleiri aðila að þetta væru líklega stærstu og flóknustu beitartilraunir sem gerðar hefðu verið í heiminum. Það bráðvantaði vísindamann til að stjórna þessu verkefni og kom Ólafur því til okkar sem himnasending. Kunnátta hans og færni í faginu kom brátt í ljós auk afburða skipu- lags- og stjórnunarhæfileika á sjö ára skeiði þessara tilrauna, en í þeim tóku þátt fimm hópar vísinda- manna á ýmsum tengdum sviðum: búfjárfræði, beitilandafræði, jarð- vegsfræði, dýrasjúkdómafræði og úrvinnslu gagna. Það hvíldi á Ólafi að samtengja og stýra öllu þessu starfi og að vinna úr og birta nið- urstöður rannsóknanna. Það átti hug hans til hinsta dags. Nokkrum dögum áður en Ólafur var allur sát- um við nokkrir fyrrverandi sam- starfsmenn hans með honum á sjúkrastofunni og lögðum á ráðin um að ljúka uppgjöri á tilraunanið- urstöðunum og gera þær aðgengi- legar fyrir íslenskan landbúnað og vísindasamfélagið. Það var að sjálf- sögðu kapphlaup við tímann en því starfi verður haldið áfram þrátt fyr- ir það stóra skarð sem nú hefur ver- ið höggvið í hópinn. En það er fyrst og fremst mað- urinn, vinur okkar og félagi sem alltaf tókst að sjá skemmtilegu hlið- arnar á hlutunum og lífinu, sem við söknum. Lilja og vaxandi fjölskylda þeirra eiga um sárt að binda. Brátt bætast við tvö barnabörn. Eins og Ólafur orðaði það með sinni góðu já- kvæðu hugsun, rétt fyrir andlátið: „Það er þó munur að það koma tveir fyrir einn!“ Við sendum Lilju og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Sigurbjörnsson og Ingvi Þorsteinsson. Kær vinur, félagi og samtarfs- maður er látinn. Margs er að minn- ast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Oddnýjar við þau sómahjón Lilju og Ólaf. Við minn- umst þeirra samverustunda með virðingu og gleði. Þau hjónin voru sannir vinir, blátt áfram og höfð- ingjar heim að sækja. Að leiðarlok- um er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf og sam- skipti. Ólafur var gæddur miklum mann- kostum, góðum gáfum og vinafast- ur, og setti hag landbúnaðar framar eigin hag. Einstök samviskusemi, yfirvegun og elja einkenndi öll störf Ólafs og það var heiður að fá að starfa með honum. Hann kom til dyranna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust og var samur við háa sem lága. Ólafur var minnisstæður persónuleiki og það var mér heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann margvísleg samskipti og samstarf. Líf og starf Ólafs tengdist með afgerandi hætti landbúnaði og rannsóknum í beitar- og fóðurfræði. Kynni okkar hófust í upphafi fram- kvæmda Þjóðargjafarinnar svoköll- uðu. Það var mikill happafengur að fá hann til forystu í risatóru sam- starfsverkefni Landgræðslunnar og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins um rannsóknir á beitarnýtingu íslenskra gróðurlenda. Hann leiddi þær rannsóknir sem voru umfangs- meiri en þekktust í heiminum. Hann hafði einnig forsvar merkra rann- sókna varðandi fóðrun holdanauta í Gunnarsholti. Í kjölfar þeirra tóku við afar ánægjuleg samskipti okkar um fræ- framleiðslu Landgræðslunnar, þeg- ar hann veitti forstöðu Aðfangaeft- irlitsinu. Öll voru samskipti okkar á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og vildi hvers manns vanda leysa. Það voru for- réttindi að kynnast honum og minn- ingin um góðan dreng lifir. Lilja, fjölskylda, ættingjar og vin- ir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæri vinur. Sveinn í Gunnarsholti. Ólafur Guðmundsson, forstöðu- maður Aðfangaeftirlitsins, varð starfsmaður Landbúnaðarstofnunar við stofnun hennar, með samruna ýmissa eftirlitsstofnana landbúnað- arins, í ársbyrjun 2006. Ólafur hafði þá verið forstöðumaður Aðfangaeft- irlitsins í níu ár og bjó yfir yf- irgripsmikilli þekkingu og reynslu í lögum og reglum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Ólafur sótti reglulega sérfræðingafundi Evrópusambandsins um fóður, áburð og sáðvöru og vann ötullega að hagsmunamálum íslensks land- búnaðar á þeim vettvangi. Hann mætti ávallt vel undirbúinn og hafði með sér þá sérfræðinga íslenska sem hann taldi að gætu styrkt mál- flutning Íslands. Ólafur var formaður vinnuhóps EFTA um fóður í 10 ár og þar hafði hann tækifæri til að gæta enn frek- ar hagsmuna Íslands varðandi nýja löggjöf frá Evrópusambandinu. Við stofnun Landbúnaðarstofnun- ar, síðar Matvælastofnunar, varð það hlutverk Ólafs að fylgjast áfram með setningu löggjafar Evrópusam- bandsins og hafa áhrif á gerð henn- ar. Ólafur var áfram um að koma upplýsingum á framfæri við sam- starfsfólk sitt, hann tamdi sér m.a. að dreifa fréttum og fundargerðum af öllum fundum sem hann sat og vörðuðu starfið. Hann var farsæll í störfum sínum enda vann hann þau af alúð og metnaði og var óþreyt- andi að miðla þekkingu sinni og leggja sitt af mörkum við úrlausn mála hvenær sem var. Ólafur var ákaflega jákvæður samstarfsmaður, hvetjandi og léttur í lund. Starfsmenn Matvælastofnunar votta eiginkonu og börnum sína dýpstu samúð vegna fráfalls Ólafs. F.h. starfsmanna Matvælastofn- unar, Þuríður E. Pétursdóttir. Ólafur Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Ólaf Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stefán Júl-íusson, bóndi, Breiðabóli, Sval- barðsströnd, var fæddur á Akureyri 25. janúar 1924. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mið- vikudaginn 10. sept- ember sl.. Foreldrar hans voru Júlíus Sig- urður Hafliðason, f. á Akureyri 12.7. 1893, d. 18.7. 1974, og Sigríður Ingiríður Stef- ánsdóttir, f. að Syðsta-Mói, Haga- neshr., Skag. 21.6. 1900, d. á Ak- ureyri 23. júní 1972. Eftirlifandi maki Stefáns (gift- ingardagur 30. júlí 1950) er Ásta Sigurjónsdóttir f. í Leifs- húsum á Svalbarðsströnd 25.7. 1931. Foreldrar Ástu voru Sigurjón Valdimarsson, f. í Garðsvík á Svalbarðsströnd, S- Þing., 28.2. 1901, d. 16.12. 1977 og Aðalheiður Níelsdóttir, f. á Hall- landi á Svalbarðsströnd 11.11. 1901, d. 23.9. 1987. Systkini Stefáns eru: Magnea Júlíusdóttir, f. 16.12. 1919, d. 26.6. 2006. Gréta Emelía Júlíusdóttir, f. Stefánsdóttir f. 31.12. 1956. Maki: Þorgils Jóhannesson f. 29.10. 1947. Dætur þeirra: Ásta f. 1981, Hulda f. 1983, Sara f. 1991, Rakel f. 1993 og Jóhanna f. 1997. e) Svala Stefánsdóttir f. 7.6. 1961. Sam- býlismaður: Þröstur Óskar Kol- beins f. 17.5. 1958. Börn þeirra: Hildur Ósk f. 1978 og Pétur Ingi f. 1984. Þau eiga tvö barnabörn. f) Alda Stefánsdóttir f. 22.1. 1965. Sambýlismaður: Bjarni Pálsson f. 1.6. 1958. Börn Öldu: Björg f. 1990 og Jóhann f. 1993. g) Linda Stef- ánsdóttir f. 22.1. 1965. Sambýlis- maður: Guðmundur Gylfi Hall- dórsson f. 18.8. 1963. Synir þeirra: Hjálmar f. 1989, Ingvar f. 1991, Sævar f. 2000 og Hjalti f. 2007. h) Jón Haukur Stefánsson f. 5.1. 1973. Maki: Guðrún Halldórsdóttir f. 12.1. 1972. Börn þeirra: Sóley f. 1996, Rúnar Ingi f. 1997, Svandís Dóra f. 2002, Steindór Óli f. 2004 og Halldór Viðar f. 2006. Stefán varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum árið 1943 og eftir nám stundaði hann ýmis störf tengd landbúnaði allt til ársins 1950 að hann hóf búskap í Leifshúsum á Svalbarðsströnd. Ár- ið 1962 keypti hann jörðina Breiðaból á Svalbarðsströnd og bjó þar til æviloka. Stefán gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Útför Stefáns verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag kl. 14. 6.10. 1922, d. 17.3. 2005. Kristján Júl- íusson, f. 11.3. 1926, d. 9. júlí 1998. María Sigríður Júlíusdóttir, f. 31.5. 1927. Þórunn Ólafía Júlíusdóttir, f. 8.9. 1928. Gunnar Dúi Júlíusson, f. 22.10. 1930. Júlíus Júlíus- son, f. 28.7. 1942. Hafliði Júlíusson, f. 8.6. 1946. Gylfi Júl- íusson, f. 24.10. 1950, d. 1.2. 2002. Börn Stefáns og Ástu eru: a) Hilmar Stefánsson f. 22.7. 1951. Maki: Elín Valgerður Eggertsdóttir f. 11.7. 1953. Börn þeirra: Harpa f. 1975 og Agnes f. 1978. Þau eiga eitt barnabarn. b) Vignir Stefánsson f. 7.8. 1952. Sambýliskona: Kristín G. Pálsdóttir f. 20.10. 1952. Synir Vignis: Sigurjón Þór f. 1982 og Stefán Ólafur f. 1984. Hann á eitt barnabarn. c) Heimir Stef- ánsson f. 7.8. 1952. Maki: Gísley Guð- ríður Hauksdóttir f. 12.5. 1959. Börn þeirra: Ragnheiður Gísley f. 1978, d. 1978, Stefán Reynir f. 1980 og Almar Hrafn f. 1996. Þau eiga tvö barnabörn. d) Aðalheiður Hann Stebbi fósturbróðir móður minnar lést á Akureyri 10. sept. sl. eftir nokkur veikindi. Stebba frænda hefi ég þekkt allt mitt líf, en hann var alinn upp hjá ömmu minni Maríu Hafliðadóttur sem var föð- ursystir hans og afa mínum Jóni Guðmundssyni í Brekkugötu 27 á Akureyri. Stebbi frændi eins og ég kallaði hann var einstaklega þægi- legur maður, ljúfur og lét sér annt um sína nánustu, ömmu minni og afa var hann góður sonur alla tíð og samband hans við móður mína var mjög gott. Stebbi var fallegur maður, bæði í útliti og eins í sínum gjörðum. Ég var sem barn ákaflega hrifin af frænda mínum með bjarta brosið og fallegu spékoppana. Ég minnist þess er við fórum saman í ferð til Skagafjarðar til að sækja ömmu mína sem var þar í or- lofi hjá frændfólki er þar bjó. Við komum við á nokkrum bæjum og Stebbi þekkti alla og ég man enn hvað ég var hreykin af þessum fal- lega frænda mínum sem heimasæt- ur Skagafjarðar litu hýru auga. Með árunum hittumst við ekki mjög oft eins og gengur en ef við hjónin áttum leið um Norðurland, komum við að Breiðabóli hjá Ástu og Stebba og fengum ætíð höfðing- legar móttökur á þeirra stóra heim- ili. Hafliðaættin sem við köllum svo hefur haldið nokkur ættarmót og alltaf var Stebbi í undirbúnings- nefnd og ekki var verra að Ásta tók þátt í þessu með okkur af miklum dugnaði. Að sjálfsögðu var það Stebbi sem setti ættarmótin og gerði það á sinn fallega hátt. Við munum sakna hans á næsta móti. Ásta mín, við Dóra dóttir mín sendum þér og fjölskyldu þinni inni- legar samúðarkveðjur. Stebba frænda þakka ég samfylgdina og óska honum góðrar heimkomu. María Guðmundsdóttir, (Maja). Stefán Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.