Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 23 Ljúfa líf Væri ekki ljúft að vera grábröndóttur köttur með iðjagræn augu, laus undan öllu krepputali og geta auk þess alltaf stólað á níu líf? Valdís Thor Blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 18. sept. Börn og aðrir vinnandi menn... Á vinnudegi leikskólaráðs kom listamaðurinn Þor- valdur Þorsteinsson og flutti mjög svo innblásna ræðu um mikilvægi þess að skólakerfið – og við stærri gerðin af börnum, leyfðum börnum að vera börn lengur. Pössuðum okkur á því að drepa ekki nið- ur í börnunum sköpunarkraftinn og frelsið sem þau fæðast með – sem þau sýna í einlægri nálgun og skynjun á heiminum. Þorvaldur telur og er miklu betri en ég að útskýra hvers vegna, að börn eigi að vera lengur í leikskólanum og það eigi ekki að þvinga börn í bóklegt nám eins snemma og við gerum. Þessa umræðu þekkjum við vel, leik- skólakennarar hafa í mörg ár staðið fast á því að leikurinn skipti gríðarlegu máli í námi barnsins – þó ekki sé um bóklegt nám að ræða. Leikurinn ekki bara lengir lífið og gerir það skemmtilegra heldur er besta leiðin til að efla félagsþroska, fé- lagsfærni og sjálfstraust barna. Þessu er ég hjartanlega sammála - og þó sérstaklega því sem Þorvaldur fjallaði um varðandi ofskipulag í kringum börn - langar stundatöflur barna frá morgni til kvölds þar sem varla er óskipulögð mín- úta. Meira: bryndisisfold.blog.is Marta B. Helgadóttir | 18. september Lífstíls- og hjóna- bandshagfræði Ég rakst á frásögn í við- skiptablaði Moggans af niðurstöðum rannsókna hjónabandshagfræðinga ...sem birtust á vef New York Times. Ég hef ekki heyrt þennan anga „hag- fræðinnar“ nefndan fyrr og varð forvitin að lesa lengra. Mér fannst það skondið að lesa þess- ar niðurstöður og gaman til þess að vita að fólk geri sér starfsferil úr rann- sóknum á því sem í fljótu bragði virðist einfaldlega vera almenn skynsemi. Slík er hagfræðin, myndu sumir segja. Sérfræðingur í rannsóknum hjóna- bands og skilnaðar sem þarna er sem sagt vitnað í, segir að flestar ákvarðanir um hvernig fólk vilji lifa lífinu feli í sér ákvörðun um hvernig það vilji ráðstafa peningunum sínum. Meira: martasmarta.blog.is Gestur Guðjónsson | 18. september Hreint loft fyrir alla Samgönguvika var sett með pompi og prakt í Foldaskóla á miðvikudag- inn, en þetta er í 6. sinn sem Reykjavík tekur þátt í vikunni sem er samevr- ópsk og taka 2000 borgir þátt í henni að þessu sinni. Fyrir utan frábæran söng Foldafugla var mjög skemmtilegt að fylgjast með vistaksturskeppni tor- færu- og rallökumanna, þar sem þeir reyndu að komast sem lengst á lítr- anum í ökuhermum sem Landvernd út- vegaði. Meira: gesturgudjonsson.blog.is LEHMAN Brothers farinn á hausinn, Merrill Lynch horfinn inn í Bank of America, Sámur frændi búinn að þjóðnýta AIG og hlutabréf falla um allan heim með haustlaufunum. Hvílíkur bömmer! Þetta hlýtur allt að vera krón- unni að kenna. Bara ef þeir tækju upp evruna, þá væri allt í himnalagi. Erlendur Magnússon Bara ef þeir tækju upp evru Höfundur er bankastarfsmaður. MIKILVÆGUR áfangi að því að bæta hag lífeyrisþega varð að veruleika í vikunni þegar ég undirritaði reglugerð um sérstaka lámarks- framfærslutryggingu, lífeyrisþegum til handa. Samkvæmt framfærslutrygging- unni verða heildar- tekjur lífeyrisþega sem búa einir að lág- marki 150.000 krónur á mánuði í stað 137.000 króna áður. Einstaklingum sem njóta hagræðis af heimilishaldi með öðr- um eru hins vegar tryggðar 128.000 króna lágmarkstekjur í stað 112.000 áður. Lágmarkstekjur hjóna verða 256.000 krónur á mánuði í stað 224.000 króna áður. Með til- komu framfærslu- tryggingarinnar nemur hækkun á tekjum þeirra lífeyrisþega sem hvað verst hafa staðið rúmum 19% á síðastliðnum 9 mánuðum. Lágmarksframfærslutryggingin hækkar árlega á sama hátt og bætur almannatrygginga og verð- ur næsta hækkun 1. janúar 2009. Hækkunin skal taka mið af launaþróun en jafnframt er tryggt að hún verði ekki minni en nemur hækkun neysluvísitölu. Við útreikning uppbótarinnar eru lagðar saman allar tekjur líf- eyrisþegans, þ.e. bætur almanna- trygginga, uppbót á eftirlaun, greiðslur úr lífeyr- issjóðum, atvinnu- tekjur og fjármagns- tekjur. Orlofsuppbót og desemberuppbót er undanskilin við út- reikning þessarar uppbótar. Upphaf greiðslna samkvæmt reglugerðinni miðast við 1. september síð- astliðinn. Ákvörðunin um lágmarksframfærslu byggist á tillögu nefndar sem vinnur að heildarend- urskoðun laga um al- mannatryggingar. Samhliða þeirri vinnu var nefndinni falið að gera tillögur til úrbóta vegna ým- issa réttlætismála sem þola enga bið og snúa að bættum kjörum þeirra sem verst eru settir. Lágmarkstekjur ekki hærri í 13 ár Mikilvægt skref var stigið í sumar í því skyni að tryggja lágmarksframfærslu líf- eyrisþega þegar ellilífeyrisþegum sem hafa litlar sem engar greiðslur úr lífeyrissjóðum var tryggð uppbót á eftirlaun, allt að 25.000 krónum á mánuði. Lág- marksframfærslutryggingunni er ætlað svipað hlutverk í að bæta stöðu hinna verst settu, en þeir sem njóta mests ávinnings af breytingunni nú eru öryrkjar sem hafa lága aldurstengda örorku- uppbót. Áætlað er að tekjur rúm- lega 750 örorkulífeyrisþega muni hækka um 10.000 krónur eða meira á mánuði, en mest getur hækkunin numið 16.000 krónum á mánuði. Samtals munu rúmlega 4.000 einstaklingar fá greiðslur vegna lágmarksframfærslutrygg- ingarinnar um næstu mánaðamót. Um 2.100 þeirra eru ellilífeyr- isþegar en um 1.900 eru örorkulíf- eyrisþegar. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun lágmarkstekna lífeyrisþega frá árinu 1995. Þar sést að með þeirri uppbót sem nú hefur verið ákveðin hafa lágmarkstekjur þeirra ekki verið hærri í 13 ár. Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur »Með tilkomu framfærslu- tryggingarinnar nemur hækkun á tekjum þeirra lífeyrisþega sem hvað verst hafa staðið rúmum 19% á síðast- liðnum 9 mán- uðum. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Vatnaskil í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Ragnarsson | 18. sept. Eftir öll þessi ár … Hver maður skal talinn sýkn saka þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Þessi meginregla mann- úðlegs og réttláts réttar- fars er oft brotin og það eitt að vera ákærður jafngildir því miður oft því að vera dæmdur. Mál Eggerts Haukdals er eitthvert sorglegasta sakamál síðari ára, ekki að- eins vegna þess hve ótrúlega langan tíma það hefur tekið – alls tólf ár síðan meint brot átti að hafa verið drýgt, – heldur ekki síður vegna þess að stærsta hluta þess tíma, – sjö ár, – mátti hann lifa við það að hafa verið dæmdur sekur af æðsta dómstóli landsins. Nú, alltof, alltof seint, er hann loks sýknaður eftir að hafa gengið í gegnum dæmalausar hremmingar. Meira: omarragnarsson.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.