Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 25 Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Höf. ók.) Elsku mamma. Þökkum öll góðu árin sem við áttum með þér. Hvíl í friði. Guðmundur og Magnea. HINSTA KVEÐJA MINNINGAR ✝ Elínborg Guð-jónsdóttir var fædd 7. nóvember 1914 á Arnarnúpi í Keldudal í Dýra- firði. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 9. september 2008. Foreldrar El- ínborgar voru hjón- in Elínborg Guð- mundsdóttir, f. 30.9. 1875, d. 21.1. 1959, og Guðjón Þorgeirs- son, f. 13.11. 1871, d. 22.5. 1957, bændur á Arn- arnúpi. Elínborg giftist Jóni Guð- mundssyni f. 23. 6. 1906, d. 5.7. 1987, þann 17. júní 1933 og bjuggu á Vésteinsholti í Haukadal í Dýrafirði til haustsins 1962 er þau fluttu til Hafnarfjarðar. Börn þeirra eru: Guðmundur, f. 21.2. 1934, kvæntur Magneu Ernu Auð- unsdóttur, f. 22. 12. 1929; Sigurlaug Jónína, f. 25.8. 1935, gift Ólafi Kristberg Guðmundssyni, f. 29.5. 1930; Kristín, f. 13.2. 1944, gift Hauki Björnssyni, f. 30.4. 1942; Krist- björg, f. 8.6. 1945, fyrri maki Guð- mundur Ásgeir Sig- urðsson, f. 16.2. 1942, lést 1997, seinni maki Jón Hreiðar Hansson, f. 3.6. 1943; Vésteinn, f. 6.6. 1950, kvæntur Þorbjörgu Jónsdóttur, f. 29.7. 1950; Jón Friðrik, f. 15.1. 1952, kvæntur Jennýju L. Kjart- ansdóttur, f. 8.4. 1955. Barna- börnin eru 20, barnabarnabörnin 42 og barnabarnabarnabarn er 1. Elínborg verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13. Hún var hlý kona, hæglát, lét lítið fyrir sér fara en þeir sem þekktu hana vissu að undir niðri bjó ákveðin kona og stjórnsöm þegar það átti við. Leiðir okkar Elínborgar, minnar elskulegu tengdamóður, lágu saman fyrir 40 árum þegar við Kristín hóf- um kynni. Ekki hafði ég þekkt hana lengi þegar mér varð ljóst að hún var dóttir Dýrafjarðar. Svo sterk ítök átti fjörðurinn hennar og fólkið þar í henni, fjörðurinn sem hafði alið hana og hún sjálf alið börnin sín sex á Vé- steinsholti, þar sem þau Jón bjuggu í 29 ár. En það var jafnljóst að þarna fyrir vestan, í firðinum sínum, hafði hún kynnst bæði súru og sætu. Mannlífið var gott og mikil nánd og hjálpsemi á milli manna en lífsbjörgin var erfið og kostaði stundum jafnvel mannfórnir sem settu sterkan svip á fólkið. Bú þeirra Jóns var lítið þannig að Jón sótti iðulega atvinnu fjarri heimilinu og Elínborg því ein heima með börnin og búið. Þá reyndi oft á dug og þor því það gátu verið margar vikur í að bóndinn kæmi heim og eng- in sími til að grípa í. Ekki verður þó annað sagt en að þeim Jóni hafi bún- ast vel þrátt fyrir þessar aðstæður sem eru lítt skiljanlegar nútímafólki. Að minnsta kosti blómstraði mann- auðurinn hjá þeim hjónum. En þess- ar litlu byggðir í sunnanverðum Dýrafirði fóru mjög halloka um miðja síðustu öld, lítið sem ekkert var að gera fyrir unga fólkið á heimaslóð þannig að straumurinn lá suður. Ég veit að það hafa verið þung spor hjá þeim Elínborgu og Jóni að yfirgefa heimili sitt í Haukadalnum og halda suður til Hafnarfjarðar þó að hún hefði ekki mörg orð um það. En þann- ig var hún. Fátöluð um eigin hlut en hugurinn allur við ættingja og vini. Elínborg var mikil fjölskyldu- manneskja og velferð fjölskyldunnar var henni mikið áhugamál og um- ræðuefni þegar hist var. Síðan var það veðrið sem hún kunni sérstaklega góð skil á sem og gömlum kennileit- um varðandi tíðarfarið fram í tímann. Þjóðmálin voru henni yfirleitt ekki mjög hugleikin en samt fylgdist hún vel með og hafði sínar skoðanir þótt hún flíkaði þeim lítið. Einstaka sinn- um heyrðist þó afstaða hennar í tveggja manna tali þegar hún gat ver- ið nokkuð viss um að afstaða viðmæl- andans var í sömu átt. Deilur voru henni ekki að skapi. En Elínborg var líka margfróð og stálminnug og gam- an var að ræða við hana um það sem tilheyrði liðinni tíð. Hún var mikil handavinnukona, velvirk með af- brigðum og liggja eftir hana mörg listaverk á því sviði. Fylgdist hún líka grannt með verkum mínum eftir að ég tók upp tréskurð sem tómstunda- iðju en Jón maður hennar, sem alla tíð var góður trésmiður, hafði líka stundað þá iðju á efri árum. Nú þegar Elínborg hefur kvatt þetta jarðlíf er skarð fyrir skildi. Börnin sex og fjölskyldur þeirra eiga ekki lengur þann samnefnara sem hún var þeim í lifanda lífi. En minn- ingin verður sterk um góða konu. Að leiðarlokum vil ég þakka Elínborgu fyrir alla umhyggjuna og velvildina í minn garð og fjölskyldu minnar og óska henni velfarnaðar á þeirri braut sem hún hefur nú lagt út á. Guð blessi hana. Haukur. Nú þegar ég kveð elskulega tengdamóður, rifjast upp þegar ég kom fyrst á Vésteinsholt og hitti þau hjónin, hvort öðru geðþekkara og traustara. Heimili þeirra var fallegt og hlýlegt sveitaheimili, börnin voru sex, tvö öldruð foreldri og þau hjón. Á sumrin var oft gestkvæmt og man ég að fyrsta sunnudaginn sem ég var þar voru 19 munnar við hádegismatinn. Elínborg átti létt með að seðja hópinn og allir fóru mettir frá borði. Þau hjón bjuggu á Vésteinsholti í Haukadal í Dýrafirði í um 30 ár, en fluttu síðan til Hafnarfjarðar. Þá skrifaði Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson (Hannes á horn- inu) eftirfarandi grein: „Þau komu yfir fjöll og firnindi eft- ir tveggja sólarhringa ferð að heim- an. Þau höfðu átt landsnámsjörð við yzta nes, búið þar allan sinn búskap og komið upp börnum sínum. Sum voru farin að heiman, en hin komin af höndum og áttu að læra eitthvað nyt- samt. Jörðin lá við undurfagran fjörð, þar sem fyrr var nokkur byggð, land- búnaður og útræði og allmikil skipa- koma úti fyrir, sérstaklega í miklum veðrum. Hann hafði lengi velt því fyr- ir sér hvort hann ætti að fara og hvert hann ætti að fara, en alltaf var hann að dytta að, slétta túnið, hlaða garða, gera að húsum, – og í hvert sinn, sem hann hafði lokið verki og litið það augum, fannst honum að hann gæti ekki yfirgefið það. Og þannig dróst það ár frá ári. Hann vildi ekki aka jeppanum inn í ösina í borginni. Hann hafði því lagt á ráð um það, að vinur hans kæmi á móti þeim og æki í borgina. Þeir hitt- ust á Kjalarnesinu. Drengurinn var þögull í sinni forundran þegar hann leit alla þessa æðislegu umferð, skýjaborgirnar í borginni, eggsléttar göturnar, allan þennan ótrúlega manngrúa. Þegar þau voru komin í íbúð sína, heimsótti ég þau. Konan snerist í eldhúsinu, hafði ekki lært á skápana og því síður á rafmagnstæk- in, vissi varla hvar hún ætti að stinga inn hraðsuðuketilstenglinum – og svo var vatnið farið að sjóða áður en hún hafði fundið kaffikönnuna. Hún hafði aldrei haft rafmagn og aldrei hand- fjatlað rafmagnstæki. Þau höfðu farið að heiman, neglt fyrir glugga, lokað hurðum, yfirgefið allt, því að jörðina höfðu þau ekki getað selt og heldur ekki hús. Hann hafði ekki heyjað síð- astliðið sumar, enda selt allar sínar skeppnur í haust. Ég sagði varfærnislega: „Að vera fæddur á jörð, að eiga jörð og hafa verið þar frá bernsku, að eiga þar þúsund handtök, að kannast þar við hverja þúfu og hverja dæld, að hafa numið hvert hljóð náttúrunnar, að kveðja og aka burt á nýjan stað langt fjarri, þetta hlýtur að vera erfitt?“ Hann sagði og horfði í gaupnir sér, á siggbarðar hendur sínar: „Nokkuð erfitt, tekur dálítið á, en það er verst fyrir þá sem eftir eru. Gömlu hjónin, nágrannar okkar, stóðu á hlaðinu með tárin í augunum. Það er áreið- anlega verst fyrir þá sem eftir eru.“ Þau eru bæði á sextugsaldri. Þau hrista þetta af sér. Nú skal hefja nýtt starf. Dýrin kalla aldrei framar á þau. Baráttan við náttúruna hefur verið hörð öll ár þeirra. Nú er það ekki haf- aldan eða harðindin, sem hóta. Nú öskra vélar og farartæki daginn út og daginn inn. Nýr himinn, ný jörð, ný hugsun – og sál …“ Þessi grein segir mikið um tengda- foreldra mína sem voru einstaklega góð, traust og hjálpsöm. Elsku Elínborg, ég þakka þér fyrir alla þína elsku og hjálpsemi við mig og fjölskyldu okkar. Megi Guð varðveita þig. Ólafur K. Guðmundsson. Amma mín, þessi hjartahlýja og duglega kona, hefur nú hlotið hvíld- ina löngu. Mér er minnisstætt þegar ég fékk að gista hjá ömmu Ellu og afa Jóni á Öldugötunni og vaknaði eld- snemma við það að amma var að fylgja morgunleikfiminni í útvarpinu. Hún lá í rúminu og hjólaði með fót- unum í takt við tónlistina og röddina í útvarpinu. Svo fannst mér spennandi að fara með henni í skúringarnar í Öldutúnsskóla. Þegar við systkinin komum í heim- sókn brosti amma og strauk okkur þéttingsfast um kollinn. Hún var svo sem ekki mikið að knúsa okkur en umhyggjan leyndi sér ekki, sífellt spyrjandi frétta og vildi alltaf vita hvar sitt fólk væri statt. Legokub- barnir og Andrésblöðin voru á sínum stað í litla herberginu og þar sátum við krakkarnir gjarnan í röð á dív- aninum með blöðin. „Ekki pína börn- in, “ sagði amma þegar litlu barna- barnabörnin hennar voru eitthvað treg til að heilsa eða kveðja. Það lyft- ist alltaf á henni brúnin þegar ég kom í heimsókn með litlu guttana mína og lét hún ekkert á sig fá þótt þeir myldu kex á gólfið eða héngju á veika hnénu hennar. Hún var svo þolinmóð hún amma. Síprjónandi ullarsokka svo drengjunum er alltaf heitt á fótunum í stígvélunum. Fyrir um tveimur árum erfði ég rauða plusssófasettið þeirra afa, sem Agnes systir hafði áður haft í nokkur ár. Ekki var að spyrja að því að ég fékk heilmiklar leiðbeiningar frá ömmu um hvernig ég skyldi þrífa settið, gæta þess að festa tölurnar strax á ef þær dyttu, klippa alla trosnaða enda af böndunum á örm- unum og snúa örmunum reglulega við svo að þeir slitnuðu jafnt. Hún vissi að það var komið smágat á ann- að bakhornið á styttri sófanum. Alltaf hugsaði amma svo vel um allar sínar eigur og heimilið. Hún var handfljót og rösk. Það glamraði svo heimilis- lega og ákveðið í diskunum þegar hún vaskaði upp, gekk frá eða lagði á borð. Allt var svo skínandi hreint og fínt hjá henni ömmu og bakkelsi til með kaffinu. Amma var oft alvarleg; líklega hef- ur lífið ekki alltaf verið auðvelt fyrir vestan, heimilið stórt, lítið milli handa og náttúruöflin oft óvægin. Ég ímynda mér að þessar aðstæður hafi markað hana fyrir lífstíð. Hún var oft með áhyggjur af hinu og þessu; áhyggjur af þeim sem voru á ferða- lagi eða lasnir; oft með áhyggjur af hlutum sem okkur hinum fundust léttvægir. En áhyggjurnar sýndu greinilega hve undurvænt henni þótti um allt sitt fólk og lét sig það varða. Amma sagði það hreint út við mig síðasta vetur að hún óskaði þess að hún gæti fengið að deyja fljótlega. Það kom alveg flatt upp á mig að hún skyldi tala svona opinskátt um þetta og ekki þótti mér þetta þægilegt um- ræðuefni, það verður að viðurkenn- ast. En það var rétt að líkaminn var farinn að gefa sig og hún amma gat lítið gert sér til skemmtunar lengur, enda hætt að geta gert handavinnu, lesa eða horfa á sjónvarp. Amma mín, ég veit að þú varst hvíldinni fegin og ert nú á góðum stað. Guð geymi þig. Herborg. Nú þegar amma Ella hefur fengið hvíldina eftir langa og góða ævi fyll- umst við systkinin þakklæti og leið- um hugann að því hversu lánsöm við erum að hafa átt hana að. Uppvaxtarár okkar bjuggu þau afi Jón í næsta nágrenni við okkur og nutum við ríkulega umhyggju þeirra og samveru. Þó við yxum úr grasi og flyttum burt þá var umhyggjan áfram til staðar, amma var vakandi og sofandi yfir velferð okkar og heilsu, hún hringdi jafnvel oft á dag þegar hún vissi af veikindum lang- ömmubarna. Allt fram að því síðasta var hún með á hreinu hvar í heiminum afkom- endur hennar voru staddir þá stund- ina og miðlaði því til annarra í fjöl- skyldunni. Farsími og símaskilaboð reyndust henni vel við að halda í alla þræði sem höfuð ættarinnar. Nákvæm var hún, hvort sem var við smákökubakstur, pönnukökugerð eða hannyrðir. Leitun var að öðru eins handbragði. Henni sjálfri fannst nákvæmnin aldrei nóg og þó allar væru smákökurnar eins og jafnfal- legar, þá fannst henni þær varla boð- legar. Hún var einstaklega gestrisin og var ekki við annað komandi en að þiggja hjá henni veitingar þegar komið var í heimsókn. Eitt af því sem einkenndi ömmu Ellu alla tíð var æðruleysi hennar og trúarvissa. Við biðjum nú algóðan Guð að geyma hana. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Rúnar, Elínborg Jóna, Kristín og Ólafur Erling. „Vertu nú stillt og prúð og dugleg að hjálpa konunni á bænum,“ skrifaði amma gjarnan í lokin á bréfunum sem hún sendi mér í sveitina. Amma sjálf var prúðasta og stilltasta mann- eskja sem ég hef kynnst, kvartaði aldrei yfir neinu, var nægjusöm og vandvirk. Amma var góð í gegn, með mjúka kinn og heitar hendur. Þegar hún brosti ljómaði hún öll, lýsti upp tilveruna og stundum dillaði hún af hlátri. Það verður þó seint sagt að hún hafi verið glaðvær. Hún var oft- ast frekar alvarleg og vildi ekki að maður væri að trufla aðra og það mátti ekkert hafa fyrir henni. Amma setti öryggið á oddinn: vildi vita að öllu væri óhætt og að allir væru öryggir. Átti til að hringja í mig langt fram á fullorðinsár og kanna hvort ég hefði ekki komist heim heilu og höldnu, hún hefði nefnilega heyrt í sjúkrabíl rétt eftir að ég fór. Amma bar umhyggju fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti en var líka elskuleg við ókunnuga. Þegar hún skúraði í Öldu- túnsskóla veit ég að hún strauk vang- ann á mörgu barninu og reyndist því vel. Elsku amma hefur kvatt heiminn háöldruð og södd lífdaga, umvafin ást og kærleika sinnar stóru ættar sem bar hana á höndum sér og bar virð- ingu fyrir henni. Henni verður seint fullþökkuð elskan og umhyggjan í minn garð og minna. Minningarnar eru notalegar líkt og tikkið í gömlu klukkunni hennar: Amma að baka kleinur, að gefa afa soðinn fisk, rúg- brauð og vestfirskt hnoðmör í hádeg- inu, fiskibollur í bleikri, skonsur og appelsína með sykurmola í, á meðan horft var á kanasjónvarpið; skata á laugardögum. Amma að tala í símann við systur sínar lon og don. Allt í föst- um skorðum: einfalt og öruggt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili ömmu og afa í blokkinni á Öldugötu fyrstu árin í lífi mínu. Amma annaðist mig frá þriggja vikna aldri meðan mamma vann; hjá henni var öruggur og mjúkur faðmur. Oft var kátt í blokkinni. Amma og afi áttu góða nágranna og samgangur var töluverður. Ég var lengi eina barnið í stigaganginum og naut þess að valsa á milli íbúða, þiggja veitingar og leika mér. Ég var ansi fjörug og þá datt ömmu í hug að segjast vera með flugu í eyranu sem færi að suða ef ég væri með læti og það virkaði lengi. Amma sagði mér að hennar ham- ingjuríkustu stundir hefðu verið þeg- ar börnin hennar voru lítil og þvæld- ust um fæturna á henni. Það hefur verið einstakt að fylgjast með því hvernig systkinin, makar þeirra og fjölskyldur, Munda frænka og Jónas hafa sinnt ömmu af alúð alla tíð. Það var í anda ömmu að hugsa um sína og halda hópinn. Amma sagði mér líka að lykillinn að fimmtíu ára góðu hjónabandi hennar og afa hefði verið að hún reyndi alltaf að halda friðinn: gera gott úr hlutunum. Hún kenndi mér að lífið er dýrmætt og því ber að sýna virðingu. Stíga skal varlega en öruggt niður og leika sér ekki að hættum lífs- ins. Trúa og treysta að allt fari vel. Takk, amma mín, fyrir allt, hvíl í friði í faðmi Jesú sem var þér svo kær. Þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir umhyggju og nærgætni við ömmu og okkur sem að henni stóðum. Agnes Kristjónsdóttir. Árið er 1929 í júníbyrjun. Ung stúlka frá Árholti í Haukadal hafði verið fram á dal að vitja lambáa. Hún er á heimleið og ber í fangi sér nýfætt lamb, hálfkarað sem hennar eigin kind hafði borið og jarmandi ærin elt- ir hana. Þá sér hún sér til stórfurðu að á móti henni kemur gangandi mað- ur hálf-haltur og sjóndapur og þekkir hún að þar er kominn Eggert, faðir Þorleifs í Árholti og tengdafaðir syst- ur hennar. Stúlkan hampar stolt lambi sínu framan í gamla manninn sem segir flaumósa: Þú spyrð ekki um hana systur þína, hvernig henni líði! Hann Leifi minn og hún Jóa eru búin að eignast son með minn hnakka og mitt nef! Sveinstaulinn sem þar var fæddur var sá sem hér heldur á penna. Þessa frásögn hef ég eftir Ellu minni og sagði hún mér hana þá er ég þrettán ára gamall vistaðist hjá henni og eiginmanni hennar Jóni Guð- mundssyni á Vésteinsholti. Svo bætti hún við frásögnina: Þú ert nú í fleiru líkur honum Eggerti afa þínum, Nonni minn, en að vera með nefið hans og hnakkann. Ætli fljótfærnin og glaðværðin sé ekki líka frá honum komið. Hún Ella mín, sem þá var sextán ára, varð semsé fyrsta barnapían mín. Sjálfur man ég að sjálfsögðu ekkert eftir þessum árdögum ævi minnar, en hitt er víst að barnið er næmt á fyrstu umhyggju fullorðinna og það blundar lengi í barnssálinni. Þau Ella mín og Nonni höfðu bara eignast tvö börn, þau Mumma og Gógó, þegar ég vistaðist hjá þeim síð- ar vetrarlangt á Vésteinsholti, þau urðu mér sem mín eigin systkin og Ella mín var mér kærleiksrík fóstur- móðir. Seinna bættust í systkinahóp- inn á Vésteinsholti þau Stína, Kidda, Vésteinn og Nonni Friðrik. Þá var ég farinn suður en þangað fór ég til for- eldra minna þegar leið að fermingu minni. Árið 1962 brugðu þau hjón búi á Vésteinsholti og fluttu með yngstu synina suður til Hafnarfjarðar, enda höfðu þá elstu börnin gerst Gaflarar. Afkomendahópurinn sem í dag kveð- ur kærleiksríka móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu er fjölmenn- ur og minningarnar um allt hið góða og fagra í lífi hennar verma og sefa sorgina. Þótt okkur aðskildi himinn og haf um langt skeið var Ella mín einn af ljósgeislum tilveru minnar sem gott var að minnast og hugsa til á erfiðum stundum. Guð blessi minningu hennar. Jón Snorri frá Árholti. Elínborg Guðjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um El- ínborgu Guðjónsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.