Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil- agir í allri hegðun, eins og sá er heil- agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Sakamálaþættir í sjónvarpi eru íuppáhaldi hjá Víkverja. En einn hlutur fer meira og meira í taugarnar á Víkverja: persónuleg tengsl lögreglumannanna við morð- ingjahyskið, sem þeir elta uppi og koma bak við lás og slá. Brezkir þættir um raðmorðingja, þar sem sálfræðingur leggur lögreglunni lið og hefur gizka góða innsýn í hug- arheim morðingja, fóru vel af stað en hverfðust svo meir og meir um sálfræðinginn þar til Víkverji var næsta viss um að hann myndi fara yfir strikið og praktísera það sem hann predikaði. Víkverji hætti að horfa á þessa þætti áður en til ham- skiptanna kom. Þetta er náttúrlega Ljósvaki að efninu til en Víkverji engu að síður. x x x Í annarri sakamálaröð dugði ekkiminna til en að annar rann- sóknarlögreglumaðurinn væri laun- sonur raðmorðingjans. Þá var Vík- verji orðinn svo harðsvíraður að hann hafði enga samúð með sálar- angist lögreglumannsins, heldur hugsaði beint út að þetta væri hon- um bara mátulegt fyrir að skemma þættina fyrir Víkverja! x x x Síðasta vígið féll, þegar dáða-drengurinn hann Horatio Crane var kynntur til leiks á nýjan leik. Reyndar hefur persónulegt líf hans verið anzi fyrirferðarmikið í þáttunum en Víkverji hefur fyr- irgefið svo margt fyrir drengjalega hallandann á hausnum á Crane, þegar mikið stendur til. En nú falla öll vötn til Dýrafjarðar í nýju serí- unni. Crane á í höggi við glæpa- menn, þar sem unglingur nokkur kveður sér hljóðs og hvað er hann þá annað en sonur Crane! Þetta eru allt orðnir fjölskylduþættir og saka- málin komin í annað sæti. Víkverji vill fá amerísku rann- sóknarlögguna og einkaspæjarann, sem sýpur rólegur á vískinu, en þjarmar að glæponunum með stæl og skilur heimilislífið eftir heima. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 alda, 4 skamm- vinnur þurrkur, 7 minn- ast á, 8 regnið, 9 leiði til lykta, 11 skelin, 13 mik- ill, 14 virðingu, 15 skip, 17 óvarkárni, 20 skelf- ing, 22 Æsir, 23 fárviðri, 24 peningar, 25 læðast. Lóðrétt | 1 dorga, 2 loð- in hönd, 3 einkenni, 4 skafrenningur, 5 espist, 6 korns, 10 erting, 12 hvíld, 13 gyðja, 15 ávöxt- ur, 16 grenjar, 18 ham- ingju, 19 kasta, 20 ofnar, 21 hím. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kjarklaus, 8 forað, 9 nemur, 10 gys, 11 reisa, 13 aflar, 15 glens, 18 ótítt, 21 álf, 22 fagur, 23 álaga, 24 hannyrðir. Lóðrétt: 2 jörfi, 3 ryðga, 4 lensa, 5 urmul, 6 æfar, 7 frár, 12 son, 14 fet, 15 gáfa, 16 eigra, 17 sárin, 18 ófáir, 19 íl- aði, 20 traf. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vel melduð slemma. Norður ♠Á32 ♥9875 ♦94 ♣DG65 Vestur Austur ♠D976 ♠1085 ♥K6 ♥ÁDG10432 ♦G86 ♦10 ♣K1093 ♣87 Suður ♠KG4 ♥-- ♦ÁKD7532 ♣Á42 Suður spilar 6♦. Eyktarmenn náðu góðri forystu í fyrstu lotu bikarúrslitaleiksins við Breka jarðverk. Spilið að ofan var einn sveifluvakinn, en þar komust Jón Bald- ursson og Þorlákur Jónsson í ágæta tígulslemmu, sem fór forgörðum á hinu borðinu. Þorlákur vakti í suður á sterku laufi og Jón afmeldaði með 1♦. Austur á góðan sjölit í hjarta, en Júlíus Sigurjónsson lét 2♥ duga, ef til vill í ljósi þess að hann var á hættu gegn ut- an hættu. Þorlákur gat þá sýnt tígulinn eðlilega á þriðja þrepi. Jón sagði 3♥ í leit að 3G, en Þorlákur sneri því upp í slemmuleit með 4♥ á móti. Sigurður Vilhjálmsson í vestur doblaði út á ♥K, doblið gekk til Þorláks og hann redo- blaði til að sýna fyrstu fyrirstöðu. Jón sagði 4♠ og Þorlákur 6♦. Tólf léttir slagir með því að vinna úr laufinu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einungis þú getur tekið þessa ákvörðun – og innan vissra tímamarka. Ef þú ákveður að taka hana ekki, verður það gert fyrir þig. Hvernig sem fer, þarftu ekki að hafa áhyggjur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það reynir á andlega hæfni þína – á skemmtilegan hátt. Vini gæti fundist gaman að leika sér eða þá að viðskipta- vinur reynir á huga þinn við að leysa vandamál. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú óskar þess að þú gætir komið á skipulagi og að það endist að eilífu. Því miður tekur líf þitt stöðugum breytingum og þú þarft að betrumbæta þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er huggun í því að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En líka frekar leiðilegt. Vertu opinn fyrir óvæntu. Annað er eins og að ganga í svefni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú einbeitir þér að því að viðhalda góðri heilsu þinni. Álit þitt á sjálfum þér hefur mest að segja um hvernig þér líður, andlega og líkamlega. Horfðu mikið í spegil. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú leggur grunn að framtíðinni. Það þýðir aukaálag og það tekur áreið- anlega á taugarnar. Ekki gefast upp. Þetta á eftir að margborga sig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gengur allt á afturfótunum í dag? Það fer eftir því hvernig þú lítur á það. Endurtaktu við sjálfan þig: „Þetta eru bara aðstæður og ég ræð við þær.“ (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þráir athygli. Stígðu á svið lífsins og haltu sýningu. Þú hressir heldur betur upp á liðið sem var farið að taka hlutina allt of alvarlega. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú gefur og heimtar meira en flestir aðrir. Ekki vera of fljótur á þér að játast verkefnum og fólki, því það á eftir að éta upp allan þinn tíma. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú átt erfitt með að standast markmið sem fela í sér að halda aftur af þér. Þér gengur betur að bæta einhverju hagnýtu eða heilsusamlegu við líf þitt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinátta skiptir þig miklu máli. Reyndar ertu hrifnari af platónskum samböndum núna. Auk þess er vinátta það langmikilvægasta í ástarsamböndum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur ekkert að fela. Fyrir þér er líf þitt opin bók. Samt skaltu ekki lesa upp úr þeirri bók fyrir neinn í dag. Haltu í dulúðina. Stjörnuspá Holiday Mathis 19. september 1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeið- arársandi og fórust þar um 140 manns. Skipið var hlaðið dýrum farmi, gulli, silfri, perl- um o. fl. Meira en þrjú hundr- uð árum síðar var mikil leit gerð að skipinu. 19. september 1802 Kona á Hellnahól í Rang- árvallasýslu fæddi andvana tvíbura, stúlkubörn sem voru „samangróin frá öxlum niður til naflans,“ eins og segir í prestsþjónustubók Holts- sóknar. Þótti þetta tíðindum sæta. 19. september 1939 Þýskur kafbátur, U-30, kom til Reykjavíkur með þrjá menn sem slasast höfðu í árás á breskt flutningaskip vestur af Bretlandi. Þessi sami kafbátur hafði sökkt breska farþega- skipinu Athenia rúmum hálf- um mánuði áður, 3. sept- ember, á fyrsta degi síðari heimsstyrjaldarinnar. 19. september 1956 Bólusetning við lömunarveiki (mænusótt) hófst hér á landi. Notað var bóluefni sem kennt var við Salk. 19. september 1964 Mikil ölvun var í Reykjavík og gistu 58 manns í fanga- geymslur lögreglunnar. Mikið bar á „sjómönnum sem ný- komnir eru af síld fyrir norð- an með fullar hendur fjár,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. 19. september 1981 Ellefu manna áhöfn Tungu- foss var bjargað við mjög erfið skilyrði í fárviðri á Erm- arsundi. Skipið fékk á sig brotsjó, lagðist á hliðina og sökk. Fjögur skip fórust á þessu svæði sama kvöldið. Ár- ið eftir sæmdi forseti Íslands björgunarmennina afreks- merki. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Rafvirkinn Ómar Ingi Eggertsson fagnar 35 ára afmæli í dag. Hann er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum, nánar til tekið á Flateyri. Und- anfarin 10 ár hefur hann hins vegar búið á Reyð- arfirði ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum, sem eru 10 og 13 ára. Þeir æfa glímu með Val á Reyðarfirði og eru verðandi glímukóngar, segir stoltur faðirinn. Í Reyðarfirði starfar Ómar Ingi sem verktaki í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem hann vinnur við forritun og bilanaleit. „Það eru allir mjög upp- teknir hérna og það er ekkert atvinnusleysi,“ segir hann spurður út í lífið í bænum. Auk þess að reka heimili og vera í fullu starfi er Ómar Ingi í fjar- námi í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann er á öðru ári í raf- iðnfræði, en námið tekur alls þrjú ár. „Með fullri vinnu verður mað- ur að hafa einbeitingu við það,“ segir hann um námið. Hvað varðar daginn í dag segir hann að það sé ekki búið að skipu- leggja neitt meiri háttar í tilefni dagsins. „Ég er á námskeiði, en svo gerir maður sér glaðan dag seinni partinn að sjálfsögðu.“ „Ég hef alltaf haldið vel upp á tugina, en inn á milli hef ég ekki verið að eltast við það neitt,“ segir Ómar Ingi og bætir við að nú verði hann kannski að endurskoða það þar sem Morgunblaðið hafi sett sig í samband við hann vegna afmælisins. jonpetur@mbl.is Ómar Ingi Eggertsson er 35 ára í dag Vestfirðingur á Austfjörðum dagbók Í dag er föstudagur 19. september, 263. dagur ársins 2008 Reykjavík Sonur Önnu Ingigerðar Arnardóttur og Garðars Kristjáns Hall- dórssonar fæddist 17. september kl. 14.34. Hann vó 4.130 g og var 50 cm langur. Reykjavík Matthildur Embla fæddist 4. maí kl. 12.27. Hún vó 3.465 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris Katrín Barkardóttir og Hjálmar Jakob Grétarsson. Reykjavík Dóttir Evu Daggar Sigurðar- dóttur og Magnusar H. Nilsen fæddist 12. september kl. 22.11. Hún var 16 merkur og 52 cm löng. Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. 1 8 7 9 2 6 3 2 3 6 7 4 6 3 5 9 8 4 9 5 2 3 5 1 2 4 5 8 6 7 9 6 2 7 2 3 6 6 1 8 5 6 9 4 3 1 5 2 5 4 6 1 3 1 6 3 9 2 8 1 5 3 6 6 9 3 8 5 2 1 9 5 2 8 1 6 4 3 7 9 9 3 4 2 5 7 4 8 1 4 8 3 3 2 7 1 6 2 8 3 6 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. cxd5 Dxd5 4. Rf3 e5 5. Rc3 Bb4 6. Bd2 Bxc3 7. Bxc3 e4 8. Re5 e3 9. fxe3 Rxe5 10. dxe5 Re7 11. Dxd5 Rxd5 12. Bd4 Bf5 13. g4 Be4 14. Hg1 b6 15. b3 c5 16. Bb2 a5 17. a4 Ke7 18. Kf2 Hhd8 19. Bg2 Bxg2 20. Hxg2 Ke6 21. g5 Hd7 22. Hg4 Re7 23. Bc3 Had8 24. Kf3 Rg6 25. Hgg1 Hd5 26. Ke4 Rxe5 27. h4 f5+ 28. gxf6 gxf6 29. Hg7 h5 30. Hb7 Rd7 31. Hg1 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2477) hafði svart gegn kollega sínum Braga Þorfinnssyni (2387). 31… c4! 32. Bd4 cxb3 33. Hb1 Hg8 34. Hxb3 Hg4+ 35. Kd3 hvítur hefði orðið mát eftir 35. Kf3 Hf5#. 35… Rc5+ og hvítur gafst upp enda hrókur að falla í valinn. Svartur á leik. Lausn síðustu Sudoku.Frumstig Til að verða við óskum lesenda Morgunblaðsins mun blaðið birta aftur þrjár sudoku-þrautir á dag. Þrautirnar eru miserfiðar, auðveld, miðlungs og erfið. Svörin við gátum dagsins í dag verða birt í blaðinu á morgun, en í dag er birt lausn gátunnar sem var í blaðinu í gær. Miðstig Efstastig Nýirborgarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.